Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2006, Qupperneq 1

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2006, Qupperneq 1
33. árg. / 39. tbl. / Vestmannaeyjum 28. september 2006 / Verð kr. 200 / Sími 481-1300 / Fax 481-1293 / www.eyjafrettir.is Guðjón Hjörleifsson um flugið: Fá aðila sem vill koma að markaðs- málum ÞEIR voru á öllum aldri sem tóku þátt í afmælismóti TV og íslandsmótinu í atskák sem fram fór um helgina. Hér er einn þeirra yngstu, Kristófer Gautason. Sjá bls. 14. Elliði Vignisson bæjarstjóri um útboð á flugi til Reykjavíkur: Ríkisstjórnin viðurkennir vandann -Vestmannaeyjabær fái að vera þátttakandi í þarfagreiningu Guðjón Hjörleifsson alþingis- maður sagði það stóra frétt að búið væri að taka ákvörðun um að fara í útboð á flugleiðinni Vest- mannaeyjar Reykjavík. „Ferlið tekur á milli sex og sjö mánuði og það er alveg Ijóst að við verðum að berjast fyrir því að í útboðs- gögnum verði alvöru forsendur, þ.e. stærri vélar, og ferðafjöldi verði með þeim hætti að hann anni eftirspum. Það þarf og að fá aðila í þennan rekstur sem er tilbúinn að vinna að markaðs- málum, bæði innanlands og utan. Ég tel að ferðaþjónustan og fleiri aðilar eigi nú þegar að fara að vinna út frá þeirri breytingu sem vonandi kemur í kjölfarið af þessu útboði." Sagði hann að ef Eyjamenn komi sínum kröfum að varðandi útboðsskilmála, séu ekki mörg flugfélög á Islandi sem komi til greina. „Ég tel að í flug- leiðinni felist gríðarleg sóknar- færi fyrir sterkan aðila. Eins er ljóst að kröfur til flugrekstrar- aðilans verða mjög strangar, bæði hvað varðar áætlun og ferða- tíðni.“ Guðjón sagði verð á flugi almennt innanlands vera næsta mál á dagskrá. „Það er of hátt og það er mál sem þarf að skoða í heild sinni.“ Flugfélag Vm: Stefna ekki á Reykjavík Valgeir Amórsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags Vestmannaeyja, sagði það ekki inn í myndinni hað hefja áætlunarflug til Reykja- víkur. „Við sinnum leiguflugi eins og við höfum gert en ætlum okkur ekki að fljúga þangað í áætlun- arflugi og skemma þannig möguleikann á því að þetta fari í útboð.“ Hann sagði félagið þó muni skoða sína stöðu þegar og ef flug- leiðin verður boðin út. „Þetta er spennandi flugleið og býður upp á mikla möguleika. Fyrir nokkrum ámm voru farþegar 89 þúsund og þar af 17 þúsund frá Bakka. Nú em farþegar í heildina 52 þúsund og þar af 31 þúsund frá Bakka,“ sagði Valgeir sem er að skoða áætlunarflug á Selfoss. Um leið og ljóst var að ríkisstjórn Islands hafði samþykkt að fara í útboð á flugleiðinni Reykjavík Vestmannaeyjar sendi Elliði Vignis- son, bæjarstjóri, samgönguráðherra og vegamálastjóra bréf. Þar fagnar hann skjótum við- brögðum samgönguráðuneytisins vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem upp er komin í flugmálum í Eyjum. Sagði hann það auðvitað aldrei ákjósanlega stöðu þegar grípa þurfi til niðurgreiðslu ríkisins á sam- göngum. Það breyti þó ekki þeirri staðreynd að almenningssamgöngur eru ein af grundvallarforsendum blómlegrar byggðar og þær nánast í öllum tilvikum kostaðar að hluta af ríkisfé. Sagði hann Vestmannaeyjar hafa allar forsendur til vaxtar svo fremi sem samgöngur séu öflugar og áreiðanlegar. Leit hann á skjót viðbrögð ráðuneytisins og ríkisstjómar sem viðurkenningu á þeim vanda og sýni vilja þeirra til þess að takast á við hann og það beri að þakka. Elliði segir það mat Vestmanna- eyjabæjar að flugleiðin Vestmanna- eyjar Reykjavík verði ekki þjónust- uð með þeim flugvélakosti og því þjónustustigi sem verið hefur frá árinu 2001 þegar Flugfélag Islands hætti að sinna flugleiðinni. „Ekki þarf annað en að líta til þess að flugfarþegum á þessari leið hefur fækkað úr tæplega 40 þúsund og niður í 20 þúsund á þessu tímabili. Við það ástand verður ekki búið lengur og Vestmannaeyjabær væntir þess að eiga áframhaldandi upp- byggilega samvinnu við Sam- gönguráðuneytið og Vegagerðina vegna þessara mála.“ Elliði óskar eftir því að Vest- mannaeyjabær fái að vera þátt- takandi í þarfagreiningu vegna útboðs og að ekki verði samið við flugrekstraraðila um tímabundna þjónustu, meðan á útboðsferli stendur, án samráðs við bæjaryfir- völd hér. Bleikjan dafnaði vel Ytarleg úttekt á bleikjueldinu í Klettsvík. Ýmislegt fór úrskeiðis en halda á áfram næsta ár. | BLS. 6 Lítur heim til Eyja Sighvatur Arnarsson, fyrrum bæjartæknifræðingur rifjar upp æskuárin og skoðar stöðuna hér | BLS.8&9 BÍLAVERKSTÆÐIÐ Bragginn s.f. Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð Sími 481 3235 Réttingar og sprautun Sími 481 1535 Þetta þarf ekki að vera flókið Þú getur sparað bæði peninga og pláss mlðja.is aicon KERFISLEIGA - VISTUN - ÞJÓNUSTA

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.