Harmonikublaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 12

Harmonikublaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 12
 Unga fólkið og harmonikan: ÉG VIL AUKA VEG HARMONIKUNNAR Pétuf Bjarnason spjallar við Halldór Pétur Davíðsson Halldór Pétur á burtfarartónleikum nú íhaustþarsem hann stóð sig með prýdi. Mynd: Ragnar Antonsson. Halldór Pétur Davíðsson er ekki með öllu ókunnur harmonikuunnendum, því hann hefur spilað á skemmtifundum og lands- mótum í þó nokkuð mörg ár. Hann er samt ekki gamall maður, því hann fæddist í Grafarvogi í júní 1989. Þetta ár kom Jóhannes Páll páfi II til landsins og annar Jóhannes opnaði Bónus í Skútuvogi. Nafni Halldórs, Laxness, átti sjötíu ára rithöf- undarafmæli á árinu. Halldór Pétur lét sér fátt um þetta finnast. Hann hóf ungur harmonikunám hjá Guðmundi Samúelssyni í Tónlistarskóla Grafarvogs og undi hag sínum vel og tók burtfararpróf úr skólanum núna í haust. En af hverju varð harmonikan fyrirvalinu? Það var eiginlega ekkert sérstakt sem ýtti mér út í að læra á harmoniku. Mamma spurði mig bara einhvern tíma hvort mig langaði að spila á harmoniku og ég sagði já. Ég var tíu ára þegar ég byrjaði og hef lært á harmoniku og æft harmonikuspil sfðan. Ég byrjaði fyrst með píanóharmoniku en skipti fljótlega yfir í hnappaharmoniku. Ég man ekki eftir að það hafi verið neitt erfitt á sínum tíma að skipta, enda var ég ekki kominn langt f náminu. Mér finnst harmonikan skemmtilegri því lengur sem ég spila. Hún er ungt hljóðfæri í þessari mynd, ekki síst finnst mér það eftir að lagbassinn kom til sögunnar. Við útskriftar- tónleikana mfna nú í haust þá voru flest lögin spiluð með lagbassa. Það var aðeins eitt á dagskránni með hljómbassa, sem er það algengasta í þeirri harmonikutónlist sem hér heyrist mest. Ég held að ég hafi verið heppinn að fara í nám hjá Guðmundi Samúelssyni. Hann hafði einhvern veginn gott lag á að halda manni við efnið. Það gekk á ýmsu hjá mér í harmonikunáminu, ekki út af því sjálfu heldur er margt sem getur truflað. Guðmundur hafði alltaf lag á að koma mér á rekspöl að nýju og harmon- ikunámið hefur gert mér mjög gott. Ég fór svo að spila á skólatónleikum, stöku sinnum í grunnskólanum og svo á skemmti- 12 fundum hjá Félagi harmonikuunnenda í Reykjavík, því ég gekk ungur í það félag. Svo hef ég spilað á landsmótum, fyrst á ísafirði 2002, fyrir tfu árum síðan. Spyrillinn kom að framkvæmd þess lands- móts og man vel eftir ungliðasveit FHUR undir stjórn Guðmundar á landsmótinu. Sveitin spilaði ótrúlega vel, en einhverjir höfðu á orði að prógrammið væri líklega of þungt fyrir þessa ungu krakka. Nú gafst tækifæri til að spyrja um þetta. Hvað fannst ykkur sem voruð í hljómsveit- inni? Okkur fannst þetta mjög fínt og ég man vel eftir mörgu sem við vorum að spila þarna. Það var alls ekki þungt fyrir okkur enda myndi Guðmundur aldrei láta okkur spila eitthvað sem við vildum ekki eða hefðum ekki gaman af. Hann er kröfuharður en við höfum líka heilmikið frjálsræði og val um það sem við spilum. Ég er meira hrifinn af klassískum harmonikuleik heldur en því sem hér heyrist mest. Ég hef líka heyrt þessar raddir, en held að þarna komi bara til mismunandi smekkur fólks og áhugi á tónlistartegundum. Þar sem við vorum að ræða um Vestfirði komst ég að þvf að Halldór Pétur rekur ættir sínar vestur í Tálknafjörð, þar sem ég ólst upp og við erum sveitungar amma hans, Guðný Davíðsdóttir, og ég. Við Halldór Péturþekkjum þvfeinhverjarsömu þúfurnar þar vestra. Hvað með áhugamálin önnur en tónlist? Tónlistin er auðvitað framarlega á áhuga- sviðinu og hún tekur líka mest af tímanum sem ég hef. Ég spilaði fótbolta með Fjölni þegar ég var krakki en er löngu hættur því. Nú fæ ég helst útrás fyrir fótboltaáhugann með því að reyna að fylgjast með enska boltanum. Svo les ég mikið. Ég hlusta á ýmiss konartónlist, harmonikutónlist, aðal- lega tuttugustu aldar tónlist, og margt annað, m.a. Pink Floyd. Ég fór á tónleika hjá Roger Waters þegar hann kom hingað. En það er áratugur frá Landsmótinu á í§a-

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.