Bóndinn - 19.05.1944, Qupperneq 2

Bóndinn - 19.05.1944, Qupperneq 2
2 BÓNDINN Halldór Stefánsson, forstjóri: Aróðurinn gegn íslenzku kjötmeti. Hátt á elleftu öld hafa Islend- ingar búið í þessu landi. Lengst af þeim tíma hefur lífsviðurværi þjóðarinnar verið nær eingöngu þau matvæli, sem fást hér og fengist hafa af landi og sjó: kjötmeti, mjólkurmeti og sjó- fang ýmiskonar. Kornmeti, eða önnur matföng voru lítið inn- flutt öldum saman, og nær ekkert þegar siglingar tepptust. Grænmeti og ávextir var lítið sem ekkert fram á síðustu ald- irnar, nema það sem notað var af ætijurtum. Af þessum matvælum þreifst þjóðin vel, bæði líkamlega og andlega, þegar gnægðir af þeim gáfust, enda er það svo, að hver tegundin þessara heimafengnu matvæla, er annari ágætari. Fiskmetið og mjólkurmetið er, af flestum, viðurkennt góðmeti oer sama mun mega segja um Geta blindir fengið sýn? Framhald af 1. síðu. arverksmiðjum ríkisins, ef ekki væri skjótt gengið að öllum kröfunum. En nú fór sumum „gistivin- unum“ að þykja komið óþarf- lega nærri daglegu brauði. I stjómmálaherbúðum í höfuð- staðnum voru haldnir fundir til að ræða um vonzku og spillingu Brynjólfs og félaga hans, en slík mál höfðu ekki verið þar til um- ræðu um tveggja ára skeið. Hið nýja viðhorf fór eins og farald- ur flokk úr flokki og kom til leiðar illu umtáli um kommún- ista í blöðum, sem áður höfðu sótt fast eftir vinfengi þeirra. Var leiðtogum kommúnista nú líkt við verstu stórglæpamenn, sem sögur fara af í milljóna- löndum. Eftir þeim lýsingum að dæma, hefur það ekki verið nægilega grundað að sækjast eftir mönnum til forráða í land- inu, sem búa yfir skapferli á borð við frægasta glæpahyski samtíðarinnar. Lítill vafi er á, að forkólfar kommúnista hafa ekki í þetta sinn gætt að því, að þeir hlutu að afla sér mikillar óvildar frá öllum tilvonandi frambjóðend- um borgaraflokkanna með kröf- unni um að allir, sem stunda vegavinnu í sveit gefi sig undir yfirstjórn kommúnista. Ef vegamenn í Norður-Múlasýslu, í Norður-ísaf jarðarsýslu og Snæ- fellsnessýslu, til að nefna aðeihs þrjú dæmi, væru komnir undir húsbóndavald Brynjólfs og Ein- ars um leið og þeir stinga spaða í jörð fyrir kaup úr ríkissjóði, þá getur framboðsgrundvöllur- inn farið að verða ótraustur fyrir áhugasama ,,bændavini“ eins og Gunnar Thoroddsen, Sig- urð frá Vigur og Pál Zophónías- son. Sama hætta nær til allra borgaralegra frambjóðenda, ef þetta síðasta herbragð komm- únista nær fram að ganga. Ég hygg að tæplega verði um það deilt, að pólitískri sjón all- margra, dugandi stjórnmála- manna sé að fara fram. Sjónin er að skerpast, án þess að lækn- ar hafi komið til skjalanna. ,,Gistivinir“ kommúnista hér á landi eru að byrja að sjá í óljósri skímu það, sem allir sæmilega menntir menn í sæmi- lega menntuðum löndum hafa séð frá upphafi, að það er óframkvæmanlegt að stjórna með þingskipulagi og þegnfrelsi í félagsskap við bolsévika. önn- ur hvor stefnan verður að ráða og fylgja sínu eðli. Frægasta og átakanlegasta dæmið um sjónskekkju í sam- bandi við borgaralega tiltrú gagnvart byltingarsinnum er að finna í annálum Alþýðu- flokksins. Þar voru í flokksfor- ustu tveir vel greindir og vel menntaðir menn, Jón Baldvins- son og Héðinn Valdemarsson. Þeir höfðu í langan tíma barizt með dugnaði móti upplausn kommúnista. En skyndilega varð Héðinn sleginn með al- gerðri sálublindu um þetta at- riði. Hann var eins og bergnum- inn af tiltrú til byltingarmanna. Honum kom þá, um stund, að engu haldi góð greind, yfirgrips- mikil hagfræðimenntun og löng reynsla af viðskiptum við kommúnista. Hann trúði á það, sem ekki mátti trúa á og gekk út í opinn, pólitískan dauða. Jón Baldvinsson, félagi hans, bjó yfir minni bókþekkingu í hagfræði en Héðinn, en hafði til brunns að bera meira af heil- brigðri skynsemi. Engum tókst að draga hulu fyrir augu hans. Hann varaði samherja sína við hættunni. Meiri hluti þeirra hlýddi ráðum hans og komust lífs af, en sumir bárust í kaf og fórust, af því að rauðálfar upp- lausnarinnar bentu þeim leiðina — fram af eyraroddanum, und- an svarta bakkanum. — Fordæmi Héðins Valdemars- sonar er þýðingarmikið í þessu sambandi. Hann stóð að gáfum, menntun og félagsmálaæfingu framar þeim mönnum úr ýms- um flokkum, sem hafa reikað um völl þjóðmálanna um nokk- ur undangengin ár með for- myrkvunarblæju fyrir andlitinu. Sú vök, sem gleypti vaskasta manninn af þeim, sem villtust af réttri leið, mun reynast hættu- leg þeim, sem síðar koma, ef kraftaverk bætir ekki sjón þeirra. garðmetið og ætijurtirnar. Aft- ur á móti eru gæði og hollusta kjötmetisins dregið í efa af ýmsum. Sannleikurinn er þó sá, að af þessum nefndu matvæla- tegundum er kjötmetið ljúffeng- ast og fullkomnast. Sannast það á því, að af kjötmetinu einu saman (kjötfeitin meðtal- in) má lifa heilsusamlega, en það verður vart gjört af hinum tegundunum einum sér. Ágæti kjötmetisins er stað- fest af reynzlu heilla þjóða og þjóðflokka, með vísindalegum tilraunum og með órækri reynzlu í einstökum tilfellum. Eskimóar lifðu á einum saman fiski og kjötmeti við „hesta- heilsu“ þangað til þeir fengu iðn- og gervimatvæli menning- arþjóðanna. — Vilhjálmur Stef- ánsson og félagi hans, Anderson, voru við betri líkamsþrif og heilsu að loknu árinu, sem þeir undir strangvísindalegu eftir- liti Russel-Saga stofnunarinnar lifðu á kjötmeti einvörðungu, heldur en í byrjun kjötátsins. Höfðu þeir félagar á margra ára reynzlu að byggja um al- hæfi kjötmetisins og gengu því öruggir að tilrauninni. — Shackleton og fylgjendur hans, sem voru lítt útbúnir með matvælabirgðir í leiðangrinum til Suðurpólsins, og neyddust þess vegna til að lifa að miklum hluta á mörgæsa- og selakjöti, komust klakklaust af með heilsufar, en tveir leiðangrar Scotts, þar sem farið var með gnægðir af sítrónsafa, ávöxtum og grænmeti eftir fyrirsögn læknavísinda þeirra tíma, mis- tókust báðir vegna veikinda leiðangursmanna af skyrbjúgi, sem kostaði Scott sjálfan lífið á heimleiðinni, eftir að hann hafði náð því takmarki leiðang- ursins að komast til Suðurpóls- ins. Hinn fyrr um getni andróður gegn gildi kjötsins og gæðum er einkum tvíþættur: Annars vegar er því haldið fram, að öll kjötneyzla (og jafnvel fisk- neyzla) spilli mjög almennu heilsufari. Þeir eru að vísu ekki margir, sem þessu halda fram. Það eru aðeins þeir, sem tekið hafa trú á kenningar hinna svo- nefndu „jurtaæta“. Meginrökin eru þau, að „forfeður mann- kynsins", aparnir, séu og hafi verið .iurtaætur (!!) Ef kenningar „jurtaætanna" hefðu við gild rök að styðjast, þá hefði mannkynið verið bund- ið við löndin í hitabeltinu og heit-tempraða beltinu, og væri sennilega apar eða „frummenn“, enn í dag. „Sæll er hver í sinni trú — En það má harma, að hlutskipti þessara manna skyldi vera það, að hafa fæðst og ahzt í þessu kalda landi og fáskrúðuga um manneldisgróður. En bót er það í máli, að þeim ætti ekki að vera ókleift að komast til annara matjurtaríkari landa. Frá annari hlið — einnig fárra manna að ætla má — er því haldið fram, að íslenzkt kindakjöt sé rýrara og verra til manneldis en allt annað kjöt, jafnvel, að það sé algert ómeti, óböðlegt og óhæft til manneldis. Gild rök fyrir þessari skoðun eru engin. Hún hefur það sam- eiginlegt við trú jurtaætanna að stangast á við óræka reynzlu. Landhreinsun mætti það telj- ast, ef þessir menn tækju sig upp og hæfu landnám í öðrum löndum; væri enda nokkuð til þess kostandi að hreinsa óværð þeirra úr landi. Ofan á þennan umgetna, tví- hliða áróður um gæði kjötmet- isins og gildi, bætist svo þriðji áróðurinn, þessum óskildur. — Hann er um það, að verð á kjöti (og öðrum landbúnaðarafurð- um) sé hér á landi óhæfilega hátt. Þessi áróður er eink- um frá hendi þeirra manna, sem viðurkenna gæði og gildi kjötmetisins, eða a. m. k. vilja ekki án þess vera, en vilja hins vegar fá að ráða verðinu á því án nokkurs tillits til kostnaðar við framleiðslu þess. Þessum mönnum væri bezt svarað með því að gera þá sjálfa að framleiðendum kjöts; láta þá sýna það, að þeir gætu framleitt kjöt á lægra verði, en þeir, sem kjötframleiðsluna ann- ast nú. Það ætti að vera augljóst mál öllum hugsandi mönnum, að verð kjöts verður að ákveðast af framleiðslukostnaðinum, hver sem framleiðandinn er. Þeir sem ekki skilja það hljóta að vera undirmálsmenn að greind og skilningi. Mun þá með öllu árangurslaust að reyna að beita við þá rökfærslum. En eins og fyrr segir, væri reynandi að setja undir þá bújörð og láta þá reyna sig í samkeppni við bændurna. Reynslan er góður og réttlátur kennari, og ekki sízt þeirra, sem óhæfir eru að beita rökréttri hugsun. Saltkjöt Ákveðið hefur verið að selja innan lands nokkuð af stórhöggnu dilkakjöti fyrir aðeins kr. 462,00 heil- tunnuna. Það af kjötinu, sem ekki selst fljótlega verður flutt út, og verða því þeir, sem ætla að kaupa kjöt til sumarsins að gera pantanir sem fyrst hjá kaupfélögum eða Sam- bandinu, og verður kjötið þá sent á allar hafnir með fyrstu ferð, sem fellur.

x

Bóndinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bóndinn
https://timarit.is/publication/1089

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.