Harmoníkan - 01.10.1994, Blaðsíða 10

Harmoníkan - 01.10.1994, Blaðsíða 10
Við Róaldsbrakka: Frá vinstri Ingvar Hólmgeirsson og Friðjón Hallgrímsson frá F.H.U.R. Lengst til hægri leikur Aðalsteinn ísfjörð frá H.F.Þ. sem opnaði formlega 9.júlí í sumar. I safninu er margt að sjá, ýmsir munir frá síld og sjómennsku, myndir og margt fleira, hægt að finna keiminn frá fortíð til nútíðar. Úti fyrir léku nokkrir har- moníkuleikarar af lífi og sál. Kvölddagskráin var matarboð í Hótel Læk fyrir þátttakendur har- moníkuhátíðarinnar, rausnarlegt mjög og að því loknu dansleikur svo fjörugur og skemmtilegur að harmoníkuunnen- dur sem ég talaði við og álitu sig hafa kynnst hápunkti gleðinnar fyrir löngu, töldu engan vafa á, að það yrði vandle- ga að endurskoða miðað við þessa upplifun. Dansgólfið iðaði allt kvöldið og engin leið að hætta. Siglfirska hljómsveitin geislaði af fjöri, góðu lagavali og líflegri framkomu. Aðkomumenn drógu líka belginn og fjöldinn allur kom af fólki, góðir dansarar, sem þekktir eru fyrir þá list létu sig ekki vanta, eru enda tryggir fylgismenn harmoníkunnar og voru í banastuði. Ef hægt er að segja að knallinu hafi lokið gerðist það um kl.3.30. Þá streymdi fjöldinn allur inn á Drafnarplan og hélt áfram að dansa og syngja enda margur stórsöngvarinn með í för. Hætt er við að fjöldi manns hafi fengið á sig bæði nátthrafna- og Síldarstemmning endurvakin. morgunhanastimpilinn því að síðustu tónar stórsöngvara og spilara bergmáluðu í kyrrðinni kl. 8.00 um morguninn, notaleg stemmning það. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka Harmoníkufélagi Siglufjarðar og bæjarstjórn fyrir notalegar móttökur, met það svo, að harmoníkuhátíðin á Siglufirði hafi greitt götu harmonrkun- nar og kunni að styrkja gildi hennar í þjóðlífinu. Við kvöddum Siglufjörð með hljóð kirkjuklukkunnar í eyrunum en hún slær á stundar fresti. Hún setur all sérstæðan blæ á þennan norðlæga kaupstað. H.H. Anthony Galla-Rini varð 90 ára þann 18. janúar s.l. og var honum haldin afmælisveisla í Los Angeles. Hátt í 200 gestir komu til veislunnar og auðvitað fjöldinn allur af banda- rískum harmoníkuleikurum eins og t.d. Art van Damme, Frank Mar- akko, Myron Floren, John Molinari yngri, Kenny Kotwitz, Alice Hall, Robert Deiro og Jo Petosa. í tilefni dagsins bárust honum heillaóskir víðsvegar að bæði frá einstaklingum og félagasamtökum. Þ.Þ. 10

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.