Austurland - 13.11.2014, Blaðsíða 2
13. Nóvember 20142
Vertu viðbúinn
vetrinum
Mest seldu snjókeðjur á Íslandi
Léttar • Sterkar • Traustar
Ísnet Húsavík • s. 5 200 555
Ísnet Akureyri • s. 5 200 550
Ísnet Sauðárkrókur • s. 5 200 560
Kristbjörg Ólafsfjörður • s. 5 200 565
Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is
www.isfell.is
Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna
Auglýsingasíminn er 578 1190
AUSTURlAnd 21. TBl. 3. ÁRGAnGUR 2014
ÚTGefAndi: Fótspor ehf., Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is,
Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík, Auglýsingasími: 578 1190, netfang:
auglysingar@fotspor.is, Ritstjóri: Halldóra Tómasdóttir, sími 471-3119 & 852-1911, netfang: ht@me.is, Umbrot: Prentsnið, Prentun:
Ísafoldarprentsmiðja, 4.400 eintök, dreifing: Íslandspóstur. - Blaðið er aðgengilegt á Pdf sniði á vefnum www.fotspor.is.
FRÍblAðinu eR dReiFT Í 4.400 einTökum Á öll Heimili Á
AuSTuRlAndi OG HORnAFiRði Auk dReiFbÝliS. blAðið liGGuR
einniG FRAmmi Á HelSTu þéT TbÝliSSTöðum Á AuSTuRlAndi.
UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN
Þegar svo mikið er um að vera eins og raun ber vitni hér á Austur-landi þá er varla tími til að horfa á sjónvarp. Ég hef þó látið það eftir mér annað slagið að undanförnu og meðal annars horft á tvo mjög
áhugaverða heimildaþætti. Fyrri þátturinn var um Malölu, pakistönsku
stúlkuna sem barðist fyrir rétti stúlkna til menntunar. Ég horfði á þáttinn
með tíu ára dóttur minni og hafði þátturinn greinilega mikil áhrif á hana því
hún er enn undrandi á því að stelpur megi ekki fara í skólann sums staðar í
veröldinni. Ég hélt einmitt að henni myndi þykja það fínt að þurfa ekki að
ganga í skóla því henni finnst oft erfitt að vakna á morgnana en með því að
horfa á þáttinn um Malölu þá varð henni ljóst að það að fá að fara í skólann
er réttur sem ekki er sjálfsagður. Auk þess fannst henni mennirnir sem skutu
Malölu hreint og beint asnar að skjóta litla stelpu bara af því að hún vildi
fara í skólann. Aðra eins fábjána hafði hún aldrei heyrt um.
Hinn þátturinn sem ég horfði á var þáttur tveggja lækna sem athuguðu
hvort væri hættulegra sykur eða fita. Þeir komust að því að það væri hin
fullkomna blanda sykurs og fitu sem væri sökudólgurinn og að þessi blanda
bæri sjálfstjórn okkar ofurliði. Skilaboð þeirra voru því að forðast unninn mat
og stunda hreyfingu. Þessi skilaboð höfum við heyrt ótal sinnum en förum
mörg hver ekki eftir þeim, sérstaklega ekki nú þegar dagarnir eru stuttir
og stundum kaldir. Þá er gott að geta glatt sig á einhverju og sofið aðeins
lengur í stað þess að fara í ræktina eða út að hlaupa. Það er jafnvel spurning
hvort jólakílóin væru færri ef jólin væru að sumri til eins og í Suðurálfu.
Eitt sem minnir á jólin eru Bókatíðindi sem féllu inn um bréfalúgur flestra
landsmanna í vikunni. Þar er að finna nokkrar bækur sem eru austfirskar
eða tengjast Austurlandi. Verður fjallað um nokkrar þeirra í næsta tölublaði
Austurlands. Í þessu blaði verður athyglinni beint að austfirskum þjóðsögum,
einkum draugasögum, en það er vel við hæfi nú þegar menningarveislan
Dagar myrkurs stendur sem hæst. Fyrr á öldum þegar fólk var umlukið
myrkrinu urðu til sögur sem hræddu úr mönnum líftóruna en samt fékk
fólk ekki nóg af þeim ekki frekar en hinni fullkomnu blöndu sykurs og fitu
nú á dögum.
Halldóra Tómasdóttir
Leiðari
Varla tími
fyrir sjónvarp
Haustúthlutun úr Spretti
Afrekssjóði UÍA og Alcoa
Nýlega úthlutaði Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA) styrkjum úr afreks-
sjóðnum Spretti til 14 ungmenna sem
leggja stund á margvíslegar íþróttir. Auk
þess sem 3 þjálfarar voru styrktir til að
afla sér frekari menntunar og tvö ung-
menna -og íþróttafélög voru styrkt til
að auka við æfingaframboð sitt. Námu
styrkirnir samtals 1.470 þúsundum
króna. Úthlutunin fór fram í Neskaupstað
þegar samstarfsaðili UÍA, Alcoa Fjarðaál,
úthlutaði úr styrktarsjóði sínum.
UÍA og Alcoa Fjarðaál starfrækja
saman afrekssjóðinn Sprettur. UÍA veitir
sjóðnum forstöðu, en Alcoa fjármagnar
sjóðinn. Meginhlutverk sjóðsins er að
styrkja íþróttaiðkun barna og ungmenna
á Austurlandi. Úthlutað er tvisvar á ári úr
sjóðnum og er árlegt ráðstöfunarfé hans
2,5 milljón króna.
Afreksstyrki
kr 150.000 kr hlutu:
Aron Steinn Halldórsson, skíðamaður úr
Skíðafélaginu í Stafdal, vegna undirbún-
ings og keppni á alþjóðlegu skíðamóti
á Ítalíu.
Kristinn Már Hjaltason, fimleikamaður
úr Hetti vegna undirbúnings og keppni
með drengjalandsliði Íslands á EM í
fimleikum.
María rún Karlsdóttir, blakkona í Þrótti
vegna æfinga og keppnisferða með U17
og U19 landsliðum Íslands.
Telma Ívarsdóttir, knattspyrnukona í
Þrótti, vegna æfinga og keppnisferða
með U 17 landsliði Íslands.
Stefán Berg ragnarsson, fimleikamaður
í Ásnum/Hetti vegna vegna undirbún-
ings og keppni með drengjalandsliði
Íslands á EM í fimleikum.
Iðkendastyrki hlutu:
Daði Þór Jóhannsson, Leikni, frjálsar
íþróttir.
einar Bjarni Helgason, Golfklúbbi
Fljótsdalshéraðs, golf.
eyrún Gunnlaugsdóttir, Hetti, fimleikar
og frjálsar íþróttir
emil Smári Guðjónsson, Huginn/Hetti,
knattspyrna
Halla Helgadóttir, Hetti, knattspyrna
og frjálsar íþróttir.
Hrefna Ösp Heimisdóttir, Hetti, frjálsar
íþróttir.
ragnar ingi axelsson, Þrótti, blak.
Stefán Ómar Magnússon Huginn/Hetti,
knattpspyrna.
Sveinn Gunnþór Gunnarsson Huginn/
Hetti, knattspyrna.
Þjálfarastyrki hlutu:
Óttar Guðlaugsson, Hetti, knattspyrna.
Stefán einar Kristjánsson, Þrótti,
brettaíþróttir.
Sigurður Donys Sigurðarson, Einherji,
knattspyrna.
Félagastyrk hlutu:
Ungmennafélagið Neisti
Fimleikadeild Leiknis
Þessir myndarlegu Austfirðingar hlutu styrk úr Spretti til að standa straum af kostnaði við áframhaldandi íþróttaiðkun.
Til beggja handa standa fulltrúar UÍA sem afhentu styrkina, þær Hildur bergsdóttir framkvæmdastjóri UÍA (t.v.) og
Guðrún Sólveig Sigurðardóttir, stjórnarkona í UÍA.
Þið munið hann Jörund
Leikfélag Fljótsdalshéraðs frum-sýnir á föstudag leikritið „Þið munið hann Jörund“ í leikstjórn
Halldóru Malinar Pétursdóttur. Leik-
ritið er eftir Jónas Árnason með fjöld-
anum öllum af söngvum sem hann
samdi við skosk og írsk þjóðlög.
Leikritið var frumsýnt í Iðnó 1970 og
naut gríðarlegra vinsælda og lögin úr
leikritinu heyrast enn oft á öldum ljós-
vakans í flutningi tríósins Þrjú á palli.
Í sýningu Leikfélags Fljótsdalshéraðs
verður það karlakór sem syngur lögin
og hefur Freyja Kristjánsdóttir stjórnað
honum en Hafþór Valur Guðjónsson
sér um tónlistarstjórnina í sýningunni.
Sýningar verða í Valaskjálf. Eftir
frumsýningu verða næstu sýningar:
Sunnudaginn 16. nóvember kl.
16.00, miðvikudaginn 19. nóvember
kl. 20.00 og föstudaginn 21. nóvember
kl. 20.00. Aðrar sýningar verða aug-
lýstar seinna.
Frekari upplýsingar og miðapantanir
eru í síma 867-1604 eða á tid. munid.
hann. jorund@gmail.com
Frétt af www. fljotsdalsherad.is Jörundur fer víða.
Ljósmynd af facebooksíðu LFF