Reykjavík - 18.08.2012, Qupperneq 11
2 16. ÁGÚST 2012AFMÆLISVAKA AKUREYRAR
Mynda ekki þetta fólk
til að verða vinur þess
Bernharð Valsson eða Benni Valsson
eins og hann kallast utan landstein
anna flutti til Frakklands að loknu
stúdrentsprófi frá MA árið 1985 og
hefur búið í París óslitið frá árinu
1986. Annan fótinn hefur hann þó
haft á Akureyri síðastliðin tvö ár
en verkefnin sækir hann nánast öll
út fyrir landsteinana, aðallega til
Lundúna og Parísar. Hann lærði
ljósmyndun í Frakklandi og tókst
eftir nokkur ár að hasla sér völl á
heimsvísu, einkum í heimi tískunnar.
Benni hefur aldrei haldið samstæða
sýningu á eigin verkum á Íslandi
fyrr en nú þegar fyrsta stóra sýning
hans á Íslandi, Promo Shots, þar sem
Benni sýnir myndir af frægu fólki,
gleður augað í Ketilhúsinu á Akur
eyri. Margar myndanna eru teknar
við knappar aðstæður s.s. á hótelher
bergjum. Sem dæmi um andlit á sýn
ingunni má nefna Robbie Williams í
stúdíói í London, Leonardo DiCaprio
og Martin Scorsese í anddyri kvik
myndahúss í París.
Eitt það helsta sem vekur athygli
þeirra sem séð hafa sýninguna er að
stórstjörnurnar hafa sumar hverjar
a.m.k. líkt og afhjúpast fyrir framan
Benna og myndavélina hans. Hefur
verið haft á orði að afraksturinn sé
eins og að hann hafi náð myndum af
vinum eða ættingjum, svo „venju
legar“, látlausar eða óvarðar verða
stjörnurnar á myndunum í Ketil
húsinu. Samt er þetta hreint ekkert
venjulegt fólk!
Kannast Benni sjálfur við þessa
lýsingu?
„Svolítið já, vegna þess að þegar ég
fór og hitti fyrstu ritstjóra blaðanna
til að fá að taka portrait myndir fyrir
þau, þá hafði ég áður aðallega verið í
tískunni en heyrði oft frá fólki að ég
ætti líka að gera portrait. Ég hafði
alltaf gaman að því þannig að ég fékk
heim til mín, í íbúðina í París, vini
og kunningja, fólk sem mér fannst
áhugavert. Smíðaði mér ljós sjálfur af
því að ég hafði hvorki kontakta fyrir
svoleiðis né efni á að leigja mér stúdíó
og með þær myndir fór ég til þeirra
sem ráða hjá tímaritunum til að sýna
þeim hvað ég myndi gera ef ég fengi að
gera portrait. Og það eru þau portrait
sem hanga á sýningunni í Ketilhús
inu. Fyrsta pöntunin var reyndar að
mynda franskan bónda, en svo fóru að
berast óskir um að ég myndaði leikara,
Björk og fleiri. Þannig að ef þetta lítur
út eins og myndir af ættingjum þá er
það kannski vegna þess að upplagið
er vinir og kunningjar sem þýðir þá að
ég hef haldið mínum dampi. Kannski
á einmitt að mynda einkum það sem
stendur manni næst. Það sem maður
skilur best.“
Er erfitt að brjóta ísinn þegar þú
hefur lítinn tíma til að ná mynd-
um af afburðafólki sem kannski er
óþolinmótt og jafnvel hálffúlt í svona
tökum?
„Ég geri ekki portraitin til að
verða vinur stjarnanna, ég vinn þau
ekki þannig að ég eigi von á að þau
bjóði mér á kaffihús í drykk fyrir
myndirnar mínar. Ég geri ekki mynd
irnar sem ég held að stjörnurnar vilji
sjá af sjálfum sér, ég stilli þau meira
af eins og ég sé að mynda hluti. En til
að byrja með var ég rosalega stress
aður og þá kom það fyrir að ég var
ekki ánægður með árangurinn, svo
höndlar maður stressið en ég held
að hún hafi hjálpað mér þessi fasta
hugmynd um hvernig ég vildi hafa
myndirnar. Og þegar fólkið veit að
ég veit hvað ég er að fara er ísinn
brotinn.“
Geturðu lýst hverju þú leitar eftir
og hvernig þú ferð að því að finna það?
„Ég reyni að fá andlitið í jafnvægi
í rammann, svo geri ég tvær filmur,
24 myndir, sem raunverulega eru
allar eins, en hitt er önnur spurning
hvað gerir mynd persónulega þegar
um pöntun er að ræða? Ég lít á þetta
eins og vinina og kunningjana að
það er alltaf eitthvað í augnaráð
inu, eitthvað í manneskjunni sem
þarf að bergmála í þér og þegar það
næst er bara settur kross á snerti
prentið og myndin verður notuð.
Ég er með öðrum orðum að reyna
að ná einhverjum votti af einlægni,
einhverju einföldu og innilegu, ég
reyni að mynda manneskjuna en
ekki leikarann þótt það geti ver
ið áskorun að komast alla þá leið.
Þetta virkar kalt og rúðustrikað
þegar sýningin er sett upp, virkar
eins og fronturinn, en mér finnst
þetta ná í gegn. Helmingurinn af
myndinni er náttúrlega hjá þeim
sem maður horfir á.“
Nú heitir sýningin „Promo Shots“,
hvers vegna?
„Promo Shots er titill sem ég bjó
til og bar undir franska kunningja
mína og fólk sem vinnur við svona
og það fannst öllum þetta akkúrat
vera það sem það er, að best væri
bara að kalla hund hund. Ég hefði
getað farið að fabúlera eitthvað með
andlit eða einhvern andskotann en
aðstæðurnar eru einfaldlega þannig
að það kemur maður á einhvern stað,
maður að kynna kvikmynd. Hann er
á samningi við kvikmyndafyrirtæki
og ég er fenginn til að mynda. Hann
er að prómótera sjálfan sig, þetta er
stytting á promotion og photo shoot.“
Tekið til að koma á framfæri?
„Já.“
Áttu þér einhverjar eftirminni-
legri stundir úr glímunni við sumar
stjörnurnar en aðrar – nú áttu þarna
í höggi við sum af mestu karisma
búntum veraldar?!
„Sko, Björk er sér á parti af því
að ég hef myndað hana oftar en einu
sinni og það er alltaf mjög gefandi
að hitta hana. Hún spilar alltaf á
móti, það verður ping pong, þú færð
boltann til baka sem er frábært. En
myndatakan með Gérard Dépar
dieu var líka frábær, mjög stutt
en intense, hann er intense maður,
ekkert hálfkák. David Lynch snerti
mig líka mjög mikið, hann fannst
mér ofsalega mannlegur og fylgdu
honum góðir straumar. Ég hef ekki
lent í neinum leikara með einhverja
vandræðastæla. Allt sem er er sýnt
var þægilegt og skemmtilegt og það
hefur verið gaman að hitta þess and
skota, þeir eru stórir.“
Gefur þetta þér meira en tísku-
myndirnar?
„Varðandi tískumyndirnar þá hef
ég mjög takmarkaðan áhuga á að
sýna tískumyndir. Á sýningunni er
fólkið sem skrifaði bækurnar, gerði
myndirnar, lék í þeim og samdi
tónlistina sem breytir lífi okkar. Á
vissan hátt finnst mér portraitin því
skemmtilegri en tískan þótt tísku
myndir gangi stundum í endurnýj
un lífdaga. Það eru dæmi um tísku
myndir sem slá í gegn 20 árum eftir
að þær voru teknar, svona eins og
popplög gera stundum, góð tísku
mynd getur minnt á hárið, tónlistina
og annað í þínu lífi sem þú rifjar upp
þegar þú sérð hana og þá er hún vel
heppnuð en alla jafna á hún ekki að
vera flókin heldur aðeins velheppnuð
dægurfluga í einfaldleika sínum.“
Tískumynd gengur þá kannski
frekar í endurnýjun lífdaga sem „cult“
á sama tíma og hægt væri að tala um
þína sýningu frekar sem klassík?
„Já, held það.“
Hvernig er svo að sýna hér í
heimabænum Akureyri? Miklar til-
finningar?
Stressandi. (Hlær). Ég hef nátt
úrlega verið sl. tvö ár hérna dálítið
á Akureyri og hef þá hitt fólk reglu
legar en áður. Hugmyndin um þessa
sýningu kom upp fyrir svona einu og
hálfu ári. Mig hafði lengið langað að
koma hingað og sýna en vantaði smá
spark og tímamörk til að setja allt
af stað. Mig langaði að gera eitthvað
með þessar myndir og mig langaði
að byrja hér því mér finnst frábært
að vera á Akureyri og ég hef mætt
hér mjög góðum straumum og þak
klæti þannig að þetta er mjög gaman
og gefandi þótt enginn geti kallast
spámaður í eigin föðurlandi.“
En þó er vonin um það e.t.v. meiri
ef þú siglir utan, meikar það og kem
ur svo aftur heim – ekki satt?
Kannski. Ég er náttúrlega búinn
að vera svo lengi úti og hef ekkert
verið í fjölmiðlum hér allan þennan
tíma og þess vegna fær fólk núna
allan pakkann í einu. Í stað þess að
að fólk hafi fylgst smám saman með
þróuninni hjá mér sér það mig bara
allt í einu koma út úr skápnum eins
og ég legg mig.“ aBENNI, SVALUR Á svip. En viðurkennir að það sé nokkuð stressandi að sýna í sinni gömlu heimabyggð. Völundur
ágú tfmæli v k kureyr r