Reykjavík - 09.03.2013, Blaðsíða 10
10 9. mars 2013
Hundurinn Píla vinnur fyrir matnum sínum:
Þefar upp meindýr og gefur
merki um dvalarstað þeirra
Hundurinn Píla er enginn venjulegur hundur. Milli þess sem hún leikur sér og
hvílir lúin bein að hundasið þá fer hún
í vinnuna. Vinnan hennar snýst um að
finna meindýr, mýs og rottur í húsum
og hefur Píla einstakt nef fyrir þeim
hvimleiðu gestum.
Píla er tveggja ára blendingstík
af labrador og schäferkyni. Eigandi
hennar, Sigurður Ingi Sveinbjörnsson,
meindýraeyðir, ætlaði að þjálfa hana til
að finna geitungabú. Fljótlega kom í
ljós að Pílu var afar illa við geitungana
og þeim enn verra við hana svo það
starf var fljótlega gefið uppá bátinn.
Hæfileikar Pílu komu í ljós eitt
sinn þegar hún fékk að fylgja eiganda
sínum á vettvang þar sem talið er að
mýs hefðu hreiðrað um sig milli þilja
en óvíst nákvæmlega hvar. Hún þefaði
bæli músanna uppi með mikilli ná-
kvæmni svo ekki þurfti að rífa niður
nema afar takmarkaðan hluta af vegg
til að ná meindýrunum. Íbúar í við-
komandi húsi urðu afar ánægðir með
að sleppa svo billega en oft þarf að rífa
niður heilu veggina til að útrýma vá-
gestinum.
Í framhaldinu var Píla þjálfuð til að
bregðast við þeirri skipun að „finna
mús“. Þegar Píla kemur í hús og fer að
leita gengur hún afar skipulega til verks
og leitar kerfisbundið að músinni.
Þegar hún hefur fundið staðinn gefur
hún merki með því að klóra á staðinn
með ákafa og þá er hægt að hefjast
handa.
Eigandi Pílu segir hana hafa alltaf
rétt fyrir sér. Margir séu tortryggnir í
upphafi en það rjátlist fljótt af mönnum
þegar árangurinn kemur í ljós. Hann
segir að mjög mikið sé af mús þennan
veturinn. Sjálfsagt hafi það eitthvað að
segja að síðasta sumar hafi verið afar
gott og hagstætt fyrir mýs sem skýri
það að stofninn fá því í sumar hafi
verið óvenju stór og mildur vetur sé
kjöraðstæður fyrir þær.
Píla fær alltaf harðfisk í verðlaun að
loknu góðu dagsverki sem er það allra
besta sem hún fær.
Hreyfðu þig daglega,
það léttir lundina
Fimmta geðorðið nær yfir lík-amlega þáttinn í heilsuflétt-unni en hinir þættirnir eru
félagslegi þátturinn og svo andlegi
þátturinn eða geðheilsan. Það hefur
bein áhrif á andlega líðan að rækta
hinn líkamlega þátt heilsunnar og
því er fimmta geðorðið hvatning um
reglulega hreyfingu. Allir vita hvað
líkamsrækt er og þekkja mikilvægi
þess að styrkja líkamann. Geðrækt
er þýðing á því sem á ensku er nefnt
„mental health promotion“ og er þá
átt við allt sem gert er til að hlúa að
geðheilsunni. En geðrækt er nýlegt
hugtak og því er ágætt að útskýra það
með tilvísun í líkamsrækt.
Flestir kannast við þá vellíðan
sem fylgir því að taka á líkamlega.
Í kjölfar slíkra átaka flæða hormón
um líkamann sem veita okkur eftir-
sóknaverða og heilbrigða vellíðan.
Þegar fólk er spurt af hverju það
stundi reglulega hreyfingu er al-
gengasta svarið: „Vegna þess að
mér líður vel af því.“ Reglulegri
hreyfingu fylgja jákvæðar tilfinn-
ingar, bætt líðan, minni streita,
sterkari sjálfsmynd og hún getur
komið í veg fyrir geðheilsuvanda-
mál. Fjölmargar rannsóknir hafa
sýnt að regluleg hreyfing dregur úr
þunglyndi og kvíða og bætir and-
lega líðan en hreyfingarleysi eykur
líkur á þunglyndi. Regluleg hreyfing
bætir líka líðan þeirra sem glíma við
langvarandi geðröskun.
Staðreyndin er sú að regluleg
hreyfing veitir ekki einungis vellíðan
rétt eftir að henni er lokið heldur
stuðlar hún að betri líðan til lengri
tíma litið. Sýnt hefur verið fram á
samband milli þess hversu mikið
fólk hreyfir sig og hve vel því líður á
efri árum. Þeir sem hreyfa sig minna
hafa meiri tilhneigingu til að verða
þunglyndir á efri árum heldur en
þeir sem hreyfa sig reglulega. Og þeir
sem hreyfa sig reglulega alla ævi eru
hamingjusamari í ellinni.
Fólk nefnir margar mismunandi
ástæður fyrir því að hreyfa sig ekki
reglulega – fæstar þeirra eru góðar
og gildar. Regluleg hreyfing þarf ekki
að vera mikil eða taka langan tíma en
hver og einn þarf að finna hreyfingu
við hæfi til þess að geta notið hennar.
Sumir tengja reglulega hreyfingu við
félagsskap og nota tækifærið til að
hitta skemmtilega vini um leið og
þeir hreyfa sig. Með því er hægt
að slá þrjár flugur í einu höggi og
sinna öllum þáttum heilsunnar í
einu: þeim andlega, líkamlega og
félagslega.
Möguleikarnir til að hreyfa sig
reglulega eru margir. Sumum hentar
vel að fara í líkamsræktarstöðvar,
öðrum að fara út að ganga, í sund, á
hestbak, í jóga eða hvað sem er. Það
sem verður fyrir valinu er aukaat-
riði. Aðalatriðið er að finna hent-
uga hreyfingu og byrja sem fyrst
því regluleg hreyfing virðist vera
nauðsynleg fyrir geðheilsuna frá
vöggu til grafar.
Kjarni með þessu
geðorði:
• Regluleg hreyfing er nauðsynleg
fyrir geðheilsuna frá vöggu til
grafar.
• Hreyfing dregur úr þunglyndi
og kvíða og bætir andlega líðan.
• Regluleg hreyfing stuðlar að
hamingjusamri elli.
geðoRð 5 af 10
Höfundur er
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir
sálfræðingur og höfundur
bókar um geðorðin 10
Íslensk
myndlist
fyrir heimili og fyrirtæki
Til leigu og sölu myndlist eftir íslenska listamenn.
Leigan er 1.000 – 10.000 kr. á mánuði. Listaverkin má leigja þar til þau eru að fullu greidd
eða ljúka greiðslu fyrr og dregst þá frá áður greidd leiga.
Listaverkin eru til sýnis á staðnum og einnig eru upplýsingar og myndir á www.artotek.is
Artótek
Tryggvagötu 15, sími 411 6100
artotek@borgarbokasafn.is
www.artotek.is
Artótek í Borgarbókasafni Daði Guðbjörnsson: Í grænum fílingBjörg Eiríksdóttir: Munnur Soffía Sæmundsdóttir: Inn dalinn
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460
www.belladonna.is
Ve
rs
lu
ni
n
B
el
la
d
on
na
á
F
ac
eb
oo
k
Kjólar, buxur, bolir og leggings
Stærðir 40-56
AðhAldsfAtnAður
í miKlu úrvAli
Leiðrétting
Vegna mistaka birtist í síðsta tölublaði Reykjavíkur-viku-
blaðs kjarninn sem átti að birtast
með greininni í dag , og gerir. Í
síðustu viku var hins vegar fjallað
um það að læra af mistökum og á
eftirfarandi kjarni við það. Beðist er
velvirðingar á mistökunum.
• Enginn er fullkominn og öllum
verða einhvern tíma á mistök.
• Oft er það mikilvægt skref í átt
að velgengni að læra af eigin
mistökum.
• Eitt af því sem greinir þá ham-
ingjusömu frá þeim óhamingju-
sömu er viðhorf þeirra til eigin
mistaka og mótlætis í lífinu.
v i k u b l a ð
Auglýsingasíminn er 578 1190
Netfang: auglysingar@fotspor.is.