Reykjavík


Reykjavík - 01.06.2013, Page 2

Reykjavík - 01.06.2013, Page 2
2 1. júní 2013 Gallupkönnun sýnir ánægju íbúa með sumarlokun Laugavegar: Vaxandi ánægja með sumar- götur, 67,9% hlynnt lokunum Samkvæmt könnun meðal borg-arbúa þá eru íbúar eru almennt mjög ánægðir með það fyrir- komulag að hluta Laugavegs skuli breytt í sumargötu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Stuðningur íbúa í þeim hverfum er næst liggja miðborginni er mjög afgerandi. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Capacent Gallup hefur gert. Hugmyndin að sumargötum kemur upphaflega af samráðsvefnum Betri Reykjavík. Fleiri borgarbúar eru hlynntari því að breyta hluta Laugavegs í göngugötu yfir sumartímann en nokkru sinni fyrr. Niðurstöður viðhorfskönnunar sem Capacent Gallup gerði fyrir umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar sýna að 67,9% aðspurðra eru hlynntir því að hafa göngugötu á hluta Lauga- vegar. Sambærileg könnun var gerð í mars - apríl 2012 og sýndu niðurstöður hennar að 63,2% aðspurðra voru hlynntir slíkum breytingum. Í könnun- inni nú eru 29,8% svarenda alfarið hlynntir göngugötu á hluta Laugavegs, 27,7% mjög hlynntir og 16,3% frekar hlynntir. Aðeins lítið brot aðspurðra er alfarið andvígt breytingunum, eða 5,7%. Almenn ánægja er með sum- argöturnar hjá svarendum í öllum hverfum borgarinnar. Íbúar þeirra hverfa sem næst liggja miðborginni eru þó algjörlega afgerandi í viðhorfi sínu til sumargötukaflans á Laugavegi. 41% íbúa í Miðborg og Vesturbæ eru alfarið hlynntir og 37% íbúa í Hlíðum og Laugardal. Meirihluti íbúa í öðrum hverfum borgarinnar eru þó einnig mjög hlynntir því að breyta hluta Laugavegs í sumargötu. Úrtak könnunarinnar var 1150 manns á Reykjavíkursvæðinu, 18 ára og eldri. Fjöldi svarenda var 695 og svarhlutfall því 60,4%.Sumargötur í Reykjavík verða opnaðar í dag, laugar- daginn 1. júní. Á morgun, sunnudag fagna landsmenn Sjómannadeginum og nú eru 75 ár liðin frá því hann var fyrst haldinn hátíðlegur. Í tímans rás hefur sjó- mennskunni verið sungið lof og dýrð og heimur sjómannsins sveipaður rósrauðum bjarma í dægurlagatextum sem dásama frelsið og lífsstílinn sem sjómennskunni fylgja eða réttara sagt fylgdu. Mikill árangur hefur náðst í því að fækka slysum á sjó og er það ekki síst að þakka betri búnaði og tækni en ekki síst Slysavarnaskóla sjómanna sem starfræktur er af Landbjörgu. Ekki er lengur heimilt að starfa á sjó, samkvæmt lögum, lengur en 180 daga á ári nema viðkomandi sæki slysavarnanámskeið sjómanna. Þá þekkingu þarf að endurnýja á fimm ára fresti og er það vel. Árin 2011 og 2008 voru engin banaslys á íslenskum skipum og er það sennilega einu árin frá landnámi sem ekkert slíkt slys er skráð í annála. Ástæður þessara jákvæðu breytinga eru margskonar, skipakostur hefur batnað, öryggiskröfur eru allt aðrar en fyrr og þekking sjómannanna sjálfra er mun meiri með tilkomu laga frá 2010 sem kveða á um að allir sjómenn sæki slysavarnanámskeið. Á árum áður áttu margir unglingar þess kost að vinna sér inn vænar upphæðir á sumrin og oft voru vel launuðu störfin tengd fiskinum. Sumir voru svo ljónheppnir að komast á sjó, það var möguleiki ef maður þekkti mann sem þekkti annan mann. Aðrir fengu vinnu í frystihúsi þar sem unnið var meðan fiskur var í húsinu og gátu vaktirnar orðið ansi langar og strembnar. Með góðum bónus var hægt að vinna sér inn fyrir uppihaldi næsta skólaár og gott betur. Í dag er ekki algengt að ungmenni vinni í fiski, að minnsta kosti ekki á höfuðborgarsvæðinu. Þeirra missir er mikill. Lifið heil, Hólmfríður Þórisdóttir Leiðari Jón var kræfur karl og hraustur... Reykjavík vikublað 21. Tbl. 4. áRganguR 2013 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjórar: Hólmfríður Þórisdóttir, sími 699 0450, netfang: holmfridur@vedurehf.is, Sigurður Þ Ragnarsson netfang: sigurdur@vedurehf.is, Ljósmyndari: Þórir Snær Sigurðarson, sími 615 2049. Blaðamenn: Linda Hrönn Þórisdóttir, Þórir Snær Sigurðarson. Veffang: fotspor.is, Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 47.500 eintök. dreifing: Fríblaðinu er dreiFt í 47.500 e intökum í allar íbúðir í reykjavík Tillögur um breytingar á umferð við Grafarholt Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í um- hverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur hafa lagt fram tillögu um breytingar á umferðartengingum við Grafarholt. Í tillögunni er lagt til að í samstarfi við Vegagerð ríkisins og Strætó bs. verði kannaðir tiltækir kostir við að bæta umferðartengingar við Graf- arholt, íbúum hverfisins til hagsbóta og með það að markmiði að fjölga möguleikum Strætó bs. á að bæta þjónustu við hverfið. Þá verði athugaðir kostir þess að leggja afrein af Suðurlandsvegi norð- urstefnu inn á Krókháls til austurs í átt að Grafarholti og/eða afrein af Vesturlandsvegi (austurstefnu) inn í hverfið að vestanverðu. Metanstöð við Álfheima? Olíuverzlun Íslands hf. hefur sótt um breytingar á lóð til til að koma fyrir metanafgreiðslu Lóðin sem um ræðir nr. 49 við Álfheima. Umsókninni var vísað til afgreiðslu borgarráðs. Vill byggja 4 hæða hús Sótt hefur verið um fyrir byggingu fjögurra hæða húss með verslunum á jarðhæð og 8-10 íbúðum á efri hæðum á lóð nr. 56 við Laugaveg. Í dag eru verslunin Nikita og Epic með starfsemi í húsinu. Vinnustofur listamanna við Skólastræti 3 Sótt hefur verið um leyfi fyrir því að innrétta vinnustofur listamanna við Skólastræti. Einnig var sótt um leyfi til þess að lækka botnplötu, endurbyggja fram- hlið og stækka hús nr. 3B á lóðinni nr. 3 við Skólastræti. Stutt og laggott Spurning vikunnar er: Hvaða ár var Borgarbókasafn Reykjavíkur stofnað? Hvað veistu um borgina þína? Svarið er að finna á síðu 14. Sumaráætlun Strætó tekur gildi Sumarakstur Strætó á höfuð-borgarsvæðinu hefst þann 9. júní nk. Breytingar verða á leiðum 2, 11, 12, 13, 14, 15 og 28, þessar leiðir munu aka á 30 mínútna fresti allan daginn. Vegna lokunar á Hverfisgötu í sumar munu leiðir 1, 3, 6, 11, 12 og 13 flytjast yfir á Sæbraut. Vagnarnir munu aka Snorrabrautina að Sæbraut- inni og að Kalkofnsvegi við Hörpu, þaðan fara vagnarnir að Lækjartorgi. Vagnarnir munu svo aka sömu leið til baka. Biðstöðvar verða við Hörpu og Sólfarið Reiðhjólauppboð lögreglunnar næstu helgi Rúmlega 100 reiðhjól verða boðin upp hjá óskilamuna-deild lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu laugardaginn 8. júní nk. klukkan 11. Þetta eru reiðhjól sem hafa fundist í óskilum víða í umdæm- inu og enginn hefur hirt um að sækja. Uppboðið verður haldið í húsnæði Vöku í Skútuvogi 8 í Reykjavík. Vænt- anlega verður líf og fjör á uppboði lög- reglunnar enda á það sér langa sögu og á þeim er jafnan múgur og margmenni. Fyrst verða reyndar boðnar upp fáeinar barnakerrur og barnavagnar, en síðan reiðhjólin. Á síðasta ári voru tilkynningar um stolin reiðhjól rúmlega 700 hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er ljóst hvað verður um meirihluta þeirra enda berst aðeins hluti hjólanna til óskilamunadeildar. Algengt er að hjól berist þangað nokkrum mánuðum eftir að þeim var stolið. Eigendunum nægir því sjaldnast að koma bara til lögreglu strax eftir þjófnaðinn, þeir verða líka að koma aftur nokkrum vikum seinna til að fullreyna hvort hjólin séu í vörslu lögreglu eða ekki. Samhliða þessu er fólki bent á mik- ilvægi þess að geyma reiðhjól á eins öruggum stað og unnt er og alls ekki skilja þau eftir ólæst. Ef illa fer, og hjóli er stolið, getur komið sér vel ef eig- andinn hefur raðnúmer (stellnúmer) þess tiltækt. Það auðveldar lögreglu að koma því til skila ef það á annað borð kemur í óskilamunadeild hennar. Sólblómagult var það! Almenningur átti þess kost að velja lit á tvö hjólahlið í Reykjavík í sumar. Hægt var að velja á milli fjögurra lita en þeir voru ferskjurauður, sólblóma- gulur, himinblár og tyggjóbleikur og fór valið fram á Facebooksíðu borg- arinnar. Langflest, eða samtals 291 atkvæði, hlaut sólblómagula hjólið en það tyggjóbleika næstflest. Mið- borgin verður einstaklega litrík í sumar skreytt grænum, gulum og bleikum hjólahliðum, sumarblómum, útibekkjum og borðum sérstaklega til þess að skapa umgjörð fyrir mannlíf og stemningu. Laugavegurinn verður göngugata frá Vatnsstíg og Skólavörðustígur frá Bergstaðastræti í sumar. Kvosin mun að sama skapi vera mestmegnis tileinkuð gangandi og hjólandi veg- farendum líkt og undanfarin sumur.

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.