Fréttablaðið - 18.07.2014, Side 28

Fréttablaðið - 18.07.2014, Side 28
Lífi ð FRÉTTABLAÐIÐ Samfélagsmiðlar og bloggið. The Vanilla Bean Blog http://thevanillabeanblog.com/ Sarah Kieffer stofnaði bloggið The Vanilla Bean Blog einfaldlega vegna þess að hún elskar að baka. Hún er sjálflærður bakari en hefur viðað að sér reynslu og þekkingu með því að vinna í ýmsum bakaríum í Minneapolis í Bandaríkjunum. The Vanilla Bean Blog var valið besta bökunar- og eftirréttablogg ársins 2014 af lesendum vefsíðunnar Saveur en Sarah sjálf segir að hún hafi ekki viljað að bloggið innihéldi aðeins fullt af upp- skriftum. Hún vildi búa til arfleifð fyrir fjölskyldu sína því þegar hún gekk með blogghugmyndina í maganum gerði hún sér grein fyrir því að fjölskylda hennar ætti engar matarminningar. Sarah á tvö börn og þau eru drifkraftur hennar. Hún vill skilja eitthvað eftir fyrir þau og einnig skapa minningar tengd- ar mat fyrir fjölskyldu sína. Það er því skemmtilegt að gramsa í blogginu hennar því oftar en ekki flétt- ast skemmtilegar fjölskyldusögur inn í matarfróðleik og uppskriftir. BLOGGARINN BESTA BÖKUNARBLOGG ÁRSINS 2014 Joanne Manaster @sciencegoddess Twitter-síða líffræðingsins Joanne Manaster hefur náð á ýmsa lista yfir Twitter-síður sem geta gert þig aðeins klárari. Hún tístir um alls kyns fróðleik og gerir hann skemmtilegan og afar aðgengileg- an fyrir þá sem vita ekki mikið um líffræði. Stundum birtir hún líka myndbönd sem eru ekki síður fræð- andi og fyndin. Who What Wear https://www.facebook.com/ WhoWhatWear/ Hér er hægt að finna allt og ekkert um tísku. Farið er ofan í saumana á því í hverju stjörnurnar eru, hvort sem það er á rauða dreglinum eða á heilsubótargöngu, og boðið upp á ráð um hvernig megi nota hitt og þetta sem fyrirfinnst í fataskápnum. Ekki er einblínt á hátísku heldur einnig tísku á viðráðanlegu verði fyrir hinn almenna borgara. robpruitt5000 http://instagram.com/ robpruitt5000 Post-popplistamaðurinn Rob Pruitt er óhræddur við að setja verk inn á Instagram sem eru ansi frábrugð- in því sem gerist og gengur. Hann er afar vinsæll á síðunni og fylgjast tæplega þrjú þúsund manns með honum. Hann býður meðal ann- ars upp á listaverkaröð sem heit- ir Partídýr þar sem dýrabangsar sjást svífa um með ský í bakgrunni. Flippað og frekar töff á skringileg- an hátt. DAGAR til 2. ágúst í Smáralind og í Keflavík 20 afsláttur /00 Umboðs- og dreifingaraðili Ray Ban á Íslandi www.facebook.com/OpticalStudio Andrea Stefánsdóttir, Ray Ban mod 3025

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.