Akureyri


Akureyri - 27.02.2014, Qupperneq 6

Akureyri - 27.02.2014, Qupperneq 6
6 8. tölublað 4. árgangur 27. febrúar 2014 Foreldrar svindl- uðu á eigin prófi Alvarlega er tekið á prófsvindli barna en sjaldgæfara er að upp komist um foreldra skólabarna sem svindla á prófi og ætti ábyrgð þeirra þó að vera meiri. Á fréttvaefnum 641 segir frá máli þar sem Stjórnir foreldrafélaga Litlulaugaskóla í Reykjadal, Hafra- lækjarskóla og Barnaborgar í Aðal- dal sendu tölvupóst á alla foreldra barna í þessum skólum þar sem þeir voru beðnir um að svara rafrænni könnun um skólamál í Þingeyjar- skóla þann 12. febrúar sl. Í þessari könnun var aðeins ein spurning en gefnir voru fimm svarmöguleikar við henni. Var þess óskað að foreldrar væru búnir að svara könnuninni fyr- ir 15. febrúar svo tími gæfist til að vinna úr niðurstöðunum. Í fréttinni segir að til hafi staðið að birta niðurstöðurnar á 641.is eins fljótt og mögulegt væri og biðla til þeirra sem hygðust bjóða sig fram í sveitarstjórnarkosningunum í vor, að hafa niðurstöðurnar í huga þegar þeir settu saman stefnuskrár sínar. „Samkvæmt heimildum 641.is verða niðurstöðurnar ekki birtar þar sem einhverjir foreldrar svindluðu í könnuninni og því ekkert að marka niðurstöðurnar. Fleiri atkvæði bárust heldur en foreldrafjöldinn segir til um á skólasvæði Þingeyjarskóla og þegar forsvarsfólk könnunarinnar athugaði það nánar kom í ljós að nokkuð var um það að mörg atkvæði bærust frá sömu ip-tölunni. Dæmi voru um allt að 10 atkvæði frá sömu ip-tölunni. Ljóst var því að einhverjir foreldrar höfðu svindlað í könnuninni. Það skal tekið fram að könnunin var einungis send á þá foreldra sem eru með skráð netföng í mentor og á netfangalista leikskólanna,“ segir á fréttavef 641. a Varhugaverð þróun Landeigendur Reykjahlíðar ætla að rukka ferðamenn um gjald fyrir að skoða þrjá staði í þeirra landi. All- ir þessir staðir eru vinsælir ferða- mannastaðir og fjölsóttir af innlend- um sem erlendum gestum ár hvert. Um er að ræða hverasvæðið austan Námaskarðs, Leirhnjúks- svæðið og svæði við Dettifoss að Selfossi. Gjaldtakan hefst 1. júní nk og áætlað er að gjaldið verði um 5 evrur. Ólafur H. Jónsson formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar, hefur látið hafa eftir sér að um 15 manns geti fengið vinnu í Mývatns- sveit þetta sumarið við bæði gjald- töku og eftirlitshlutverk á stöðunum. Mikil umræða hefur skapast í þjóðfélaginu eftir að landeigendur við Geysi í Haukadal ákváðu að hefja gjaldtöku á ferðamönnum þann 10. mars nk. Ferðaþjónustan er ekki einhuga um hvernig þessum málum verði háttað í framtíðinni. Edward H. Huijbens, forstöðu- maður ransóknamiðstöðvar ferðamála, segist hugsi yfir þróun mála:„Þetta er kannski það ástand sem er hvað varhugaverðast fyrir ferðaþjónustuna. Það versta sem gæti gerst er að hver og einn landeigandi myndi fara af stað, setja upp hlið og rukka ferða- menn, hver með sínu nefi. Yfirsýn og heildræna stefnu vantar í þessum málum. Heillavænlegast fyrir ís- lenska ferðaþjónustu er að tekjurnar af ferðamönnum komi í gegnum skatt- kerfið og ríkið stæði að uppbyggingu á ferðamannastöðum þannig.“ Aðalfundur Landssamtaka land- eigenda á Íslandi var haldinn 20. febrúar sl. Þar kom fram mikill og eindreginn stuðningur við gjaldtöku á vinsælum ferðamannastöðum. Örn Bergsson, formaður LLÍ segir í skýr- slu stjórnar á aðalfundi að „hags- munir ferðaþjónustu eigi að fara saman við vernd ákveðinna svæða og skynsamlega útfærða gjaldtöku. Stjórn samtakanna telur að gjald- taka á fjölmennustu ferðamanna- stöðum sé löngu tímabær en síðan verði komugjald eða náttúrupassi sem fjármagni minni staði. - SA (Edward birtir aðsenda grein um málið. Sjá blaðsíðu 12.) Einsöngvarar með kórnum eru Garðar Thor Cortes og Ari Jóhann Sigurðsson Stjórnandi Stefán R. Gíslason :: Undirleikari Thomas Higgerson Fjölbreytt og skemmtileg efnisskrá, óperuaríur og sígild kórverk, íslensk og erlend. Miðasala hjá www.menningarhus.isNÝ PR EN T eh f. Garðar Thor Cor tes Ari Jóhann Sigurð sson www.heimir.is Karlakórinn Heimir & garðar thor cortes í Menningarhúsinu HOFI sunnudaginn 2. mars 2014, kl. 16 LEIÐRÉTTING Í síðasta tölublaði var í leiðara ranghermt að Brynjar Karl Óttarsson kennari, sem hefur starfað með nemendum að ritun texta og haft milligöngu um að pistlar frá nemum hafa birst í Akureyri vikublaði, væri kennari í Síðu- skóla. Hið rétta er að Brynjar Karl er kennari við Giljaskóla. Biðst blaðið velvirðingar á mistökunum. Norræn listahátíð 20. - 23. ágúst næstkomandi verður haldin Norræn þjóðlistahátíð á Ak- ureyri. Þar koma fram hæfileikaríkir tónlistarmenn og dansarar frá norð- urlöndunum öllum og sína hvaða kraftur, fegurð og fjör býr í listformi byggðum á rótgrónum hefðum. Allir eru velkomnir á hátíðina, enda er hún vissulega fyrir fólk á öllum aldri og ekki síst ungafólkið sem eflaust uppgötvar að nýja íslenska tónlistin tegir rætur sínar langt aftur í aldir. Aldrei fyrr hefur verið haldin listahátíð með þjóðtónlist og þjóð- dansi allra Norðurlanda, segir í tilkynningu frá aðstandendum. Á hátíðinni megi heyra og sjá kraft- miklar hljómsveitir, fjörugan dans, flottan söng og hljóðfæraleik. Tón- leikar, danssýningar og námskeið fari fram um allan Akureyrarbæ, frá morgni fram á nótt, inni jafnt sem úti, fyrir gesti og gangandi, svo bærinn iði af fjöri. Íslenskum tónlistarmönnum, hljómsveitum, dönsurum og dans- hópum er boðið að taka þátt í hátíð- inni með því að senda inn rafræna umsókn sem má nálgast á heimasíðu hátíðarinnarwww.tradition.is. Um- sóknarfrestur er til og með 1. maí 2014. Í samstarfi við tónlistarskóla landsins verður ungu og upp- rennandi tónlistarfólki boðin þátt- taka í hátíðinni með því að koma fram á Sprotasviði. Þar gefst unga fólkinu tækifæri til að túlka ís- lenska þjóðlagatónlist á frumlegan og skemmtilegan hátt og einnig sjá og heyra færustu þjóðtónlistarmenn norðurlanda. Á hátíðinni verða einnig mörg námskeið í boði , s.s. að spila á kantele og þjóðlagafiðlu, syngja þjóðlög frá Svíþjóð, Færeyj- um og jafnvel Grænlandi og dansa hambo, polska og vikivaka. Á hátíðinni verða líka fræðimenn að fjalla um Norræna þjóðtónlist og þjóðdansa og Norrænir ráðamenn til að kynnast fjölbreyttri flóru Norrænnar menningar og skiptast á skoðunum um verndun menningar- erfða. Öllum er velkomið að taka þátt í ráðstefnunni og fræðast um Norræna þjóðtónlist og þjóðdansa en nauðsynlegt er að þátttakendur skrái sig á heimasíðu hátíðarinnar. Ráðstefnan fer fram í húsakynnum Háskólans á Akureyri. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar er Guðrún Ingimundardóttir, tónlist- arfræðingur. Norræna listahátíðin er styrkt af Norrænu menningargáttinni. a RÉTTUR ALMENNINGS TIL ferða um landið gæti orðið bitbein milli þeirra sem eiga lögvarinn rétt til umferðar og þeirra sem þurfa að standa undir kostnaði við átroðning á fjölsóttum ferðamannastöðum. Völundur

x

Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.