Reykjavík - 01.06.2013, Síða 8
8 1. júní 2013
Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs í viðtali við Reykjavík, vikublað:
„Krafan var að meira yrði gert
til að bæta öryggi sjómanna‘‘
Sjómannadagurinn er á sunnudaginn
og í ár eru 75 ár liðin síðan dagurinn
var fyrst haldinn hátíðlegur þann 6.
júní árið 1938. Sjómannadagsráð kom
þessum hátíðardegi sjómanna á lagg-
irnar á sínum tíma. Formaður ráðsins,
Guðmundur Hallvarðsson, ræðir hér
um stofnun og sögu Sjómannadagsráðs
og það gildi sem Sjómannadagurinn
hefur í íslensku samfélagi.
Guðmundur segir að upphaf sjó-
mannadagsins megi rekja til ársins
1936 þegar bréf barst til Félags ís-
lenskra lofskeytamanna frá kollegum
þeirra á Norðurlöndunum þess efnis að
stofna minningardag um drukknaða
loftskeytamenn á hverju ári. Henrý
Hálfdánarsyni, sem þá var formaður
Félags loftskeytamanna, fannst eðlilegt
að færa daginn yfir á íslenska staðhætti
og ræddi við önnur stéttarfélög sjó-
manna í Reykjavík og Hafnarfirði.
„Á þessum tíma voru sjóslys tíð og
mikil og að áliti margra var almennt
lítið gert úr því hversu margir fórust á
sjó. Minningarathafnir voru vissulega
haldnar og peningasamskot voru fyrir
ekkjurnar sem sátu eftir með fjölda
barna. En krafan var að meira yrði gert
til að bæta öryggi á sjó en gert hafði
verið,‘‘ segir Guðmundur.
Þann 25. nóvember árið 1937 var
Sjómannadagsráð formlega stofnað
af 11 sjómannafélögum úr Reykjavík
og Hafnarfirði í Oddfellowhúsinu við
Vonarstræti. Tilgangur ráðsins var sá
að hafa einn dag á ári til minningar um
drukknaða sjómenn, minna á mikilvægi
sjómannastéttarinnar og stuðla að meiri
samheldni innan starfsgreina sjómanna.
Sjómenn heiðraðir við
fótskör mesta sjófara Ís-
landssögunnar
Fyrsti sjómannadagurinn var haldinn
þann 6. júní 1938 undir stjórn Sjómanna-
dagsráðs að sögn Guðmundar og bar
daginn upp á annan í hvítasunnu. Ræður
voru haldnar og drukknaðra sjómanna
minnst við styttu Leifs Eiríkssonar á
Skólavörðuholtinu. Um 10 þúsund
manns mættu til að taka þátt í hátíðar-
höldunum og bætir Guðmundur við að
þá voru Reykvíkingar 37 þúsund svo
þetta var geysilega fjölmenn samkoma.
Guðmundur telur að ástæða þess að
hátíðarhöldin voru efst á Skólavörðu-
holtinu, langt frá sjó sé sú að menn
álitu og álíta enn að Leifur Eiríks-
son sé mesti sjófari Íslandssögunnar.
Kappróður var háður við höfnina
og ýmsar íþróttagreinar viðhafðar á
gamla Melavellinum þar sem Þjóðar-
bókhlaðan er nú til húsa. Töluvert safn-
aðist af fé með blaða- og merkjasölu.
Dansleikir voru haldnir víða um bæinn
og aðaldansleikurinn var á Hótel Borg
þar sem sjómannahátíð fór fram. Þessi
hátíð þótti takast einstaklega vel.
Ágóðinn af hátíðarhöldunum var
notaður til að reisa minnisvarða sem
Ríkharður Jónsson myndhöggvari var
fenginn til að hanna. Minnisvarðinn er
steinsteyptur viti á stalli úr fjörugrjóti og
stóð fyrst á leiði óþekkta sjómannsins
í Fossvogskirkjugarði. Hann var síðar
fluttur um set þar sem erfitt var að kom-
ast að leiðinu.
Hvíldarheimili fyrir far-
menn og fiskimenn
Sjómannadagsráð áleit að meira þyrfti
að koma til en að halda Sjómanna-
daginn hátíðlegan einu sinni á ári. Guð-
mundur segir að í marsmánuði 1939
hafi verið komið á stefnuskráarnefnd.
Formaður nefndarinnar var Sigurjón Á
Ólafsson alþingismaður sem einnig var
formaður Sjómannafélags Reykjavíkur.
Eftir þriggja vikna vinnu skilaði nefndin
áliti um hvað ríki og sveitarfélög myndu
ekki gera í nánustu framtíð, það væri að
byggja elli- og hvíldarheimili fyrir far-
menn og fiskimenn. Því var samþykkt
að ráðið myndi fara út í slíkar fram-
kvæmdir sjálft og var tillagan samþykkt
en fór ekki að fullu í gang fyrr en árið
1942. Fé var safnað áfram og menn voru
kappsfullir um þessi áform.
Rætt var hvar ætti að byggja
dvalarheimili. „Margir vildu byggja
á Laugarnestanganum og eiga báta í
flæðarmálinu að vestanverðu en hafa
kálgarða austanmegin. Bæjaryfirvöld
voru ósátt við það því það gæti orðið
til trafala við framgang og uppbyggingu
Reykjavíkurhafnar,‘‘ segir Guðmundur.
Borgin bauð tæplega 6 hektara land í
Laugarásnum sem ákveðið var að sam-
þykkja. Áfram hélt Sjómannadagsráð
að safna fé meðan beðið var með að
hefja byggingaframkvæmdir en sér-
stakt útflutningsráð sem þá var starf-
andi samþykkti þær ekki vegna skorts
á gjaldeyri. Sjómannadagsráð lánaði
Hafnarfjarðarbæ í millitíðinni peninga
til að ljúka við byggingu Sólvangs.
Drossíur í happdrættið
Árið 1952 var fyrsta skóflustungan
tekin að dvalarheimilinu þegar Út-
flutningsráð hafði loksins samþykkt
framkvæmdina. „Það var þó ekki fyrr
en Ólafur Thors ráðherra blandaði
sér í málið,‘‘ bætir Guðmundur við.
Árið 1954 lagði Ásgeir Ásgeirsson,
forseti Íslands hornstein að húsinu .
Leyfi fékkst um svipað leyti til að reka
happdrætti DAS. Guðmundur segir að
Ólafur Thors hafi sagt þegar komið var
til fundar við hann; „Hvernig hefði ég
getað neitað fulltrúum sjómanna sem
komu með tuttugu aflahæstu skip-
stjóranna með sér.‘‘ Ólafur Thors sagði
einnig að þessir fulltrúar sjómanna
færðu sig svo upp á skaftið og vildu
líka fá drossíur í vinning. Af þeim 9
drossíum sem fluttar voru inn þetta
árið fóru 6 þeirra í happdrættið. Þetta
varð til þess að hægt var að halda áfram
byggingu dvalarheimilisins.
Guðmundur minnist þessa tíma sem
ungur drengur: „Ég var 12 ára gam-
all og stóð hérna á horni Otrateigs og
Sundlaugavegar í hæfilegri fjarlægð
frá Oddi sterka af Skaganum sem var
í fullum víkingaskrúða og báðir fylgd-
umst við með því þegar skrúðgangan
kom úr Höfðaborginni fylktu liði með
lúðrasveit og víkingaskip í fararbroddi.
Í skipinu var fjöldi manna klæddir sem
víkingar. Síðan komu vinningarnir,
þessar flottu drossíur og nokkrir
traktorar. Ekki mátti borga vinninga
út í peningum og verðlaunin voru bílar,
búvélar og búpeningur.‘‘
Með timburfarm á þilfarinu
Á Sjómannadaginn árið 1957 hófst svo
starfsemi dvalarheimilisins í Reykjavík
sem fékk nafnið Hrafnista. Nafngiftina
má að sögn Guðmundar rekja til ársins
1939 þegar Sjómannadagsráð efndi til
samkeppni um sjómannaljóð. Ótal
fjöldi ljóða barst og sigurvegarinn var
Magnús Stefánsson, öðru nafni Örn
Arnarson með fallega ljóðið sitt Íslands
Hrafnistumenn.
Ýmsar leiðir voru farnar til að afla
fjárs. Haldnar voru geysilega vinsælar
kabarettsýningar, dýrasýningar og tívolí
var starfrækt. Efnt var til siglinga og
seldir miðar með Esjunni til Akraness
auk þess sem kaupskip var fengið að
láni þó timburfarmur væri á þilfarinu.
Súðin var einnig notuð í þessar siglingar
og komust færri að en vildu. Hálfur
matsalur Hrafnistu var notaður fyrir
kvikmyndasýningar og var það enn ein
tekjuöflunin.
Árið 1962 var Laugarásbíó fullbyggt.
Guðmundur segir að auk þess hafi
verið rekið barnaheimili að Laugar-
landi í Holtum og voru munaðarlaus
sjómannabörn þar fyrst og fremst auk
annarra barna sem bjuggu við erfiðan
kost. Ekki var sá rekstur til tekju-
sjómannadagurinn HaLdinn HátíðLegur í á sunnudaginn
„Upphaf sjómannadagsins má rekja til bréfs sem barst Félagi íslenskra lofskeytamanna frá kollegum þeirra á norð-
urlöndunum að stofna minningardag um drukknaða loftskeytamenn á hverju ári“ segir Guðmundur Hallvarðsson