Akureyri


Akureyri - 22.05.2014, Blaðsíða 24

Akureyri - 22.05.2014, Blaðsíða 24
14.500 EINTÖK FRÍTT UM ALLT NORÐURLAND Á HVERJUM FIMMTUDEGI | AUGLÝSINGAR 578 1190 & AUGLYSINGAR@FOTSPOR.IS | RITSTJÓRN 862 0856 & BJORN@AKUREYRIVIKUBLAD.IS VI KU BL AÐ Hégómi Ég er hégómagjarn. Þegar ég skrifa eitthvað á Facebook þá er ég stöðugt að athuga hversu margir hafa merkt við að þeim líki skrifin. Þessir pistlar sem ég skrifa í þetta blað komast oft á lista yfir það sem mest er lesið. Ég á sjálfur heiðurinn af þeirri stöðu, enginn les þetta oftar en ég. Mér finnst dásamlegt að láta hæla mér, læt samt alltaf eins og mér finnist það óþægilegt, fer hjá mér og verð auðmjúkur. Það er uppgerð. En þessi þörf fyrir hól hefur oft komið mér í vandræði. Einu sinni var ég á keppnis- ferð í London. Við áttum lausan dag og nýttum hann til að rölta í verslanir eins og flestir karl- menn gera en viðurkenna fæst- ir. Eins og vanalega í þessum ferðum átti ég lítið af pening- um. Ég fór inn í fatabúð. Er ég kom inn mættu mér piltur og stúlka, bæði gullfalleg. Þau gripu mig undir sinn arminn hvort og leiddu mig inn í búð- ina. Og þau skjölluðu mig lát- laust. Eini vandinn var að þessi verslun seldi bara jakkaföt. Ég hef aldrei gengið í jakkafötum á ævinni, hvorki fyrr né síðar og það gildir enn. En skjallið var gott og það fylgdu með strokur og klapp. Svo ég mátaði jakkaföt. Þegar ég var kominn í þau höll- uðu þau sér bæði upp að mér, struku yfir bringuna á mér og sögðu: “Með svona líkama fer allt þér vel”. Stuttu síðar stóð á gang- stéttinni. Ég hélt á poka sem innihélt tvenn jakkaföt. Ég þurfti að fá lánað fyrir mat. a UM DAGINN OG VEGINN JÓN ÓÐINN WAAGE SKRIFAR

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.