Akureyri - 27.02.2014, Qupperneq 20
20 8. tölublað 4. árgangur 27. febrúar 2014
Dulúð liggur áfram
yfir steinda gluggan-
um í Akureyrarkirkju
Árið 2010 var sýnd heimildarmynd í sjónvarp-
inu sem vakti hneykslan sumra Akureyringa.
Myndin hét Saga af stríði og stolnum gersem-
um og var eftir Hjálmtý Heiðdal og Karl Smára
Hreinsson. Steinunn Bjarman ritaði þá grein í
Morgunblaðið þar sem hún sagðist mjög undr-
andi yfir myndinni líkt og margir aðrir Akur-
eyringar. Fólk spyrði um tilgang myndarinnar.
Myndin sagði m.a. frá því að Jakob Frímanns-
son, kaupfélagsstjóri og sóknarnefndarmað-
ur, keypti gluggann í fornverslun í Reykjavík
1942. Glugginn var þá talinn úr dómkirkjunni í
Coventry á Englandi sem sprengd var í loftárás
1940. Hann var keyptur í forn- og listmuna-
verslun í Lundúnum og fluttur til Íslands ásamt
fleira dóti. Gluggann gáfu Jakob og kona hans
hinni nýbyggðu Akureyrarkirkju til minningar
um foreldra sína. Myndarúðan var sett í mið-
gluggann í kór kirkjunnar sumarið 1943.
Árið 1981 birtust fyrst fréttir í enskum
blöðum að kirkjugluggi úr dómkirkjunni í
Coventry væri í kirkju á Akureyri. Kom þá
fram að glugganum hefði sennilega verið stolið
úr geymslu. Greinin birtist m.a. í Manchester
Guardian og fréttirnar birtust einnig hér á
landi í ýmsum fjölmiðlum. Eins og Steinunn
Bjarman orðði það í Morgunblaðsgrein sinni:
„Aldrei komu þó fréttir af því, hver hefði stolið
umræddum glugga, hvort óskað væri að hon-
um yrði skilað né hvaða verslun í Lundúnum
hefði selt hann.“
Samband vináttu og kærleika
Í Sögu Akureyrarkirkju sem Sverrir Pálsson,
fyrrverandi skólastjóri, skráði og kom út á
Akureyri 1990 er kaflinn Steindir gluggar á
bls. 287-297. Þar stendur m.a. þetta:
„Skömmu seinna barst sóknarprestunum á
Akureyri bréf frá kirkjustjórninni í Coventry,
og fylgdi úrklippa með framangreindri blaða-
grein bréfinu. Forráðamenn dómkirkjunnar
í Coventry óskuðu eftir því í bréfi sínu, að
fljótlega tækist að koma á „sambandi vináttu
og kærleika“ milli þessara tveggja kirkna og
mæltu með því, að sendinefnd frá Coventry
kæmi til Akureyrar í því skyni. Myndi hún
færa Akureyrarkirkju að gjöf kross, smíðaðan
úr nöglum, sem fundust í grunni hinnar brunnu
dómkirkju. Akureyrarprestar sendu þakkar-
bréf og fögnuðu væntanlegri heimsókn gesta
frá Coventry og því, að þetta vináttusamband
kæmist á. Í bréfinu kváðust þeir myndu leggja
málið fyrir sóknarnefnd á næsta fundi hennar
og gerðu það. Afrit af bréfinu frá Coventry
hafði verið sent biskupi Íslands og sendiráði
Íslands í Lundúnum. Haft var samband við for-
mann stjórnar Kaupfélags Eyfirðinga, Hjört E.
Þórarinsson, og farið fram á stuðning við komu
Englendinganna, og kvað Hjörtur velkomið
að veita gestunum fæði og gistingu á Hótel
KEA, meðan þeir dveldust á Akureyri, ef þeir
kæmu ekki á háannatíma þess. Sóknarnefnd
Akureyrarsóknar var þess mjög fýsandi, að
þessi vináttutengsl við dómkirkjuna í Coventry
kæmust á, og var séra Pétri Sigurgeirssyni
falið að hafa samband við Coventry-menn og
tjá þeim hug Akureyringa í þessu efni, hvað
hann gerði mjög fljótlega. Hins vegar heyrðist
ekkert frá Coventry eftir það, og féll svo þetta
mál niður.“
Alið á dylgjum?
Steinunn skrifaði í Morgunblaðsgrein sinni:
„Höfundar heimildarmyndarinnar virðast ekki
hafa haft fyrir því að kynna sér bók Sverris
um Akureyrarkirkju. Í stað þess er látlaust
klifað á furðulegum dylgjum um Akureyringa.
Kvaddur er til Jón Björnsson, fyrrum félags-
BBC MUN Í sjónvarpsþætti fyrir
páska afhjúpa að frægur gluggi
í Akureyrarkirkju sé ekki frá
Coventry. Akureyri vikublað er
skrefi á undan!