Fréttablaðið - 06.05.2013, Blaðsíða 56
6. maí 2013 MÁNUDAGUR| SPORT | 28
visir.is
Allt um leiki
gærkvöldsins
Mörkin: 1-0 Gunnar Már Guðmundsson (24.)
ÍBV (4-4-2): David James 7 - Arnór Eyvar Ólafsson
5, Brynjar Gauti Guðjónsson 6, Eiður Aron
Sigurbjörnsson 7, Matt Garner 6 - Ian David
Jeffs 5, Tonny Mawejje 5, Gunnar Þorsteinsson
6, Bradley Simmons 4 (55., Ragnar Leósson
5) - Gunnar Már Guðmundsson 7, *Víðir
Þorvarðarson 8.
ÍA (4-4-2): Páll Gísli Jónsson 6 - Aron Ýmir
Pétursson 5 (59., Joakim Wrele 6), Ármann Smári
Björnsson 7, Kári Ársælsson 6, Jan Mikel Berg 5 -
Arnar Már Guðjónsson 6 (64.Theodore Furness 5),
Jóhannes Karl Guðjónsson 5, Maksims Rafalskis
5, Andri Adolphsson 6 - Jón Vilhelm Ákason 6,
Eggert Kári Karlsson 5 (68., Þórður Birgisson 5).
Skot (á mark): 16-4 (5-2) Horn: 5-5
Varin skot: James 2 - Páll 4
Aukaspyrnur: 13-15
Mörkin: 0-1 Almarr Ormarsson (12.), 0-2 Bjarni
Hólm Aðalsteinsson (36.), 1-2 Steinar Már
Ragnarsson (39.).
Víkingur (5-3-2): Kaspars Ikstens 4 - Brynjar
Kristmundsson 5, Damir Muminovic 5, Tomasz
Luba 5, Emir Dokara 4, Jernej Leskovar 5 ( 63.
Alfreð Már Hjaltalín 5) - Farid Zato 4, Eldar
Masic 5, Björn Pálsson 5 - Guðmundur Steinn
Hafsteinsson 4 (87. Fannar Hilmarsson -), Steinar
Már Ragnarsson 6 (74. Eyþór Helgi Birgisson -)..
Fram (4-3-3): Ögmundur Kristinsson 6 - Alan
Lowing 5, Ólafur Örn Bjarnason 5, Bjarni Hólm
Aðalsteinsson 6, Jordan Halsman 6 - Jón Gunnar
Eysteinsson 5, Halldór Hermann Jónsson 6,
Samuel Hewson 6 ( 90. Daði Guðmundsson
-) - Haukur Baldvinsson 4 (71. Kristinn Ingi
Halldórsson -), Steven Lennon 5, *Almarr
Ormarsson 7.
Skot (á mark): 4-7 (1-4) Horn: 1-5
Varin: Ikstens 2 - Ögmundur 0
Aukaspyrnur: 10-12
Mörkin: 1-0 Elfar Árni Aðalsteinsson (24.), 2-0
Nichlas Rohde (50.), 3-0 Árni Vilhjálmsson (63.),
4-0 Árni Vilhjálmsson (73.), 4-1 Jóhann Helgi
Hannesson (90.+3).
Breiðablik (4-3-3): Gunnleifur Gunnleifsson
6 - Þórður Steinar Hreiðarsson 6 (89., Viggó
Kristjánsson -), Sverrir Ingi Ingason 7, Renee
Troost 6, Kristinn Jónsson 8 - Finnur Orri
Margeirsson 7, Andri Rafn Yeoman 8, Guðjón
Pétur Lýðsson 7 - Elfar Árni Aðalsteinsson 8, *Árni
Vilhjálmsson 8 (83., Páll Olgeir Þorsteinsson -),
Nichlas Rohde 7 (76., Tómas Óli Garðarsson -).
Þór (4-3-3): Joshua Wicks 4 - Guiseppe P Funicello
2, Atli Jens Albertsson 3, Hlynur Atli Magnússon
4, Ingi Freyr Hilmarsson 3 (61., Janez Vrenko
4) - Orri Freyr Hjaltalín 4, Orri Sigurjónsson 3
(61., Jóhann Helgi Hannesson 5), Edin Beslija 5
- Sveinn Elías Jónsson 5, Mark Tubæk 3, Jóhann
Þórhallsson 3 (78., Kristinn Þór Björnsson -).
Skot (á mark): 16-6 (9-2) Horn: 9-3
Varin skot: Gunnleifur 1 - Wicks 5
Aukaspyrnur: 9-11
KÖRFUBOLTI Stjörnumaðurinn Justin Shouse var annað árið
í röð valinn besti leikmaðurinn í íslenska körfuboltanum
á lokahófi KKÍ um helgina og er hann fyrsti maðurinn í
26 ár til að vinna þessi eftirsóttu verðlaun tvö ár í röð.
Pálmar Sigurðsson (1986-87) og Valur Ingimundarson
(1984-85) voru hingað til þeir einu sem höfðu verið
kosnir tvö ár í röð.
Guðmundur Jónsson hjá Þór var kosinn besti varn-
armaðurinn annað árið í röð en hann hefur nú ákveð-
ið að skipta yfir í Keflavík.
Elvar Már Friðriksson hjá Njarðvík var valinn besti
ungi leikmaðurinn annað árið í röð auk þess að komast
í úrvalsliðið en það hafði ekki gerst síðan Jón Arnór
Stefánsson, náði þeirri tvennu árið 2001. Aaron Bro-
ussard hjá Grindavík var valinn besti varnar maðurinn
og Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, besti
þjálfarinn, en Sverri var einmitt valinn besti þjálfar-
inn hjá stelpunum í fyrra. Sigmundur Már Herberts-
son var valinn besti dómari ársins. - óój
Justin sá fyrsti í 26 ár
KÖRFUBOLTI Keflvíkingurinn Pálína Gunnlaugsdóttir
kórónaði frábært tímabil með því að vinna annað árið
í röð tvöfalt á lokahófi KKÍ.
Pálína var kosin besti leikmaðurinn og besti
varnar maðurinn. Þetta var í sjötta sinn
sem hún er kosin besti varnarmaður-
inn og með því að vera kosin besti
leikmaðurinn í þriðja sinn kemst
hún í hóp með þeim Önnu Maríu
Sveinsdóttir (6), Lindu Jónsdóttur
(3) og Helenu Sverrisdóttur (3) yfir þá
sem hafa oftast verið kosnar bestar.
Keflavík átti einnig besti unga leikmanninn hjá
konum, sem var valin Sara Rún Hinriks dóttir.
Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, var
kosinn besti þjálfarinn. Hér fyrir meðan má sjá þá
leikmenn sem valdir voru í úrvalsliðið, en Hildur
Sigurðardóttir bætti met Önnu Maríu Sveins dóttur
með því að vera valinn í úrvalsliðið í 11. sinn. - óój
Pálína í úrvalshóp
ÚRVALSLIÐ KVENNA 2012-13
Pálína Gunnlaugsdóttir, Keflavík 4. sinn
Hildur Sigurðardóttir, Snæfell 11. sinn
Kristrún Sigurjónsdóttir, Valur 4. sinn
Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík 4. sinn
Hildur Björg Kjartansdóttir, Snæfell 1. sinn
ÚRVALSLIÐ KARLA 2012-13
Justin Shouse, Stjarnan 2. sinn
Elvar Már Friðriksson, Njarðvík 1. sinn
Jóhann Árni Ólafsson, Grindavík 1. sinn
Jón Ólafur Jónsson, Snæfell 3. sinn
Sigurður G. Þorsteinsson, Grindavík 4. sinn
FÓTBOLTI Pepsi-deildin fór af stað í gær og
í kvöld mætast á KR-vellinum tvö af þeim
liðum sem er spáð hvað bestu gengi í sumar.
Veigar Páll Gunnarsson og félagar í Stjörn-
unni heimsækja þá hans gömlu félaga í KR,
en það er örugglega öllum alvöru KR-ingum í
fersku minni þegar Veigar Páll sá öðrum frem-
ur til þess að 24. Íslandsmeistaratitilinn kom í
Vestur bæinn árið 2003.
Vanur að vinna á KR-vellinum
Veigar Páll snýr nú heim eftir áratug í
atvinnumennsku í Noregi og Frakklandi
og byrjar á sínum gamla heimavelli. „Ég er
vanur að vinna á KR-vellinum,“ segir Veigar
Páll í léttum tón. „Ég spilaði þarna í tvö ár,
það er gaman að spila þarna og ég lít eigin-
lega þannig á þetta að ég byrji á heimaleik,“
segir Veigar.
Hann segir að það hafi tekið tíma að koma
sér í gang. „Það byrjaði rosalega brösuglega
hjá mér en það var vegna þess að ég ákvað að
taka mér rúmlega eins og hálfs mánaðar frí
til þess að hreinsa hausinn. Mér finnst ég vera
kominn í fínt stand núna og formið verður bara
betra með tímanum. Maður er klár í sumarið.“
Það er engin meistarapressa í Garðabænum
þrátt fyrir að Veigar Páll sé kominn heim.
Skynsamlegar spár
„Ég held að þessar spár sem ég hef verið að
kíkja á séu bara skynsamlegar hjá spámönnum.
Fjórða til fimmta sætið er kannski eðlilegt en
við vitum að ef þetta byrjar að ganga vel frá
fyrsta leik erum við með nógu gott lið til þess
að komast hærra,“ segir Veigar Páll.
Sóknarleikurinn ætti að vera í góðu lagi
enda vandfundin önnur eins sóknarlína í deild-
inni (Veigar Páll, Garðar Jóhannsson, Hall-
dór Orri Björnsson, Kennie Chopart) en þótt
skemmtana gildið hafi verið mikið í leikjum
Stjörnuliðsins hefur liðið oftast varist illa.
„Ég held að við séum búnir að styrkja vörn-
ina verulega með því að fá þessa tvo Dani, mið-
vörðinn Martin Rauschenberg og svo Micha-
el Præst sem er afturliggjandi miðjumaður.
Præst bindur vörnina og miðjuna saman og
hann er gríðarlega mikilvægur. Maður sér að
hann er með reynslu og veit alveg hvernig hann
á að spila það hlutverk. Hann talar mikið og ég
held að hann eigi eftir að binda okkur saman,“
segir Veigar Páll, en hann fær síðan góða hjálp
í sóknarleiknum.
Gott að spila með Garðari
Vinirnir og æskufélagarnir Veigar Páll og
Garðar Jóhannsson spila nú hlið við hlið á ný.
„Ég og Garðar vitum alveg hvernig á að skora
mörk og eigum eftir að skora slatta af mörk-
um. Mér finnst rosalega gott að spila með
honum. Við finnum hvor annan vel og ég hef
trú á því að við eigum eftir að standa okkur vel,
gamlingjarnir þarna frammi,“ segir Veigar.
„Ég býst við því af sjálfum mér að ég eigi
eftir að eiga þátt í flestum af okkar mörkum.
Það hefur verið þannig úti í Noregi og ég vona
ég geti haldið því áfram hérna heima. Það
gekk gríðarlega vel hjá mér hjá KR enda var
maður líka keyptur út eftir það. Ég er orðinn
tíu árum eldri en engu að síður er ég í ágætis
standi og líður vel. Ég býst við einhverju af
mér í sumar,“ segir Veigar. Hann á einnig von
á skemmti legum söngvum um sig frá Silfur-
skeiðinni.
„Ég held að þeir séu byrjaðir að semja eitt-
hvað þannig að ég bíð bara spenntur eftir því
að heyra hver útkoman verður þegar dómar-
inn flautar leikinn á. Það er oft talað um að
áhorfendurnir séu tólfti maðurinn á vellinum
og Silfurskeiðin sér til þess að það er svoleið-
is hjá Stjörnunni. Það er rosalegt að heyra í
þeim enda er ekki þögn uppi í stúku í eina sek-
úndu,“ segir Veigar Páll, fullur tilhlökkunar
fyrir fyrsta leik. ooj@frettabladid.is
Eigum eft ir að skora slatta
Stjörnumaðurinn Veigar Páll Gunnarsson spilar í kvöld fyrsta deildarleik sinn á Íslandi síðan haustið 2003
þegar hann kvaddi sem Íslandsmeistari með KR. Það er kannski við hæfi að fyrsti leikurinn sé á KR-velinum.
KOMINN HEIM Veigar Páll Gunnarsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FYRIR TÍU ÁRUM Veigar Páll Gunnarsson var frábær
með KR-liðinu þegar liðið varð Íslandsmeistari 2002 og
2003. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
Kolbeinn Sigþórsson skoraði fyrsta mark Ajax
þegar liðið tryggði sér hollenska meistara-
titilinn í fótbolta þriðja árið í röð með því að
bursta lið Willem II 5-0 í gær. Kolbeinn hefur
skorað fimm mörk í síðustu átta leikjum liðsins
og skoraði markið sitt í gær strax á 12. mínútu
leiksins.
Aron Jóhannsson skoraði í þriðja leiknum
í röð eftir að hafa komið inn á sem
vara maður þegar AZ Alkmaar vann 4-0
sigur á PEC Zwolle, en Aron hefur skorað
þrisvar á fyrstu 108 mínútum sínum í sænska
boltanum. Alfreð Finnbogason lagði upp bæði
mörk Heeren veen í 2-4 tapi á móti Utrecht.
Kolbeinn hollenskur
meistari með Ajax
FÓTBOLTI Margrét Lára Viðarsdóttir
átti frábæra innkomu þegar Kristian-
stad vann 4-1 útisigur á Vittsjö í
sænsku kvennadeildinni í fótbolta
um helgina. Margrét Lára kom inn á
sem varamaður í hálfleik og skoraði
tvö mörk. Fyrst kom hún Kristianstad
í 2-0 á 52. mínútu og innsiglaði síðan
sigurinn á annarri mínútu í uppbótar-
tíma.
Þetta eru frábærar fréttir fyrir ís-
lenska landsliðið, en Margrét Lára er
að koma til baka eftir að hafa farið í
aðgerð í vetur. - óój
Margrét Lára
með tvö mörk
HANDBOLTI Róbert Gunnarsson og
Ásgeir Örn Hallgrímsson komust
um helgina í bikarúrslitaleikinn
í Frakklandi þegar lið þeirra PSG
Handball vann Dunkerque 33-29.
Róbert skoraði fimm mörk í leiknum
og Ásgeir Örn var með eitt mark. Það
verður ekki Íslendingaslagur í úrslita-
leiknum í Bercy-höllinni í París 25.
maí því Gunnar Steinn Jónsson og
félagar í Nantes urðu að sætta sig við
29-31 tap á móti Montpellier í hinum
undanúrslitaleiknum. Gunnar skoraði
tvö mörk. - óój
Róbert og Ásgeir í
bikarúrslitaleikinn
KÖRFUBOLTI Helena Sverrisdóttir
og félagar hennar í slóvakíska liðinu
Good Angels Kosice tryggðu sér
sigur í slóvakísk-ungversku deildinni
um helgina með 62-58 sigri á
Sopron frá Ungverjalandi. Helena
hefur þar með unnið fimm stóra
titla með liðinu á þeim tveimur
tímabilum sem hún hefur leikið í
Slóvakíu. Kosice varð slóvakískur
meistari fjórum dögum fyrr, en liðið
varð einnig slóvakískur bikarmeistari
og komst alla leið í undanúrslitin í
Euroleague. - óój
Helena vann
enn einn titilinn
Ólafsvíkurv. Áhorf: 750
1-2
Kristinn Jakobsson (7)
1-0
Hásteinsvöllur,. Áhorf: 1055 Gunnar Jarl Jónsson (7)
4-1
Kópavogsv., Áhorf: 1467 Valgeir Valgeirsson (7)
PEPSI-DEILDIN 2013
LEIKIR DAGSINS
Fylkir-Valur Fylkisvöllur, kl: 19.15
FH-Keflavík Kaplakrikavöllur, kl: 19.15
KR-Stjarnan KR-völlur, kl: 19.15
SPORT