Harmonikublaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 19
AÐALFUNDUR S.Í.H.U.
Aðalfundur Sambands íslenskra harmonikuunnenda var haldinn
helgina 22.-23. september síðastliðinn. Að þessu sinni fór fundurinn
fram að Laugum íSælingsdal og annaðist Nikkólína alla framkvæmd.
Það var nokkuð góð mæting á fundinn, þó fulltrúa nokkurra félaga
væri saknað. Það erætíð ánægjulegsjón þegar fulltrúarnirtínast á
staðinn og fagnaðarfundir sem fylgja í kjölfarið. Þetta er þessi „á
sama tfma að ári“ stemming. Aðstaðan á Laugum hentar ákaflega
vel til samkomu af þessari gerð. Meirihluti fulltrúanna var mættur
á föstudeginum og notalegur kvöldverður í boði Nikkólfnu var vel
þeginn í matsal hótelsins. Eins og ætíð voru hljóðfærin tekin til
eftirlits um kvöldið og þar stilltu nokkrir saman strengi ífyrsta skipti.
Strax að loknum morgunverði á laugardeginum hófst fundurinn. Á
hann voru mættirfulltrúarfrá Félagi harmonikuunnenda f Reykjavík,
Harmonikufélagi Reykjavíkur, Þingeyinga, Nikkólínu, Harmonikuunn-
endum Vesturlands, Vestfjarða, í Húnavatnsýslum, Skagafjarðar,
EyjafjarðarogSuðurnesjum. Einnigfrá Harmonikufélagi Rangæinga
ogHéraðsbúa. Fulltrúar Norðfirðinga, Hornfirðinga ogSelfyssinga
mættu ekki, en þeirra hefur verið saknað síðustu árin.
Eftirað Jóhann Bjarnason hafði tekið að sérfundarstjórn ogSigrún
Halldórsdóttir fundarritun hófust hefðbundin aðalfundarstörf. Fram
kom m.a. að fjárhagur sambandsins stendurvel um þessar mundir,
en fækkun aðildarfélaga væri áhyggjuefni. Aðalástæða fyrir góðum
fjárhag er ekki sfst góður hagnaður af landsmótinu á Hellu 2011.
Fram kom að áskrifendur að Harmonikublaðinu væru á sjötta hundrað
og færi fjölgandi. Umræður urðu mjög líflegar á fundinum. Bar þá
ýmislegt á góma. Allt frá háum meðalaldri félaga í aðildarfélögunum
tilframúrstefnutónlistaryngstufélaganna. Ekki voru allirá einu máli
varðandi framtfð harmonikunnar, en margir bentu á mismunandi
aðferðir kynslóðanna varðandi tjáskipti. Víst er að þetta eilífðarmál-
efni aðalfunda SÍHU um kynslóðabilið tókstóran hluta fundartfmans.
Sérstöktillaga GuðrúnarGuðjónsdóttur, um að leggja meiri áherslu
á kynningar í leikskólum var samþykkt. Guðrún hefur um árabil
gengið á undan með góðu fordæmi við að kynna harmonikuna í
leikskólum á Reykjavíkursvæðinu.
Litlar breytingar urðu á stjórn sambandsins. Varaformaðurinn, Mel-
korka Benediktsdóttir úr Nikkólínu, sem setið hafði f stjórn síðustu
6 árin, gaf ekki kost á sér lengur. í hennar stað var kosin Elísabet H.
Einarsdóttirfrá Félagi harmonikuunnenda íReykjavík. Stjórn lands-
sambandsins er að finna á blaðsíðu 3 í blaðinu.
Nikkólínufélagargerðu velvið maka fundarfulltrúa, meðan á fundar-
haldinu stóð, en farið var með þá í óvissuferð þar sem meðal annars
var komið við á Hólmavík.
Á laugardagskvöldið var svo kvöldverður, þar sem nokkrir Nikkólínu-
félagar bætust í hóp fundarmanna og maka þeirra. Var þar glatt á
hjalla, sem endranær enda góðkunningjar að hittast margir eftir árs
aðskilnað, því þó alltaf sjáist ný andlit á aðalfundum SÍHU, eru þarna
fleiri sem verið hafa á matseðlinum um árabil. Þar tóku meðal
annarra lagið við borðhaldið, þeir félagar úr Nikkólínu, Halldór
Þórðarson og Jón Benediktsson. Einar Guðmundsson og Baldur
Geirmundsson liðkuðu einnig sína belgi og einhverjr fóru með
gamanmál. Á eftir var svo farið í samkomusal hótelsins og spilað og
dansað fram eftir nóttu.
Að morgni varsvo komið að kveðjustund ogfundargestir héldu heim
á leið f septemberblíðu.
Ritstjóri
Stjórn SÍHU. Fremri röð: Sigrún Halldórsdóttir ritari, Gunnar Kvaran formaður,
Sigurður Eymundsson gjaldkeri. Aftari röð: Melkorka Benediktsdóttir fráfarandi
varaformaður, Frosti Gunnarsson meðstjórnandi, Aðalsteinn ísfjörð varamaður,
Filippía Sigurjónsdóttir varamaður. Á myndina vantar Elísabetu Halldóru Einars-
dóttur, sem var illa fjarri góðu gamni. Mynd: Guðný Kristín Erlingsdóttir.
jón Benediktsson og Halldór Þórðarson gleðja bragðlaukana á laugardagskvöldið.
Mynd: Guðný Kristín Erlingsdóttir.
Fulltrúar fimm félaga stilla saman strengi á föstudeginum. Frá vinstri: Guðrún
Guðjónsdóttir, Guðný Kristín Erlingsdðttir, Ásgerðurjónsdóttir, Páll Elíasson, jón
Heiðar Magnússon, Sigurður Eymundsson. Mynd: Sigurður Ólafsson á Sandi.
19