Reykjavík


Reykjavík - 18.08.2012, Qupperneq 19

Reykjavík - 18.08.2012, Qupperneq 19
10 16. ágúst 2012AfmælisvAkA AkureyrAr 16. ÁGÚST 2012FMÆLISV K KUREYR R búa almennt við öryggi og góð tækifæri til að þroskast og dafna. Á þessu eru þó því miður undantekningar og við hljótum að geta sameinast um að sníða þá agnúa af.“ Höfum við farið vel með tækifærin? „Það er sjálfsagt upp og ofan. Við getum auðvitað grátið glötuð tækifæri en lífið er líklega of stutt til þess. Við getum hins vegar alltaf lært af mistökum og gripið gæsina næst þegar hún gefst.“ Hof eins og nískur krakki með nammipoka Hvað með hönnun menningarhússins Hofs sem mér finnst sannast sagna eins og geimskip hafi lent á Eyrinni. Ertu hrifinn af húsinu? „Það hefði að ósekju mátt taka meiri þátt í bæjarrýminu. Það er kannski umhugs­ unarefni að jafn mikilvægt hús á þessum áberandi stað, við eina fallegustu götu bæjarins, snúi rassinum í allt umhverfið og grúfi sig inn í sjálft sig eins og krakki með sælgætispoka sem ætlar að passa á að enginn annar fái nammi. Hringurinn sem grunnform í byggingarlist er oft „ar­ rogant“ í afstöðu sinni til umhverfisins. Stórir íþróttaleikvangar eru dæmi um svipaðar byggingar. Það geta farið fram flottustu fótboltaleikir innan hringsins en þeir taka oftar en ekki lítinn þátt í borg­ arlífinu utanvið. Það er hins vegar eins með húsin og okkur mennina að hin innri fegurð skiptir kannski mestu máli þó svo að huggulegt útlit sé heppilegur fylgifiskur. Margt er ágætlega gert og svo skilst mér að þetta sé gott tónleikahús. Það skiptir auðvitað höfuðmáli. Þá leysir það einnig aðstöðuleysi sem stóð tónlistarlífi bæjarins fyrir þrifum. Ég er því ánægður með að við höfum eignast þetta hús og held að við munum ekki sjá eftir því að hafa byggt það. Þó hefði sennilegra verið réttara að byggja menningarhús sem innihéldi enn fjölbreyttari starfsemi, reisti styrkari stoð­ ir undir daglegan rekstur og gerði hann sjálfbæran. Frá nágrannalöndunum eru dæmi um velheppnuð menningarhús sem hýsa aðstöðu fyrir tónlist, myndlist, bóka­ safn, kaffihús, útvarpsstöðvar, ýmsa tóm­ stundaraðstöðu og jafnvel litla leikskóla! Við hefðum að skaðlausu getað stúderað slík dæmi áður en haldið var út í þennan leiðangur.“ Fjölmenning er góð Sumir spyrja sig um virka stefnu í menningar- málum eða tyllidagastefnu hér í bænum? „Hér er að minnsta kosti iðandi mannlíf og verður sífellt fjölbreyttara. Mér finnst frábært að búa í bæ þar sem íþróttir, mynd­ list, tónlist, leiklist, og mótorsport, svo fátt eitt sé nefnt er stundað af kappi og getur þrifist hlið við hlið. Með fullri virðingu fyrir slátri og graut þá skemmir heldur ekki að geta rölt á veitingahús og borðað rétti frá flestum heimhornum. Ég er þó ekki viss um að menningin eigi að vera of miðstýrð og samsett af of stórum einingum sem stjórnað er af of fáum. Þá verður alltaf sú hætta að lítill hópur manna geti ákveðið hvað sé þóknanlegt og hvað ekki. Bærinn má gjarn­ an smíða leikvöllinn og reka leiktækin en verður svo gefa sem flestum tækifæri til að leika sér, og hvetja þá raunar til þess. Hug­ myndin um frítíma almennings er ekki svo ýkja gamalt fyrirbrigði. Margir Íslendingar gengu sér bókstaflega til húðar á fjórum fimm áratugum fyrir hundrað árum. Þannig hefur geysi margt áunnist. Mannlífið verður betra með hverju árinu, jafnvel þó svo að gamli torghringurinn kunni að taka ein­ hverjum breytingum í áranna rás.“ Megum ekki skammast okkur fyrir nútímann Sem kannski leiðir hugann að því hvort of mikil fortíðarhyggja sé ráðandi? „Já, mér finnst stundum bera óþarflega mikið á því, jafnvel svo að menn skammast sín fyrir nútímann. Það má ekki gleyma því að þær breytingar sem hér hafa orðið síð­ ustu áratugina hafa gjörbreytt lífsskilyrð­ um okkar. Jafnvel þótt ýmislegt hafi þróast með öðrum hætti en við hefðum stundum viljað hefur drifkraftur þessara breytinga oftast verið að búa manninum betra líf. Mestu framfarirnar hefjast oft með um­ deildustu hugmyndunum. Mér finnst þetta viðhorf reyndar mjög áberandi varðandi byggingarlist. Það eru t.d. býsna hávær­ ar raddir sem hrópa að arkitektar eigi að teikna „gömul“ hús. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort þessi sama fortíðarhyggja eigi þá líka að taka til annarra listgreina. Guð forði okkur þá frá verkum Svavars Guðna­ sonar og Rúríar, Guðbergs Bergssonar og Svövu Jakobsdóttur, svo ég tali nú ekki um Karólínu Eiríksdóttur og Atla Heimi. Þá hljóta auðvitað að vakna líka spurningar um form götuljósa, ökutækja, fatnaðar og auðvitað fiskiskipa okkar, sem mörgum þyk­ ir talsvert „ljótari" en gömlu eikarbátarnir. Allt okkar umfangsmikla samgöngukerfi og jarðgöngin eru þá kannski líka forboðn­ ir ávextir; þar er nú ekki aldeilis leitað í smiðju fortíðar. Eru þá Vaðlaheiðargöngin kannski ífullkominni ósátt við hugmyndir um hvernig hið manngerða umhverfi á að líta út! Ný efni, heilbrigðis– og öryggis­ mál, umhverfisvernd, aukinn réttur einstak­ lingsins, lýðræðisumbætur og manneskju­ legra stjórnarfar, svo eitthvað sé tínt til, eru auðvitað meðal þeirra þátta sem horft hefur verið til og hafa leitt til þess að hin manngerða veröld og formskyn okkar hefur þróast eins og raun ber vitni. Ný hugsun í listum og hönnun hefur á öllum tímum átt verulega ríkan þátt í sífellt betri og öruggari heimi. Ég er t.d. sannfærður um að útlit Volvo bílsins væri ekki almennt rómað ef bíllinn væri ekki svona fjandi öruggur og þægilegur í akstri. Útlitið eitt hefur tæplega skilað honum á þann stall sem hann trónir á. Þar er á ferðinni samspil fjölmargra ólíkra þátta sem á endanum mynda sterka og vel heppnaða niðurstöðu.“ Burt með kreddur og fordóma Þú ert að velta upp spurningum um fagurfræði? „Fagurfræði er engan vegin einfalt fyrir­ brigði og fegurðin byggir fráleitt á algild­ um hugmyndum um t.d. hlutföll og form. Um það vitnar svo margt í listasögunni en einnig í okkar daglega umhverfi. Aðferðir við að fanga fegurðina tæmdust ábyggilega ekki í lok 19. aldar. Það breytir því hins vegar ekki að við getum dregið lærdóm af því liðna og eigum að bera virðingu fyrir ýmsu úr fortíðinni. Aðalatriðið er þó að staðinn sé vörður um metnað, gæði og ný­ sköpun, þar sem ólík viðhorf og nálgun fá að njóta sín en menn byggja ekki á kreddum og fordómum.“ En hver er þín skoðun á vaxtarmöguleikum bæjarins? Er æskilegt að þétta byggð og hafa það að markmiði að stórfjölga íbúum? „Bærinn mun vissulega halda áfram að stækka en best er ef það gerist hægt og bítandi. Ef Akureyri væri jafn þéttbýl og meðal evópskur bær rúmuðumst við öll á Eyrinni. Hugsaðu þér hvaða hagkvæmni og lífsgæði gætu falist í því. Í slíkum bæ væru allir innviðir mikið ódýrari, bíllinn óþarfur og líklega blómstruðu almenningsamgöngur. Í stað þess að eyða stöðugt hærra hlutfalli skatttekna í gatnakerfi og lagnir gætum við fjárfest meira í menntun, heilbrigðisþjón­ ustu, menningu, listum og íþróttalífi. Þó að það sé auðvitað algjörlega óraunhæft að stefna á slíkan þéttleika hér getum við bætt okkur heilmikið. Margir virðast halda að til að auka þéttleikann þurfi almennt að byggja mik­ ið hærri hús. Það er misskilningur. Eyrin staðfestir það en hún er okkar þéttbýlasti bæjarhluti. Við þurfum einfaldlega að fara að skipuleggja bæina okkar út frá þörfum mannsins en ekki einkabílsins. Bara við það eitt gætum við náð talsverðum árangri.“ Tímamót fram undan Förum þá yfir í allt aðra sálma. Þú tekur senn við af Hermanni Jóni Tómassyni sem oddviti Samfylkingarinnar í þessum bæ og verður þá bæjarfulltrúi – muntu láta til þín taka? „Já til þess er ég að taka að mér þetta hlut­ verk. Ég hef ýmsar hugmyndir um það hvernig við getum bætt bæinn okkar og mun að sjálfsögðu koma þeim á framfæri. Þá er ég kosinn af fólki sem aðhyllist jafn­ aðarstefnu og mun að sjálfsögðu halda merkjum hennar á lofti. Ég hef hins vegar enga ástæðu til að ætla ég verði í tómum ágreiningi eða mótvindi. Hjá fámennri þjóð eins og Íslendingum eru í raun lang flest­ ir jafnaðarmenn í hjarta sínu sama hvaða flokki þeir velja að tilheyra. Návígi okkar hvert við annað veldur því að fæstir þola að horfa upp á mikla misskiptingu. Þetta á að sjálfsögðu líka við um bæjarfulltrúana. Mér sýnist þetta almennt vera vel innréttað fólk. Ég mun því auðvitað styðja meirihlutann til allra góðra verka en andæfa kröftulega þegar við á.“ Ertu mannasættir ef á þarf að halda? „Ef þú ert að fiska eftir því hvort ég sé iðu­ lega kallaður að deilum til að bera klæði á vopnin þá er svarið nei. Sem arkitekt er ég hins vegar vanur verkstjórn þar sem oft þarf að sætta mjög ólík sjónarmið á sama tíma og uppfylla þarf flóknar kröfur. Ég hef gaman af samvinnu og lyndir í langflestum tilfellum vel við samstarfsfólk mitt.“ Er rétt að þér þyki snautlegt að hafa ekki feng- ið fleiri tækifæri en raun ber vitni á alþingi þetta kjörtímabil sem varaþingmaður? „Nei, ég er ekki í neinni aðstöðu til þess að heimta það. Ég mun hins vegar fagna fleiri tækifærum því að ég tel mig haf ým­ islegt til málanna að leggja.“ Enn einn dansinn með Skriðjöklum! Myndi það henta þér að stefna að bæjarstjóra- stóli? „Sú hugsun hefur einfaldlega aldrei hvarlað að mér. Ég hlakka hins vegar til að takast á við verkefni bæjarstjórnar næstu árin.“ Helstu sóknarfæri Akureyrar? „Áframhaldandi uppbygging mennta– og heilbrigðiskerfis. Kraftmikið íþróttastarf, spriklandi menningar– og listalíf. Maður­ inn lifir nefnilega langt frá því á brauði einu saman.“ Áttu eftir að dansa oftar á sviðinu með Skrið- jöklum? „Já. Næst verður það 1. september á af­ mælistónleikum í Gilinu. Síðan líklega á nokkurra ára fresti þangað til guði þóknast að kalla mig til sín.“ Texti Björn Þorláksson Myndir Völundur Jónsson EYRIN ER MITT uppáhaldshverfi. Ég vil sjá menn gera átak í endurreisn hennar líkt og gert var í Innbænum. Ég er sannfærður um það að ef vel er á spilum haldið og einhverja aurar eru lagðir í það, verður Eyrin eitt helsta stolt bæjarins. Akureyri er smátt og smátt að breyt- ast í einskonar „Bonsai–borg“. Hér er nánast allt til alls á sama tíma og kostir smábæjarins eru augljósir.

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.