Harmonikublaðið - 01.12.2012, Page 9

Harmonikublaðið - 01.12.2012, Page 9
Frá vinstri, Kristján Kárason, Friðrik Steingrímsson, Grímur Vilhjálmsson, Ásgeir Stefánsson.Sigurður Hallmarsson, Davíð jónsson, Rúnar Hannesson, Jón Árni Sigfússon, jóel Friðbjarnarson og Sigurður Leósson. Mynd: Sigurður Ólafsson á Sandi. Sala á diskunum hefur gengið vel og bíðum við nú bara eftir seinni disknum sem er væntanlegur fljótlega. Á haustdögum sinnti fólk sínum störfum, en svo kom aðalfund- urinn 14. okt. Mæting var góð enda langt sfðan við hittumst síðast og alltaf gaman að koma saman. Ný stjórn var kosin. Þór- grímur Björnsson gaf kost á sér til for- mennsku áfram næsta ár. í þessum annál er stiklað á stóru hjá félaginu, ég hvet alla til að mæta á fundina okkar, fylgjast með og hitta skemmtilegt fólk. Síðasti viðburðurinn er svo þessi árshátfð sem ég vona að takist vel þrátt fyrirallt. Góða skemmtun. Ásrún Alfredsdóttir. Þessi pistill var lesinn á árshátfð okkar 18. nóvogvarð undirritaðurað lesa hann, þar sem ekki var fært frá Akureyri þar sem Ásrún býr, yfir á Breiðumýri og var heldur færra sem gat mætt af félögum og gestum þar sem Ifkavarþungfærtvíða f Þingeyjarsýslu. En allavega var þetta hin ágætasta skemmtun og fengum við fínustu veislu hjá Kristjáni Guðmundssyni og fjölskyldu. Ballið var með styttra móti þar sem þetta var sunnudagskvöld, en gott samt. Sigurður Ólafsson NÝR GEISLADISKUR FRÁ GUNNARIKVARAN Geisladiskur þessi inniheldur 12 lög eftir Gunnar Kvaran. Hafa tvö laganna á diskinum verið gefin út áður. Bjarni Jónsson semur alla texta á diskinum nema einn sem er við lagið Ást. Sá texti er saminn af Unni Lff Kvaran. Um söng sjá Helga Möller og Gunnar Kvaran. Allur hljóðfæraleikur er í höndum eftirtalinna aðila: Þorleifur Gíslason leikur á saxófón, Gunnar Kvaran á harmoniku, Laufey Njáls- dóttir leikur á fiðlu og Birgir Jóhann Birgisson leikur á gítar, píanó og hljómborð, auk fleiri hljóðfæra. Ég vil þakka öllu þessu frábæra fólki fyrir þeirra framlagvið gerð þessa geisladisks. Upptökur á diskinum fóru fram í stúdíó Tóni. Birgir J. Birgisson sá um útsetningar, hljóðblöndun og tón- jöfnun. Hönnun umslagsvaríhöndum Láru F. Gylfadóttur hjá Litlaprenti f Kópavogi. Um dreifingu á diskinum sér Zonet ehf. og útgefandi er G.Ó.K. útgáfan, GSM 824 7610. Til sölu 4 kóra casotto Beltuna píanó harmonika með 5 kóra, 120 bassa. Frábært hljóðfæri. Upplýsingar gefur Haukur Hlíðberg 869-1030 eða Jónas 859-1195. Til sölu harmonika EXCELSIOR 940.4ra kóra, 120 bassa cassotto. Lokurá grilli. Ólar leðurklæddar. 4 pickup í diskant - 2 pickup í bassa. Snúrur fylgja. Verðhugmynd 350 þús. Eigandi Gísli H. Brynjólfsson sími 481 1552. Uppl. einnig hjá Ólafi Th Ólafssyni í síma 482 1659. Ps. Bragi Hlíðberg yfirfór hljóðfærið fyrir nokkru. 9

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.