Austurland - 13.11.2014, Blaðsíða 14

Austurland - 13.11.2014, Blaðsíða 14
13. Nóvember 201414 Allar stúlkur í tíunda bekk á Austurlandi fá Tækifærin - Átta milljónum króna varið til stuðnings samfélagsverkefnum á Austurlandi Í árlegri haustúthlutun Styrktar-sjóðs Alcoa Fjarðaáls sem fram fór í vikunni hlutu alls 26 sam- félagsverkefni víða á Austurlandi stuðning. Hæsta einstaka styrkinn að þessu sinni, eina milljón króna, hlaut Verkmenntaskóli Austurlands, til að taka í notkun stafræna Fab- Lab smiðju fyrir nemendur. Auk þess ákvað framkvæmdastjórn Alcoa Fjarðaáls að veita að þessu sinni sérs- taka gjöf til allra stúlkna í tíunda bekk í grunnskólunum á Austurlandi með því að færa þeim bókina Tækifærin sem fjallar um fimmtíu konur sem fást við spennandi störf um allan heim og eiga það sameiginlegt að hafa lokið námi á sviði tækni- og raunvísinda. Að mati Alcoa geyma Tækifærin eftir mæðgurnar Ólöfu Rún Skúla- dóttur og Hjördísi Hugrúnu Sigurðar- dóttur skemmtilegar frásagnir og spennandi reynslusögur sem eru gott leiðarljós fyrir ungar stúlkur sem eiga það fyrir höndum að ákveða hvert þær vilja stefna í lífinu með tilliti til menntunar og starfsvettvangs. Með bókargjöfinni vill fyrirtækið leggja sitt af mörkum til að auka hlutfall kvenna á vinnustöðum sem gjarnan eru skip- aðir körlum að miklum meirihluta. Frá upphafi starfseminnar hefur Fjarðaál haft það einarða markmið að jafna sem mest hlutfall karla og kvenna í starfsliði sínu og hefur ým- islegt áunnist í þeim efnum. Konur eru nú um 22% starfsmanna, en það er hærra hlutfall en tíðkast almennt í álverum, og það hæsta innan Alcoa. Mikilvægt að jafna hlutföllin Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Alcoa Fjarðaáls, segir að gera þurfi betur því mjög mikilvægt sé að jafna sem mest hlutfall karla og kvenna á vinnustöðum, ekki bara í áliðnaðinum, heldur alls staðar. „Vinnustaðir þar sem þessi hlutföll eru hvað jöfnust eru bæði skemmti- legri vinnustaðir og þar ríkir al- mennt betri vinnuandi. Rannsóknir sýna einnig að árangur og hagnaður þessara fyrirtækja er meiri en hinna einsleitu hvað þetta varðar og því ættu öll fyrirtæki að leggja mikla áherslu á jöfn kynjahlutföll,“ segir Dagmar. Hún segir að bókagjöfin sé liður í því markmiði fyrirtækisins að vekja aukinn áhuga stúlkna á raungreinum og þeim störfum sem karlar gegna gjarnan en henta ekkert síður konum. Það eigi m.a. við um þau margvíslegu og fjölbreyttu störf sem unnin séu hjá Fjarðaáli. Stafræn Fab-Lab smiðja Verkmenntaskóli Austurland er um þessar mundir að taka í notkun staf- ræna Fab-Lab smiðju, sem hefur það hlutverk að gefa nemendum skólans tækifæri til að þjálfa sköpunargáf- una og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð staf- rænnar tækni. Framlagið úr Styrkt- arsjóði Alcoa Fjarðaáls rennur til frekari uppbyggingar smiðjunnar sem vígð var síðastliðinn laugardag á Vísindadeginum. Elvar Jónsson skólameistari tók á móti styrknum fyrir hönd Verkmenntaskólans. Fréttatilkynning frá Alcoa Fjarðaáli 6. nóvember 2014 MIKIÐ ÚRVAL DEKKJA Á BETRA VERÐI - DEKKJAHOLLIN.IS iG50 V902AiG35 PF-3D PF-5 Vetrardekkin færðu á dekkjahollin.is 1. Leitar eftir stærð 2. Setur dekkin í körfu 3. Velur flutningsmáta 4. Gengur frá greiðslu Styrkir úr Styrktarsjóði fjarðaáls – haustið 2014. Umsækjandi Verkefni Æskulýðsfélagið Kýros á Vopnafirði Vinaviku í október sl. Minjasafn Austurlands Kaup á hljóðbúnaði fyrir safnið Foreldrafélag Grunnskólans á Eskifirði Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stúlkur í 7. - 10. bekk Flugklúbbur Egilsstaða Skrifa flugsögu Austurlands Kajakklúbburinn KAJ á Austurlandi Kaup á árum og björgunarvestum fyrir börn Skógræktarfélag Breiðdæla Girða af skógræktarsvæðið í Breiðdal Breiðdalssetur Auka samstarf setursins við skóla á Austurlandi Félagsmiðstöðin Nýung á Fljótsdalshéraði Bæta hljóðkerfi fyrir félagsmiðstöðina Ungmennafélagið Neisti, Djúpavogi Tækjakaup fyrir félagsmiðstöðina Zion Íbúasamtök Eskifjarðar Kaup á setbekkjum Leikfélagið Djúpið í Verkmsk. Austurl. Leiklistarnámskeið Íþrótta- og tómstundarfulltrúi Fjarðabyggðar Unglingahátíðin Kuldaboli. Þema: heilbrigði og hreyfing Jaðarsportfélagið 7-40 í Neskaupstað Aðstaða fyrir hóp hjólabrettaiðkenda Tengslanet Austfirskra kvenna, TAK Námskeiðahald sem byggir á bókinni Stígum fram eða Lean in eftir Sheryl Sandberg Leikfélag Fljótsdalshéraðs Uppseting á leikritinu Þið munið hann Jörund Snotra ehf Setja upp leikritið Sögur úr þorpinu á Egilsstöðum Kammerkór Egilsstaðakirkju Setja upp jólaóratoríu Back Skaftfell - myndlistarmiðstöð Austurlands Kaup á búnaði til myndlistasýninga Hljómsveitin Dúkkulísur Gerð heimildarmyndar um Dúkkulísurnar Eistnaflug Heimildarmynd um rokkhátíðina Eistnaflug Hollvinasamtök utanspítalaþjónustu í Fjarðabyggð Kaup á hnoðtækinu Lucasi í sjúkrabíla Fjarðabyggðar Rauði Krossinn, Héraði og Borgarfirði Jólasjóðurinn 2014 Rauði Krossinn í Fjarðabyggð og Breiðdalsvík Jólasjóðurinn 2014 Skólaskrifstofa Austurlands Innleiðing lestrarkennsluaðferðarinnar Byrjendalæsi á Austurlandi Mariatafræðslan Eineltisfræðslan á ferð um Austurlandi með námskeiðið: Þolandi og gerandi frá sjónarhorni beggja Verkmenntaskóli Austurlands Koma á fót Fab-Lab smiðju á Austurlandi Fyrir hönd stúlkna í 10. bekk austfirskra grunnskóla mættu þessar stúlkur frá Nesskóla í Neskaupstað til að taka við bókargjöfinni. með þeim á myndinni eru magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, og Dagmar Ýr Stef- ánsdóttur upplýsingafulltrúi fyrirtækisins. við úthlutun úr Styrktarsjóði Alcoa Fjarðaáls komu saman flestir þeirra sem hlutu framlag úr sjóðnum að þessu sinni ásamt magnúsi Þór Ásmundssyni, forstjóra Alcoa Fjarðaáls, og Dagmar Ýri Stefánsdóttur upplýsingafulltrúa fyrirtækisins. Fréttatilkynning: Áframhaldandi fisk- vinnsla á Djúpavogi Vísir hf. leggur nýjum búlandstindi til húsnæði án endurgjalds Fiskvinnsla hefst á Djúpavogi undir merkjum Búlandstinds um næstu áramót. Vísir hf. hefur selt fyrirtæki á staðnum, Ós- nesi, hlutafé sitt í Búlandstindi á 500 þúsund krónur. Vísir mun afhenda Búlandstindi fasteignir sínar á Djúpa- vogi, sem metnar eru á 50 milljónir króna, án endurgjalds, verði stöðug vinnsla í húsunum næstu fimm ár. Engin starfsemi hefur verið undir nafni Búlandstinds síðustu ár en Ósnes og Fiskeldi Austfjarða hf. hafa skuld- bundið sig til þess að auka hlutafé Bú- landstinds um samtals 140 milljónir króna og hefja þar fiskvinnslu, auk vinnslu og pökkunar á eldisfiski. Ósnes kaupir tæki og búnað Vísis á staðnum og leggur inn sem hlutafé í Búlandstind og hlutafé Fiskeldis Austfjarða verður í formi tækjabún- aðar til vinnslu og pökkunar á eld- isfiski. Með þessum samningum og af- hendingu fasteigna sinna án greiðslu að uppfylltu skilyrði um vinnslu næstu ár, vill Vísir gera sitt til að tryggja áframhaldandi fiskvinnslu á Djúpa- vogi eftir að fyrirtækið flytur starf- semi sína þaðan til Grindavíkur um næstu áramót. Gert er ráð fyrir um 30 störfum hjá Búlandstindi við al- menna fiskvinnslu og slátrun, vinnslu og pökkun á eldsifiski.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.