Reykjavík


Reykjavík - 18.08.2012, Blaðsíða 18

Reykjavík - 18.08.2012, Blaðsíða 18
916. ágúst 2012 AfmælisvAkA AkureyrAr16. ÁGÚST 2012 FMÆLISV K KUREYR R einir 40 metrar á milli æskuheimilis hennar og míns. Hún er talsvert yngri en ég þannig að ég tók ekkert eftir henni fyrr en hún var orðin fullorðin. Fjölskylduna þekkti ég þó af afspurn og feður okkar kenndu saman við Gaggann og hafa eflaust gengið ein­ hverntíman saman til rjúpna. Í örstuttu máli þá byrjuðum við fljótlega að búa, eignuðu­ mst strák, fluttum til Reykjavíkur, þar sem Arnbjörg nam lögfræði, snérum síðan aftur til Akureyrar, eignuðumst stelpu og lifum núna saman öll fjögur í blíðu og stríðu.“ Hamingja í sambandinu? „Já þetta er búin að vera mjög hamingjurík sambúð. Ávöxturinn tvö falleg og efnileg börn, sem er ekki svo afleit uppskera. Okkar bakgrunnur er líkur. Við ólumst upp við svipuð gildi og höfum kannski þess vegna býsna líka sýn á lífið og tilveruna. Hins vegar erum við tveir einstaklingar og það hefur að sjálfsögðu gustað í okkar húsum eins og flestra annara. Enda sagði amma Einars Áskels eitthvað á þá leið að ef það væru alltaf jól, fengi maður nú ansi fljótt leið á þeim.“ Akureyri breyttist á einum áratug Hvernig finnst þér samanburðurinn á búsetu í Reykjavík og á Akureyri? „Mér leið vel í Reykjavík. Við bjuggum vestur í bæ og vorum í göngufæri við miðborgina sem er alltaf að verða fallegri og fallegri. Ég hef tvisvar flutt til Akureyrar eftir langdval­ ir að heiman. Það var ólík reynsla. Fyrra skiptið 1992 flutti ég frá Osló sem var þá að breytast í iðandi fjölmenningarlega heims­ borg. Mér féll ekki bærinn sem tók á móti mér. Fannst hann allt of líkur þeim sem ég yfirgaf. Kannski var ég enn of fjörugur til að við ættum samleið. Mér reyndist a.m.k. auðvelt að flytja burtu. Aftur sneri ég til Akureyrar árið 2003, nú með fjölskyldu. Að þessu sinni tók á móti okkur ný og mikið skemmtilegri Akureyri. Bær sem iðaði af lífi og gat boðið upp á alls kyns afþreyingu, þ.á.m. fjölda nýrra veitingastaða. Tilkoma Háskólans á Akureyri hefur vafalaust skipt gríðarlega miklu fyrir bæjarlífið. Maður tók líka eftir því að samtímis sem upp byggðust ný hverfi fengu gömul hús í niðurníðslu yfirhalningu og urðu bæjarprýði. Ástand húsakostsins er ágætis mælistika á gengi bæja og menningarstig. Það er til dæm­ is gaman að sjá hvernig Siglufjörður er breytast úr ólánlegum deyjandi smábæ í skínandi perlu.“ Hefurðu verið „fjölskyldukall“ allt frá því að leiðir ykkar Arnbjargar lágu fyrst saman? „Ég var það nú alveg örugglega ekki fyrstu vikurnar að minnsta kosti. Ég var orðinn nokkuð stálpaður þegar við kynntumst; kominn á fertugsaldur og orðinn ansi þreyttur á því að reyna að hlaupa af mér hornin. Við eignuðumst fljótlega krakka eins og ég nefndi áðan og fjölskyldan varð brátt sá félagsskapur sem mér leið best í. Ég átti góða og nokkuð kraftmikla vini og við áttum það allir sameiginlegt að full­ orðnast frekar seint. Ætli megi ekki segja að Raggi Sót hafi verið leiðtogi í þeim söfnuði. Mér þykir enn mjög vænt um þá með öllum þeirra kostum og göllum en ætli það hafi ekki verið okkur öllum hollt að halda hver sína leið og hittast ögn sjaldnar.“ Ræðum Skriðjöklana örlítið síðar. En kom aldrei neitt annað til greina en flytja aftur norður að námi loknu? „Út frá sjónarmiði vinnunnar hefði ugglaust verið skynsamlegra að búa áfram í Reykja­ vík. En þar sem við erum bæði fæddir og uppaldir Akureyringar og eigum hér stóran hluta af okkar frændgarði, togaði bærinn alltaf í okkur. Við sjáum svo sannarlega ekki eftir því að hafa flutt heim. Akureyri er smátt og smátt að breytast í einskonar “Bonsai–borg.” Hér er nánast allt til alls á sama tíma og kostir smábæjarins eru aug­ ljósir.“ Varkárni mikilvæg í arkítektúr Þú hefur teiknað ýmis hús og víða – hver eru skemmtilegstu verkefnin? „Úff, því er ekki svo auðvelt að svara. Oft verða skemmtilegust þau verkefni sem mað­ ur heldur í upphafi að séu óspennandi og hafi upp á lítið að bjóða fyrir sköpunar­ þörfina. Svo er alltaf gaman þegar maður upplifir það að verkkaupinn hefur metnað til að vanda sig. Útfærsla hugmyndarinnar og eftirfylgni ræður í mörgum tilfellum úrslitum um hvort byggingin verður góð.“ Jón Hjaltason söguritari Akureyrar talar oft um mikilvægi þess að hafa byggð hér lágreista og í samræmi við hefðbundna bæjarmynd. Hver er sýn þín í því? „Ég veit reyndar ekki hvort við Jón erum sammála um hvað telst hátt hús, en ef með hefðbundinni bæjarmynd er átt við hina sígildu evrópsku borg sem byggir á bland­ aðri, þéttri og nokkuð lágreistri byggð, þá er ég sammála því. Það má hins vegar aldrei loka augunum fyrir nýjum hugmyndum og uppgötvunum. Margt verður til þess að borgir breytast, t.d. krafan um bjartari og stærri íbúðir, brunavarnir, heilbrigðismál og blessaður einkabíllinn. Áður sáu borg­ arbrunarnir um að hreinsa sviðið þannig að menn gátu hafist handa oft frá byrjunarreit. Nú eru borgirnar okkar varanlegri og því þurfum við eflaust að sýna meiri varkárni.“ Nú er nokkuð ljóst að arkitekt ber nokkra ábyrgð á þeirri byggð sem til hönnunar er, finnurðu til ábyrgðarinnar sem fylgir því valdi? „Þeirri ábyrgð er nú sem betur fer dreift. Allt sem byggt er tekur mið af aðal– og deiliskipulagi sem er einskonar samfé­ lagssáttmáli oftast unninn af yfirvöld­ um. Almenningi er tryggður aðgangur að þeirri vinnu. Þá eru það hugmyndir og áform verkkaupa, fjárhagsleg geta hans, byggingarefni, veðurfar, landslag, verk­ fræði og svona mætti lengi telja. Innan þessa ramma liggur svo frelsi arkitektsins. Það getur verið býsna snúið að fullnægja öllum þessum þáttum en oft er það nú svo að ströngustu skilmálarnir leiða til bestu lausnanna. Frelsið getur verið snúinn félagi og smám saman lærist manni að líta ekki á þessar kröfur sem takmarkanir heldur hjálpartæki. Arkitektúr er samvinnuverk­ efni margra aðila þar sem arkitektinn leikur að sjálfsögðu lykilhlutverk. En arkitekt sem stendur framan við velheppnað hús og segir: „þetta gerði ég einn“; hann er annað hvort að ljúga eða er býsna einfaldur.“ Auðmýkt eykst með aldri Reynirðu að umgangast vald þitt með auð- mýkt? „Ég lít ekki á þetta sem vald en ég reyni að nálgast hvert verkefni með auðmýkt. Hún eykst reyndar sennilega með aldrinum. Mér er það ljóst að aldrei verða allir ánægðir með útkomuna og stundum verða talsvert margir meira að segja óánægðir. Við því er ekkert annað ráð en að vanda sig og gera það sem manni þykir rétt hverju sinni. Ég kippi mér ekki lengur upp við það þó að menn séu stundum stóryrtir um húsin mín. Það getur hins vegar farið í taugarnar á mér þegar fólk notar stór orð og dæmir hálf­ klárað verk sem það hefur litlar forsendur til að meta af einhverju viti. Hvað er líka svona hættulegt við það þótt við séum ekki sammála um alla skapaða hluti. Man annars einhver eftir dægurlagi sem fer ekki í taugarnar á fjölda manns. Á slíkt lag ekki rétt á spilun í almenningsútvarpi?“ Hrifnastur af Eyrinni En hver finnst þér fallegasti bæjarhlutinn? „Á Akureyri eru mörg falleg hverfi bæði gömul og ný. Það er mikilvægt að við varð­ veitum yfirbragð þeirra. Almennt ríkir nú­ orðið skilningur á varðveislugildi gömlu timburhúsana í mið– og innbænum en við þurfum líka að gæta að því sem nýrra er. Það er t.d. búið að skemma fjöldann allan af fallegum steinhúsum hér í bænum með því að að troða á þau óviðeigandi þökum, bæta póstum í glugga o.s.frv. Röltu t.d. upp í Holtagötu og skoðaðu húsin þar. Þessi merkilegu fúnkishús hafa flest ef ekki öll orðið eyðileggingu að bráð. Ég hef ekki orðið var við alvarlegar athugasemdir við þetta frá húsafriðunarnefnd. Þú setur ein­ faldlega ekki bratt efnismikið risþak á slík hús frekar en þú setur Toyota stuðara á Volksvagen bjöllu. Það þarf deiliskipulag fyrir eldri hverfin sem dregur fram sérkenni þeirra og styrkleika. Þá þarf að uppfræða fólk og auðvelda því þannig að taka réttar ákvarðanir, þegar farið er út í framkvæmdir. En svo ég svari spurningunni þá er Eyrin mitt uppáhaldshverfi. Ég vil sjá menn gera átak í endurreisn hennar líkt og gert var í Innbænum. Ég er sannfærður um það að ef vel er á spilum haldið og einhverja aurar eru lagðir í það, verður Eyrin eitt helsta stolt bæjarins.“ Nú á 150 ára afmæli bæjarins setja sumir íbúar sig í tilvistarstellingar að hætti Sartre, finnst þér við hafa gengið til góðs í þessum bæ? „Já, í stærstu dráttum fer heimurinn batn­ andi. Það á svo sannarlega við um Akureyri líka. Hér er sem betur fer lítil fátækt, börn Maður gekk í Iðunnarskóm, Duffys gallabuxum og Hekluúlpu. Árin liðu nokkuð áhyggjulaus með soðinni ýsu á mánudegi, medisterpylsum á miðviku- degi og kótelettum eða KEA lambalæri á sunnudögum. Allt úr kjötborðinu hjá Hermanni Huijbens í kjörbúð kaupfé- lagsins í Byggðavegi. ENNÞÁ FÆ ÉG vægan hroll þegar ég heyri nýstúdenta og júbílanta skólans syngja Gaudeamus igitur. Þá rifjast upp þessi sjálfsupphafning sem mér fannst stundum einkenna skólabraginn í MA. Framhald á næstu opnu »

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.