Fréttablaðið - 06.05.2013, Blaðsíða 62
6. maí 2013 MÁNUDAGUR| MENNING | 34
Minna að fletta
meira að frétta
Frábært úrval afþreyingar, ferskar fréttir,
fjölbreytt efnisval, myndrænt viðmót og
færri flettingar.
Þess vegna var visir.is kosinn besti frétta-
og afþreyingarvefur ársins á Íslensku
vefverðlaununum 2012.
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
Úr umsögn dómnefndar: „Vefurinn býður upp á margskonar
afþreyingu auk gífurlegs úrvals frétta. Vefurinn er léttur og
skemmtilegur auk þess sem einfalt og fljótlegt er að finna það
efni sem leitað er að.“
BESTI FRÉTTA- OG
AFÞREYINGARVEFURINN
Unnsteinn Manuel Stefánsson úr
Retro Stefson syngur með hljóm-
sveitinni Sísí Ey á Sónar-hátíðinni
í Barselóna í júní.
„Ég er mjög spenntur. Ég hef
farið til Barselóna og spilað en
ekki á þessari hátíð,“ segir Unn-
steinn Manuel, sem söng einmitt
með Sísí Ey á Sónar í Reykja-
vík fyrr á árinu við góðar undir-
tektir. Ólafur Arnalds, Samaris
og Gluteus Maximus spila einnig
á hátíðinni í Barselóna.
Unnsteinn Manuel heldur áfram
tónleikaferð sinni með Retro Stef-
son á þriðjudaginn eftir níu daga
pásu á Íslandi. Fyrst verður flogið
til London en því næst til Austur-
Evrópu. Eftir spilamennsku í
Þýskalandi og samanlagt fimm
vikna tónleikaferð fer hann svo
einn síns liðs á Sónar-hátíðina.
Nýlega greindi Viðskiptablað-
ið frá hagnaði Retro Stefson ehf.
upp á 1,2 milljónir króna í fyrra,
saman borið við tap upp á 6,3
milljón ir árið 2011. „Ég er ótrúlega
lítið inni í þessu,“ segir Unnsteinn
um þessar tölur. „Allur peningur-
inn sem við fáum fer beint í flug,
upptökur og græjur,“ segir hann.
- fb
Syngur með Sísí Ey á Sónar
Unnsteinn Manuel Stefánsson syngur með Sísí Ey á Sónar-hátíðinni í Barselóna.
SYNGUR MEÐ SÍSÍ EY Unnsteinn
Manuel Stefánsson syngur með Sísí Ey í
Barselóna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
➜ Sónar-hátíðin í Barselóna
verður haldin 13. til 15. júní.
Kraftwerk og Pet Shop Boys
spila á hátíðinni.
„Það er lagið Ready for the Floor með
hljómsveitinni Hot Chip.“
Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri Bíós Paradísar.
MÁNUDAGSLAGIÐ
Tökur á fjórðu þáttaröð Lata-
bæjar eru nýhafnar í Garðabæ.
Þrettán þættir verða teknir upp
og að sögn Hallgríms Kristins-
sonar, yfirmanns kynningarmála
og viðskiptaþróunar hjá Latabæ,
er allt komið á blússandi siglingu.
„Húsið er stútfullt. Það er ekki
hægt að leggja nálægt því. Það
eru 150 starfsmenn búnir að bæt-
ast við fyrir utan hefðbundið
starfsfólk,“ segir hann. Tökurnar
standa yfir fram í lok október en
júlímánuður verður gefinn í sum-
arfrí. Eftirvinnsla fer svo fram
hér á landi og líkast til verður
þáttaröðin tilbúin í byrjun næsta
árs.
Samkvæmt tölum frá Sigurði
Stefánssyni, fjármálastjóra Lata-
bæjar, hafa um fjórir og hálfur
milljarður króna streymt inn í
íslenska hagkerfið frá eiganda
þáttaraðarinnar, Turner Broad-
casting, síðastliðin tvö ár. „Það
eru ofsalega margir sem koma að
þessu og margfeldisáhrifin inn í
hagkerfið eru gífurlega mikil. Ég
veit ekki um neitt einstakt fyrir-
tæki sem er að koma með eins
mikla fjárfestingu inn í landið
og Turner Broadcasting. Þetta
er mjög stórhuga fyrirtæki sem
hefur miklar mætur á myndverinu
okkar og sýnir það í verki.“
Íþróttaálfurinn Magnús Schev-
ing hefur verið duglegur undan-
farið við að kynna þriðju þátta-
röðina, sem er nýfarin í loftið í
Bretlandi. Hún verður tekin til
sýninga hér á landi á Stöð 2, í
Bandaríkjunum og víðar um heim
síðar í þessum mánuði. Á dögun-
um var Magnús staddur á sam-
komu á vegum bandarísku sjón-
varpsstöðvarinnar NBC í Los
Angeles þar sem sumardagskráin
var kynnt, þar á meðal Latabæjar-
þættirnir. Kryddpían Mel B heils-
aði upp á Magga, auk þess sem
stjörnur á borð við Heidi Klum,
Usher og Shakiru voru á svæðinu.
freyr@frettabladid.is
4,5 milljarðar króna
í Latabæ frá Turner
Turner Broadcasting, eigandi Latabæjar, hefur eytt fj órum og hálfum milljarði
króna í verkefnið hér á landi undanfarin tvö ár. Tökur á fj órðu þáttaröð eru hafnar.
TÖKUR HAFNAR Tökur eru í fullum gangi á fjórðu þáttaröðinni af Latabæ í myndverinu í Garðabæ. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
„Það hefði verið viðeigandi miðað við
umfang Eurovision að stílisti færi
með en sú er ekki raunin í ár,“ segir
búninga-og leikmynda hönnuðurinn
Rebekka Ingimundardóttir, sem
aðstoðar Eurovision-farann Eyþór
Inga í fatavali á Eurovision.
Nú styttist óðum í söngva keppnina
frægu en Eyþór Ingi stígur á svið
með lagið Ég á líf í undankeppninni
16. maí. Íslenski hópurinn leggur af
stað út á morgun og að þessu sinni
fer enginn búningahönnuður með út.
Það er tískufyrirtækið NTC sem sér
um að klæða kappann en Rebekka
vill engu ljóstra upp um sviðsfatnað-
inn sjálfan. „Ég er svokallaður ráð-
gjafi í ár. Eyþór verður úti í tólf daga
og það er nauðsynlegt að hann sé
vel klæddur á hverjum degi,“ segir
Rebekka, sem býst við því að senda
Eyþór út með minnismiða um hvað
skuli klæðast á hverjum degi. „Ég
er að undirbúa hann fyrir þetta en
konan hans fer með og ég treysti á að
hún komi honum í réttu fötin.“
Rebekka hefur áður unnið með
Eurovision-förum og fór meðal út
með Jónsa og Grétu Salóme í fyrra.
Hún segir Eyþór Inga vera drauma-
verkefni búningahönnuðarins,
þar sem hann sé óhræddur við
að fara út fyrir kassann
í klæðaburði. „Hann er
blanda af breskum hefðar-
manni og pönkara. Hann
verður trúr sjálfum sér á
sviðinu en hann er sjálf-
ur mjög meðvitaður og
með miklar skoðanir á
því hverju hann klæðist.“
- áp
Eyþór verður trúr sjálfum sér á sviðinu
Rebekka Ingimundardóttir er ráðgjafi Eyþórs Inga í fatavali í Eurovision.
➜ 13 dagar eru í lokakeppni
Eurovision í Svíþjóð
Eftirlaunasjóður starfsmanna
Hafnarfjarðarkaupstaðar
Ársfundur 2013
Ársfundur Eftirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar
2013 verður haldinn fimmtudaginn 23. maí nk. kl. 16.00, í Hafnarborg,
Strandgötu 34, Hafnarfirði.
Dagskrá
1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins
2. Önnur mál löglega upp borin
3. Sameining lífeyrissjóða
Allir sjóðfélagar sem og launagreiðendur og viðkomandi stéttarfélög
eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti og eru þeir hvattir
til að mæta.
Fundargögn verða afhent á fundarstað fyrir setningu fundarins.
Hafnarfirði, 3. maí 2013
Stjórn Eftirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar
Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar
Ársfundur 2013
Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar 2013, verður
haldinn miðvikudaginn 22. maí kl. 16.00 í húsakynnum BSRB að
Grettisgötu 89, Reykjavík.
Dagskrá
1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins
2. Önnur mál löglega upp borin
Allir sjóðfélagar sem og launagreiðendur og viðkomandi stéttarfélög eiga
rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti og eru þeir hvattir til að
mæta.
Fundargögn verða afhent á fundarstað fyrir setningu fundarins.
Reykjavík, 2. maí 2013
Stjórn Lífeyrissjóðs stafsmanna Reykjavíkurborgar
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
Úr umsögn dómnefndar: „Vefurinn býð r upp á margskonar
afþreyingu auk gífurlegs úrvals frétta. Vefurinn er léttur og
ske mtilegur auk þe s sem einfalt og fljótlegt er að finna það
efni sem leitað er að.“
BESTI FRÉ TA- OG
AFÞREYINGARVEFURI N
➜ Ný Latabæjar-sjónvarpsmynd verður hugsanlega tekin
upp í byrjun næsta árs. Turner Broadcasting
hefur gefið grænt ljós á verkefnið.
LEYND YFIR FATA-
VALINU Rebekka
Ingimundardóttir er
ráðgjafi Eyþórs Inga
í fatavali. Hún segir
hann vera blöndu af
breskum hefðar-
manni og pönkara.