Fréttablaðið - 18.07.2014, Síða 6

Fréttablaðið - 18.07.2014, Síða 6
18. júlí 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hvað bjuggu margir Íslendinga við skort á efnislegum lífsgæðum í fyrra? 2. Hvaðan er dúettinn I am Dive sem nennti ekki ofan í Bláa lónið? 3. Hvaða tónlistarmaður skartar blómaskeggi á plötu sinni? SVÖR: 1. 6,7 prósent 2. Frá Spáni 3. Sindri Már Sigfússon HÚSNÆÐISMÁL Mikill fjöldi íbúða í eigu Íbúðalánasjóðs er ónýttur á meðan mikill skortur er á leigu- íbúðum. Magnús Stefánsson, bæj- arstjóri í Garði, hefur óskað eftir fundi með stjórn Íbúðalánasjóðs en þar í bæ er á fimmta tug tómra leiguíbúða í bænum þótt eftir- spurnin sé mikil. „Þessar íbúðir væru allar í nýt- ingu stæði það til boða,“ segir hann. Ef við gefum okkur að þrír leigðu í hverri íbúð væri að minnsta kosti 120 íbúum fleira í Garði ef íbúðirnar stæðu til boða. Magnús segist búast við því að nágrannasveitarfélögin muni sameinast um að leysa málið með Íbúðalánasjóði en svipaður vandi finnst þar, til dæmis í Vogum og Sandgerði. Segir hann að það geti ekki verið nokkurs hagur að íbúð- irnar standi auðar því enginn haldi þeim við né görðunum í kring sem séu ekki bæjarprýði eins og sakir standa. Ekki bætir það stemninguna að sjá síðan byggingu Garðvangs standa auða en hjúkrunarheim- ilinu var lokað og vistfólk þess sent til Nesvalla sem teknir voru í notkun í Reykjanesbæ í mars síðastliðnum. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær, segir bæjarstjór- inn, að eftirspurnin eftir húsnæði beri það með sér að gott sé að búa í Garði. - jse Þrátt fyrir eftirspurn eftir leiguhúsnæði í Garði stendur fjöldi íbúða tómur: Yfir fjörutíu íbúðir standa tómar MAGNÚS STEFÁNSSON Bæjarstjór- inn segir það gríðarlega erfitt að fá leiguhúsnæði í Garði en þó vantar ekki íbúðirnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FERÐAÞJÓNUSTA Sýslumaðurinn á Húsavík samþykkti í gær lög- bannsbeiðni á gjaldtöku við Kröflu og við hverina austan Námaskarðs. Gjaldtaka hófst þann 18. júní síð- astliðinn og var starfrækt af Land- eigendum Reykjahlíðar ehf. Gerðarbeiðendur eru alls sjö og eru allir landeigendur í Reykjahlíð. Lögbannið tekur gildi þegar gerðarbeiðendur hafa lagt fram 40 milljónir króna í tryggingu. Frest- ur er veittur til hádegis, miðviku- daginn 23. júlí Ólafur H. Jónsson, forsvarsmað- ur gjaldtöku Landeigenda Reykja- hlíðar, telur gerðarbeiðendur aðeins hugsa um eigin hag í stað þess að hugsa um hag náttúrunnar í eigin landi. „Við búum í svolítið sérkennilegu þjóðfélagi, þar sem landeigendur setja lögbann á sjálfa sig. Það segir manni svolítið um það á hvaða for- sendum þeir gera það. Þeir eru ekki að hugsa um verndun náttúr- unnar og lands síns, heldur aðeins um eigin hag og að missa ekki spón úr aski sínum við að selja gistingu og annað slíkt,“ segir Ólafur. Ólafur segir að nú þurfi meiri- hluti landeigenda að grípa til ann- arra aðferða til að vernda nátt- úruna í landi sínu. „Það er alveg ljóst að við munum halda gjaldtöku áfram þangað til lögbannið verð- ur staðfest, nú ef það verður svo staðfest þá grípum við til þeirra aðgerða að loka landinu fyrir ferðafólki til að tryggja vernd nátt- úrunnar á svæðinu.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráð- herra ferðamála, telur þurfa breiða sátt um niðurstöðu í uppbyggingu ferðamannastaða. „Þessi niðurstaða kom mér ekki á óvart miðað við fordæmið af sambærilegu mál við Geysi í Haukadal fyrr í sumar. Þar var ekki heldur eining meðal land- eigenda um að hefja gjaldtöku inn á svæðið. Niðurstaðan styrk- ir mig í þeirri trú að það þurfi að ná breiðri sátt um lausn í þessum málum líkt og ég hef áður talað fyrir. Gjaldtaka er ekki markmið í sjálfu sér heldur það að tryggja fjármögnun til uppbyggingar og verndun náttúrunnar – „vörunn- ar“ sem um 80% erlendra ferða- manna koma hingað til upplifa“, segir Ragnheiður Elín Árnadótt- ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, innt eftir viðbrögðum við lögbanni á gjaldtöku í landi Reykjahlíðar í Mývatnssveit. sveinn@frettabladid.is Landeigandi vill loka fyrir aðgengi Sýslumaðurinn á Húsavík lagði í gær lögbann á gjaldtöku Landeigenda Reykja- hlíðar ehf. á tveimur stöðum í landi sínu. Gerðarbeiðendur eru einnig land- eigendur. „Þeir eru aðeins að hugsa um eigin hag,“ segir Ólafur H. Jónssson. LÖGBANN Sýslumaðurinn á Húsavík hefur lagt lögbann á gjaldtöku ferðamanna landi Reykjahlíðar MYND/VÖLUNDUR Það er alveg ljóst að við munum halda gjald- töku áfram þangað til lögbannið verður staðfest. Ólafur H. Jónsson forsvarsmaður gjaldtöku Landeigenda. Þessi niðurstaða kom mér ekki á óvart miðað við fordæmið af sambæri- legu máli við Geysi í Haukadal Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra. NOREGUR Stöðva á innflutning og landamæraverslun með svína- kjöt frá Danmörku þegar í stað. Þetta er mat norsks prófessors í lýðheilsufræði, Steinars West- in. Hann segir áttatíu prósent danskra svína í sláturhúsum smituð af bakteríum sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum. Prófessorinn segir að það hefði alvarlegar afleiðingar ef bakt- eríurnar bærust í svínakjöti inn á sjúkrahús. Norska fréttaveitan NTB greindi frá. - ibs Norskur lýðheilsuprófessor: Viðvörun við dönsku kjöti VEISTU SVARIÐ? RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS Hvað er SONOS? Sonos er kerfi þráðlausra hátalara og hljómtækja. Það sameinar stafræna tónlistarsafnið þitt og útvarpsstöðvar í einu appi sem þú getur stjórnað frá hvaða síma eða spjaldtölvu sem er. Spilaðu það sem þú vilt hvar sem er á heimilinu í gegnum Sonos kerfið sem er mjög einfallt í uppsetningu. FÁÐU ÞRÁÐLAUSAN AÐGANG AÐ TÓNLISTINNI Í ÖLLUM HERBERGJUM HÚSNÆÐISMÁL Íbúasamtökum Rauf- arhafnar ofbýður ástandið á einu blokk bæjarins sem hefur staðið auð í nokkur ár. Hafa þau því sent bæjarráði Norðurþings og Leigubæ, sem er eigandi hennar, erindi þar sem þess er krafist að öllum tiltæk- um ráðum verði beitt til að koma blokkinni í viðunandi horf. Í erindi til Norðurþings segir: „Engin kynding er á hluta hússins þar sem rafmagnsreikningar hafa ekki verið greiddir. Ekkert viðhald eða endurbætur hafa farið fram á húsinu í mörg ár og eru margar íbúðir varla hæfar til búsetu. Blokk- in stendur á áberandi stað á Raufar- höfn og er ásýnd hennar mikið lýti á annars fallegu þorpi.“ Telja þau einnig að hætta sé á því að húsið eyðileggist og að enginn muni treysta sér til þess að koma því í viðunandi horf ef ekki verði tekið til hendinni sem fyrst. Bergur Elías Ágústsson sveitar- stjóri segir að unnið sé að lausn málsins en ekki sé hægt að greina frá þeim gangi frekar nú. - jse Íbúasamtök Raufarhafnar hafa sent húseiganda og yfirvöldum erindi: Hafa áhyggjur af auðri blokk BLOKKIN Á RAUFARHÖFN Hún má muna sinn fífil fegri enda orðin lýti á ljómandi fallegu þorpi. MYND/JÓNAS FRIÐRIK

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.