Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 29.01.1981, Page 1

Fréttir - Eyjafréttir - 29.01.1981, Page 1
SK&UÐ MUNIÐ EFTIR ÍSKALDA 1 LÍTERS ÖLINU í SKÝLINU v/Friðarhöfn una“ árið 1958, þá 13 ára gamall. Allan tímann hefur Páll staðið í markinu. En af og til hefur hann þó brugðið sér í aðrar stöður vallarins. Sem og allir vita, er Páll Týrari og muna margir enn, hve sigursælir Týt sigursælir Týrarar voru í bikar- kcppninni 1964, er þeir kappar komust í úrslit, en töpuðu í úrlsitaleiknum. Páll sagði í viðtali við Iþrótta- blaðið í fyrra: „Eg hef lært það, að maður á aldrei að segja aldrci því ég hef ætlað mér að hætta oft og mörgum sinnum, en alltaf snúið til baka." Þótt Páll sé orðinn „gamall" á fótboltavísu lætur hann cngan bilbug á sér finna og ætlar að verða með í sumar og ekki var verra að fá þá hvatningu, sem fylgir því að verða útnefnd- ur Iþróttamaður ársins í Vest- mannaeyjum. Fréttir óska Páli og hans fjöl- skyldu til hamingju með hcið- urstitilinn, og vonast til að Páll megi áfram skcmmta áhorfend- um fótboltans. r- Iþróttamaður ársins í Vestmannaeyjum 1980 Páll Pálmason, markvörður IBV, var s.l. þriðjudag útnefnd- ur „Iþróttamaður ársins í Vest- mannaeyjum 1980“. Páll er þriðji íþróttamaður- inn, sem hlýtur þessa heiðurs- nafnbót Rotary-klúbbs Vest- mannacyja, er áreiðanlega að allra dómi vel að henni kominn. Það þarf ekki að orðlengja um það, að Páll stóð sig með ein- dæmum vel s.l. kcppnistímabil hjá Iiði sínu í I. deildinni. Er haft á orði, að með harðræði og ákvcðni sinni hafi Páll verið hinn eiginlegi fyrirliði liðsins. Stappaði jafnan stálinu í með- bræður sína á vellinum, auk þess að standa sig frábærlega við markvörzluna. Páll fékk fótbolta „bakterí- Bíó á sunnudag N.k. sunnudagskvöld verð- ur frumsýnd hér gamanmyndin Funny people. Mynd þessi hefur hvarvetna slegið öll aðsóknarmet. Hún er tekin fólki að óvörum, og því stór- kostlega fyndin. Sýning myndarinnar er kl. 20.30 á sunnudagskvöld. r Iþróttakvikmyndir í Félags- heimilinu um helgina N.k. laugardag og sunnu- dag kl. 14.00 verða sýndar nokkrar kvikmyndir í Félags- heimilinu, sem fjalla um þjálfun og keppni í nokkrum íþróttagreinum. Knattspyrnan er þar efst á blaði, síðan handknattleikur og blak. Þjálfurum, iðkendum, svo og öðrum áhugamönnum, er bent á að notfæra sér sýningu þessa. Stefnt verður að þvi að fá hingað til sýninga fleiri kvikmyndir og þá í sem flest- um íþróttagreinum. Aðgangseyrir verður kr. 2 fyrir börn og kr. 5 fyrir fullorðna. Tómstundafulltrúi. MUNIÐ ÞAÐ/ Að við tökum allar tegundir af litfilmum tilframköllunar. Fram- köllunin tekur mjög skamman tíma. Reynið og sannfcerist! KJARNI sf RAFTÆKJAVERSLUN SKÓLAVEGI 1 - Síminn er 1300

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.