Reykjavík - 09.03.2013, Side 8
8 9. mars 2013
Réttargeðdeildin á kleppi ársgömul
Rétt ákvörðun að flytja
deildina frá Sogni á Klepp
Framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans segir reynsluna af fyrsta árinu góða,
meðferð hafi batnað og það muni leiða til styttri dvalartíma á deildinni. Þá stendur
til að setja á laggirnar geðgjörgæsludeild við Hringbraut. Hann segir að frekar eigi
að berjast gegn mismunun en fordómum hvað varðar geðsjúka, en þeim sé mis-
munað á margan hátt í þjóðfélaginu
Þegar ákveðið var að réttargeð-deildin að Sogni, þar sem hún hafði verið starfrækt síðan 1992,
skyldi flutt til Reykjavíkur heyrðust
gagnrýnisraddir, einkum hjá heima-
fólki og sumum af þingmönnum
Suðurlands. Réttargeðdeildin hefur nú
verið rekin á Kleppi í eitt ár og segir
Páll Matthíasson framkvæmdastjóri
geðsviðs Landspítalans reynsluna góða.
„Það var lagt upp með það að bæta
mjög umhverfi þeirra sem þurfa að
vistast á svona deild, bæði hvað varðar
líðan þeirra sem og öryggi,“ segir Páll.
Hann bendir á að deildin núna sé mun
rúmbetri og bjartari en sú sem var á
Sogni og að sjúklingarnir hafi verið
mjög sáttir við breytinguna. Þá skipti
auðvitað miklu máli hvað meðferðina
varðar að geta unnið með fjölskyldum
sjúklinganna og það sé mun auðveldara
eftir að deildin var flutt til Reykjavíkur.
Þjónustukönnun var gerð skömmu
eftir flutninginn og kom hún vel út
segir Páll.
„Við fengum hingað í maí síðast-
liðnum spítalastjóra sem er yfirmaður í
breska heilbrigðiskerfinu og er auk þess
stjórnarmaður í samtökum geðgjör-
gæslu- og réttargeðdeilda í Bretlandi og
mjög vanur að gera úttekt á deildum.
Hann var mjög hrifinn af því sem hann
sá og gaf deildinni fimm stjörnur, en
miðað við lýsingar hefði hann gefið
Sogni í mesta lagi tvær. Það var mjög
ánægjulegt og hann var mjög sáttur við
ýmsar lausnir sem við höfum gripið
til hér,“ segir Páll og bendir á að það
sem geri ástandið sérstakt hér á landi,
miðað við til dæmis í Bretlandi, sé að
hér sé bara ein deild en þar séu fleiri og
gerðar séu mismunandi öryggiskröfur
á þeim. Því hafi þurft að hafa réttargeð-
deildina á vissan hátt lagskipta.
Reykjavík-vikublað fjallað fyrir ári
um fyrirhugaðan flutning deildarinnar
á Klepp. Þá kom meðal annars fram í
máli Páls að nefnd Evrópudómstólsins
um varnir gegn pyntingum og ómann-
úðlegri meðferð fanga og geðsjúkra
hefði skoðað aðstæður á Sogni á sínum
tíma og ekki verið sátt við aðbúnað-
inn. Nefndin kom aftur síðasta haust
og skoðaði nýju deildina og sam-
kvæmt bráðabirgðaskýrslu voru engar
athugasemdir gerðar við umhverfi og
starfsemi réttargeðdeildarinnar.
Meðferðin betri
eftir flutninginn
Páll sagði einnig fyrir ári að með flutn-
ingnum frá Sogni að Kleppi mætti bæta
meðferð sjúklinganna og jafnvel stytta
þann tíma sem þyrfti að vista þá. Hann
er enn á þeirri skoðun.
„Klárlega hvað varðar það að bæta
meðferðina og þá fylgir hitt í kjölfarið.
Legutíminn er eðli máls samkvæmt
mjög langur á réttargeðdeild, en ég
hef séð dæmi þess á deildinni að mjög
veikir einstaklingar eru í góðu bataferli.
Hér er aðgangur að þverfaglegu teymi
miklu betri en austur á Sogni. Þetta
skilar sér í betri meðferð og þá líka í
því að fólk nái bata fyrr.“
Páll segir að vel hafi gengið að manna
deildina. Sem betur fer hafi flestir
starfsmannanna frá Sogni ákveðið
að starfa áfram á réttargeðdeildinni
þannig að sú reynsla sem þar varð til
er nú til staðar á Kleppi.
Sex sjúklingar dvelja nú á réttargeð-
deildinni, þar sem er pláss fyrir níu,
en til samanburðar má geta þess að
sjö pláss voru á Sogni og í raun var
það þannig að ef fimm sjúklingar voru
inniliggjandi þá var þar orðið mjög
þröngt og erfitt að eiga við, segir Páll.
Mjög vel gangi hins vegar að sinna sex
sjúklingum á deildinni á Kleppi.
Öryggið á lóðinni hefur
aukist með tilkomu
réttargeðdeildarinnar
Lokaða útivistarsvæðið á Sogni var
afar lítið, en á Kleppi er búið að girða
af rúmgott svæði sunnan við aðal-
bygginguna og segir Páll sjúklingana
ánægða með það.
„Og af því að svæðið er svo öruggt,
en það fylgir breskum stöðlum um rétt-
argeðdeildir í þéttbýli, þá þarf í raun
minna eftirlit og sjúklingarnir hafa
greiðari aðgang að þessu rými en ella.“
Hann segir nágranna sjúkrahússins
hafa sýnt flutningi deildarinnar á Klepp
skilning , en Páll segir að öryggi á lóð-
inni hafi í raun aukist með tilkomu
réttargeðdeildarinnar en henni fylgi
auk tryggara umhverfis, agaðri vinnu-
brögð og fleira starfsfólk.
Páll og Guðmundur Sævar Svævars-
son deildarstjórii á réttargeðdeildinni
sýndu Reykjavík-vikublaði deildina.
Í augum leikmanns virtist hafa verið
hugsað fyrir öllu þegar deildin var inn-
réttuð, bæði hvað varðar öryggi sjúk-
linga og starfsmanna sem og þætti er
varða einkalíf sjúklinganna sem dvelja
langdvölum á deildinni.
stofnkostnaður við réttargeðdildina á Kleppi varð hærri en ráð var fyrir gert,
en rekstrarábatinn hefur einnig reynst meiri en reiknað var með, segir Páll
matthíasson.
Fyllsta öryggis er gætt á réttargeðdeildinni.
Deildinni er skipt niður í öryggissvæði
með millihurðum.
5 metra há girðing umlykur útisvæðið.
Útisvæði réttargeðdeildarinnar er mun stærra og betra en var á sogni.