Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2006, Qupperneq 9

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2006, Qupperneq 9
Frcttir / Fimmtudaour 28. september 2006 9 amanburði við Eyjar eignaumsýslu Reykjavíkur sem í viðtali við Guðbjörgu sitt hjá Vestmannaeyjabæ, samgöngumál og fleira Id þeim sem eru ekki sjóhraustir, þannig að maður vill helst losna við svona i‘inn og hálfan tíma, ég ek daglega í hálftíma á dag í og úr vinnu. skólann þar sem hann lærði bygg- ingatæknifærði. „Mér hugnaðist ekki alveg að fara í verkfræði því mér fannst fullmikið lagt upp úr bókviti þar og valdi því frekar byggingatæknifræði. Ég útskrif- aðist um jólin 1979, þá réð Páll Zóphóníasson bæjarstjóri mig hingað í vinnu við hitaveituna 1980. Hitaveitan var þá komin vel af stað og ég sá um eftirlit með dreifikerfmu. Síðan fór ég yfir í gatnagerðina til Viðars Más Aðalsteinssonar og þegar hann hætti þá varð ég bæjartæknifræð- ingur og gegndi þeirri stöðu til 1988 eða þar til ég flutti héðan. Ég vann mikið við gatnafram- kvæmdir m.a. með því að ná utan um kostnað, ég man að við lækk- uðum framleiðslukostnað malbiks um helming. Við settum premíu á mannskapinn við jarðvegsskiptingu gatna og náðum að lækka verulega kostnaðinn, en þetta fyrirkomulag hækkaði launin hjá mannskapnum sem vann við þetta. Hins vegar lækkuðu útleigutekjur hjá Áhalda- húsinu þannig að það var ekki lengur rekið með hagnaði. Það þótti ýmsum slæmt, enda var þetta kerfi tekið af þegar ég hætti Mér fannst skipta miklu að launin hjá mannskapnum fóru upp og tilkostnaður við verk minnkaði sem varð til þess að við gátum fram- kvæmt meira. Bæjarsjóður hefði sparað mikið ef verklegar fram- kvæmdir hefðu verið boðnar út á þessum árum, í stað þess að láta áhaldahús bæjarins sjá um þær. Þetta rekstrarform þekkist ekki í dag. Við náðum að minnka notkun á heitu vatni til upphitunar eigna bæjarins niður um 30 þúsund tonn á ári og lækkuðum verulega raf- magnskostnað hjá hitaveitunni með því að ná niður rafmagnstoppnum." Hvers vegna ákvaðst þú að flytja frá Eyjum? „Ástæðan var sú að mér fannst ég vera einangraður. Samgöngur voru ekki góðar og mér fannst ég ein- angrast faglega. Ég vildi þroskast og læra meira í mínu starfi. Þetta var orðið svo einhæft héma og fáir vinnuveitendur. Allt orðið svo við- kvæmt og ég sá að þessi þróun héldi áfram. Allt að færast á fáar hendur og það ýtti undir einangr- unartilfinninguna. Ef það hefðu verið göng eða sambærilegar samgöngur þá hefði það verið allt annað.“ Kærði sig ekki um að strákur úr Reykjavík... Sighvatur fór að vinna hjá Vita- og hafnarmálastofnun eftir að hann flutti til Reykjavíkur. „Ég hannaði m.a. bryggjuna í Friðarhöfn sem er milli Binnabryggju og Skipalyftu- kantsins. Einnig vann ég við bryggjumannvirki í Stykkishólmi vegna Breiðafjarðarferjunnar. Ég vann líka ásamt fleirum við frægan þyrlupall á Kolbeinsey er þá þótti mjög mikilvægt að halda sem grunnlínupunkti. Mér er minnisstætt að ég fór eitt sinn að vinna á Skagaströnd. Þar þurfti að færa innsiglingarmerki yfir á kirkjutuminn, en þá hagaði svo illa til að skorsteinninn á saltverkunarhúsinu skyggði á innsiglingarmerkið. Ég ræddi við eiganda hússins og fór varlega að honum og bar upp við hann hvort ekki mætti lækka skorsteininn. Þá varð hann heldur óhress og sagðist ekkert kæra sig um að strákur úr Reykjavík væri að segja sér fyrir verkum. Þá sagðist ég vera mjög móðgaður því ég væri alls ekki Reykvíkingur heldur frá Vest- mannaeyjum. Þá fór hann að spyrja mig út í Eyjamar og þegar hann vissi að ég væri bamabam Sighvats í Ási þá var sjálfsagt mál að stytta skorsteininn. Þessi maður mundi eftir afa sem síldarskipstjóra fyrir norðan. Ég heiti í höfuðið á honum og hef alltaf verið hreykinn af því að bera nafn hans. Það hefur komið mér á óvart hvað margir þekkja hann og tala vel um hann. Einnig fólk sem var öndvert við hann í pólitík og kom að viðkvæmum samningum um kaup og kjör fyrir hönd verkafólks. I framhaldi af þessu dettur mér í hug þegar ég var í menntaskóla og ætlaði að opna ávísanareikning í Sparisjóðnum. Ég bar upp erindið í afgreiðslunni en fékk þau svör að ég væri of ungur til að fá reikning. Hins vegar var mér bent á að ræða við Þorstein Víglundsson spari- sjóðsstjóra. Ég fór inn til hans og settist og fannst ég vera lítið peð fyrir framan þann mæta mann. Ég sagði honum erindið, en hann spurði hverra manna ég væri. Þar sem ég vissi að hann þekkti ömmu í Bólstaðarhlíð þá nefndi ég hana, þá sagði hann. „Hún er afskaplega góð kona, þú færð heftið, það má treysta þér.“ Svona aðkoma að málum finnst mér svo skemmtileg." Með fleiri tún 1 slætti en Bjarni frændi „Mér þótti lítið fútt hjá Vita- og hafnarmálum, allt of rólegt. Þar var ekki allt í botni eins og úti í Eyj- um. Mér bauðst staða hjá borgar- verkfræðingi og byrjaði að vinna þar árið 1990 og var í því starfi þar til í fyrra þegar ég tók að mér að veita gatna- og eignaumsýslu Reykjavíkur forstöðu. Ég vann í 15 ár við hönnunarstjómun og hafði umsjón með byggingu og viðhaldi húsa, mest skólamannvirkjum. Mannvirki sem ég hef komið að eru m.a skautamannvirkin í Laugardal, fþróttamiðstöðin í Grafarvogi og fjöldi skóla. Þetta var mjög skemmtilegt og ég kynnt- ist fjölda af fólki og verkin gengu mjög vel. Ég leitaði uppi Vest- mannaeyinga hvert sem ég kom því það er alltaf gaman að spjalla við þá. Síðan komu skipulagsbreyt- ingar og þetta starf sem ég gegni núna er gríðarlega áhugavert. Vinnan í Eyjum var mjög góður undirbúningur fyrir þetta starf. Ég get sagt núna, að ég sé með fleiri tún í slætti en Bjami frændi minn í Ási, enda eru þau um 600 hektarar. Venjulega vinna 150 manns undir minni stjóm en það eru um 450 sem vinna hjá okkur yfir sumar- tímann. Auk þess er fullt af verk- tökum sem þjónusta okkur líka. Við sjáum um rekstur og viðhald gatna, gönguleiða, opinna svæða, snjómokstur, umferðarljós og gatnahreinsun svo eitthvað sé nefnt og einnig viðhald allra fasteigna Reykjavíkurborgar. I allan þennan rekstur fara um 4 milljarðar króna á ári. Einnig sjáum við um kaup og sölu eigna Borgarsjóðs. Ég hef reynt að stjóma á þann hátt að létt- ur „Eyja andi“ svífi yfir vötnum. Það bar þann ávöxt að nú í vor fengum við starfsviðurkenningu borgarstjóra árið 2006, fyrir að - stuðla að hvetjandi og jákvæðu starfsumhverfi starfsmanna." Skrifaði um golf í Fréttir Þegar Sighvatur er spurður hvort hann eigi sér ekki áhugamál fyrir utan vinnuna segist hann hafa iðkað golf frá unglingsáram. „Ég skrifaði meira að segja vikulega pistla um golf í Fréttir þegar ég bjó í Eyjum. Þeir vom reyndar stund- um kryddaðir. Ég hef verið töluvert í ættfræði og einbeitti mér að Eyfellingum en þetta áhugamál hefur legið niðri síðustu sex árin. Ég hef líka starfað töluvert með Lionshreyfingunni og svo er ég píndur í danstíma einu sinni í viku,“ segir Sighvatur og vill ekki gera mikið úr dansfimi sinni. Mætti merkja í malbikið Sighvatur vann mikið með Gísla Viggóssyni, verkfræðingi þegar hann starfaði hjá Vita og hafnar- málum og segir hann mjög hæfan vísindamann. „Gísli er þekktur á heimsvfsu í sínum fræðum og hefur frá blautu bamsbeini haft áhuga á öldum sjávar. Þegar hann var á togara við Grænland sat hann dögum saman frammi á stefni og horfði í öldumar. Hann var heill- aður. Ef Gísli telur mögulegt að setja upp ferjulægi við Bakkafjöm þá held ég að menn þurfi ekki að hafa áhyggjur. Ég veit að hann er í samstarfi við fæmstu sérfræðinga á þessu sviði í Holllandi og Dan- mörku þ.e. fólk sem er vant að kljást við sandburð. Mfn skoðun er að göngin séu nú óraunhæf með tilliti til þess að kostnaður við annan valkost, Bakkafjöm er mun minni. Það er ekki gott að þó einhverjum manni finnist hann eiga hugmyndina að jarðgöngum, þá komist enginn annar valkostur að. Eyjamenn eiga að fylkja sér allir sem einn um framkvæmdir við Bakkafjöm. Um leið og grænt ljós kemur á þessa framkvæmd finnst mér að bæjar- yfirvöld ættu að hafa forgöngu um að hefja undirbúning á að taka á móti gríðarlega mikilli aukningu ferðamanna til Eyja. Þetta þarf að vanda vel og gera í samstarfi við ferðaþjónustuaðila í Eyjum og uppi á landi. Það er svo ótalmargt sem hægt að gera til að laða ferðamenn að. Marinó frændi nefndi við mig um daginn að það mætti t.d. koma upp merkjum um hæð á vikrinum í bænum. Einnig mætti merkja í malbikið hvert hraunið náði og búa til gönguleiðir sem sýna með myndum hús sem eyðilögðust. Það mætti skipuleggja gönguferðir þar sem leiðsögu- maður færi yfir innviði samfélagsin þ.e. hvemig það var og hvemig það er nú. Hér er svo margt sem fólk í útlöndum sér ekki í sínu daglega lífi. Margir hafa ekki séð hafið, sjávarhamra, fuglabjörg og alla þessi fuglamergð, það bliknar flest í samanburði við Eyjar.“ Samgöngur eru lykilatriði „Ég held að Bakkafjara gæti rofið einangmnina, Herjólfsferð tekur allt of langan tíma, hentar illa hópferðamönnum og sjóleiðin oft erfið þeim sem em ekki sjóhraustir, þannig að maður vill helst losna við svona ferðalag. Ef Bakkafjara verður að veruleika þá sé ég fyrir mér að ég skreppi oft til Eyja í kaffi til mömmu. Það er ekkert mál að keyra í einn og hálfan tíma, ég ek daglega í hálftíma á dag í og úr vinnu. I dag tekur sambæri- legan tíma að ferðast frá Reykjavfk til Eyja með Herjólfi og það tekur að keyra frá Reykjavík til Akureyrar. Það vantar að menn séu samstíga og það hefur komið berlega í ljós í bæjarpólitíkinni á síðustu árum, og það blasir við fólki uppi á landi. Mér verður hugsað til ísafjarðar, þar er búið að setja gríðarlega peninga í uppbyggingu og þar fer ríkisvaldið framarlega. Þingmenn Vestfjarða snúa saman bökum allir sem einn, en mér finnst ég ekki upplifa sambærilega samstöðu þingmanna á Suðurlandi fyrir hönd Eyjanna. Þar hafa sumir leikið ein- leik í stað þess að fylkja liði, og enn aðrir verið með litlu lífsmarki. í Eyjum ríkir stöðnun en það þýðir ekkert að koma með einhver úrræði utan frá heldur verður lausnin að koma frá Eyjasam- félaginu. Fólki er að fækka þrátt fyrir að í Eyjum séu hæstu meðal- tekjur á landinu, en það fjölgar á Selfossi þó svo að þar séu meðal- tekjur lágar. f fyrirtækjum skiptir mestu að starfsfólki líði vel og í fræðunum kemur fram að starfs- menn setja launin ekki í for- gangssæti. Það er lykilatriði að samgöngur séu í háum gæðaflokki og ef tekst að byggja upp öflugri ferðamannaiðnað þá verður hann stór þáttur í efnahag Eyjamanna og gerbreytir öllu samfélaginu með nýjum tækifærum." gudbjorg @ eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.