Akureyri - 27.02.2014, Side 8
8 8. tölublað 4. árgangur 27. febrúar 2014
VILTU SEGJA SKOÐUN ÞÍNA?
Akureyri vikublað óskar eftir að komast í samband við bæjabúa sem
sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í
blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvu-
póst á bjorn@akureyrivikublad.is eða hringið í síma 862 0856.
LOF OG LAST VIKUNNAR
LAST fá bíóstjórnendur sem hafa svo
mikinn hávaða í sölum að enginn roskinn
bíógestur getur lengur farið í bíó. Svo segir
í bréfi til blaðsins...
LOF fær Geisli gleraugnaverslun fyrir
einstaka lipra og ljúfa þjónustu. Þetta kemur
fram í pósti frá Akureyringi. „Þau leggja sig í
líma við að leysa úr öllum málum sem leitað
er til þeirra með og bæta úr ef eitthvað fer
úrskeiðis. Þau bera af á landsvísu á sínu
sviði,“ segir bréfritari...
„Mig langar að kasta fram LASTI á
Akureyrarbæ vegna þess að það er ekki hægt
að skoða mælinganiðurstöður loftgæða á
Akureyri síðustu mánuði,“ segir í pósti til
blaðsins. Bréfritari bætir við: Það er engu líkara
en að bærinn sé að breiða yfir svik og pretti
varðandi loftgæði margra undanfarinna ára.“...
LOF fær Rúv fyrir Kastljósþátt sinn sem er
eini sjónvarpsþáttur landsins sem kerfisbundið
heldur úti rannsóknarblaðamennsku. Svo
mælir Akureyringur sem hringdi í blaðið.
Telur hann að snúa þurfi þó við steinum á
fleiri stöðum en í Reykjavík og segist hann
sérstaklega fagna rannsóknarblaðamennsku
eins og þeirri sem hafi birst í einum fjölmiðli
sem hér þykir ekki við hæfi að nafngreina og
varðar hótelrekstur á Norðurlandi...
LOF fær fiskibúðin „við hliðina á Bónus“
sem enn stígur ný skref til að koma á móts
við fjölbreyttar þarfir neytenda, segir í bréfi
til blaðsins. Fylgir sögunni að þjónustulipurð
starfsfólks sé góð og alltaf megi treysta því
að hráefnið sé ferskt. „Það getur vel verið að
gellurnar þarna séu kannski eitthvað dýrari
en í einhverju öðru fiskborði á Akureyri, en
er maður ekki til í að treysta garanteruðum
gæðum?“ Spyr bréfritari...
LOF fær Félag eldri borgara á Akureyri fyrir
fróðleg erindi í Bugðusíðu 1. Svo mælir eldri
borgari sem sendi blaðinu póst. „Hörður
Geirsson og Logi Már Einarsson hafa flutt
frábær erindi um Þroskasögu Akureyrar.
Vonandi verður framhald á,“ skrifar bréfritari...
LOF fær Kaffi Ilmur á Akureyri. “Ég er
fastagestur og vil LOFA staðinn fyrir
frábæra þjónustu og dásamlegt starfsfólk,
en þær vilja allt fyrir mann gera og eru
meiriháttar bakarameistarar. Þar er meira að
segja hægt að kaupa hálfa kökusneið, sem er
þjónusta sem fleiri kaffihús mættu að mínu
mati bjóða upp á,” segir í bréfi til blaðsins.
AKUREYRI VIKUBLAÐ 8. TÖLUBLAÐ, 4. ÁRGANGUR 2013
ÚTGEFANDI Fótspor ehf. ÁBYRGÐARMAÐUR Ámundi Ámundason 824 2466, amundi @ fotspor.is.
FRAMKVÆMDASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is.
AUGLÝSINGASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is. 578-1193.
RITSTJÓRI Björn Þorláksson, bjorn @ akureyrivikublad.is, 862 0856 MYNDIR Björn Þorláksson, Völundur Jónsson og fleiri.
UMBROT Völundur Jónsson PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja - Svansmerkt prentun. DREIFING
14.500 EINTÖK ÓKEYPIS – UM ALLT NORÐURLAND
AÐSEND GREIN ELVAR SMÁRI SÆVARSSON
Akureyrarfylki?
Sérstaða Akureyrar er mikil sem stórt
sveitarfélag staðsett utan höfuðborgar-
svæðisins. Íbúar bæjarins eru um
5,6% þjóðarinnar en til samanburðar
þá telur sama hlutfall í Noregi alla
íbúa Bergen (270.000) og í
Svíþjóð íbúa Gautaborgar
(500.000). Akureyri er því,
miðað við höfðatölu, ís-
lensk stórborg. Til að tryggja
áframhaldandi vöxt Akur-
eyrar til framtíðar tel ég afar
mikilvægt að við stjórnum
okkar málum sem mest sjálf.
Þannig getum við nýtt okkar
eigin hugmyndir og sköp-
unarkraft betur.
Skoða þarf ofan í kjöl-
inn samskipti okkar við
ríkisvaldið. Við höfum þurft
að sætta okkur við að í hvert skipti
sem opinberar stofnanir draga saman
seglin er byrjað utan höfðuborgar t.d.
á Akureyri. Nefni sem dæmi RÚV og
nýlegt dæmi með lokun skrifstofu
Umboðsmanns skuldara. Annað ný-
legt dæmi af sama meiði er flutningur
opinberra stofnana úr Borgum, rann-
sóknarhúsi Háskólans. Sá gjörningur
er mér reyndar fullkomlega óskiljan-
legur þar sem ríkið er einnig leigusali.
Þar var og er hugmyndin að byggja
upp þekkingarsetur til eflingar Há-
skólasamfélagsins.
Til að renna stoðum und-
ir þessar fullyrðingar mín-
ar þá fækkaði opinberum
störfum um 55 á Akureyri
milli áranna 2007 og 2011
en fjölgaði um 95 á höfuð-
borgarsvæðinu samkvæmt
opinberri skýrslu. Á Norð-
urlandi eystra (tölur ekki til
fyrir Akureyri eina og sér)
eru nú 5,9 opinber störf á
hverja 100 íbúa á aldrinum
16 – 74 ára en 8,9 á höfuð-
borgarsvæðinu. Hér þarf að
leiðrétta og sem íslensk stór-
borg sættum við okkur ekki við slíkt
vinnulag.
Við skulum skoða nýjar leiðir. Förum
fram á að tilraun verði gerð á þann veg
að í stað þess að okkar skattpeningar
fari til Reykjavíkur til útdeilingar þá
höldum við eftir stærri hluta af kök-
unni en við gerum í dag (útsvar). Ef við
höldum eftir þremur prósentustigum til
viðbótar (ca 1,6 milljarðar), einungis
af tekjuskattsgreiðslum Akureyringa,
getum við rekið Háskólann. Á þann hátt
verðum við óháð niðurskurðarhnífn-
um sem bítur svo vel á landsbyggðinni.
Ég tek Háskólann sem dæmi, því þar
skulum við byrja þessa herferð. Skólinn
hefur lent undir hnífnum, umfram það
sem áður var nefnt um Borgir, og fækk-
aði stöðugildum þar um 30 milli áranna
2007 og 2011. Slíkt megum við alls ekki
láta gerast . Háskólinn er og verður
hornsteinninn í vexti samfélagsins og
lykill að þeim mannauði sem Akureyri
framtíðarinnar þarf að byggja á. Með
slíku fyrirkomulagi væri mögulegt fyrir
okkur að stjórna námsframboði og nefni
sem dæmi endurreisn tölvu- og upplýs-
ingadeildar og annað raungreinatengt
nám. Mögulegt yrði að leita eftir sam-
starfi annarra sveitarfélaga af svæðinu
og jafnvel fyrirtækja með fjármögnun
en betri fjárfestingu er varla hægt að
hugsa sér fyrir svæðið.
Eflum sjálfstæði Akureyrar og
tryggjum sanngjarnan hlut af ríkis-
kökunni með vel ígrundaðri verkáætlun.
Þannig gerum við fallegan, hlýjan og
fjölskylduvænan bæ enn betri og öflugri
til framtíðar.
Höfundur býður sig fram til 3. sæt-
is í flokksvali Framsóknarflokksins 15.
mars.
Þegar skúrkar
verða hetjur
Það var orðið tímabært að líta loks við í Hörpunni og skoða dýrðina - tilefnið líka ágætt, afhending Eddu-
verðlaunanna. Verðlaunaafhendingunni var sjónvarpað
beint á Stöð 2 en eftir að hafa verið viðstaddur hátíðina
get ég fullyrt að myndavélarnar náðu ekki að miðla nema
að hluta hinum pólitíska þunga, þeirri undiröldu sem
greina mátti svo víða í samtölum listafólks, manna á
millum. Nokkrir verðlaunahafar nýttu reyndar tækifærið
þegar færi gafst að ávarpa þjóðina í beinni og mót-
mæltu niðurskurði fjárveitinga til kvikmyndagerðar, eins
frjóasta geira innlendrar sköpunar síðari ár. Aðstand-
endur Hvells þökkuðu líka mývetnsku bændunum fyrir
að hafa komið í veg fyrir stórslys með dýnamíti um árið
og stundum er nefnt upphaf náttúruverndar á Íslandi.
Það var orðað þannig að hvellurinn af sprengingunni
hefði heyrst suður til Reykjavíkur en þar eru illu heilli
flestar meiriháttar stjórnsýslulegar ákvarðanir teknar.
Varað var við því í ræðu sem sjónvarpað var að enn væri
Mývatn í hættu. Ljóst væri að umdeilanleiki fyrirhug-
aðrar jarðvarmavirkjunar í Bjarnarflagi væri slíkur að
stór hluti Íslendinga myndi ekki taka því þegjandi ef
umhverfisáhrif virkjunarinnar gætu reynst skaðleg fyrir
lífríkið. Þar ætti náttúran að fá njóta vafans.
Svo mikill hugur var í mývetnsku bændunum sem
komu árið 1971 í veg fyrir að lífríki Mývatnssveitar
yrði drekkt, að dæmi eru um að þeir bændur sem voru
fjarstaddir sprenginguna í Miðkvísl vegna anna létu
kæra sig inn á sakarskrá síðar. Með öðrum orðum þótt-
ust þeir hafa verið á staðnum þegar hið saknæma nátt-
úruverndarviðbragð fór fram. Það var þeirra mat að í
krafti samstöðu myndi refsingarhöggið dreifast þannig
að enginn einn myndi kikna. Þeir reyndust hafa rétt fyrir
sér og eru nú álitnir hetjur en ekki skúrkar, þótt brot
þeirra hafi verið refsivert á sínum tíma.
Lífið snýst um ákvarðanir, hvenær ber að standa
álengdar og fylgjast með ákvörðunum yfirvalda í hljóði
– og hins vegar hvenær rétt er að mótmæla, aðhafast,
jafnvel með hætti sem nálgast landamæri laga. Þessi
ólga og vilji til athafna, aktívisma, kom vel fram á Edd-
unni. Ekki síst þegar myndavélar voru hvergi nærri.
Síðustu vendingar ríkisstjórnarinnar í ESB-máli og
Seðlabankamáli voru kallaðar ögranir framan í siðvit
og heilbrigða skynsemi kjósenda. Kjósendur hafa þann
samning heilagastan milli þeirra sjálfra og pólitíkusa
að kosningaloforð séu virt og að stefnuskrá sé hægt að
treysta.
Það er gott til þess að vita að tilraun umhverfis-
ráðherra til einræðis hvað varðar náttúruverndarlög
hafi verið hrundið. Hitinn í almenningi er þó mikill
vegna annarra mála sem spretta upp af sama meiði, ólýð-
ræðislegri ákvarðanatöku. Eins og í Mývatnssveitinni
forðum mun aðeins síðar koma í ljós hverjir verða hetjur
og hverjir skúrkar. Hið saknæma dagsins í dag gæti
jafnvel reynst hetjudáð síðar eins og Hvellur fjallar um.
Eitt að lokum: Stjórnvöld eiga að þjóna almenningi,
en ekki öfugt.
Björn Þorláksson
ELVAR SMÁRI
SÆVARSSON
KK - KANKVÍS OG GÓÐUR á Græna hattinum. Daníel Starrason