Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2006, Page 7

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2006, Page 7
Frcttir / Fimmtudagur 28. september 2006 7 Prófkjör Samfylkingarinnar: Bergvin yngri í slaginn Ég, Bergvin Oddsson, fæddur 16. apríl 1986, hef ákveðið að bjóða mig fram í prófkjöri Samfylk- ingarinnar í Suðurkjördæmi þann 4. nóvember 2006. Ég ætla að leggja áherslu á m.a. að bryggja við Bakkafjöru verði sett á laggimar. Herða þarf öll umferðar- lagabrot, samræma þarf 18 ára aldurinn til kosninga, bílprófs- aldurinn og áfengiskaup á bjór og léttvíni verði 18 ár. Setja þarf upp þekkingarmiðstöð fyrir blinda og sjónskerta og að lokum þarf að fella niður vörugjöld og virðis- aukaskatt af öllum hjálpartækjum fyrir fatlaða og getnaðarvömum ásamt niðurfellingu á stimpilgjald- inu sem þarf að taka í tveimur skrefum, 1% haustið 2007, síðasta áfangann haustið 2009. Ef þið óskið eftir nánari upp- lýsingum, getið þið hringt í mig. Bergvin Oddsson sími 8958582. Bæjarstjóm: Skipað í almanna- varnanefnd Bæjarstjórn samþykkti að skipa sex menn í almannavarnanefnd auk lögreglustjóra. Skipaðir em Karl Gauti Hjaltason lögreglustjóri, Ragnar Þór Bald- vinsson slökkviliðsstjóri, Elliði Vignisson bæjarstjóri, Frosti Gísla- son framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, Karl Bjöms- son yfirlæknir heilsugæslustöðvar HV, Adolf Þórsson og Sigurður Þórir Jónsson, báðir fyrir hönd Björgunarfélagsins. Fjármálaráðherra: Enginn hélt að Landsflug hætti svona snöggt Farþegum hefur fækkað mikið Allt áætlunarflug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja liggur nú niðri, eftir að Landsflug tilkynnti í síðustu viku að félagið myndi hætta því síðasta sunnudag. Astæðuna sögðu forsvarsmenn Landsflugs vera að flugleiðin hafi ekki staðist arð- semiskröfur. Ef litið er yfir tímabilið frá gosi og fram til dagsins í dag hjá Flugfélagi íslands, Islandsflugi og síðast Landsflugi sést að farþegafjöldi á þessari flugleið er aðeins rétt rúm- lega þriðjungur þess farþegafjölda sem flaug þessa flugleið árið 1974. Margt kemur þar til, aukning hefur orðið á farþegafjölda Herjólfs og einnig hefur farþegum sem fara um Bakkaflugvöll fjölgað gríðarlega mikið - og þá hefur íbúum Eyjanna fækkað um u.þ.b. 700 manns á þessu tímabili, sem hefur líka sitt að segja. A töflunni, sem fylgir hér, sést að allt frá árinu 1985 og allt þar til Flugfélag Islands hætti áætlunar- flugi til Eyja 30. september 2001, voru að fljúga milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja um það bil 40 þús- und farþegar á ári sem gera um 3.300 farþega á mánuði að meðal- tali og um 110 á dag. Eftir að FÍ hætti og íslandsflug tók við og síðan Landsflug, fækkaði farþegum hins vegar um nálægt helming, niður í u.þ.b. 20 þúsund farþega á ári eða kringum 1600 farþega á mánuði sem gerir u.þ.b. 50 farþega að meðaltali á dag. Hverju svo sem um má kenna, þá er það ljóst, samkvæmt meðfylgj- andi yflrliti, að mikil farþega- fækkun varð á flugleiðinni Vestmannaeyjar/Reykjavík, eftir að Flugfélag Islands hætti að fljúga þá leið í áætlunarflugi. Staðreynd er að það félag bauð upp á betri flug- vélakost og sinnti flugleiðinni af mun meiri metnaði heldur en arf- takar þeirra. Eða kannski er réttara að orða það þannig, að hvorki Islandsflug né síðar Landsflug hafi haft fjárhagslega getu til að sinna þessari flugleið. Því til viðbótar var Landsflug að fljúga á ríkisstyrktum flugleiðum til nokkurra áfanga- staða, sem höfðu forgang umfram Vestmannaeyjar. Kom á óvart Ámi Mathiesen, fjármálaráðherra, sagði að nú væri málið komið í ákveðið ferli. „Þetta eru hlutir sem gerst hafa áður. Bæði hvað varðar tíma- bundna lausn og útboðið. Svo kemur út úr því hvað þetta mun kosta.“ Árni sagði óvíst hver viðbrögð þeirra sem starfa á markaðnum eru. Aðspurður um skilyrði sem menn hafa talað um, varðandi sætafram- boð eða ferðir, segir Ámi að slikt sé alla jafna í útboðsgögnum. „Það eru áreiðanlega svoleiðis skilyrði sett. Hver þau eru er inni í aðferðafræði ráðuneytisins varðandi slík mál. Þau verða að taka mið af aðstæðum á hverjum stað og hafa samráð við bæjaryfirvöld. „Svona útboð eru í grunninn ætluð til þess að standa að grunnþörfum í þessu sem aðilar geta byggt ofan á. Eins skiptir máli að það sé hægt að taka að einhverju leyti tillit til staðbund- inna aðstæðna." Hann sagði jafnframt mjög brýnt að leysa núverandi ástand skjótt. „Það er brýnt og það er verið að vinna í því. Þó það hafi verið í umræðunni að Landsflug myndi Farþegatölur FÍ frá 1974 AR HEILD 1998 33.891 1974 56.197 1999 39.523 1975 51.126 2000 39.523 1976 36.016 2001 32.078 * 1977 40.748 2001 4.015 ** 1978 36.694 2002 21.820 1979 33.958 2003 17.995 1980 27.391 2004 17.415 1981 26.133 2005 19.759 1982 24.260 2006 14.385 *** 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 21.779 27.466 40.350 43.655 47.313 46.216 44.916 44.475 42.682 42.307 40.532 42.532 38.107 38.674 34.861 * Flugfélag Islands hættir flugi til Vestmannaeyja 30. september 2001 (fyrstu níu mánuðir ársins). ** íslandsflug byrjar flug til Vestmannaeyja 1. október 2001 (síðustu þrír mánuðir ársins). *** Þegar Landsflug hættir, 24. september 2006 FIUGFÉLAG ÍSLANDS J Air Iceland ^ hætta, datt engum í hug að þetta gerðist svona snöggt. Þetta hafði komið til tals áður og þess vegna voru menn kannski tilbúnir að taka ákvörðun svona snöggt. Það hefði verið betra að hafa lengri aðdrag- anda, sérstaklega hvað varðar bráðabirgðastuðning Flug og flutningar tii og frá Eyum frá 1981-2001 Áætlunarflug Leiguflug Samtals lendingar ófært 1981 26104 7444 33548 1833 48 1982 24247 6391 30638 2604 72 1983 21859 7298 29157 2225 74 1984 27474 7866 35340 1994 54 1985 40283 9781 50064 3525 36 1986 43782 11025 54807 4312 30 1987 47048 11957 59005 4280 35 1988 46284 14799 61083 5016 36 1989 45127 15956 61083 4487 49 1990 44549 15162 59711 4513 37 1991 43664 14773 58437 4498 56 1992 41695 16183 57878 5169 38 1993 40588 17930 58518 6349 48 1994 61910 24022 85932 7062 21 1995 54206 21630 75836 6749 25 1996 53418 25941 79359 7419 28 1997 47195 20919 68114 6418 31 1998 62744 20916 83660 7722 25 1999 68031 20982 89013 5451 29 2000 55516 28561 84077 6398 30 2001 37431 19682 57113 6103 30 Samt. 933155 339218 1272373 104127 1132 Bæjarstjórn: Fundur um ástand lundans í bæjarstjórn á fimmtudaginn lagði minnihlutinn fram tillögu um að boða til fundar sem fyrst um ástand lundastofnsins í Vestmannaeyjum. Á fundinn skal boða veiðimenn, aðila í ferðaþjónustu og þá Eyjamenn sem stundað hafa merkingar, fylgst með varpi og unga eða rannsakað hafa hegðan lundans á annan hátt í Vestmanna- eyjum. Markmið fundarins verði greina hvort aðgerða sé þörf í Ijósi þess að varp virðist hafa brugðist undanfarin tvö ár og veiði verið lakari. Bæjarstjóm samþykkir að fela bæjarstjóra að boða til fund- arins. I greinargerð segir að lundinn sé Vestmannaeyingum mikilvægur. „Lundaveiðar eru af fjölmörgum stundaðar sem sport og eru einnig tímabundin atvinna annarra. Ferðamenn koma hingað til að fylgjast með fuglinum í einstakri náttúru. Flug pysjunnar á ljósin í bænum og framganga yngri kynslóðar- innar við björgun ungans er sérstakt fyrirbæri sem vakið hefur athygli víða um heim. Það er því áhyggjuefni þegar stofninn gefur eftir og rétt að kanna hvort ein- hverjar aðgerðir geti stutt hann. Sem er reyndar alls ekki víst.“ Svohljóðandi afgreiðslutillaga barst frá fulltrúum Sjálfstæðis- flokksins: Bæjarstjórn samþykkir að vfsa tillögunni til sljómar Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum og fela henni framgang málsins sem fyrst. Ennfremur samþykkir bæjarstjórn að beina því til stjórnar Rannsókna- og fræða- seturs Vestmannaeyja og stjómar Náttúrustofu Suðurlands að kanna forsendur fyrir stofnun vísinda- ráðs til ráðleggingar og eftirlits með lundastofninum og öðrum bjargfuglum. Tillagan var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum. Ástand vatnsleiðslu og sæstrengs í bæjarstjórn: Vilja upp- lýsingar um ástandið -Spurt um viðbragðs- áætlanir Minnihluti bæjarstjómar lagði fram tillögu á síðasta fundi um að óskað verði eftir upplýsingum hjá Hitaveitu Suðurnesja og Landsneti um ástand vatns- og rafmagns- leiðslna milli lands og Eyja og skili bæjarstjóm skýrslu um hvort og hvaða viðbragðsáætlanir liggja fyrir komi til þess að tjón verði á leiðslunum. Leiðslurnar séu lífæðar Eyjanna en séu komnar til ára sinna, og því mikilvægt að fyrir liggi áætlanir um hvemig verði bmgðist við, verði tjón. Fram kom hjá meirihlutanum að umbeðnar upplýsingar liggi nú þegar fyrir hjá Vestmannaeyjabæ. Var lagt til að bæjarstjórn feli bæjarstjóra að eiga sem allra fyrst viðræður við fulltrúa Hitaveitu Suðurnesja og Landsnet um endurnýjun vatnsleiðslna þeirra sem lagðar vom 1968 og 1971. Líka að óskað verði eftir því við Hitaveitu Suðumesja og Landsnet að bæjarstjóri verði á öllum tímum upplýstur um ástand lagna milli lands og Eyja. Unnið við viðgerð á vatnsleiðs- lunni í hafnarminninu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.