Fréttablaðið - 26.06.2013, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 26.06.2013, Blaðsíða 20
FÓLK|FERÐIR FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 Nú er hægt að nálgast Harrods-vörur við lúxusströndina Porto Cervo á Sardiníu. Þetta er fyrsta verslunin sem Harrods opnar utan Bretlands. Verslunin hefur þó verið með útibú á nokkrum flugvöllum, meðal annars í Japan og Malasíu. Um tímabundna opnun er að ræða í sumar en ef vel tekst til verður áframhaldandi opnun næsta sumar. Þar sem eingöngu auðmenn dvelja á þessum stað eða koma við á lúxussnekkjum er vöruverð í hærri kantinum, enda ein- göngu lúxusvörumerki í boði. Verslunin og umhverfið var hannað af frægum ítölskum arkitekt, GioPagani. Verslunin er staðsett á bryggjunni þar sem snekkjurnar leggja að en lúxushótelin eru skammt undan. Qatar Holding eignaðist Harrods árið 2010, en fyrirtækið á fjögur lúxushótel í Porto Cervo og höfnina að auki. Það var Mohamed Al-Fayed sem seldi Harrods til Qatar, sem jafnframt eru stórir eigendur Sainsbury- verslanakeðjunnar. Forstjóri og framkvæmda- stjóri The Qatar Investment Authority er sheik Hamad bin Jassem bin Jabr Al Thani. Fyrirtækið er fjárfestingarfyrirtæki frá Katar sem notar olíu- og gassjóð til kaupa á eigu- legum fyrirtækjum um allan heim. Qatar Holding er dótturfyrirtæki QIA. HARRODS OPNAR VERSLUN Á SARDINÍU HARRODS Fyrsta Harrods-verslunin fyrir utan Bretland er á ítölsku eyjunni Sardiníu. Allir hafa gaman að því að ferðast til annarra landa og skoða menningu og mannlíf. Eftir að krónan hrundi varð hins vegar allt dýrt í útlöndum þannig að flestir héldu sig heima og ferðalög drógust mikið saman. Oddný Þóra Óladóttir, rannsóknarstjóri hjá Ferðamálastofu, segir að árið 2007 hafi verið einstakt ferðaár. Ferðamála- stofa heldur utan um tölur íslenskra farþega til og frá landinu. Oddný segir að ferðamannafjöldi hafi farið úr 470 þúsund manns árið 2007 í 254 þúsund árið 2009, sem er fækkun upp á 46%. Hins vegar hafi fjöldi ferðamanna verið að þokast hægt og sígandi upp á við. „Árið 2010 var farþegafjöldi 295 þúsund, árið 2011 var hann 342 þúsund, árið 2012 var hann 358 þúsund. Það sem af er þessu ári hefur orðið 2% fjölgun miðað við síðasta ár en gera má ráð fyrir enn meiri fjölgun í sumar,“ segir Oddný. VILJA STÖKKVA Í SÓLINA Daði Guðjónsson hjá Úrvali Útsýn segir að mjög vel hafi gengið að bóka í sólar- ferðir í sumar. „Við höfum fundið fyrir um 20% aukningu á sölu farmiða til sólar landa hjá Úrvali Útsýn miðað við sama tímabil í fyrra, en stöðug aukning hefur verið á eftirspurn eftir utanlands- ferðum eftir hrun. Þetta er góður vísir á að íslensk heimili séu eitthvað að rétta stöðuna hjá sér en þetta segir kannski aðallega það að óvissuástandið frá hruninu sé mun minna núna,“ segir hann. „Aukningin helst líka í hendur við aukið framboð hjá okkur, en við kynntum nýjan sólaráfangastað í sumar, Costa Brava, sem gengið hefur mjög vel í sölu. Ekki sakar að íslenska veðrið hefur ekki verið með besta móti og við höfum fundið mikið fyrir því að fólk vilji stökkva út í sólina.“ ■ elin@365.is FERÐAÞRÁIN GERIR VART VIÐ SIG Á NÝ SÓLIN LAÐAR Árið 2007 var mesta ferðaár Íslendinga til útlanda í sögunni. Þá fóru 470 þúsund manns í flug. Utanlandsferðir minnkuðu hins vegar mikið eftir hrunið. Margt bendir til þess að ferðaþráin sé að gera vart við sig á ný. NOTALEGT LÍF Margir vilja stökkva til sólar- landa þessa dagana. STJÖRN- URNAR Frægar Hollywood- stjörnur eru tíðir gestir á Sardiníu. *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Hafðu fjölpóstinn þinn inni í Fréttablaðinu. Það er áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða þjónustu beint inn á heimilin. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.