Harmonikublaðið - 01.12.2012, Side 14
Enn hefur stórt skarð verið höggvið í Félag
harmonikuunnenda við Eyjafjörð, þegar
Ingimar Harðarson kvaddi þennan heim
þann 4. nóvember síðastliðinn.
Ingimar var fæddur 8. júní árið 1946 á Akur-
eyri. Hann var einn af stofnfélögum Félags
harmonikuunnenda við Eyjafjörð árið 1980
og hafði því þjónað félaginu í 32 ár þegar
hann féll frá. Ingimar var alla tfð mjög
jákvæður maður og ætíð reiðubúinn að
leggja hönd á plóginn þegar aðstoð þurfti.
Hans verður þvf sárt saknað aföllum þeim
sem staðið hafa í framkvæmdum fyrir
félagið, vegna hinna fjölmörgu starfa sem
hann alla tíð vann í þágu félagsins.
Ingimar mun snemma hafa farið að leika á
harmoniku og trommur og skilaði hvoru
tveggja mjögvel. Hann varalltaf reiðubúinn
að spila þegar til hans var leitað, hvort sem
var í leikskólum, á dvalarheimilum aldr-
aðra, Glerártorgi eða á dansleikjum og
skipti þá ekki máli hvort þurfti að leika á
trommur eða harmoniku. Sfðast nú í októ-
ber tók hann þátt í samleiksæfingum á
harmonikur ásamt nokkrum öðrum harmon-
ikuteikurum íleikritinu Leigumorðingjanum
hjá Leikfélagi Akureyrar, en varð því miður
frá að hverfa áður en til frumsýningar kom.
En Ingimar var liðtækur við fleira en hljóð-
færaleikinn. Hann tók mjögvirkan þátt íallri
vinnu við sumarmót FHUE og Harmoniku-
félags Þingeyinga á Breiðumýri í áratug og
við flutning og uppsetningu hljóðfæra fram
og til baka vegna dansleikja f Lóni. Hann
var einnig mjög virkur við standsetningu
og vörzlu húsnæðis félagsins í Laxagötu 5,
enda þaulkunnugur þar vegna tengsla hans
við Lúðrasveit Akureyrarsem þarvaráður
til húsa.
Við sem störfuðum með Ingimar viljum
minnast margra góðra og ánægjulegra
stunda og þökkum honum vel unnin störf.
Einnig sendum við Kristínu og fjölskyldu
innilegar samúðarkveðjur.
Félagar F.H.U.E.
& tí
&~0~ 12).
VARNARRÆÐA HARMONIKULEIKARANS
Allt hér á jörðu hefur tilgang. Ekkert er til-
viljun. Plús og mínus, illt og gott, jin og jang
skapar saman það sem við nefnum þróun.
Allar tegundir tónlistar falla undir þessa
þróun, einnig harmonikutónlistin.
í Svfþjóð hefur okkar eigin tónlist látið í
minni pokann fyrir þeirri rússnesku. í stað
þess að þróa sænsku tónlistina áfram, til-
einkum við okkur mótþróalaust rússnesku
tónlistina með sínum djúpum bassatónum.
í háskólasamfélaginu nýtur rússnesktónlist
meiri virðingar og í orðræðu stjórnmálanna
er innflutt betra en heimagert.
En á sænskum heimilum er þjóðlega tón-
listin enn í hávegum höfð.
Fyrir utan flestallar sænskar vfnbúðir sitja
fátækir Rússar og þenja nikkurnar sínar með
betlandi hendur og augu. Sífellt fleiri Rússar
titlaðir prófessorar koma til Norðurlandanna.
Kennari í harmonikuleik hefur þannig rúss-
neskar fyrirmyndir, nokkuð sem hamlar
þróun tónlistar með rætur í norrænni menn-
ingu. Hver hagnast á þessum menningar-
samskiptum? Hvers vegna á kommúnisminn
sem strandaði pólitískt að fá fótfestu hjá
saklausum almenningi?
Skilningsleysi eða er verið að stytta sér leið?
Það er erfitt að læra að leika á nikku. Til eru
nokkur mismunandi kerfi sem flækja heild-
armyndina af hljóðfærinu. í dag njótum við
góðs af tækniþróun sem reynir að skapa
nýja vitund fyrir þetta hljóðfæri. Með aðstoð
frá tölvum og „miðlunarkerfi" (midisystem)
er hægt að gera hljóðfærið að margslunginni
einsmannshljómsveit, og mörgólík hljóðfæri
hljóma þegar þrýst er á eina nótu. Að kalla
slíkt hljóðfæri harmoniku er fölsun og mark-
aðsmisnotkun.
Hjartað í harmonikunni er málmraddirnar
sem titra á tilfinningarfkri tíðni. Tónninn er
sterkur og kallar á athygli.
Við getum haft áhrif á tónstyrk og tjáningu
með belgnum og tilfinningar tjáum við með
fingurgómunum. Allar breytingar á hljóð-
færinu frá upphafi til vorra daga eiga rætur
að rekja í iðnvæðingu sem vill auka sölu á
kostnað fákunnáttu okkar.
Virðum fyrir okkur sígild hljóðfæri sem aldrei
breytast vegna þess að þeir hljóðfæraleik-
arar sem leika á þau eru hyggnir og stoltir
og breyta frekar tónleikaskránni heldur en
hljóðfærinu sjálfu.
Við sem enn spilum á nikkur og þykir vænt
um ekta harmonikutónlist, ættum að vera
stoltyfirað fá að miðla þessari gjöf sem er
arfurfráforfeðrunum.
Mynd: Sigurður Hardarson.
Berum virðingu fyrir hinni ófölsuðu og ekta
harmoniku og segjum nei við alls konar
afskræmingum. Látið komandi kynslóðirfá
að njóta þess að hlusta á ekta, hljómmikla
harmoniku.
Með einlægri ást til harmonikunnar.
Lars Ek
Birt med góðfúslegu leyfi Lars Ek.
(Björg Juhlin þýddi úrsænsku
■ En dragspelaresförsvarstal)
14