Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.1981, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.1981, Blaðsíða 2
r \FRETTIR I P Útgefandi: Eyjaprent h.f. - Ábm.: Guðlaugur Sigurðsson. Tölvu- f setning og offset: Eyjaprent h.f. Upplag: 2000 stk. vikulega. g: 2000 stk. vikulega. Skákfréttir Undirskriftalisti til stuðnings lögreglumönnum Nokkrir stuðningsmenn þeirra lögregiumanna, sem telja sig eiga undir högg að sækja hjá yfirboðurum sinum, hafa hafið undir- skriftasöfnun til stuðnings þeirra málstað. Eins og fram hefur komið i blaðinu hér er þessi deila enn óleyst og er ætlunin með undirskrifta- söfnuninni að skora á dómsmálaráðherra að hlutast til um iausn málsins. Einn forráðamanna þessarar söfnunar kom að máli við blaðið og bað fyrir birtingu þess texta, sem er efst á hverjum stuðnings- mannalista: Hr. dómsmálaráðherra Friðjón Þórðarson. Við undirritaðir bæjarbúar, sextán ára og eldri, í Vestmannaeyjum, förum þess á leit við yður að rannsókn verði hafin á því ófremdar- ástandi, sem ríkir innan lögreglunnar. Orsök þessa er, að um síðustu áramót var lögreglumanni vikið úr starfj án ástæðu og í framhaldi af því sjáum við fram á að missa héöan tvo aðra ágætis lögreglumenn, vegna stuðnings þeirra við hann. Teljum við þessa lögreglumenn vilja halda uppi réttlæti og heiðarleika í starfi sínu og berum fyllsta traust til þeirra, ekki síst vegna tengsla þeirra við íþrótta- og æskulýðsmál á undanförnum árum með góðum árangri. Því förum við fram á það við yður, að eitthvað raunhæft verði gert til lausnar þessa máls, þar sem lögregluyfirvöld hér í Vest- mannaeyjum hafa annaðhvort ekki getu, eða vilja, til þess að leysa það. Þess má að lokum geta, að listarnir liggja frammi m.a. i mörgum verslunum, matsölustöðum, frystihúsum o.fl. fyrirtækjum. Bað for- svarsmaöurinn fyrir söfnuninni blaöið fyrir áskorun til bæjarbúa að um stuðning við málstaöinn, og er það hér með gert. Vestmannaeyjadeild SIBS Fundur í Alþýðuhúsinu miðvikudaginn 25. mars kl. 20.30. Stjórnin. KÖKUBASAR Verðum með kökubasar í fundarsal íþrótta- miðstöðvarinnar laugardaginn 21. mars, kl. 14.00. 4. fl. Týs í knattspyrnu. Öllum þeim, sem glöddu mig á einn eöa annan hátt á 70 ára afmasli minu 13. mars síðastliðinn, sendi ég mínar bestu kveðjur og þakkir. Guð blessi ykkur öll. ísey Skaftadóttir, Vestmannabraut 25. v> Hraðskákmót Taflfélags Vest- mannaeyja var haldið s.l. sunnudag í Alþýðuhúsinu og hófst þaðkl. 14.00. 14 þátttakendur voru mættir til leiks, þar af tveir aðkomumenn, sem stunda hér sjóróðra í vetur, Gunnar Skarphéðlnsson og Magnús Hjart- arson. Tefldar voru 9 umferðir, og ifyrstu umferð mátti greina, að nokkur glimuskjálfti væri i mönnum, þvi að það voru hvorki fleiri né færri en fjórirkóngarsem þávorudrepnir.en í hraðskákmót er leyfilegt að drepa kónginn, ef menn hafa þar færi á. ( þessari fyrstu umferð drógust þeir saman, Kári Sólmundarson og Guðmundur Búason, en ég tel að sumu leyti hafi þetta verið eilitið óheppilegt vegna þess, að þetta eru sterkustu mennirnir, og ég hygg að spennan hefði orðið meiri ef þeir hefðu ekki þurft að tefla fyrr en nokkru seinna. Guðmundur fékk þarna strax 1,5 vinninga og Kári 0,5 og það var líkt og Kári færi þarna nokkuð úr (fúnksjón), þarna strax í byrjun mótsins. Stefán fór mjög geyst af stað og hélt fluginu mjög vel út allt mótið, og i kom hann þarna mönnum nokkuð á l óvart, en menn þurfa nú ekkert að I unarast þetta flug, því Stefán er i fjölhæfur skákmaður, og snjall í ýmsum (trixum) leikja. Þá mátti sjá, að aðkomumennirnir voru ekki alveg óvanir að handleika taflmenn eða klukku, þó sérstaklega Gunnar, sem tefldi sumar skákir sínar mjög vel. Aftur á móti var sem hinum yngri mönnunum, smum hverjum, væri afstaða til himintungla ekki sem best, og meira að segja andsnúin á köflum, og mátti vel greina það á sumum þeirra, og tali, þegar best heyrðist. Það hefur stundum verið sagt, að þeir sem stunda skák væri það nauðsynlegt að iðka innhverfa íhugun til þess að ná jafnvægi hug- ans og sálarinnar. Því einhversstað- ar stendur þetta ágætis spakmæli: Hljóður er hygginn maöur. Þegar ég var að fylgjast með þessum skákum, sem þarna voru tefldar, datt mér í hug bardaga- þátturinn, sem sýndur var í sjón- varpinu fyrir stuttu, þar sem menn Sturlu Sighvatssonar ráðast til inn- göngu í stakkgarðinn við Leirvogsá, (en ég myndi nú kalla heygarð) og sækja að Þorvaldi Vatnsfirðingi og Dansað hjá Tý N.k. laugardag heldur hand- knattleiksdeild Týs dansleik í Al- þýðuhúsin og hefst hann kl. 22.30 og stendur til kl. 02.00. Hljómsveitin Qmen 7 sér um fjörið og eins og allir vita bregð- ast strákarnir í þeirri hljómsveit ekki. Er því tilvalið fyrir alla Eyjamenn að fjölmenna og taka því létt eftir erfiða vinnuviku. Miðasala og borðapantanir verða í Alþýðuhúsinu milli kl. 18 og 19 á laguardag. Handknattleiksdeild Týs. mönnum hans. Höggvið var til beggja handa svo hratt að varla festir auga á og líkast því að mörg væru spjót á lofti í einu, og vopnaglamur mikið og menn gerðust móðir og sárir, og einhverjir lágu óvígir eftir í valnum. Ég vil segja, að þessir menn er þarna tefldu, væru gott lið, og hættu- legit andstæðingar hverjum þeim, er við þá vildu berjast. Úrslitin í þessu móti voru þessi: Guðmundur Búason var með 17 vinninga og langefstur, tapaði engri skák, en gerði tvö jafntefli, á móti þeim Kára og Stefáni. Kári Sól- mundarson var með 14 v. Stefán með 12. Lúðvík Bergvinsson með 11,5. ólafur Hermannsson með 10. Gunnar Skarphéðinsson meö 9,5. Öskar Sigmundsson og Ágúst Ó. Einarsson voru með 8,5. Páll Árna- son og Þorvaldur Hermannssonvoru með 8 vinninga. Elías Bjarnhéðins- son meö 6,5. Magnús Hjartarson með 5. Sævar Halldórsson með 4,5 og Daníel Grotefend með 2,5. Á eftir færði formaður félagsins, ólafur Hermannsson Guðmundi Búa- syni fagran bikar til varðveislu í eitt ár, en bikar þennan gaf Samfrost til verðlauna árið 1977 og þá vann Kári Sólmundarson hann. 1978 vann hann Björn Karlsson. 1979 vann Kári hann aftur, og 1980 vann hann Hrafn Oddsson, en þess má geta aö Hrafn gat ekki mætt til leiks sökum at- vinnu sinnar, en hann er til sjós. Þá gat formaður þess, að Kári hefði einnig átt að fá afhentan bikar fyrir að vera skákmeistari Vest- i manneyja árið 1981, en sökum þess j að ekki var búið að grafa á hann, þá yrði sú afhendin að bíða betri tima. Þá færði formaður einnig Óskari Sigmundssyni skákbókina, Týgran Petrosjan, fagurlega áritaða af Stef- áni Gíslasyni, fyrir að hljóta efst sætið í öðrum flokki. Þetta mót fór mjög vel fram, en það hefði þó ekki sakað ef menn hefðu getað drukkið saman kaffi- sopa eftir þetta puð, og spjallað eilítið saman um lífið og fram'tíðina. Ef til vill verður það næst, erslíkt mót verður haldið. Nú er heilmikið um að vera í skólaskákmótinu og verður vonandi hægt að skýra frá því áöur en langt um liður. Hver veit nema að þar leynist eitthvert meistaraefni? Sigmundur Andrésson. JC-DAGUR Á LAUGARDAG Laugardaginn 21. mars n.k. verður svokallaður JC dagur um allt land. JC félög um allt land brydda upp á ýmislegu í tilefni dagsins. Hér í Eyjum verður hjól- reiðakeppni barna og blað gefið út í tilefni dagsins, og sitthvað fleira. 1//DEO VHS & betamax - KVIKMYNDA- SPÓLUR Fyrirliggjandi að Skólavegi 8 (eftir kl. 7 á kvöldin). Verndaður vinnustaður Sjálfseignarstofnunin Vernd- aður vinnustaður hefur sótt um leyfi til að byggja iðnaðarhús- næði álóðsinni.semerámótum Faxastígs og Hlíðarvegar. LOKSINS KA Annað kvöld, föstudag, kl. 20 ætla KA menn að gera fjórðu tilraun til að komast hingað til Eyja og spila við Týrara, og nú skal það takast. Verði ekki flug á morgun, verður áfram reynt um helgina, en við vitum ekki hvort það verður á laugardag eða sunnu- dag, en það verður rækilega auglýst. Og takist ekki að fljúga um helgina, verðurreyntámánu- dag og má jafnvel búast við tveimur leikjum þá í næstu viku. Týrarar og aðrir stuðnings- menn, mætið nú öll, og hvetjið „liðið ykkar“ til sigurs, því ef við sigrum, er möguleikarTýs miklir í deildinni. Handknattleiksráð Týs.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.