Harmonikublaðið - 01.12.2012, Page 13
firdi. Halldór Pétur hefur spilað á þremur
landsmótum síðan. í Neskaupstað var það
ungliðasveit undir merkjum FUHR sem Guð-
mundur stýrði. Á landsmóti í Keflavfk spil-
aði kvartettinn, en auk Halldórs Péturs voru
það Jónas Ásgeir Ásgeirsson, Flemming
Viðar Vatmundsson og Benedikt Kristján
Magnússon ásamt kontrabassaleikara og
trommuleikara, en ég man ekki nöfnin á
þeim tveimur. Á síðasta landsmóti á Hellu
2011, hafði Álfheiður Gló bæst f hópinn og
þar kominn kvintettinn.
Hvernig starfar kvintettinn?
Fyrstvarþetta hópuraf harmonikuspilurum,
sem var kominn nokkuð lengra en hinir, en
svo varð hann að kvartett. Kvartettinn hélt
tónleika, þá síðustu í Guðrfðarkirkju árið
2010. Benedikt fór svo til Danmerkur í nám
og Haukur Hlíðberg og Gló bættust við og
þannig varð kvintettinn til. Við æfum yfir
veturinn tvisvar í viku, en höfum enn ekki
haldið sjálfstæða tónleika, en vonandi
kemur að því áður en langt um Ifður. Pessi
hópur er góður og okkur fellur samstarfið
vel. Við tökum þetta alvarlega og höfum
metnað fyrir þvf að leggja okkur fram. Ég
æfi tildæmisalla daga vikunnarnema einn.
Það er fastur liður hjá mér að taka einn dag
íviku sem égspila ekki. Efeitthvað erfram-
undan, tónleikar eða slíkt þá æfi ég oft
marga klukkutíma á dag.
Ég komst að því að Halldór Pétur á litla
diatoniska harmoniku sem hann segist lítið
kunna á, en væri til í að breyta því og læra
áð fara með hana. Hann sagðist hafa keypt
hana á írlandi.
Hvað varstu að gera úti á írlandi?
Ég fór þangað fyrir nokkrum árum með
stórri hljómsveit á vegum Tónlistarskólans
íGrafarvogi. Þarvoru mestanpart fiðlurog
bara ein harmonika í hópnum, það var
harmonikan mín. Mérfannst gaman að spila
með þessari sveit og ferðin var mjög góð.
íHörpu med stjórnandanum eftir frábæra frammistödu ÍNótunni, Tónlistarkeppni tónlistarskólanna. Frá vinstri:
Haukur Hlíðberg, Flemming Viðar, Álfheidur Gló, jónas Ásgeir, Halldór Pétur, Guðmundur Samúelsson.
Þetta var úti í sveit í
litlum bæ og það var
afskaplega fallegt að
koma þangað og margt
ólíkt því sem er hér.
Þetta var stór tónlist-
arhátfð og fólk kom
víða að til að spila og
heyra í öðrum. Svo sá
ég þessa litlu harmon-
iku í hljóðfæraverslun
og keypti hana. Hún var
frekar ódýr.
Nú veit ég ekki hvað
Halldór Pétur miðaði Kvintett. SpHað íBYKO fyrir jólin.
við með ódýrt, en lík-
lega hefur það verið
takmarkað skotsilfur hans í ferðinni frekar
en hljóðfærið sem hann spilaroftastá. Það
er kjörgripur afgerðinni Ballone Burrini frá
Castelfidardo á Ítalíu, sem er Mekka harm-
onikunnar. Svona hljóðfæri kostar nokkurn
veginn eins og góður fjölskyldubfll og þarf
að Ifta vel eftir á ferðalögum.
Með vinum sínum íHarmonikukvintettReykjavíkurí Grafarvogskirkju eftir útskriftartðnleika Halldórs Péturs. Frá
vinstri: Álfheiður Gló Einarsdóttir, Ftemming Viðar Valmundsson, Guðmundur Samúelsson stjórnandi, Halldór
Pétur Davíðsson, Haukur Hlíðberg, Jónas ÁsgeirÁsgeirsson. Mynd: RagnarAntonsson.
Hver eru svo framtíðarplönin?
Mig langar að fara í tónlistarháskóla og ég
stefni á að fara til Danmerkur. Þar er sérstök
harmonikudeild við háskólann og mjög góð
kennsla. Eftirnám þaroge.t.v. vfðarþáget
ég hugsað mér að kenna harmonikuleik.
Ég myndi vilja að eingöngu yrði kennt hér
á hnappaharmoniku. Hún hefur margt fram
yfir píanóharmonikurnar, einkum fyrir þá
sem eru að byrja. Það er meiri breidd í
henni, gripin eru auðveldari ogfingrasetn-
ingin léttari. Svo hefði ég viljað auka
kennslu í tónfræði og tónheyrn í tónlistar-
skólum. Ég held líka að undirstöðuatriði í
jasstónfræði væru mjög gagnleg, því jass-
inn veitir ákveðið frjálsræði í tónlistinni.
Svo er óskaplega mikið atriði að lögð sé
áhersla strax í upphafi á góða og rétta
líkamsbeitingu, stöðu handanna og mörg
smáatriði sem þurfa að vera f lagi frá upp-
hafi. Guðmundur þreyttist aldrei á að brýna
þetta fyrir okkur og það hefur komið sér
vel.
Mig langar til þess að auka veg harmonik-
unnar sem mest. Helst að um hana geti
skapast hreyfing áhugafólks sem vex eins
og snjóbolti og hleður utan á sig.
13