Bóndinn - 19.05.1944, Qupperneq 1

Bóndinn - 19.05.1944, Qupperneq 1
Ritstjóri Gunnar Bjarnason Afgreiösla og innheimta: Aðalstrætl ð. Siml 6077. Arg. kostar 20 krónur. 26. tölublað. Traustir skulu horn- steinar hárra sala. 1 kili skal kjörviður. Bóndi er bústólpi, — bú er iandstóipi — því skal hann virður veJL 2. árgangur. Þurfa réttlœtiskröfur bœnda að valda þjódarógœfu? Margir kvarta yfir, að grund- völlur dýrtíðarvísitölunnar hér sé rangur. Fæstar af þessum óánægðu röddum munu þó gera sér grein fyrir, í hverju þetta ranglæti er fólgið og hverjir séu beittir því. Sum blöð neytendanna hafa mjög hamrað á þessu, án þess að benda á nokkurt atriði máh sínu til stuðnings. Og síðan, — samkvæmt venju þegar reynt er að sameina fólkið í óánægju og samúð með s jálfu sér gegn ímynd- uðu ranglæti og kúgun — þá er heimtuð rannsókn. — Þessar rannsókna-kröfur og rannsókna- nefndir eru notaðar á sama hátt og í sama tilgangi, eins og gúm- snuð handa óþægum krökkum. — Ekki mun þekkjast neitt dæmi um það, að málstaður neytendanna hafi fitnað af þess- um „snuðum" frekar en börnin af sínum. Grundvöllur vísitölunnar hef- ur nýlega verið rannsakaður af nefnd, sem varð þó svo fræg af starfsemi, að hún klofnaði um niðurstöðurnar. Ekki er þó vit- að, hvort greiðslur fyrir starf- semi nefndarinnar voru greidd- ar samkvæmt tímakaupi eða eftir árangri. Nú mætti, af leikmanni, — þótt hæpið sé, að það beri nokk- urn árangur, — benda á aug- ljóst atriði í grundvelli vísitöl- unnar, sem eyðileggur alla við- leitni til að hemja dýrtíðina. Grundvöllur þessi er byggður á verðlagi fyrir stríð, en þá hálf- gáfu bændur neytendum afurðir sínar, eins og kunnugt er. Þegar svo fulltrúar bænda í verðlags- nefndum landbúnaðarafurða fengu því framgengt, eftir að stríðið var skollið á og kaup- geta almennings hafði marg- falldast, að bændur yrðu ekki lengur látnir gefa framleiðslu sína, þá rauk vísitalan upp úr öllu valdi, því hún leitast við að skapa sama hlutfall milli af- urðaverðs og kaupgjalds eins og var fyrir stríð, — af því hún byggist á þeim grundvelli, að bændur hálf-gefi framleiðslu sína. Núverandi grundvöllur vísi- tölunnar fyrirbyggir því alveg að hægt sé að tryggja bændum, þó ekki sé nema verkamanna- kaup, við framleiðslustörfin, nema ríkissjóður taki á sig hin- ar eðlilegu hækkanir afurðanna. Að öðrum kosti yrði krónan eyðilögð. Til að koma í veg fyrir þessa hættu, verður að byggja á nýj- um vísitölugrundvelli, þar sem afurðir bænda verða reiknaðar með sannvirði, og mætti fram- kvæma það á þann hátt að gera t. d. verðlagið í október 1942 að 100. Þá mundi framkvæmd á við- urkenndri réttlætiskröfu bænda ekki valda þjóðarógæfu. G. B. Jónas Jpnsson frá Hrifln: Geta blindir fengið sýn? Á öld hinna miklu krafta- verka bar ekki ósjaldan við að blindir fengu sýn. Þó undarlegt sé, virðist þessi þáttur sögunn- ar vera á góðum vegi með að endurtakast, og í þetta sinn er byltingarflokkurinn íslenzki mjög riðinn við kraftaverkið. Síðan ósátt byrjaði milli þeirra fjögurra manna, sem sátu eftir í þjóðstjórninni vorið 1942 hefur verið óskilianlegt kapphlaup milli manna úröllum þremur borgaralegu flokkunum um hylli kommúnista. Oft hafa þessar bónorðsfarir verið leyni- legar, en stundum opinberar og með þeim fjálgleik, sem ein- kennir fyrstu ást í órevndum brjóstum. — Var þá ítrekað, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð, að engin hamingja gæti fall'ð í skaut hinu fátæka föður- landi Islendinga eins og það, ef kommúnistar tækju að sér að stjórna landinu með völdum mönnum úr þeim flokkum, sem kommúnistar nefna afturhalds- flokka. Ásókn hinna æskuprúðu „gistivina" kommúnistanna var stórfelld traustsyfirlýsing til Brynjóifs Bjarnasonar, Einars Oigeirssonar og foringjahðs þeirra. Ef „gistivinirnir“ hefðu haft sömu skoðun á íslenzku kommúnistunum, eins og borg- aralegir stjórnmálamenn á Norðurlöndum, í Hollandi, Sviss, Bandaríkjunum og öllu Bretaveldi hafa á sínu byitinga- liði, þá hefðu þeir ekki virt kommúnistana viðtals um fé- lagsskap til að stjórna Islandi, meðan þar er þingbundin stjóm, persónilfrelsi og heimilisfriður- inn lögverndaður. En hér á ís- landi er eins og ský sé dregið fyrir sálusjónir margra borg- aralegra stjómmálaforkólfa. Þeir sjá ekki, eins og stallbræð- ur þeirra 1 öllum öðrum lýðræð- islöndum, að kommúnistamir eru á allt öðru „plani“ en þing- stjórnarflokkamir, og að fyrir kommúnistum vakir það eitt að eyðileggja íslenzka þingstjórn og persónulegan atvinnurekst- ur. Um tveggja ára skeið hafa íslenzk stjómmál snúist um það eitt, hvort bændur, embættis- menn, útvegsmenn og iðnaðar- menn ættu að vera leiksoppar og ginningarfífl sinna hat- römmustu andstæðinga. Það er þó ekki hægt að ásaka Brynjólf Bjarnason og Einar Olgeirsson fyrir það, að þeir hafi siglt und- ir fölsku flaggi. 1 blöðum, ræð- um og þó einkum í verkum sín- um hafa þeir láið alþjóð manna skilja, að fyrir þeim vekti það eitt að eyðleggja allt það, sem frjálslyndir og þroskaðir menn í menntuðum löndum telja dýr- mætast. Hér skulu aðeins nefnd fá dæmi af mörgum. Sumarið 1942 mátti heita, að kommúnistar steyptu atvinnu- vegum landsins í rústir með sí- felldum, ólöglegum vinnustöðv- unum. Einn þáttur í því máli var að stöðva afgreiðslu á hita- veituvörum til Reykjavíkur. Ameríkumenn lánuðu skipið og huguðst að gera Islendingum greiða. En þegar skipið fékkst ekki afgreitt 1 Reykjavík fyrir óstjóm og upplausn í vinnu- málum, lá við borð, að skipið færi aftur með vaminginn vest- ur um haf og stórlega yrði dregið úr skipalánum til Islend- inga. Eftirlitsmaður fyrir vest- an gaf rétta en, fyrir landið, óskemmtilega skýrslu um þetta mál, og mun það hafa verið eitt- hvert erfiðasta verk, sem kom- ið hefur fyrir íslenzk stjórnar- vö’d, að útskýra það, að við Is- lendingar verðskulduðum á þessum tímum að fá skip að láni til að flytja hingað lífs- björg samhliða því, að stjórnin á vinnumálum okkar var með þeim hætti, sem raim bar vitni um. Framkoma kommúnista sum- arið 1942 virtist ekkert snerta „gistivinina“ úr borgaraflokk- unum, eða opna augu þeirra fyrir hinu þjóðháskalega inn- ræti kommúnista. Engin sýni- leg breyting varð heldur á við- horfi „gistivinanna", þó . að kommúnistar lýstu yfir haust- ið 1942 með flokkssamþykkt, að þeir ætluðu með innanfélags- áróðri að eyðileggja' samvinnu- félög landsins. Allmargir þátt- takendur í kaupfélögum og mjólkurfélögum bænda hugðu, þrátt fyrir þetta, að einlægur félagsskapur gæti tekizt með byltingaliðinu og samvinnu- mönnum um viðreisn f jármála- og atvinnulífsins. Þau einföldu sannindi, sem voru augljós öll- um sæmilega þroskuðum mönn- um í öðrum þingstjórnarlönd- um duldust enn mörgum skarp- skyggnum Islendingum. En nú í vor hafa kommúnist- ar dregið hulu undangengins. svefnværðartímabils, að ofur- litlu leyti, frá augum sumra hinna sundurleitu „gistivina",. Brynjólfur Bjarnason og Uð hans fyrirskipaði herferð, bæði móti alþjóðarhagsmunum og sérstaklga gegn bændastéttinni. Um leið og snjóa leysti af veg- um landsins og þeir þurftu mestra endurbóta við, var fyr- irvaralaust hafið vegavinnu- verkfall um allt land. -Harð- bannað var að gera við yegi, brýr eða vita, hvað sem við lá. Eitt skilyrði kommúnistanna var, að allir starfsmenn í þess- um greinum ættu að hafa tvo sunnudaga í viku og mjög stutt- an vinnudag. Auk þess átti að útiloka alla sveitamenn frá að vinna við vegagerð og brúa- smíði, nema með því skilyrði, að þeir gerðust félagsbundnir þegnar í skipulagi byltingar- manna. — Bóndi úr öxarfirði átti að vera rek’nn frá vinnu við umbætur á Kópaskersvegin- um, ef bolsi úr Reykjavík var til- bú'nn að koma og framkvæma fimm daga vinnuviku þar fyrir norðan. Til frekari áherzlu boð- aði upplausnarlýðurinn að stöðva skyldi strandferðaskip- in, prentun í ríkisprentsmiðj- unni, viðgerð skipa og báta i landssmiðjunni og v'nnu í síld- Framhald á 2. siðu. »

x

Bóndinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bóndinn
https://timarit.is/publication/1089

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.