Reykjavík


Reykjavík - 01.06.2013, Page 14

Reykjavík - 01.06.2013, Page 14
14 1. júní 2013 Árni Bjarnason er formaður félags skipstjórnarmanna og lifir og hrærist í málefnum stéttarinnar frá degi til dags. Hann segist hafa verið baldinn unglingur og er því tekinn til yfir- heyrslu blaðsins að þessu sinni. Fullt nafn: Árni Bjarnason Aldur: 60. Foreldrar: Bjarni Jóhannesson skipstjóri Sigríður Freysteinsdóttir Hvert liggja ættir þínar? Í Flatey á Skjálfanda og Arnar- dalsættina Grunn- og/eða framhaldsskóli sem þú sóttir: Lauk 3. stigi Stýrimannaskólans ́ ´ 73. Síðan útgerðartækni í Tækniskóla Ís- lands ´´85. Hvernig unglingur varstu? Baldinn Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Íþróttakennari Maki? Steinunn Sigurðardótir Starf maka? Bankastarfsmaður Börn? Sigurður f.“76 Heimir Örn f. “79 og Rósa María f. “91. Hefurðu búið erlendis? Nei Stærsti sigurinn: Hola í höggi Mesta axarskaftið: Að byrja ekki 50 árum fyrr í golfi Vandræðalegasta augnablikið: Stóð upp sem ungur drengur og klappaði eins og brjálæðingur í miðju lagi á tónleikum hjá karlakórnum Geysi þar sem pabbi var að syngja. Hélt að lagið væri búið. Borgarbíó þétt setið. Helstu áhugamál: Tónlist, Íþróttir, hagsmunamál sjó- manna og þjóðmál almennt Ertu tilfinninganæmur? Já Ertu rómantískur? Því miður þá held ég að vanti aðeins upp á það Nefndu góða uppskrift að róman- tísku kvöldi: Fallegt umhverfi, góður matur, seið- andi tónlist og staðfastur ásetningur um að lát sér líða vel. Hvað gerir konur aðlaðandi? Bros, hlátur og hlýja Hver er þinn helsti kostur? Létt lund og gengur yfirleitt vel í sam- skiptum við annað fólk. En galli? Ekki nógu góður ræðumaður Hvernig metur þú stöðu sjómanna- stéttarinnar í dag? Sjómenn eru eins og annað fólk að því leiti að þeir vilja vita hvernig þeim reiðir af í nánustu framtíð. Sú enda- lausa óvissa sem varað hefur undan- farin ár er ekki boðleg hvorki fyrir sjómenn né útvegsmenn. Hvaða breytingar hefur þú helst séð hjá stéttinni á þínum ferli í kjara- málum sjómanna? Fækkun slysa sérstaklega dauðaslysa. Umskipti í tryggingarmálum sjó- manna. Er starf sjómannsins metið að verð- leikum? A.m.k. á sjómannadaginn. Íslenskir sjómenn eru um þessar mundir einir sjómanna á Norðurlöndum sem ekki eru taldir verðskulda skattaívilnanir vegna sérstöðu sjómannsstarfsins. Það er ákveðin vísbending um viðhorf til sjómannastéttarinnar. Kanntu að bakka bíl með kerru aftaní? Já Ertu leikinn á strauborðinu? Nei Skemmtilegasta starfið á ferlinum? Skipstjóri Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Knúsa barnabörnin Ertu flughræddur? nei Ertu með bíladellu og hvernig bíl áttu? Nei. Mazda X 7. 2007 model Ferðastu mikið (innalands og/eða utan)? Töluvert Fallegasti staðurinn á Íslandi? Akureyri Fallegasti staðurinn í útlöndum? Vancuver Island Kanada Eftirminnilegur staður? S-Afríka Ertu hjátrúarfullur? Já Trúir þú á líf eftir dauðann? Já Hefurðu farið til spámiðils og/eða trúir þú á slíkt? Nei Ertu góður í eldhúsinu? Nei Ferðu oft út að borða? Ekki nógu oft Besti/eftirminnilegasti veitingastað- urinn (innanlands eða utan)? Sjávarkjallarinn Uppáhaldsmatur? Lambahryggur Uppáhaldsdrykkur? Kaffi/vatn Áttu þér uppáhalds tónlistarmann eða tónlist? Marga. Besta bókin? Í verum Eftir Theodór Friðriksson Uppáhalds leikari? Guðlaug María Bjarnadóttir,systir mín Hvað gerir þú þegar þér leiðist? Spila á hljómborð Hvað gerir þú þegar þú ert argur eða ekki í góðu skapi? Spila á hljómborð Hvað leiðist þér einna mest? Öfgakennd viðhorf og skoðanir ákveðins hóps fólks til sjómanna og sjávarútvegs. Evrópusambandið, já eða nei? Nei. Lífsmottó? Hver er sinnar gæfu smiður Einkarekið Apótek Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Hvað veistu um borgina þína?Svar: Árið 1919 en tók ekki til starfa fyrr en árið 1923. Til hamingju með daginn www.3frakkar.com - Sími: 552-3939 Sjómenn ÞRÍR FRAKKAR Baldursgötu 14, Reykjavík - Sími: 552 3939 Opið virka daga 11:30 - 14:30 og 18:00 - 22:00 Opið um helgar frá 18:00 - 23:00 frakkar@islandia.is - www.3frakkar.com Í gamla bænum - rétt við hjarta miðborgarinnar Þrír Frakkar Café & Restaurant Ferskur léttsteiktur bláugga- túnfiskur m/soya-s jörsósu og wasabi-kartöflumús Menningararfurinn á Kjarvalsstöðum Sýningin Íslensk myndlist 1900-1950 verður opnuð í dag, laugardaginn 1. júní kl. 16 á Kjarvalsstöðum. Sýningin er sögu- legt yfirlit íslenskrar myndlistar frá 1900-1950 þar sem hátt í tvöhund- ruð málverk og höggmyndir eftir 40 listamenn eru til sýnis í Vestursal og Kjarvalssal. Verkin á sýningunni koma víða að, frá listasöfnum, stofn- unum og einkasöfnum. Mörg verk- anna á sýningunni eru mikilvæg í íslenskri listasögu og hafa ekki verið sýnd um langt árabil. Mark- mið sýningarinnar er að rannsaka og dýpka þekkingu okkar á menn- ingararfinum. Sýningunni er skipt í fjórar frá- sagnir og fjögur tímabil: Rómantík og róttækni 1900-1930, Landslag 1930-1950, Maðurinn og umhverfi hans 1930-1950, Ný-róttækni og upphaf abstraktlistar 1940-1950. Sýningarstjóri er Ólafur Kvaran. Listasafn Reykjavíkur býður alla velkomna á opnun sýningarinnar Árni Bjarnason er formaður félags skipstjórnarmanna „Íslenskir sjómenn eru þeir einu á Norðurlöndunum sem ekki eru taldir verðskulda skattaívilnanir vegna sérstöðu sjómannsstarfsins“ YFIRHEYRSL A

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.