Bóndinn - 19.05.1944, Qupperneq 3
BÓNDINN
3
Helgi Lárusson frá Kirkjubæjarklaiistri:
Vegamál.
Vegir í Vestur-Skaftafellssýslu. •
Landbrotið.
Svo stuttlega sé litið yfir
leiðina frá Kirkjubæjarklaustri
áleiðis vestur til Víkur í Mýrdal,
þá er fyrst, að drepa á „veginn“,
yfir Landbrotið.
Vegalagning er þar engin. Um-
ferðin hefur beinst eftir gömlum
moldar-reiðgötum, gegnum smá-
hólótt, en þurrt landslag. Reið-
götur þessar hafa frá upphafi
verið vel hlykkjóttar og hafa
hlykkirnir sannarlega fengið að
vera í friði, að minnsta kosti síð-
astliðin 30 ár. Fyrst eftir að
bílamir fóru að brjótast eftir
reiðgötum þessum, þá skófu
þeir oft grassvörðinn af götu-
bölunum, sem voru undir bíltrn-
um milli h jólanna. Þannig minnk-
uðu götubalarnir smátt og smátt,
en hvort bílarnir hafa lagast við
það er annað mál. Líklega hafa
stærstu götubalarnir þó stund-
um verið stungnir með skóflum
og kastað út fyrir bílförin
Minnsta kosti er „vegurinn"
jrfir Landbrotið víða þannig nú,
að hann er niðurgrafinn mold-
argötutroðningur, vel þröngur,
(í viðbót við hlykkina), sum-
staðar eins konar moldartraðir,
sem verða að akast með var-
færni, svo bílarnir komizt ólask-
aðir í gegn. Að mæta bílum í
tröðum þessum er ekki hægt.
Oft standa þarna miklir forar-
pollar í rigningatíð á sumrin.
Þeir verða stundum nokkuð
djúpir og stórir, verða að smá-
lónum. A haustin og veturna,
þegar lón þessi frjósa, verða þau
oft ill yfirferðar. Moldartraðirn-
ar verða líka undir eins ófærar
bílum, þegar snjórinn er kominn
til sögunnar, sömuleiðis þegar
klaki er í jörð, en þiðnað ofan á,
hvort sem það er á hausti, vetri
eða vori. Ekki er hægt að kenna
því um, að langt sé að sækja
ofaníburð, til að leggja þarna
veg, því ágæt rauðamöl er yíða
alveg við traðirnar og göturnar.
Ef í Landbrotinu væri lagður
beinn, breiður, vel ofan í borinn
vegur, þá yrði sú leið greiðfær
nær alla daga ársins.
Skaftáreldaliraunið.
Vegurinn yfir Skafárelda-
hraunið var lagður fyrir rúm-
um 30 árum. Hann var lagður
þvert yfir hraunið milli Svíra
að austan, en Ásakvísla að
vestan. Vegalengd sú er um 16
km. Vegur þessi hefur verið
mikið mannvirki, en því miður
illa og óviturlega lagður. Hann
er nær allur óslitnar, þröngar
traðir, víða mjög hlykkjóttar,
sprengdar og grafnar niður í
hraunið. Traðir þessar eru víða
1 m. að dýpt og sumstaðar 2
m. eða meira. Ef orku þeirri sem
fór í það að gera traðirnar,
hefði verið réttilega beitt, til að
gera veg, þó ekki væri nema
jafnháan yfirborði hraunsins,
þá væri allt betur um vegalagn-
ingu þessa. Á veturna yfirfyll-
ast traðirnar af snjó og verða
þá al-ófærar til umferðar. Þessi
vegur verður því aldrei vetrar-
vegur, þó er hann eins og nú er,
eini vegurinn sem liggur yfir
hraunið og einasta leiðin, sem
viðlit er að fara á bifreiðum frá
og til sveitanna austan Skaftár-
eldahrauns. Vegalagninga-mis-
tök þessi voru gerð fyrir 30—
35 árum, þrátt fyrir það, þó
kunnugustu menn þar í ná-
grenninu mótmæltu kröftug-
lega, þegar í upphafi, við þáver-
andi vegamálastjórn, slíkri fá-
vita vegalagningu. Þeir bentu
þá strax á, að vegur þessi, svona
niðurgrafinn, yrði aldrei vetrar-
vegur, vegna sýnilegra snjó-
þyngsla. Reynslan hefur líka
margsannað það síðan. Þessi
mistök áttu vissulega að geta
verið það víti, sem vert var að
varast. Sagan er þó önnur, eins
og hér skal greint.
Á meðal þeirra mörgu fram-
faramála Skaftfellinga, sem fað-
ir minn, Lárus Helgason, barðist
fyrir og kom til framkvæmda,
var bygging brúarinnar yfir
svo kallað Svínadalsvatn hjá
Stórahvammi. Þar er Ásavatn
og nær allar Ásakvíslar (sem
eru 5—6 að tölu) brúaðar í einu
lagi. Það kostaði mikla og harða
baráttu hjá föður mínum að fá
brú þessa byggða, en með ágætri
aðstoð Tryggva Þórhallssonar
og Jónasar Jónssonar, þáverandi
ráðherra, var brúin reist yfir
Eldvatnið í Stórahvammi. Nú
þurfti að gera veg, upp úr
hraunbrúninni, frá hraunvegin-
um, þar sem hann lá út í Asa-
kvíslar, upp að Stórahvamms-
brúnni, um 4—5 km. vegalengd.
Nú var ekkert eðlilegra, en hið
20 ára gamla víti traðanna í
Skaftáreldahrauni,. yrði til varn-
aðar, með þessa nýju vegalagn-
ingu, en því fór fjarri. Sömu
mistökin voru enn gerð og meira
að segja enn verri. Vegur þessi
er örmjór, auðvitað rækilega
hlykkjóttur, sums staðar búnar
til beygjur, til að komast með
veginn ofan í lautir og utan I
hraunhóla, þar sem snjóþyngslin
verða ætíð mest. Gegnum hraun-
brún þessa renna nokkrir smá-.
lækir vestur í Ásakvíslar. Yfir
lækina voru settar litlar brýr
eða bryggjur, örmjóar og illa
settar og það svo, að engin leið
er að aka þar bílum yfir, nema
með mikilli nákvæmni og var-
færni þó litlir bílar séu. Sum-
staðar eru svo krappar beygjur,
að komast inn á brýrnar, að
mjög erfitt er að aka stórum bíl-
um yfir, án skemmda. Slíkar brýr
eru með öllu óhafandi, eru bæði
hættulegar og tefja umferðina
úr hófi fram, auk þess sem
málning og stundum yfirbygg-
ingar bílanna verða fyrir meiri
og minni skemmdum.
Yfirbygging farþegabíla kosta
nú 45—75 þúsundir krónur, og
málning á þeim minnsta kosti
há,tt á annað þúsund krónur, og
þaðan af meira. Það er því lítið
hagræði í að skemma dýr og
nauðsynleg farartæki, aðeins
fyrir þröngan hugsunarhátt
mannanna, sem stjórna slíkum
brúar- og bryggjulagningum.
Hér að framan var þess getið,
að á hraunvegi þessum voru
byggðar beygjur og vegurinn
lagður ofan í og yfir nærliggj-
andi lautir, í hraunbrúninni.
Eftir tveimur þessum lautum,
renna lækirnir, sem mjmdar-
legu brýrnar, sem að framan
getur, eru yfir. Þessi lauta-
vegur og þessar lautabrýr,
stöðva oft umferð, þó annars
staðar sé fær leið. Síðastliðið
haust t. d. þegar enginn snjór
var kominn í hraunið — og
hvergi snjór á allri leiðinni til
Reykjavíkur — en töluvert
frost var, þá bólgnuðu Iækirnir
upp, hálffylltu lautirnar af
krapa, settu veginn og brýrnar
í kaf og það svo, að krapinn var
1—2 metrar að dýpt á brúnum
og veginum í kring um þær.
Þetta stöðvaði, um nokkra daga,
alla umferð og flutninga frá og
til sveitanna austan Skaftárelda-
hrauns, til Reykjavíkur. I fyrsta
lagi var krapaelgurinn svo djúp-
ur, að engum bíl var þar fært.
I öðru lagi, þó dýpið hefði ekki
verið til trafala, þá var á einskis
manns færi að finna og þræða
þennan mjóa og hlykkjótta
lautaveg, þar sem hann var hul-
inn krapa. I þriðja lagi er nógu
erfitt að hitta á brýr þessar
um hásumarið, þó ekki bætist
við krapi, sem hylur þær gjör-
samlega, eins og hér átti sér
stað.
Ef vegurinn hefði ekki verið
lagður ofan í lautirnar, heldur
lagður beinn eftir hraunbrún-
inni, þá mætti krapinn undir
svona kringumstæðum, leika
listir sínar niður í lautunum, og
vegfarendurnir fengju að vera
í friði á vegi og brúm. Það
hefði sízt verið lakari aðstaða
að gera brýmar í hraunbrún-
inni, heldur en þar sem þær eru
nú. Aðeins hefðu þær þá verið
á tryggum stað og vegurinn
beinn á þeim kafla.
Slík vega- og brúargerð er
með öllu óskiljanleg og alveg
sérstaklega vítaverð.
Ekki er þarna um að kenna,
að skort hafi reynslu, því þar
var um dýrkeypta, raunalega
reynslu að ræða. Því er heldur
ekki um að kenna, að viðvörun
hafi hér vantað frá kunnugum
mönnum. Strax frá upphafi
þessarar vegalagningar barðizt
faðir minn eindregið á móti
lienni. Hann skoraði á verk-
fræðing þessa verks, að gera
veginn beinan, sæmilega breið-
an og forðast lautirnar. Hann
talaði með rökum, með margra
ára reynslu að baki og sýndi
fram á, hve hér væri óviturlega
að verki verið. Því var ekki
sinnt. Vegurinn var lagður eins
og hann er nú, til skaða og
skammar landi og lýð. Vegfar-
endur, þið sem farið veg þennan
og nauðþekkið hann ekki fyrir,
hugið rækilega að lautavega-
lagningu þessari. Gefið einnig
gætur með eigin augum smá-
brúnum, sem nokkuð hefur ver-
ið lýst hér og umfram allt, at-
hugið hvernig vegar- og brúar-
stæðin eru valin. Þarna er aug-
ljóst dæmi um það, hvernig veg-
ir og brýr eiga ekki að vera.
Um viðhald alls vegarins jdir
Skaftáreldahraun, síðustu árin,
er það að segja, að þar er um
margra ára stórkostlega van-
rækslu að ræða. Síðastliðið ár
t. d. var ekkert borið ofan í veg-
inn. Vegurinn var því alsettur
beittum hraunnibbum, með hol-
um og skorum á milli, lautum
og ásum, „skjönhalla“ og „ská-
vönkum", í fáum orðum sagt
mjög illfarandi í bílum, þó verið
væri að brjótast það, með allar
afurðir, nauðsjmjavöru og fólks-
flutninga, frá og til sveitanna
austan Skaftáreldahrauns.
Á síðastliðnu vori ætluðu
nokkrir Skaftfellingar að gera
sitt til að reyna að bæta úr
þessu öngþveiti og gerðu mjög
sanngjarnt boð að taka að
sér í ákvæðisvinnu að bera
rauðamjöl ofan í veginn milli
Skfatárbrúr og Stórahvamms-
brúr. Því var ekki sinnt. Þó
voru margar miljónir króna
settar í vegaviðhald á síðast-
liðnu vori og sumri, víðsvegar
um landið, en endilega áttu
þessar sveitir að vera út undan.
En hvers vegna? Þessar sveitir
sem hafa einhverja þá erfið-
ustu aðstöðu allra landsbúa
með að- og fráflutninga, þar
sem þeir verða að sækja yfir
300 km. Ieið. Slík vanræksla
verður að hverfa. íbúar þessara
sveita hafa ekki minni rétt að
hfa í landinu en aðrir íbúar
landsins. Auk þess eru sveitir
þessar með fegurstu héruðum
landsins, með mikla og glæsilega
framtíð, kannske meiri og hag-
sælli framtíð en mörg önnur.
Fjrrsta skilyrðið er, að sam-
göngurnar verði bættar, gott
vegakerfi verði sett um sveitir
þessar, sem hægt yrði að nota
flesta daga ársins.
Ostar og egg
I»cir, scm fara vel mcð
pcninga kaupa ostinn
í
OSTAKJALLARANUM
Laugavegi 30.
I