Reykjavík - 10.08.2013, Side 8
8 10. ágúst 2013
Varðskipið Þór III var eina varðskipið sem tók þátt í öllum þorskastríðum Íslendinga:
Söguleg verðmæti fóru
forgörðum við eyðingu skipsins
Það hlýtur ávallt að vera mats-atriði hvaða hluti ber að varð-veita og hverja ekki. Sumir hlutir
segja sögu sem ekki má gleymast og
varðveita ber. Stundum liggja aðrar
ástæður að baki þess að hlutir séu
varðveittir.
Þannig má eflaust halda því fram
að það sé synd að varðskipið Þór
sem var í þjónustu Landhelgisgæsl-
unnar frá 1951 til 1985 og tók þátt í
öllum þorskastríðum Íslendinga og
Breta skuli ekki hafa verið varðveitt.
Skip sem átti ákaflega sérstaka sögu
í baráttu Íslendinga við stækkun og
vörn fiskveiðilögsögunnar sem Bretar
börðust svo mjög á móti. Reynt var að
sekkja skipinu, sigla á það af stórum
breskum herskipum. En alltaf var hægt
að koma skipinu aftur á sjó að loknum
viðgerðum. Skipið hlaut verðskuldaða
athygli. Því miður auðnaðist okkur
ekki að varðveita þetta skip, enda þótt
það væri innlegg í sögu baráttu lítillar
þjóðar norður í ballarhafi sem hafði
sigur og það í öll skiptin.
Nokkuð er síðan varðskipinu Þór
III var fargað. Fyrirtækið Hringrás
keypti skipið og tók að sér að rífa það
í brotajárn. Einhverjir hlutir úr skipinu
hafa þó varðveist en eru þó ekki í eigu
landhelgisgæslunnar né sögusafna svo
kunnugt sé. En sagan lifir og kennir
okkur hve merkilegt þetta skip var.
Þór þriðji
Fjögur varðskip hafa borið nafnið Þór
og og það varðskip sem hér um ræðir
var það þriðja í röðinni. Það var smíðað
í Danmörku fyrir ríkissjóð 1951. Það
varð síðan flaggskip Landhelgisgæsl-
unar um árabil eftir að Landhelgis-
gæslan var stofnuð 1957 en áður hafði
hún verið sérstök eining innan Skipa-
útgerðar ríkisins.
Þann 11. desember 1975 var gerð
alvarleg atlaga af hálfu Breta þegar ætla
má að reynt hafi verið að sökkva skip-
inu rétt utan við mynni Seyðisfjarðar.
Samstillt og kjarkmikil áhöfn undir
forystu skipherrans Helga Hallvarðs-
sonar varð til þess að það tókst ekki.
Nánar má lesa um þann atburð annars
staðar á síðunni.
Varðskipið Þór sem hér um ræðir
var 920 tonna stálbátur. Lengd þess
var tæplega 56 metrar og tæplega 10
metrar á breidd. Það náði mest um 16
mílna hraða búið tveimur vélum. Á
skipinu var 57 mm fallbyssa sem var
notið þegar atlagan að skipinu var gerð
fyrir utan Seyðisfjörð 1975.
Árið 1972 var skipið endurbætt, en
þær endurbætur fólust meðal annars
í nýrri yfirbyggingu og endurnýjun á
vélabúnaði skipsins.
Þór verður að Sæbjörgu
Þetta sögufræga skip var selt
Slysavarnafélagi Íslands árið 1985
eftir að skipið hafði legið ónotað um
nokkurn tíma þar sem önnur aðalvél
þess var ónýt. Slysavarnafélagið nefndi
skipið Sæbjörgu og gegndi það hlut-
verki sem Slysavarnaskóli sjómanna
þar til nýtt skip leysti það af hólmi árið
1998.
Í framhaldi af því var skipið selt
og hugðust nýir eigendur nýta það
sem gistiaðstöðu fyrir ferðamenn í
tengslum við hvalaskoðun. Þau áform
gengu ekki fyllilega upp og leigði því
eigandi þess skipið aðilum sem reyndu
fyrir sér með veitingarekstur um borð.
Það reyndist skammvinnur rekstur og
að lokum var honum hætt og eigenda-
skipti urðu á skipinu. Nýir eigendur
hugðust sigla skipinu til útlanda og
hafa veitingarekstur um borð. Skipið
fór hinsvegar aldrei erlendis og varð
hluti af svokölluðum óreiðuskipum í
Reykjavíkurhöfn. Það var síðan notað í
kvikmyndagerð og rak m.a. upp í fjöru
í Hvalfirði á meðan á tökum stóð.
Dapurleg örlög
Seinustu árin lá skipið bundið við
bryggju í Gufunesi og hélt áfram að
grotna niður. Það slitnaði nokkrum
Varðskipið Þór 1952 þá nýlega kominn til landsins. Hann var lengdur 1972. Landhelgisgæslan seldi slysavarnafélaginu skipið 1985 til að nota sem skólaskip
og hlut það þá nafnið sæbjörg.
svona leit þetta sögufræga skip út í restina, áður en það var klippt niður í brotajárn.