Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 20.08.1981, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 20.08.1981, Blaðsíða 1
Stærsta fréttablað Eyjanna Eina óháða blaðið í Eyjum &? *Mr ^Wr *Mr *& á FRÉTTIIR fe 1| VIKUBLAÐ F ^ *$S+ *P&* **Pá& *í Fréttir koma út í 2300 ein- tökum vikulega 8. árgangur Vestmannaeyjum 20. ágúst 1981 33. tbl. Stöðvarnar: Opna á mánudag Frystihúsin hefja aftur mót- töku hráefnis nk. mánudag 24. ágúst. Sem kunnugt er hafa húsin verið lokuð síðan um Þjóðhátíð. Þó hafa nokkr- ir starfsmenn verið í vinnu í hverju húsi og hefur tíminn verið notaður til að lagfæra ýmislegt sem ekki vinnst tími til þegar vinnsla á sér stað. Þá hefur verið unnið í skreið og afskipanir verið á frystum fiski. Reikna má með að húsin fari rólega af stað, því fáir bátar eru á veiðum og togarar hafa verið í siglingum. B/v Sindri mun væntan- lega landa hér í næstu viku en hann fór á veiðar í fyrradag. Klakkur landaði í gær í Fær- eyjum, ca. 120 tonnum en mun næst landa heima. Breki er í Bodo í Noregi og er verið að yfirfara spilkerfi, en togar- inn seldi um 190 tonn í síðustu veiðiferð í V-Þýska- landi. Vestmannaey fór í sigl- ingu á Þýskaland í fyrrakvöld með um 190 tonn. Unnið hefur verið í frysti- húsi FIVE í þessum mánuði, en frekar rólegt hefur verið þar, en þar er nær eingöngu unninn koli. Hið sigursæla lið Vestmannaeyja-Þórs í 4. flokki. Góður árangur ungra Eyjamanna í knattspyrnu Sem kunnugt er, fór loka- keppni Islandsmótsins í 4. fl. í knattspyrnu fram hér í Eyj- um í síðustu viku. Strákarnir úr Þór voru meðal keppenda. Þeir sigruðu í sínum riðli í úrslitakeppninni með nokkr- um yfirburðum, unnu alla sína leiki örugglega og skor- uðu 17 mörk gegn 1. Það voru því Þór og Fram, sem léku til úrslita um ís- landsmeistaratitilinn í ár og lauk leiknum með jafntefli eftir hörkuleik, 1-1. Því verða þessi lið að leika aftur til úrslita, sennilega í Reykjavík, til þess að fá úr því skorið, hverjir séu bestir í 4. flokki. Á laugardagskvöldið var efnt til kaffisamsætis í Fé- lagsheimilinu á vegum Bæj- arsjóðs fyrir þátttakendur og starfsmenn. Stuðningsmanna- félag Þórs sá um hófið af myndarskap, þar voru veitt verðlaun og viðurkenningar. Elías Friðriksson (Ásmunds- sonar) var tilnefndur besti leikmaðurinn í sjálfum úr- slitaleiknum af sérskipaðri dómnefnd. Dómarar völdu prúðasta lið keppninnar og féll sá heið- ur í skaut Akureyrar-Þórs, báðir þessir aðilar hlutu bik- ara að launum. 100 JC félagar með fund í Eyjum N.k. laugardag hefst svo- kallaður FS fundur lands- stjórnar JC hreyfíngarinnar. JC hefur lagt undir sig allt Hótelið og stóra sal Félags- heimilisins að auki. Fram- kvæmdastjórn JC hreyfmgar- innar er landsstjórnin sjálf auk allra forseta aðildafélag- anna, sem eru nú 33 talsins. Landsforseti JC er nú Eggert J. Levy frá JC Húna- byggð. Mikið verður um að vera á laugardaginn hjá JC, fundir, námskeið o.fl. Slagur um stig í kvöld I kvöld kl. 19.00 hefst leikur milli KA og ÍBV í 1. deildinni. Búast má við að hart verði barist, en fyrri leik liðanna í deildinni lauk með sigri KA á Akureyri. En ÍBV sigraði KA í bikarkeppninni, sem kunnugt er. Svo allt getur gerst á vellinum í kvöld og ættu því bæjarbúar að fjöl- menna á þennan mikilvæga leik, sem með sigri ÍBV getur fleygt liðinu í ein efstu sæti deildarinnar. Nokkur minnisatriði: Við eigum albúm fyrir sumarmyndirnar - 12 tegundir af bílahátölurum - úrval af Makita topp- rafmagns- handverkfærum - Kassettutöskur - margar gerðir - Bæjarins mesta úrval af áteknum kassettum - Urval reiðhjóla á góðum kjörum Kjarni s/f - Skólavegi 1 Gott ferða- málarit um Island Tímaritið Áfangar, 4. tbl. er nýkomið út. Þetta tímarit hefur þá sérstöðu, að í því er fjallað um ísland eingöngu. Ritið er prýtt fjölda lit- og svarthvítra mynda, frá helstu ferðamannaslóðum á landinu. Ritstjóri Áfanga er Sigurð- ur Sigurðarson, og sagði hann í smáspjalli við Fréttir, að hann hefði verið hér í Eyjum í vor og fór hann þá til eggja með nokkrum eyjaskeggj- um. Mun Sigurður greina frá þessari ferð sinni í næsta tbl. Afanga, og verður talsvert skrifað um Vestmannaeyjar í því riti. Áskrifendafjöldi Áfanga er orðinn nokkuð stór víða um landið og hefur ritið hvar- vetna hlotið lof áskrifenda sinna, sem fer sífellt fjölg- andi. Hægt er að fá L, 2. og 3. tbl. annars árgangs Áfanga, og eru það samtals 280 bls. Hálfsársáskrift að ritinu kost- ar aðeins kr. 84. Við bendum lesendum Frétta á auglýsingu um tíma- ritið Afanga annarsstaðar hér í blaðinu. Tillaga að deili- skipulagi Nú hefur verið gerð hjá bæn- um deiliskipulag fyrir hluta af vesturbænum. Tillaga þess efnis mun liggja frammi í Ráðhúsinu til 15. október á venjulegum skrifstofutíma. Sjá nánar í auglýsingu í blaðinu. Skólarnir senn að byrja Nú líður að því að skól- arnir hefji göngu sína. Barna- skólinn verður settur þriðju- daginn 1. september n.k. í Landakirkju. Gagnfræða- og framhalds- skólinn verða settir 1. sept nk.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.