Harmonikublaðið - 01.12.2012, Síða 3

Harmonikublaðið - 01.12.2012, Síða 3
ISSN1670-200X Ábyrgðarmaður: Fridjón Hallgrímsson Espigerdi 2 108 Reykjavík Sími568 6422, fridjonoggudny@internet.is Prentvinnsla: Héradsprent, Egilsstöðum, www.heradsprent.is Netfang: print@heradsprent.is Forsíða: Fremri röð frá vinstri: Gunnar Kvaran, Aðalsteinn ísfjörð, Jðn Sigfússon, Gunnar Ágústsson, Jón Heiðar Magnússon, Friðjón Hallgrímsson, Ásgerður Jónsdóttir, Baldvin Elís Arason, Karítas Pálsdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir, Einar Guðmundsson, Frosti Gunnarsson, Páll Elíasson, Haraldur Konráðsson. Aftari röð frá vinstri: Þórgrímur Björnsson, Filippía Sigurjónsdðttir, Sigurður Eymundsson, Þórólfur Þorsteinsson, Heiðar Kristjánsson, Jóhann Bjarnason, Sigurður Ólafsson, Sólveig Friðriksdóttir, Óskar Björgvinsson. Á myndina vantar Ijósmyndarann, Guðnýju Kristínu Erlingsdóttur, Melkorku Benediktsdóttur, Jóhann Elísson og Sigrúnu Halldórsdóttur. Meðal efnis: - Ottarjohansen - Haustferð Harmonikufélags Vestfjarða 2012 - Annáll Harmonikufélags Þingeyinga 2012 - Félag harmonikuunnenda á Suðurnesjum - Samstarf Leikfélags Akureyrar og F.H.U.E. - Viðtal við Halldór Pétur Davíðsson - Minning - Ingimar Harðarson - Gjöf til Harmonikufélags Reykjavíkur • Harmonikukombóið Smárinn 2002 - 2012 - AðalfundurS.f.H.U. ■ Nótur - Gleðipolkinn eftir Baldur Geirmundsson Auglýsingaverð: Baksíða 1/1 síða 1/2 síða Innsíður 1/1 siða 1/2 síða 1/4 síða 1/8 síða Smáauglýsingar kr. 23.000 kr. 15.000 kr. 18.400 kr. 11.500 kr. 6.700 kr. 4.600 kr. 2.500 Skilafrestur efnis fyrir næsta blað er 25. aprfl 2013 RITSTJORASPJALL Nú er vetur. Þá er tími inniverkanna og eitt af þeim, er að æfa sig á harmoniku. Þá fara skólarnir á fulla ferð, sem annars eru lokaðiryfirsumarið. Með vorinu kemur svo árangurinn í ijós. Þá eru haldnir tón- leikar og það sem var bara samhengislaust nótnastagl að hausti er orðið að glæsi- legum tónverkum að vori. Þá kemur ástundunin fram á nótnaborðinu. Við sem lengi höfum starfað í harmonikugeiranum, höfum oft orðið vitni að ótrúlegum fram- förum hjá ungu fólki, sem á einum vetri tekur jafnvel risastökk. Maður er manns gaman segir máltækið. „Hvar stend ég“, spyr unga fólkið sig. „Er ég betri en hann eða hún“? „Ég get náð þessu, ég þarf bara að æfa aðeins meira“. Svona gengur þetta tii og eðlilegur metnaður hjálpar til að bæta árangurinn smám saman. Vorið 2010 fór fram fyrsta keppni SÍHU í þessum dúr. Þá voru þátttakendur tólf í þremur aldursflokkum. Keppnin fór fram í húsi Tónlistarskólans í Garðabæ, þar sem aðstaðatilslíksermjöggóð. Þarvar í forsvari á þeim tíma Agnes Löve, píanó- leikari, sem er ásamt eiginmanni sínum Reyni Jónassyni tryggur harmonikuunn- andi. Um haustið var síðan samþykkt á aðalfundi SÍHU að halda keppni íharmo- nikuleiká þriggja ára fresti. Skiptar skoð- anir voru á því, hvort keppnin skyldi haldin á þriggja ára fresti, eða árlega, en þetta varð niðurstaðan. Næsta vor verða því þrjú ár liðin frá fyrstu keppninni. Þaðerþvíkominn tími til að hefjast handa. í haust fól stjórn SÍHU ritstjóra blaðsins að hafa umsjón með keppninni. Það er ekki hrist fram úr erminni að gera slíkt, en með góðri aðstoð mun þetta ganga. Það fyrsta sem þarf að huga að er dagsetningin. Sfðan kemur að velja hús fyrir keppnina. Þegar þetta er komið, er hægt að ákveða keppnisreglur, verðlaun og boða keppendur til leiks. Harmonikublaðið er ekki nægilega útbreitt blað svo það dugi eitt og sér til að auglýsa keppnina. Þess vegna þarf að fara sömu leið og fyrir þremur árum. Bréf til tónlistar- skóla og yfirleitt allra, sem okkur grunar að séu með nemendur í harmonikuleik á sínum snærum. Ennfremur þarf SÍHU að koma upplýsingum um keppnina til aðild- arfélaganna, sem síðan koma þeim til sinna félagsmanna. Það gæti einnig reynst mjög gagnlegt, ef þeir sem þessar línur lesa, kæmu skilaboðum um nemendurtil ritstjóra eða stjórnarmanna SÍHU. Við skulum hlakka til vorsins og njóta ávaxtanna af öllum æfingunum, sem stundaðar verða ívetur. IFRETTUM VAR ÞETTA HELST Stjórn S.Í.H.U. nöfn, netföng, heimilisföng og símanúmer: Formaður: GunnarKvaran alf7@mi.is Álfalandi 7, 108 Reykjavík S: 568-3670 / 824-7610 Varaformaður: Elísabet Halldóra Einarsdóttir elisabete@heima.is Suðurhúsum 6,112 Reykjavík S: 587-3179 / 864-8539 Ritari: Sigrún B. Halldórsdóttir sbh@talnet.is Breiðabólstað, 371 Búðardalur S: 434-1207 / 861-5998 Gjaldkeri: Sigurður Eymundsson koltrod21@simnet.is Koltröð 21, 700 Egilsstaðir S: 471-1333 / 893-3639 Tölvuþrjótar réðust á vef landssambands- ins og ætluðu sér að vinna mikið tjón. Það vildi til happs að Sigurður Sigurbjörnsson, vefstjóri átti afrit, þannig að skaðinn varð nánast enginn. Ekki er vitað um ástæður árársarinnar, en hafi það eitthvað með tónlist að gera er þrjóturinn einn mesti hatursmaður harmoniku, sem vitað er um. Líkur eru á að harmonikumót landssam- bandsins, sem haldið var íÁrbliki f ágúst ogþótti takastvel, verði fært fram í miðjan júlf, enda verður ekki mót í Fannahlfð þetta árið, verða þá áfram tvö harmoniku- mót í júlí eða í Árbliki og á Breiðamýri. í nóvember síðastliðnum var Harmoniku- Halldór Þorgils Þórðarson, félagi í Nikkólínu frá stofnun, var 17. júní s.l. sæmdur hinni íslensku fálkaorðu, fyrir störf sín að tónlist ogtónlistarmenntun Dalamanna. Hann hefur um árabil stjórnað kórum og hljómsveitum í sinni heimabyggð, ásamt því að vera skóla- Meðstjórnandi: Frosti Gunnarsson hansdottir@simnet.is Vallargötu 3, 420 Súðavík S: 456-4928 / 895-1119 Varamaður: Aðalsteinn ísfjörð unnas@simnet.is Forsæti íob, 550 Sauðárkrókur S: 464-1591 / 894-1541 Varamaður: Filippía Sigurjónsdóttir 8208834@internet.is Hólatúni 16, 6ooAkureyri S: 462-5534 / 820-8834 félagi Hornafjarðarformlega slitið, en það hafði legið f dróma um nokkurn tfma. Þetta var tilkynnt með tölvupósti frá Zophonfasi Torfasyni gjaldkera félagsins til ritstjóra blaðsins. Að sjálfsögðu eru þetta slæmarfréttirogennfrekari ástæða fyrir önnur félög að bíta nú í skjaldar- rendur og berjast áfram. Frá afhendingu fálkaorðunnar á Bessastöðum. Ljósmynd: Gunnar Vigfússon. stjóri Tónlistarskóla Dalasýslu í mörg ár og með áhuga sínum hvatt sveitunga sína til tónlistariðkunar. Þetta er einn mesti heiður sem tónlistarmanni getur hlotnast og harmo- nikuunnendur um allt land samgleðjast þessum hógværa Dalamanni. Viðtal við Halldór mun birtast ívorblaðinu. 3

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.