Fréttablaðið - 26.06.2013, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 26.06.2013, Blaðsíða 42
26. júní 2013 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 30 PEPSI-DEILDIN 2013 ÚRSLIT ÞÓR/KA - BREIÐABLIK 1-1 0-1 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (14.), 1-1 Arna Sif Ásgrímsdóttir (79.). FH - ÍBV 1-3 1-0 Teresa Marie Rynier (20.), 1-1 Shaneka Gordon (31.), 1-2 Sóley Guðmundsdóttir (65.), 1-3 Bryndís Jóhannesdóttir (67.). HK/VÍKINGUR - SELFOSS 1-2 0-1 Guðmunda Brynja Óladóttir (29.), 1-1 Arna Ómarsdóttir (53.), 1-2 Guðmunda Brynja (93.). VALUR - ÞRÓTTUR 6-1 1-0 Hildur Antonsdóttir (25.), 2-0 Elín Metta Jensen (43.), 3-0 Dóra María Lárusdóttir (45.), 4-0 Svava Rós Guðmundsdóttir (52.), 5-0 Elín Metta Jensen (64.), 5-1 Ásgerður Arna Pálsdóttir (68.), 6-1 Dóra María Lárusdóttir (80.). STJARNAN - AFTURELDING 5-1 1-0 Rúna Sif Stefánsdóttir (33.), 1-1 Aldís Mjöll Helgadóttir (53.), 2-1 Harpa Þorsteinsdóttir (63.), 3-1 Harpa Þorsteinsdóttir (73.), 4-1 Harpa Þor- steinsdóttir (85.), 5-1 Írunn Þorbjörg Aradóttir (92.). STAÐAN Stjarnan 8 8 0 0 30-2 24 Breiðablik 8 6 1 1 20-9 19 ÍBV 8 5 1 2 25-13 16 Valur 8 4 2 2 26-12 14 Selfoss 8 4 1 3 11-11 13 Þór/KA 8 3 3 2 15-11 12 FH 8 2 2 4 15-22 8 HK/Víkingur 8 1 1 6 11-28 4 Afturelding 8 1 1 6 4-25 4 Þróttur 8 0 0 8 2-26 0 NÆSTU LEIKIR ÍBV - Þór/KA mán. kl. 18.00 Breiðablik - Stjarnan mán. kl. 19.15 Afturelding - HK/Víkingur mán. kl. 19.15 Selfoss - Valur mán. kl. 19.15 Þróttur - FH mán. kl. 19.15 Ellert Hreinsson Mark Tubæk Sam Tillen Jóhannes Karl Guðjónsson Insa Francisco Eiður Aron Sigurbjörnsson Rúnar Már Sigurjónsson Gunnleifur Gunnleifsson Ármann Smári Björnsson Gunnar Már Guðmundsson Arnór Eyvar Ólafsson LIÐ UMFERÐARINNAR FÓTBOLTI „Ég var að finna mig mjög vel. Þetta var í fyrsta skipti í sumar sem ég spilaði alveg heill heilsu þannig að mér leið betur,“ sagði Arnór Eyvar Ólafsson, leik- maður ÍBV, sem átti skínandi leik fyrir sitt lið er það vann Fram, 1-0, í Eyjum. Arnór hefur verið að glíma við leiðindi í ökkla en öll þau vand- ræði eru nú að baki. Leikurinn var reyndar ekki mikið fyrir augað og ekki peninganna virði eins og maðurinn sagði. „Ef ég hefði verið í stúkunni hefði ég líklega viljað fá endurgreitt,“ sagði Arnór og hló við. „Það var afar lítið um heppnaðar sendingar framan af leik. Við vorum að komast í ágætar stöður en vorum klaufar á síðasta þriðjungnum. Það var í raun ekki fyrr en við komumst yfir sem leikurinn fór í gang.“ ÍBV er með 15 stig í sjötta sæti deildarinnar. „Það var gott að komast aftur á sigurbraut. Einnig mikilvægt að slíta okkur frá neðri hlutanum. Við viljum vera ofar.“ - hbg Hefði viljað fá endurgreitt Eyjamaðurinn Arnór Eyvar Ólafsson er leikmaður 8. umferðar hjá Fréttablaðinu. VAXANDI Arnór hefur bætt leik sinn mikið síðustu sumur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR FÓTBOLTI Fylkir hefur aldrei byrjað verr í efstu deild karla en nú. Liðið er með tvö stig eftir fyrstu átta leikina og fátt annað en fall blasir við Árbæingum með sama áframhaldi. Fylkismönnum gekk þó ágætlega fyrir tímabilið og voru margir stórhuga fyrir sumarið. Stefnan var sett á að vinna sér þátttökurétt í Evrópu- deildinni, sem er í besta falli fjar- lægur draumur í dag. „Af núverandi liðum í Pepsi- deildinni höfum við verið næst- lengst í deildinni samfellt. Og við höfum aldrei byrjað verr – það er bara staðreynd,“ sagði Ásgeir Ásgeirsson, formaður knatt- spyrnudeildar Fylkis, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Við höfum verið frekar óheppin með meiðsli upp á síðkastið, sem hefur gert það að verkum að þjálf- arinn [Ásmundur Arnarsson] hefur neyðst til að gera miklar breytingar á milli leikja. Því miður hefur það púsluspil ekki gengið nógu vel,“ segir Ásgeir en bendir þó á að liðið hafi bætt sig í síðustu leikjum, þá sérstaklega í varnarleiknum. „Fyrri hálfleikur gegn FH var til að mynda mjög fínn,“ sagði hann, en Fylkir hafði 1-0 forystu í hálfleik á mánudagskvöldið. FH vann að lokum 2-1 sigur. „Við höfum fengið á okkur mörg klaufaleg mörk sem hafa reynst dýrkeypt. En við höldum ótrauðir áfram og vonumst til þess að við getum snúið genginu við.“ Þurfum að kaupa leikmenn Þrjú lið, sem öll standa betur en Fylkir, hafa skipt um þjálfara á tímabilinu en Ásgeir segir að sú umræða hafi aldrei farið af stað innan stjórnar deildarinnar. „Við viljum þétta raðir okkar og stöndum við bakið á Ása. Það er ekki alltaf lausnin að skipta mönnum út. Við erum fyrst og fremst að ræða um hvað hægt er að gera til að bæta gengi liðsins.“ Ein leið til þess er að styrkja leikmannahópinn og segir Ásgeir að það verði gert þegar opnað verði fyrir félagaskipti um miðjan næsta mánuð. „Við þurfum að gera það, ekki síst vegna þess að við munum missa þrjá leikmenn í haust þegar þeir fara til Banda- ríkjanna í nám,“ segir hann, en þetta eru þeir Andri Þór Jónsson, Oddur Ingi Guðmundsson og Davíð Ásbjörnsson. Staðan metin er mótið er hálfnað Fylkir mætir toppliði KR á sunnu- dagskvöldið og svo Víkingi Ólafs- vík og ÍA í næstu deildarleikjum á eftir. Síðastnefndu tveir leikirnir munu hafa mikla þýðingu um botn- baráttuna enda þrjú neðstu lið deildarinnar, en þau hafa saman- lagt sex stig eftir átta umferðir. Eftir þessa leiki verður mótið hálfnað og Ásgeir segir að staðan verði endurmetin þá. „Það er ágætis tímapunktur til þess þá. Staðan er auðvitað ekki góð en það eru þó nokkur lið í vandræðum og nóg eftir af mótinu. Gengi liðsins hefur áhrif á allt starf félagsins og því vonumst við auðvitað til þess að það fari að birta til.“ eirikur@frettabladid.is Stöndum við bakið á Ása Fylkismenn ætla að endurmeta stöðuna þegar tímabilið í Pepsi-deild karla er hálfnað. Að loknum fyrstu átta umferðunum er liðið með tvö stig og hafa Árbæingar aldrei byrjað verr í efstu deild í sögu félagsins. NÝTUR TRAUSTS Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, nýtur enn trausts stjórnar knattspyrnudeildar til snúa gengi liðsins við eftir slæma byrjun. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Fyrir leik Fylkis gegn Sindra frá Höfn í Hornafirði í 16-liða úrslitum Borgunarbikarkeppni karla kvisaðist út að leikmenn hefðu greitt tíu þúsund krónur hver fyrir ferðakostnaði liðsins til Hafnar. Við það tilefni tóku stuðningsmenn Sindra sig til og settu í gang „söfnun“ til styrktar leikmönnum Fylkis. „Þessi umræða var auðvitað út í hött,“ segir Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar. „Upphaflega áætlunin var að fara akandi en við buðum leikmönnum upp á þann möguleika að fljúga ef þeir tækju þátt í kostnaðinum, sem þeir þáðu. Það var því gert, þrátt fyrir að það hafi á endanum kostað félagið meira en að leigja rútu. Staðan var því ekki verri en það,“ segir Ásgeir. „Við viljum reka félagið skynsamlega og erum með aðhald í rekstri. Enda hefur reksturinn gengið ágætlega.“ Ósk leikmanna að taka þátt í kostnaði Fylkir hefur aldrei fengið færri stig í fyrstu átta leikjum sínum í efstu deild karla: 2013 - ??? 2 stig (markatala: 7-16) 1996 - féll úr deildinni 3 (12-15) 1989 - féll úr deildinni 7 (7-14) 2010 - 9. sæti 8 (15-18) 1993 - féll úr deildinni 9 (8-17) 2008 - 9. sæti 9 (10-16) Fæst stig Fylkis FÓTBOLTI Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusam- bands Íslands dæmdi Stjörnumanninn Veigar Pál Gunnarsson í tveggja leikja bann í dag. Bannið fær Veigar fyrir olnbogaskot í leik Þórs og Stjörnunnar. Hann mun því missa af leikjum Stjörnunnar gegn ÍBV og Breiðabliki. Veigar Páll sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem hann baðst afsökunar. „Um algjört óviljaverk var að ræða [...]. Það var aldrei ætlun mín að meiða viðkomandi leikmann,“ sagði hann en Veigar baðst einnig afsökunar á ummælum sínum eftir leik, er hann gerði lítið úr liði Þórs. Stjörnumennirnir Garðar Jóhannsson og Ólafur Karl Finsen eru komnir í eins leiks bann vegna fjögurra áminninga, rétt eins og Blikinn Elfar Árni Aðalsteinsson. - esá Veigar Páll í tveggja leikja bann FÓTBOLTI Landsliðsmaðurinn Sölvi Geir Ottesen er nú án félags eftir að samningur hans við dönsku meistar- ana í FCK rann út á vormánuðum. Hann er nú staddur í Danmörku en leitin að nýju félagi gengur vel. „Ég á von á því að þetta skýrist á næstu dögum,“ sagði hann við Fréttablaðið í gær en gat þó ekki gefið frekari upplýsingar um gang mála. Hann hefur þó áður sagt að hann sé á leið frá Danmörku og stendur það enn til. Sölvi er 29 ára gamall. - esá Framtíð Sölva Geirs skýrist fl jótt FÓTBOLTI FH-ingurinn Guðjón Árni Antoníusson þarf að taka sér hvíld frá æfingum næstu tvær vikurnar eftir að hafa fengið höfuðhögg í bikarleik liðsins gegn Stjörnunni í síðustu viku. Frá því er greint á Fótbolti.net. Þetta var í annað skiptið á tímabilinu sem Guðjón Árni fékk slæmt höfuðhögg og því þarf hann að hvíla nú. „Þetta er hundleiðinlegt en ef maður horfir á þetta í stærra samhengi er betra að geta hreyft sig í framtíðinni,“ sagði hann. - esá Guðjón þarf hvíld eft ir höfuðhögg FÓTBOLTI KSÍ hefur vísað um- mælum Ólafs Þórðarsonar, þjálfara 1. deildarliðs Víkings, til aga- og úrskurðarnefndar sambandsins. Ólafur sagði eftir 2-2 jafntefli Víkinga gegn Haukum á laugardaginn að íslenskir dómarar væru að leggja lið sitt í einelti. Í síðustu viku var ummælum Heimis Gunnlaugssonar, varafor- manns knattspyrnudeildar Víkings, vísað til sömu nefndar. Heimir var í gær áminntur og Víkingur sektaður um 25 þúsund krónur. - esá Ummæli Ólafs fyrir aganefnd KSÍ Í FIMMTA SÆTIÐ Selfoss hoppaði upp fyrir Íslandsmeistara Þórs/KA með sigri á HK/Víkingi í gær. Hér er Valorie Nicole O’Brien í baráttu við Láru Hölludóttur, fyrirliða Selfyssinga. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SPORT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.