Reykjavík - 18.08.2012, Blaðsíða 17
8 16. ágúst 2012AfmælisvAkA AkureyrAr 16. ÁGÚST 2012FMÆLISV K KUREYR R
Eyrin er
uppáhalds-
hverfið mitt
Logi Már Einarsson hefur sterkar skoðanir á skipulags-
málum Akureyrar í fortíð, nútíð og framtíð. Hann er í hópi
þeirra sem ólust upp í bænum, fluttu út til náms, hafa
búið í Reykjavík og þekkir því samanburðinn á höfuð-
borginni og bænum Akureyri. Í ítarlegu viðtalið við blaðið
fer Logi um víðan völl, bæði faglega og persónulega.
Logi, þú varst baldinn unglingur, féllst í 1. bekk
í Menntaskólanum á Akureyri, ekki vegna þess
að þig skorti bóklegar gáfur, heldur gæti ég
ímyndað mér að þú hafir verið í uppreisn. Er
stutt í byltingarhjartað, alla jafna?
„Óþekkt mín í skóla hefur líklega öðrum
þræði verið viðbrögð við því umhverfi sem
menntastofnanir buðu fjörugum unglingum
upp á í þá daga. Krakkar sem hneigðust
helst til verk– og listgreina eða jafnvel
íþrótta fengu einfaldlega of lítið fyrir sinn
snúð. Gjarnan var litið á þessar greinar
sem aukafög. Hálfgert dútl til að krydda
skóladaginn. Þannig er þetta því miður
víða enn í dag. Kannski eru gamaldags
viðhorf víða í skólakerfinu stærsta sóun
okkar. Allt of margir krakkar heltast úr
lestinni og gríðarlegur auður glatast. Ég
kláraði menntaskólann vegna þess að það
var forsenda þess að ég kæmist í það nám
sem hugur minn stóð til. Það var ekki fyrr
en ég fór í háskóla að ég fór að hafa gaman
af því að læra. Ég hóf framhaldsnám alveg
örugglega þrátt fyrir Menntaskólann á Ak
ureyri en ekki vegna hans.“
Eins og íslenskt veður
En ertu byltingarsinni?
„Ég hef alltaf haft sterkar skoðanir á sam
félaginu og ríkan vilja til þess að hafa
áhrif á það sem sem ég tel ástæðu til að
laga. Ég er samt ekki viss um að það geri
mig að einhverjum byltingarmanni. Ég er
hins vegar hvatvís og á það örugglega til
að taka nokkuð stórt upp í mig og mála
þá gjarnan hlutina sterkum litum. Þess á
milli get ég verið nokkuð rólegur og talað
af meiri hófsemd. Ætli ég sé ekki svolítið
eins og íslenskt veður; það getur rokið upp
með stormi og éljum en síðan dettur allt í
dúnalogn með sólskini samdægurs.“
Höldum aðeins áfram með MA. Hvernig mynd-
irðu lýsa skólanum á þeim tíma sem þú varst
þar?
„Almennt leið mér vel sem unglingur. Ég
ólst upp við öryggi og átti góða vini utan
sem innan skólans. Þaðan á ég því auðvitað
margar góðar minningar. Ég neita því þó
ekki að stundum fannst mér ég verða var
við menntahroka og yfirlæti hjá sumum
kennurum og nemendum og það féll mér
illa. Þetta kann að hafa lagast nokkuð með
tímanum en ennþá fæ ég vægan hroll þegar
ég heyri nýstúdenta og júbílanta skólans
syngja Gaudeamus igitur. Þá rifjast upp
þessi sjálfsupphafning sem mér fannst
stundum einkenna skólabraginn.“
Af hvernig fólki ertu kominn og hvaða gildi
urðu þér helst til leiðsagnar?
„Ég ólst upp í stórri en þó sennilega dæmi
gerðri fjölskyldu þess tíma. Við vorum sex
krakkar á heimilinu auk hálfbróður sem
bjó í Reykjavík og ég hafði því miður allt
of lítil samskipti við. Foreldrar mínir voru
báðir kennarar; mamma íþróttakennari
og pabbi myndlistarkennari sem þjálfaði
knattspyrnu á sumrin. Þau bera sjálfsagt
mesta ábyrgð á því hvaða slóðir ég hef fetað
í lífinu. Af báðum smitaðist ég af íþrótta
bakteríu og var helsjúkur af henni fram á
fullorðinsár, en hef nú læknast að mestu.
Frá pabba fékk ég hins vegar áhuga á sjón
listum. Sá áhugi hefur fylgt mér fram á
þennan dag og er líklega ástæða þess að
ég lærði arkitektúr.
Ægishjálmurinn KEA
Svo hefur umhverfið sem ég ólst upp í
mótað mig heilmikið; Akureyri sjötta og
sjöunda áratugarins. Ísland var að opn
ast umheiminum, haftastefnan að líða
undir lok og einstaklingar gerðust sífellt
aðsópsmeiri í atvinnurekstri. KEA stóð
þó enn sterkt á Akureyri og bar í raun
ægishjálm yfir aðra í atvinnulífinu. Það
var algjörlega útilokað að alast hér upp
án þess að vera bókstaflega merktur því í
bak og fyrir. Maður gekk í Iðunnarskóm,
Duffys gallabuxum og Hekluúlpu. Árin
liðu nokkuð áhyggjulaus með soðinni ýsu
á mánudegi, medisterpylsum á miðvikudegi
og kótelettum eða KEA lambalæri á sunnu
dögum. Allt úr kjötborðinu hjá Hermanni
Huijbens í kjörbúð kaupfélagsins í Byggða
vegi. Þessu var að sjálfsögðu skolað niður
með mjólk frá mjólkursamlagi KEA. Það
var helst á sunnudögum sem menn vottuðu
einkaframtakinu virðingu sína. Þá drukku
menn Sana appelsín, borðuðu Conga frá
Lindu og höfðu það huggulegt í Valbjarkar
húsgögnum. Platan á fóninum hefur eflaust
verið með hljómsveit Ingimars Eydal.“
Og samgöngur ólíkt því sem er í dag.
„Öxnadalsheiðin nánast eins og ókleifur múr
og vörur bárust sjaldnast yfir hana, enda
dýrari en þær akureysku. Smátt og smátt
molnaði þessi leikmynd æskunnar niður og
hingað fóru að berast vörur úr fjarlægum
heimshlutum. Nú þykir reyndar aftur fínt
að borða vörur frá heimaslóðum og heitir nú
matur úr héraði. Þannig er lífsstíll sem átti
áður rætur að rekja til hafta og fákeppni
genginn í endurnýjun lífdaga, nú undir
merkjum umhverfisverndar. Í gamla daga
ólst maður jafnframt upp í þeirri algjöri
fullvissu að Akureyri væri snyrtilegasti
og fallegasti bær landsins, ef ekki allrar
álfunnar. Seinna hef ég auðvitað lært að
víða í heiminum eru snotrir bæir, byggðir
prýðis fólki sem við getum meira að segja
lært töluvert af. Enda er það líka þannig að
flestir straumar sem hingað berast, meira að
segja frá útlöndum og oft með aðfluttu fólki,
auðga mannlífið og bæta bæinn okkar.“
Kostur að fara út til náms
Það gengur illa fyrir mig að hætta að spyrja þig
um MA. Þú teiknaðir helling af fólki í Carmínu,
útskriftarrit menntskælinga og gerðir jafnvel
dauflegustu andlitsdrætti fyndna, tókst að
einhverju leyti á í þér að fara í listnám eða
arkitektúr?
„Eflaust hefur það velkst eitthvað fyrir mér.
Ég man þó að mér fannst það kostur að
arkitektúr var bara kenndur í útlöndum.
Mig langaði að búa erlendis í einhvern tíma
og þetta var fín ástæða til þess. Arkitektúr
er hins vegar ævaforn listgrein og á tylli
dögum kölluð móðir allra lista. Byggingar
eru listaverk þegar best lætur. Það þýðir
þó ekki að allt sem byggt er sé list. Ég á
að sjálfsögðu mína slæmu stundir eins og
flestir, en þegar mér hefur tekist sem best
upp er ég sannfærður um að ég hef hann
að hús sem komandi Akureyringum mun
þykja vænt um og berjast jafnvel fyrir að
verði ekki rifin! Langflest munu þó vitan
lega verða mulningsvélum að bráð og víkja
fyrir öðrum nýrri, eins og gengur.
Hvar lærðirðu arkitektúrinn og hvað breyttist
þegar þú fórst út?
„Ég lærði í Osló, Noregi. Það var góð lífs
reynsla. Það er hollt fyrir ungt fólk að flytja
úr foreldrahúsum og þurfa að standa á eigin
fótum. Viðbrigðin voru enn meiri við það að
flytja til annars lands. Þetta var fyrir tíma
tölvu og farsíma þannig að allar fjarlægðir
voru meiri en þær kannski virðast í dag.
Ég held líka að flestir geti vottað að það
er ágætt að flytjast tímabundið burtu og
horfa á heimahagana úr fjarlægð. Á þeim
tíma þótti Noregur kannski ekki mest
spennandi staður heimsins, en fyrir fjörugt
og skemmtanaglatt ungmenni var lærdóms
ríkt búa í sex ár með jarðbundinni þjóð
sem hefur tamið sér heldur meiri hófsemd
en Íslendingar. Þeir eru þó á margan hátt
ansi líkir okkur.
Ástin kviknar
Svo kemurður upp til Íslands og kynnist Arn-
björgu þinni Sigurðardóttur þverflautuleikara
sem ákveður svo að læra lög við HÍ.
„Ég kynntist henni nokkrum árum eftir að ég
flutti heim. Við ólumst reyndar upp nánast
á sama blettinum. Mig minnir að það séu
ÞAÐ ER T.D. BÚIÐ AÐ SKEMMA fjöldann allan af fallegum steinhúsum hér í bænum með því að að troða á
þau óviðeigandi þökum, bæta póstum í glugga o.s.frv. Röltu t.d. upp í Holtagötu og skoðaðu húsin þar. Þessi
merkilegu fúnkishús hafa flest ef ekki öll orðið eyðileggingu að bráð.