Bóndinn - 19.05.1944, Page 4

Bóndinn - 19.05.1944, Page 4
4 BÓNDINN 1 4 Kjartan Jóhannesson frá Herjólfsstöðum: Of margar tölur og annað verra. Niðurlag. Hve langan tíma útreikning- ur skattanna tekur hvern ein- stakling nú (ef hann þá reynir til að reikna þá út), er auð- vitað ómögulegt að gizka á, en varlega mun áætlað, þótt gert sé ráð fyrir, að þeir, sem vinna á Skattstofu Reykjavík- ur verji meir en helmingi starfs- tíma síns í að lesa og skrifa, reikna út og leggja saman tölur, sem alls ekki þyrfti að nota við álagningu skattanna. Og síðan eiga aðrir að taka við hinni óþörfu skriffinnsku, þegar til innheimtu’ skattanna kemin'. En þótt mikilli vinnu og mikl- um tíma sé vegna þessara talna varið til einskis, þá er eins og skattskráin ber með sér, annað, sem er verra. Það er ósamræmi skattanna. Margan mun undra, að nágranni hans, sem hærri tekjur hafði, skuli samt greiða lægri skatta. 1 þeim tilfellum munu vafalaust margir líta svo á, að annað hvort sé um skatt- svik að ræða af nágrannans hálfu, eða að skattur þeirra sjálfra sé hærri en lög mæla fyrir. En þótt oft sé um annað tveggja að ræða, þá þarf þó hvorugt að vera ástæðan. Henn- ar getur verið að leita í skatta- lögunum sjálfum, sem vegna ýmissa einstakra ákvæða þeirra eru sem heild í andstöðu við réttarvitund almennings. Þau ákvæði, sem þar valda mestu um nú*) eru: í fyrsta lagi of lágur persónufrádráttur. Hann er nú í Reykjavík 900 kr. fyrir skattskylda einstaklinga og 700 kr. fyrir ómaga. Vegna vísitölufyrirkomulagsins við út- reikning skattanna hefur hann þó áhrif líkt og um væri að ræða 1854 kr. í stað 900 kr. og 1442 kr. í stað 700 kr. Að þessu sinni ætti persónufrádráttur að vera a. m. k. 3000 kr. og jafn fyrir alla.**) 1 öðru lagi eru ákvæðin um skattgreiðslu félaga (bæði sam- lagsfélaga og þó sérstaklega hlutafélaga). 1 gegnum þau á- kvæði liggur leiðin fyrir sjálf- stæða atvinnurekendur að lækka skattana, sem þeim er gert að greiða, að verulegu leyti og í sumum tilfellum næstum ótak- *) Meðan leyft var að draga frá tekjunum greidda skatta og útsvör, þá gat afleiðing þess ákvæðis t. d. orðið sú, að manni með 30 þús. króna árstekjur væri gert að greiða aðeins 2.400 kr. í skatta og útsvar á sama árinu og öðrum með 10 þús. króna árstekjur var gert að greiða 4.500 kr. eða nær tvöfalt meir en þeim, sem hafði þrisvar sinnum hærri tekjur. **) Nú í ár 1944 koma 2304 kr. í stað 1854 kr. i fyrra og 1792 kr. i stað 1442 kr., en persónufrádráttur í ár ætti varla að vera lægri en 4000 kr. markað. Sem dæmi þess má nefna: Maður, sem rekur verzl- 'un í eigin húsi, myndi, ef hann teldi fram tekjur sínar í einu lagi, greiða af þeim 110 þús. í skatta (tekju-, verðlækkunar- og stríðsgróðaskatt). Ef hann stofnaði hlutafélag um fyrir- tæki sitt, þá gæti hann lækkað skattana um 50 þús. kr. eða nær helming. Með því að gera húsið að sérstöku hlutafélagi gæti hann lækkað skattana enn meir. Og ef hann stofnaði sérstakt firma um heildsölu sína og ann- að um smásöluna, þá fengi hann rétt til hærri verzlunarálagning- ar og samt gætu skattar hans lækkað við það. Þó á hann enn- þá opnar leiðir til þess; sam- kvæmt lögum, að lækka skatt- ana enn meir. Vegna þessa verða að engu ákvæði skattalaganna um stig- hækkandi álagningu, sem nái hámarki sínu með 90% á tekj- ur umfram 200 þús. kr. Að vísu eru þess dæmi, að hinn hái skattstigi hafi komið til fram- kvæmda, en þau eru svo fá, að fyrir heildina skipta þau svo að segja engu máli. Frá hag- rænu sjónarmiði séð er hinu hái skattstigi (90%) aðeins dauður bókstafur, sem hvergi er notaður, nema á hinum póli- tíska vettvangi, af sumum til að stæra sig af, en öðrum til að skammast yfir.*) Auk þessa tveggja má enn- fremur nefna það, að líftrygg- ingariðgjöld allt að 100 kr. og stéttafélagsgjöld allt að 5% af nettó tekjum skuli leyfð til frá- dráttar. Það eru hlunnindi, sem tiltölulega fáir hafa efni á *) Hliðstætt dæmi í íslenzkum lögum er 17. grein jarðræktarlag- anna. Um hana er deilt, enda þótt hún sé áhrifalaus, þar sem við samn- ingu hennar hefur gleymzt að taka tillit til viðskiptalögmálsins. V. G. er farfugl eins og ló- an. Hann fer á vorin upp í Borg- arfjörð. Þar er hann friðaður, og bændur fagna komu hans, því hún veit á sól og sumar, gróður og gróða. Hann syngur fyrir fólkið — dírrin-dí — og ungar út mörgum krónum. Á haustin fer hann með ló- unni til suðlægari heimkynna, þó ekki eins langt og lóan, því hann stanzar í Reykjavík. En hið nýja umhverfi og loftslag hefur slæm áhrif á Borgarf jarð- ar-lóuna, þvi þá vill hún verða stór fugl og „veifa vængjum að notfæra sér. Þá ber þess að geta að frádráttur vegna viðgerðarkostnaðar (og fyrn- ingar?) íbúðarhúsa veldur í mjög mörgum tilfellum ósam- ræmi skattanna. Að vísu er ýmislegt athugavert við að hætta að leyfa þann frádrátt, en þó myndi sköttunum yfirleitt verða réttar skipt, ef gert væri. Ennfremur veldur það ósam- ræmi skattanna, að í allmörg- um tilfellum, er skattlagður hinn svo nefndi „sölugróði“ án tillits til þess, hvort um er að ræða raunveiulegan gróða eða jafnvel tap. Skattsvikin sjálf eiga einnig að ýmsu leyti rætur sínar að rekja til skattalaganna og þá fyrst og fremst þess ákvæðis þeirra, sem skyidar skatta- nefndina að gera aðvart, áður en skattur er álagður, ef fram- tali er í einhverju ábótavant. 1 skjóli þess ákvæðis leyfa margir sér að vantelja tekjur og eignir, enda eiga þeir raun- verulega ekkert á hættu þótt upp komist. Stórfelldasta orsök skattsvik- anna er þó sú, að skattanefnd- ir geta af ýmsum ástæðum ekki afiað sér upplýsinga um eigend- ur verðbréfa og innstæðna, enda þótt heimilt sé samkvæmt lög- um. Af þeim sökum má segja, að endurskoðun framtala, a. m. k. allra þeirra, sem ekki taka laun hjá öðrum, sé óframkvæm- anleg svo í lagi sé. Ef þess a nokkur von að verða, að hægt sé að koma í veg fyrir skatt- svik í stórum stíl, þá verður að koma í veg fyr‘ir, að verðbréf og innstæður séu sviknar und- an skatti. Þótt hægt sé með vissri tegund rökfærslu (hálf- sannleika) að sýna fram á ýmsa annmarka í sambandi við það, þá eru þeir raunverulega engir til. Aðeins eitt þarf að varast í þeim efnum, og það er hálfkákið. Af því einu getur þjóðinni stafað nokkur hætta. En vegna þess hve margir eru samsekir, ríkir sem fátækir, verkamenn sem atvinnurekend- ur, þá má ekki láta koma til framkvæmda ákvæði skatta- breiðum". En það er bezt fyrir lóurnar að fara ekki í ham ófriðaðra fugla. í Tímanum þ. 6. maí kvaddi Borgarfjarðar-lóan mig með nokkrum orðum og kallar mig þar „hestskónagla". Af því að V. G. er nú horfinn í friðhelga umhverfið sitt, ætla ég ekki að hlaða byssu mína, aðeins að benda honum á, ef hann ein- hvern tíma síðar skyldi bregða sér í of stóran ham, að það, sem hann kallar „hestskónagla“, heitir hóffjöður á íslenzku. G. B. laganna um skattsektir í fyrsta sinn og séð verðu um, að öll verðbréf og innstæður séu fram taldar, enda er skattstig- inn nú í sjálfu sér nægileg refsing öllum, sem ekki tekst að komast framhjá honum. Með hæfilegri hækkun per- sónufrádráttar þarf að fella niður skattgreiðslur þeirra, sem lægstar hafa tekjurnar og þá sérstaklega fjölskyldumanna, en um leið er rétt að hækka nokkuð skattgreiðslur af lægstu tekjum, sem þá verða eftir. Einnig þarf að afnema hlunn- indin, sem ákvæðin um skatta- greiðslur félaga veita þeim, sem mestar tekjur hafa. En jafn- framt þarf að koma í veg fyrir skattsvikin og um leið að lækka skattstigann yfirleitt, svo að heilbrigt fjármálalíf geti þró- ast í landinu. Því miður eru litlar líkur til, að á næstunni verði nokkrar lagfæringar gerðar á skattalög- unum. Þvert á móti virðist sem enn eigi að auka við óskapnað- inn með hinum svonefnda „eignaraukaskatti", sem af mörgum ástæðum yrði í framkv. miklum mun meira hálfkák en álagning skatanna er nú. Auk þess sem langur vegur er frá, að sá skattur yrði til að jafna eignamismun meðal einstak- linga þjóðarinnar. Það er alkunnugt, að núgild- andi skattalög eru fyrst og fremst afleiðing flokkspólitískra yfirboða. Þar var byrjað með hátekjuskatti, síðan lífeyris- sjóðsgjaldi, stríðsgróðaskatti, verðlækkunarskatti og síðasta boðið „eignaraukaiskattinn“ er aðeins eftir að samþykkja. Samt er vart ástæða til að á- mæla íslenzkum stjórnmála- mönnum yfirleitt, enda hefur þeim sízt mistekist meir en stjórnmálamönnum þeirra þjóða, sem stofnað hafa til innanlands- styrjalda og heimsófriðar. Hitt er annað mál, að þeim hefur skjátlast og eru skattalögin eitt dæmi um það. Mín skoðun er sú, að alþingismenn og raunar öll þjóðin hefði gott af, ef þeir lag- færðu skattalögin og mér skilst, að fleiri séu á sama máli. Svefnpokar í grasaferðir og göngur, ásamt tjöldum frá Magna er það, sem heimili yðar þarf að eignast. Sendum gegn póstkröfu um allt land. Jóhann Karlsson & Co. Pósthólf 434. Sími 1707. Snemma Ióan litla í lofti bláu — dírrin-dí — Steindórsprent h.f.

x

Bóndinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bóndinn
https://timarit.is/publication/1089

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.