Reykjavík


Reykjavík - 09.03.2013, Síða 2

Reykjavík - 09.03.2013, Síða 2
2 9. mars 2013 Brú á milli Reykja- víkur og Kópavogs Brú sem myndi tengja Reykjavík og Kópavog yfir Fossvog er nú til skoðunar. Bæði borgarráð og bæjarráð Kópavogs hafa fjallað um málið. Um er að ræða brú fyrir gang- andi og hjólandi vegfarendur. Starfshópur sem sveitarfélögin skipuðu mælir með því að brúin verði byggð frá vesturhluta Kársness og yfir að flugbrautarenda Reykjavíkurflug- vallar, en 340 metrar eru þar á milli. Þessi leið er talin valda minnstum áhrifum á lífríkið í Fossvogi og raska ekki friðlýstu svæði við Fossvogsbakka Reykjavíkurmegin. Einnig muni þessi leið tengja vel stofnstígakerfi sveitar- félaganna. Verði brúin að veruleika tæki um fimm mínútur að ganga á milli, en á milli 500 og 1000 gangandi og hjólandi vegfarendur fara um botn Fossvogs daglega og fer þeim reyndar fjölgandi. Samkvæmt tillögum starfshóps- ins er áætlað að kostnaður við 270 metra langa göngu- og hjólabrú um 950 milljónir króna. Ef strætisvagnar eiga að geta farið þessa leið er kostn- aðurinn áætlaður 1.250 milljónir. Ódýrasti kosturinn sem metinn var er 100 metra göngu- og hjólabrú sem myndi kosta 640 milljónir króna. Ef bætt væri við hana möguleikanum á að opna hana fyrir siglandi umferð myndu 150 milljónir króna bætast við. Gert er ráð fyrir að það tæki um ár að byggja brúna og að skipulagsvinna og umhverfismat tækju eitt til tvö ár til viðbótar. Vinna við gerð aðalskipulags Reykjavíkur og Kópavogs stendur nú yfir og er þessi hugmynd skoðuð í tengslum við þá vinnu. Á myndunum má sjá tvær útfærslur af fyrirhugaðri brú yfir Fossvoginn. Borgarstjórn nýtur trausts fjórðungs, en bætir þó verulega við sig Capacent kannaði traust fólks til ýmissa stofnana samfélagsins. Í efstu fjórum sætunum voru sömu stofnanir og í fyrra. Landhelgisgæslan nýtur mests trausts eða 90% þeirra sem spurðir voru. Þar á eftir koma lögreglan með 82% traust, Háskóli Íslands með 74% og heilbrigðiskerfið með 66%. Minnsts trausts nýtur bankakerfið, en einungi 10% treysta því og Alþingi sem virst hefur rúið trausti mælist með 15% í næst neðsta sæti. 26% bera traust til borgarstjórnar Reykjavíkur samkvæmt þessari könnun, en borgarstjórn er einmitt hástökkvari könnunarinnar og bætir við sig ellefu prósentustigum frá því að það sama var kannað í fyrra. Reykjavík vikublað óskar eftir að komast í samband við borgar búa sem sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvu póst á ritstjorn@fotspor.is eða hringið í síma 698-6789. Reykjavík vikublað 10. Tbl. 4. áRganguR 2013 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykja vík. Auglýsingasími 578-1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Haukur Holm, netfang: haukur@fotspor.is. Myndir: Ýmsir, netfang: ritstjorn@fotspor.is, sími: 698-6789. Umbrot: Prentsnið. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 47.500 eintök. dreifing: Reykjavík vikublaði eR dReift í 47.500 eintökum ókeypis í allaR íbúðiR í Reykjavík. Viltu segja skoðun þína? ReykjavíkuRgetRaunin Það er gömul saga og ný að fordómar hafa ríkt gegn geðsjúkdómum. Þeir hafa eflaust farið minnkandi undanfarin ár með aukinni um-ræðu, upplýsingum og þekkingu sem og hugrekki þeirra sem hafa þorað að koma fram og ræða um geðræna sjúkdóma sína. Páll Matthíasson geðlæknir og framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans vekur í Reykjavík-vikublaði athygli á þessum málum og segir í raun mik- ilvægara að berjast gegn mismunun geðsjúkra heldur en fordómunum. Fordómarnir séu illmælanlegir, þeir hverfi á einum stað og skjóti upp kollinum á nýjum. Árangursríkara sé að berjast gegn mismunun sem hann segir að enn vanti töluvert upp á að hafi tekist að útrýma þegar geðsjúkir eru annars vegar. Þetta er athyglisvert hjá Páli. Mismunun er auðvitað óþolandi og ólíðandi og síst á að mismuna þeim sem verst standa og geta síst borið hönd fyrir höfuð sér. Framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans nefnir dæmi um hvernig mis- mununin getur birst. Til dæmis sjáist það í hve lítill hluti af fjárframlögum til heilbrigðismála fer til lækninga á geðsjúkdómum, hversu litlu fé sé varið til forvarna gegn sjálfsvígum, til dæmis í samanburði við forvarnir gegn umferðarslysum. Þá segir Páll sumt af því húsnæði sem geðsjúkum sé boðið upp á á deildum vera afar lélegt. Það hefur verið nefnt áður í þessu blaði að mæla megi siðferðisstyrk hvers samfélags á því hvernig það kemur fram við sína minnstu bræður. Full ástæða er til að óttast hver siðferðisstyrkur íslensks samfélags er, sé þessum mælikvarða beitt. Góða helgi. Leiðari Fordómar, mismunun og siðferðisstyrkur samfélagsins Svar á bls. 14 Hvað var þessi fjölbýlahúsaröð við Fálkagötu stundum kölluð á árum áður?

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.