Fréttablaðið - 18.07.2014, Side 20

Fréttablaðið - 18.07.2014, Side 20
FÓLK|HELGIN ALLIR ERU VELKOMNIR „Mikil áhersla er lögð á fjölskyldustemningu á hátíðinni og bjóðum við börn sérstaklega velkomin,” segir Krist- björn R. Sigurjónsson sem sést fyrir miðri mynd í ljósbláum bol. Hann hefur keppt öll árin nema árið 2012. Árleg Hlaupahátíð verður haldin á Ísafirði og í nágrenni um helgina en þetta er sjötta árið í röð sem hún er haldin. Hlaupahátíðin hefur fest sig í sessi sem skemmtileg fjölskylduhátíð en þar geta allir fjöl- skyldumeðlimir fundið eitthvað við sitt hæfi. Meðal keppn- isgreina er hálft maraþon, 10 km hlaup, nokkrar gerðir utanvegahlaupa og sjósundsgreina, auk hjólreiðakeppni. Kristbjörn R. Sigurjónsson tekur þátt um helgina en hann hefur keppt öll árin nema árið 2012 þegar hann tók þátt í Járnkarlinum í Frankfurt í Þýskalandi. Hann segir hátíðina vera einstaka enda blandist þar saman margar kynslóðir sem keppi í ólíkum greinum og skemmti sér vel. „Sjálfur hef ég alltaf hlaupið hálfmaraþonið á föstudeg- inum en þetta er 18. árið sem ég keppi í slíkum hlaupum. Tvisvar hef ég keppt í þríþraut og Vesturgötuhlaupið, sem er 24 km, hef ég einnig hlaupið þrisvar sinnum. Mér hefur gengið þokkalega þess ár, stundum náð verðlaunasæti og stundum lent aftar í röðinni.“ Sjálfur er Kristbjörn 53 ára gamall og búinn að stunda hlaup í tæp 20 ár. „Ég byrjaði að hlaupa árið 1995, hef stundað skíðagöngu frá árinu 1996 og þríþraut síðan 1998.“ Undanfarin ár hafa um 300 einstaklingar tekið þátt og margir taka þátt í tveimur eða fleiri greinum. Bestu hlaup- arar landsins mæta til leiks sem og áhugamenn um hlaup, hjólreiðar og sund. „Mikil áhersla er lögð á fjölskyldu- stemningu á hátíðinni og bjóðum við börn sérstaklega velkomin. Oft hleypur t.d. annað foreldrið Óshlíðarhlaupið á föstudegi og svo hitt Vesturgötuna á sunnudegi.“ Að sögn Kristbjörns er bæjarbragurinn alltaf skemmti- legur á Ísafirði en hann verður mun líflegri þegar svo margt dugmikið fólk kemur í heimsókn. „Ísafjörður er nafli alheimsins um páska þegar tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður er haldin, einnig í byrjun maí þegar Fossavatns- gangan er haldin á gönguskíðum, um miðjan júlí í kringum Hlaupahátíðina og svo um verslunarmannahelgina þegar Mýrarboltinn er.“ KEPPNI Í NAFLA ALHEIMSINS HLAUPAHÁTÍÐ Kynslóðir keppa og skemmta sér saman á árlegri Hlaupahátíð um helgina á Vestfjörðum. Hátíðin er haldin sjötta árið í röð og keppa um 300 manns á öllum aldri. Keppt er í nokkrum hlaupagreinum, hjólreiðum og sjósundi. HRESSAR Keppt í 10 km hlaupi í Dýrafirði.Í FJÖRUNNI Hjólað undir Skútabjörgum í Arnarfirði. LAGT AF STAÐ Keppendur hefja 21 km Óshlíðarhlaupið í Bolungarvík. MYNDIR/GUÐMUNDUR ÁGÚSTSSONS Sunnudaginn 20. júlí eru 45 ár frá því menn lentu í fyrsta sinn á tunglinu. Af því tilefni stendur The Exploration Museum á Húsavík fyrir átta daga dagskrá sem hófst á miðvikudaginn, sama degi og Apollo 11 lagði af stað í hina sögufrægu ferð 1969. Spiluð verða öll samskipti geim- farsins við jörð í rauntíma en ferðin tók 195 klukkustundir. Hlynur Þór Jensson hefur tekið saman allar hljóðupptökurnar og raðað þeim í tímaröð miðað við íslenska klukku. Hápunktinum er náð á sunnudag- inn þegar spiluð verður upptaka frá tungllendingunni og fyrstu tunglgöngunni. Tunglið sjálft mun skipa heiðurs- sess á safninu á sunnudagskvöld. Tónlistarfólk mun leika lög um tunglið, flutt verða ljóð um tunglið og Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, fjallar stuttlega um hina sögufrægu tunglgöngu Af þessu tilefni verður miðnæt- uropnun í safninu á sunnudag og aðgangur ókeypis. Áður en Apollo-geimfararnir héldu til tunglsins voru þeir sendir til Íslands til æfinga og eru margir munir og ljósmyndir frá æfingum þeirra hér á landi til sýnis í safninu á Húsavík. TUNGLLENDINGU FAGNAÐ Á HÚSAVÍK SAFN UM LANDKÖNNUÐI The Exploration Museum á Húsavík heldur upp á að 45 ár eru liðin frá fyrstu tungllendingunni. GEIMBÚNINGUR Neil Armstrong kom til Íslands að æfa fyrir tunglgönguna.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.