Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2006, Síða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2006, Síða 13
Fréttir / Fimmtudagur 28. september 2006 13 Kvennalið ÍBV í handbolta 2006-2007 Heiða Ingólfsdóttir 15 ára markvörður Andrea Löw 26 ára hom Elísa Viðarsdóttir 15 ára miðja Hekla Hannesdóttir 18 ára horn/miðja Pavla Nevarilova 26 ára lína Valentina Radu 25 ára skytta Renata Kári Horvath 23 ára horn Pavla Plaminkova 28 ára skytta Sara Sigurðardóttir 18 ára hom Sædís Magnúsdóttir 22 ára skytta Sæunn Magnúsdóttir 19 ára skytta/lína Verður jafnt og spennandi í vetur - segir Einar Jónsson, þjálfari Einar Jónsson stýrir meistaraflokki nú í fyrsta sinn en hann tók að sér kvennalið ÍBV og ræðst þar með ekki á garðinn þar sem hann er lægstur enda eru Eyjastúlkur ríkjandi Islandsmeistarar. Aður hafði Einar þjálfað í yngri flokkunum en hann hefur verið alla sína tíð hjá Fram, bæði sem leikmaður og þjálfari. Siðasta vetur var hann að- stoðarþjálfari hjá meistaraflokki kvenna hjá félaginu auk þess að þjálfa unglingaflokk og 4. flokk hjá Fram. Einar var tekinn tali fyrir fyrsta leik liðsins gegn HK en sagt er frá úrslitum leiksins á íþróttasíðunni. Eins og svo oft áður hefur undirbúningstímabilið hjá kvennaliði ÍBV verið frekar stutt en Einar segir að engu að sfður sé líkamlegt ástand leikmanna gott. „Það má eigin- lega segja að undirbúningstímabilið hjá okkur hafi byrjað í Reykjavíkurmótinu þegar síðustu leikmennirnir komu til liðs við okkur. Fyrir vikið nýttist Reykjavíkurmótið ekki sem skyldi, ég sá hvemig leikmenn ég var með en við vomm talsvert á eftir öðmm liðum sem voru jafnvel að fín- pússa sinn leik í Reykjavíkurmótinu. En við höfum æft vel síðan þá og svo fengum við Gróttu í heimsókn en það em í raun einu leikirnir sem við höfum verið að spila eftir Reykjavíkurmótið. Líkamlegt ástand leikmanna er gott en hins vegar vantaði nokkuð upp á leikæfmguna eins og sást í leiknum gegn Haukum í síðustu viku.“ Eins og Einar kemur inn á byrjaði ÍBV tímabilið í síðustu viku með því að leika gegn Haukum en Einar var ekki nógu sáttur við spilamennsku liðsins enda töpuðu Eyjastúlkur með níu mörkum á heimavelli. „Við gerðum miklu fleiri mistök en Haukar í leiknum, fengum dæmd á okkur skref, tvígrip, misstum boltann í hendumar á þeim og um tíma var þetta eins og að horfa á yngri flokk vera að spila. Kannski er ég dálítið neikvæður en svona var þetta bara.“ Má búast við því aó ÍBV liðið verði lensi í gang í Islandsmótinu eða munum við koma á ovart í fyrstu leikjunum? „Nei, ég vona að við verðum ekki lengi í gang. Við höfum núna haft viku frá því við spiluðum við Hauka og nýttum þann tíma vonandi rétt og vel. Sérstaklega fannst mér sóknarleikurinn slakur í leiknum gegn Haukum, við verðum að laga hann en mér fannst sumt gott í vamarleiknum. Reyndar var vamarleikurinn þess á milli arfaslakur en þó fannst mér við þurfa að laga minna þar en í sóknarleiknum. En ástæða þess að við fengum 33 mörk á okkur í þessum leik var að leikmenn hreinlega hættu í seinni hálfleik. Ef það hefði ekki gerst hefði þetta ekki endað með níu marka sigri Hauka. Við læmm bara af þess- um leik og verðum að gera það því það er gríðarlega erfitt prógram framundan. Bara fyrstu fjórir leikimir eru gegn HK og Gróttu úti og heima gegn Val og Haukum. Eg held að það sé ofboðslega erfitt að koma þessum liðum mikið á óvart en þessir fyrstu leikir eru afar mikilvægir fyrir okkur. Við fáum auka heimaleik gegn sterkustu liðunum en til þess að geta nýtt okkur þá leiki í þriðju umferðinni þá verðum við að ná góðum úrslitum í upphafi tímabilsins." Varðandi hinn þunnskipaða hóp ÍBV segist Einar vera meðvitaður um það hversu fámennur hann er. „Við auð- vitað verðum bara að gera okkar besta. Við megum ekki við miklum meiðslum því hópurinn er ekki breiður en við verðum bara að nýta það sem við höfum og spila úr því sem við höfum hverju sinni.“ En hver eru markmiðin fyrir veturinn? „Markmiðið er auðvitað toppbarátta en á maður ekki að segja eitthvað týpískt og segja að við ætlum bara að taka fyrir einn leik í einu. Ég neita því samt ekki að við stefnum á toppbaráttuna enda erum við meistarar og ætlum ekkert að gefa það upp á bátinn að veija titilinn." Einar segir að að Islandsmótið eigi eftir að verða mjög jafnt, líklega aldrei verið jafnara en núna. „Stjaman verður með mjög sterkt lið enda held ég að þær gætu stillt upp tveimur liðum sem samt yrðu meðal þeirra bestu í deild- inni enda eru þær með gríðarlega breiðan og góðan hóp. Mér finnst líklegast að Valur komi til með að veita þeim mestu keppnina og svo komum við, Haukar og Grótta sem er með ágætis lið og frábæran þjálfara," sagði Einar og talar greinilega vel um forvera sinn í starfi en þjálfari Gróttu er fyrrum þjálfari ÍBV, Alfreð Finnsson. „Annars held ég að deildin eigi eftir að vera mjög jöfn og spennandi í vetur. Lélegu liðin eru mun betri núna en þau hafa verið, eins asnalegt og það kanna að hljóma. En það eru að koma upp sterkar stelpur núna, ný kynslóð af hand- boltakonum. Svo eru útlendingamir sem spila héma núna mun sterkari og deildin því jafnari. Að mínu mati er kvennahandboltinn í mikilli sókn í landinu, landsliðið er að verða sterkara þannig að framtíðin er björt í kvennahand- boltanum í landinu." Leikir kvennaliðs ÍBV 2005-06 Heimaleikir 30. sep. 16.00 ÍBV - Valur 6. okt. 19.00 ÍBV - Haukar 17. okt. 19.00 ÍBV - FH 9. nóv. 19.00 ÍBV - Stjaman 12. nóv. 16.00 ÍBV-HK 6. jan. 17.00 ÍB V - Grótta 13. jan. 17.00 ÍBV - Akureyri 10. feb. 17.00 ÍBV - Fram 13. mar. 19.00 ÍBV - Valur 20. mar. 19.00 ÍBV - Haukar 31. mar. 16.00 ÍBV-FH 21. apr. 16.00 ÍBV - Stjaman Útileikir 26. sep. 19.00 HK - ÍBV 3. okt. 19.00 Grótta - ÍB V 14. okt. 16.00 Akureyn - ÍBV 21. okt. 15.00 Fram - ÍBV 19. nóv. 14.00 Valur - ÍBV 10. jan. 19.00 Haukar - ÍBV 6. feb. 19.00 FH - ÍBV 24. feb. 16.00 Stjaman - ÍBV 6. mar. 19.00 HK - ÍBV 17. mar. 17.00 Grótta - ÍBV 24. mar. 16.00 Akureyri - ÍBV 10. apr. 19.00 Fram - ÍBV Leikmenn farnir Bima Þórsdóttir Florentina Grecu Elísa Sigurðardóttir Ragna K. Sigurðardóttir Hanna Carla Jóhannsdóttir Ingibjörg Jónsdóttir Eva B. Hlöðversdóttir Ester Óskarsdóttir Simona Vintila Alfreð Finnsson, þjálfari. Nýir leikmenn: Andrea Löw Pavla Nevarilova Radu Valentina Branca Jovonovic Einar Jónsson, þjálfari. Deildarfyrirkomulag Eins og í fyrra er deildarkeppnin með hefðbundnu sniði en það lið sem fær flest stig í deildarkeppn- inni stendur uppi sem Islands- meistari enda er engin úrslitakeppni í Islandsmótinu. Níu lið eru í deildinni og verður leikin þreföld umferð. IBV fær því tvo heimaleiki gegn Val, FH, Haukum og Stjömunni en leikur tvívegis á útivelli gegn HK, Gróttu, Akureyri og Fram. Deildarbikarkeppnin Eins og í fyrra verður sérstök Deildarbikarkeppni í lok leiktíðar. Þar mætast fjögur efstu lið íslandsmótsins og verður leikið með útsláttarfyrirkomulagi. Efsta liðið mætir liðinu í fjórða sæti og liðin í öðru og þriðja sæti mætast en það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst í úrslit keppninnar. I úrslit- unum þarf sömuleiðis tvo sigra til að vinna keppnina. Spá leikmanna og forráóamanna 1. Stjaman 253 2. Haukar 240 3. Valur 205 4. ÍBV 185 5. Grótta 175 6. FH 139 7. HK 108 8. Fram 93 9. Akureyri 60 Mest var hægt að fá 270 stig. ÍBV var sömuleiðis spáð fjórða sætinu í árlegri spá fyrir síðasta tímabil.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.