Fréttablaðið - 18.07.2014, Side 16

Fréttablaðið - 18.07.2014, Side 16
18. júlí 2014 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 16 Í þýska tímaritinu Focus birtist nýlega (júní 2014) athyglisverð grein um ýmis ný meðferðarúrræði við krabbameinum sem væru í þróun og lofuðu góðu. Fjallað er um einar sex mismunandi leiðir í baráttunni. Þessar rann- sóknir eru komnar mis- langt og verða meðferð- irnar væntanlega mjög kostnaðarsamar. Hefð- bundnar meðferðir við krabbameinum hafa gefist misvel, stundum tekst að lækna meinið en of oft skilar meðferðin ekki tilætl- uðum árangri. Bent er á að enn sé aðeins hægt að lækna um helm- ing krabbameinssjúklinga. Þótt stór hluti sjúklinga sé aldraðir þá er mikill fjöldi fólks á fertugs- og fimmtugsaldri að deyja úr krabba- meinum. Mikill áhugi er á óhefðbundn- um meðferðum við krabbameinum og hafa menn farið ýmsar leiðir í örvæntingarfullri leit að leiðum til að stöðva vöxt á krabbameininu og jafnvel eyða því þegar hefðbundn- ar meðferðir hafa ekki skilað til- ætluðum árangri. Stundum hefur slík leit skilað þeim árangri sem að var stefnt. Læknar eru tregir til að mæla með óhefðbundnum með- ferðum og vilja eðlilega bíða eftir klínískum rannsóknum á gagn- semi slíkra meðferða. Klínískar rannsóknir taka oft langan tíma og eru verulega kostnaðarsam- ar. Áhugi lyfjafyrirtækja er yfir- leitt lítill á náttúruefnum ef ekki er unnt að taka einkaleyfi á virku náttúruefnunum. Hér í þessari grein verður bent á eina óhefðbundna meðferð á krabbameinum sem hefur í mörg- um tilfellum skilað mjög góðum árangri, stöðvað vöxt á krabba- meininu og jafnvel eytt æxlunum. Íslenskir og erlendir einstakling- ar sem voru með krabbamein hafa fengið bata. Aðferðin er einföld og ódýr og hráefnið er krydd sem er fáanlegt í næstu matvöruverslun. Kryddjurtir og krabbamein Eitt af þeim efnum sem mikið er rannsakað og fjallað verður um er curcumin sem er í rót- inni á turmerik en það er einkum í kryddblönd- unni karrý. Kryddjurtir hafa verið notaðar til að styrkja forvarnir í bar- áttu við ýmsa sjúkdóma. Rannsóknarvirkni á þessu sviði fer ört vaxandi og er unnt að fylgjast með fjölda ritrýndra vísindagreina í gagnagrunninum PubMed (US National Library of Medicine). Þar má sjá að 2.540 greinar hafa verið birtar um curcumin og krabbamein, 279 greinar um engifer og krabbamein og 42 greinar um svartan pipar og krabbamein. Þessar rannsóknir sýna að efni þessi geta hindrað vöxt margvíslegra krabbameina og jafnvel stuðlað að eyðingu þeirra. Erfitt reyndist að finna leið til að auka frásog eða upptöku curcum- ins í blóðið því frásogið var lítið og niðurbrotið var ört. Farnar hafa verið ýmsar leiðir en einfaldasta leiðin reyndist vera að nota sam- hliða túrmerikdufti svartan pipar. Virka efnið í turmeric er cur- cumin og tvö önnur áþekk curc- umin efni en piperine nefnist virka efnið sem er í svörtum pipar. Frá- sog eða upptaka curcumins í blóðið gengur hægt og curcumin brotnar einnig hratt niður í líkamanum og gefur því minni virkni en við var búist. Með því að nota samtímis svarta piparinn þá dregur piperine sem kemur úr piparnum úr niður- brotinu á curcumin og margfaldar upptöku eða frásog á curcumin og gerir það miklu virkara. Rannsóknir sýna að curcumin og piperine eru skaðlaus efni sem virka gegn krabbameinsfrumum og krabbameinsæxlum og einnig almennt gegn bólgum og ýmsum bólgutengdum sjúkdómum. Er mönnum bent á að kynna sér þessa umfjöllun á netinu. Sýnt hefur verið í fjölda klínískra rannsókna að turmerik og pipar eru örugg til neyslu enda hafa þau verið notuð um aldir sem krydd við matseld. Ef þið hafið hug á að prófa cur- cumin jurtaseyði (þ.e. túrmerik og pipar ásamt engifer, sem er að finna í kryddhillum matvöruversl- ana) þá er hér ein ódýr uppskrift: Takið einn lítra af eplasafa (eða vatni) og hitið að suðu. Látið tvær teskeiðar af túrmerikdufti og eina teskeið af möluðum svörtum pipar út í vökvann ásamt um 2-3 grömm af niðursneiddu afhýddu engifer og hrærið vel. Hitið að suðumarki í 5-10 mín., kælið niður og síið svo í gegnum grisju. Látið síðan jurta- veigina á glerflösku og drekkið 1 glas á dag í forvarnarskyni en 3-4 glös ef hugað er að meðferð við krabbameini. Þessi drykkur fær bragð af engifer og bragðast ágætlega. Engin neikvæð áhrif hafa komið fram við neyslu og hafa margir krabbameinssjúkling- ar haft mikið gagn af þessu seyði. Hafa sumir krabbameinssjúkling- ar jafnvel notað þetta seyði sam- hliða lyfjameðferð en ráðlegt er þá að gera það með vitund læknisins. Tilvísanir: ■ Curcumin: a promising agent targeting cancer stem cells. ■ Zang S, Liu T, Shi J, Qiao L. Anticancer Agents Med Chem. 2014;14(6):787-92. ■ Curcumin in chemoprevention of breast cancer. Terlikowska K, Witkowska A, Terlikowski S. ■ Postepy Hig Med Dosw (Online). 2014 Jan 2;68(0):571-8. doi: 10.5604/17322693.1102294. ■ Curcumin and lung cancer-a review. Mehta HJ, Patel V, Sadi- kot RT. Target Oncol. 2014 May 21. [Epub ahead of print] ■ Molecular approaches toward targeted cancer prevention with some food plants and their pro- ducts: inflammatory and other signal pathways. Khuda-Bukhsh AR, Das S, Saha SK. Nutr Can- cer. 2014;66(2):194-205. doi: 10.1080/01635581.2014.864420. Epub 2013 Dec 30. Óhefðbundin meðferð við krabbameinum HEILBRIGÐIS- MÁL Sigmundur Guðbjarnason prófessor emeritus ➜ Hér í þessari grein verður bent á eina óhefðbundna meðferð á krabbameinum sem hefur í mörgum til- fellum skilað mjög góðum árangri ... AF NETINU Ísland er meira en hálft í Evrópusambandinu– og nýtur góðs af ESB Deilt er um þá yfirlýsingu Jean-Claude Junckers, hins nýja formanns fram- kvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að nýjum ríkjum verði ekki hleypt inn í ESB næstu fimm árin. Reyndar er spurning hvort Juncker ræður þessu– hann þarf náttúrlega að hafa stuðning ríkjanna sjálfra, eru til dæmis Þýskaland og Frakkland á þessu máli, nú eða Bretland og Svíþjóð? Fyrir Ísland breytir þetta svosem ekki miklu. Fátt bendir til annars en að ríkisstjórnin sem nú situr þrauki út kjör- tímabilið. Hún er ekki að fara að leiða Ísland inn í Evrópu- sambandið. Spurningin er frekar sú hvort hún reyni aftur að slíta íslenska aðildarferlinu, eins og hún freistaði að gera í vetur, en varð þá afturreka? Líklegra er að hún láti hlutina vera eins og þeir eru– að Ísland sé áfram aðildarþjóð en engar samningaviðræður séu í gangi. Pólitískt séð er það klókast– hópurinn sem telur það algjört frágangsmál að slíta viðræðunum er fámennur og áhrif hans fara þverrandi. Stjórnin getur alveg unað við stöðuna eins og hún er nú. En þegar maður dvelur í Evrópu, eins og ég hef gert undanfarnar vikur– í Grikklandi og Þýskalandi– og skoðar stóra sýningu um fyrri heimstyrjöldina í sögusafninu í Berlín, þá finnst manni eins og spurningin um ESB-aðild Íslands sé afskaplega léttvæg. Við erum með rúmlega hálfa aðild í gegnum EES og Schengen– og það sem meira er, við njótum góðs af friðnum og stöðugleikanum í Evrópu. http://eyjan.pressan.is/silfuregils Egill Helgason Umsókn Costco um að opna verslun hér á landi hlýtur að valda innlendum fram- leiðendum og verslunum áhyggjum. Áhugi þeirra á Íslandi er sérstakur, þar sem þeir hafa einungis starfsemi í tveimur lönd- um í Evrópu í dag, í Bret- landi og á Spáni. Okkar pínulitli markaður er greinilega meira spenn- andi en meginland Evrópu. Costco nær betra verði en heild- salar hér á landi vegna stærðar sinnar. Heildsalar hér taka sína álagningu og hafa haft afar góða afkomu undanfarin ár. Costco stærir sig af því að leggja einungis 14% að meðaltali á vörur á meðan Hagar eru með yfir 30% álagningu að meðaltali. Costco mun því hafa jákvæð áhrif en það eru líka gallar sem fylgja komu þeirra. Costco mun væntanlega flytja inn vörur sem munu taka markað af íslenskum framleiðendum. Afleið- ingar þess eru tvenns konar; að störfum fækkar og gjaldeyrisstaða þjóðarbúsins versnar til lengri tíma, sem leiðir til lakari lífskjara. Um 25-30% af matarkörfunni hér á landi er innlend vara og um 40% eru landbúnaðarvörur. Ég fann ekki tölur um framleiðsluvirði mat- vælaframleiðslu en framleiðslu- virði landbúnaðar til matvæla- framleiðslu er um 35 milljarðar króna. Það eru tekjur bænda fyrir utan styrki. Þá á eftir að vinna hrá- efnin sem skapar virðisauka sem neytandinn greiðir fyrir. Áætla má að virðisauki framleiðslu sé í það minnsta 10 milljarðar í viðbót. Gróflega er því landbúnaður einn að spara okkur í það minnsta 45 milljarða á ári í gjaldeyri og önnur framleiðsla sparar okkur gjaldeyri a.m.k. 20-30 milljarða á ári. Matvælaiðnaður fyrir utan land- búnaðinn er í raun mun veikari fyrir, þar sem landbúnaðurinn nýtur verndar vegna fjarlægð- ar, tolla og heilbrigðisreglna. Við- skiptajöfnuður Íslands var jákvæð- ur um 110 milljarða árið 2014. Það er um 4% af skuldum þjóðarbúsins fyrir utan skuldir innlánsstofnana í slitameðferð. Samkeppnisstaðan betri Við sem þjóð erum mjög skuldsett í erlendum gjald- eyri. Gjaldeyri, sem við notum til að kaupa erlendar framleiðsluvörur, notum við ekki í afborganir lána. Því gæti keðja eins og Costco veikt verulega stöðu fram- leiðenda hér á landi og í raun rýrt lífskjör sökum veikari gjaldeyrisjafnaðar. Samkeppnisstaða Costco er betri en Haga. M.a. þar sem Costco þarf ekki að greiða íslenska vexti. Costco mun vera með fjármögnun í erlendri mynt sem ber vexti í samræmi við efnahagsástand í alþjóðahagkerf- inu. Hér á landi er í lögum að lífeyr- issjóðir eigi að bera 3,5% raunvexti. Þessi krafa er algjörlega úr takti við raunveruleikann því hvergi í veröld- inni er hægt að fá örugga 3,5% raun- vexti. Costco mun ekki taka íslensk lán, en Hagar geta ekki fjármagnað sig í erlendri mynt né framleiðend- ur íslenskra vara. Hagar þurfa því hærri álagningu þar sem skuldir þeirra eru í íslenskri krónu sem lýtur ekki lögmálum alþjóðamarkaðarins um vexti. Costco mun ekki borga skatta á Íslandi frekar en álverin, sem búa til lán sem eru í eigu systurfélaga í skattaskjólum. Stór alþjóðleg fyr- irtæki geta í gegnum skattaskjól komið sér hjá því að greiða skatta hér á landi. Skattar lækka arðsemi fyrirtækja og því hærri sem skattar eru því hærri álagningu þarf. Hagar hafa takmarkaða getu til að lækka skattgreiðslu hér á landi. Koma Costco, ef af verður, mun hafa veruleg áhrif á verslun og fram- leiðslu á Íslandi og félagið mun hafa mikið samkeppnisforskot. Skattalög hér leyfa fyrirtækjum að vera með lán frá erlendum móðurfélögum og eyða út hagnaði sem myndast hér. Atvinnulíf hér á landi býr ekki við sambærilega vexti og í OECD og fjármögnun hér er ekki samkeppnis- hæf miðað við alþjóðamarkað. Á meðan lífeyrissjóðirnir halda uppi vaxtastigi hér sem er hærra en lang- tímahagvöxtur mun íslenskt atvinnu- líf vera sífellt í meiri vandræðum með erlenda samkeppni, bæði í net- verslunum og við erlend fyrirtæki. Hagar gegn Costco – er jafnt gefi ð? FJÁRMÁL Jón Þór Helgason viðskiptafræðingur Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.