Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 24.10.1990, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 24.10.1990, Blaðsíða 6
Fimmtudaginn 25. október 1990 - FRÉTTIR Arnar Sigurmundsson: Aukum áhrif Eyjamanna Eftir Arna Johnsen: Eyjamenn endur- heimtum okkar saeti Míkilvaegt ad fá góda þáttöku í prófkjörinu 27. október Á laugardag- inn ræðst það í prófkjöri hverjir skipa efstu sætin á væntanlegum framboðslista Sjálfstæðis- flokksins á Suðurlandi, í næstu Alþingiskosningum. Um tíma var útlit fyrir að horfið yrði frá prófkjöri og önnur leið farin við uppstillingu á listann. Þegar kosið var um það hvor aðferðin skyldi valin hafa atkvæði okkar Eyjamanna að öllum líkindum ráðið úrslitum. En það er ekki nóg að samþykkja prófkjör. Það þarf einnig fólk í framboð og skapa þannig áhuga fyrir kjörinu. Þetta tókst ágætlega að mínu mati. í framboði eru tíu manns, með formann Sjálfstæðisflokksins í fararbroddi, sem ég styð heilshugar. Við hin níu erum úr öllum hlutum kjördæmisins, þar af þrjú frá Selfossi, þrjú úr Rangárvallarsýslu, einn úr Mýrdalnum og við Árni héðan frá Eyjum. Kjósendur í prófkjörinu eiga að velja í númeraröð að minnsta kosti fimm af þessum tíu frambjóðendum og mest átta. Væntanlegan fram- boðslista flokksins skipa tólf manns, þar af má segja að fyrstu fjögur til fimm sætin teljist áhrifasæti fái Sjálf- stæðisflokkurinn þrjá þingmenn í kjördæminu í næstu þingkosningum. Hvad kom mér til þess að gefa kost á mér? Ýmislegt varð til þess. 1 fvrsta Þorstein Pálsson í i.saetid Á laugardaginn halda Sjálfstæðis- menn í Suðurlandskjördæmi próf- kjör til að stilla upp á lista flokksins fyrir næstu Alþingiskosningar. 10 frambjóðendur taka þátt í þessu prófkjöri. í undanförnum tvennum Alþingis- kosningum hefur Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins skipað efsta sætið á lista flokksins í Suður- landskjördæmi. Það er mjög mikil- vægt fyrir Vestmannaeyinga og íbúa í Suðurlandskjördæmi, að formaður Sjálfstæðisflokksins komi úr því kjördæmi. Það er því nauðsynlegt að tryggja honum góða kosningu í próf- kjörinu. Þó að almenningur verði ekki oft var við það, þá er það mjög mikil- vægt fyrir Suðurlandskjördæmi, að formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins skuli vera fulltrúi þess á Alþingi. Hann hefur þar ýmsa mögu- leika til að vinna að framgangi mála kjördæmisins umfram óbreytta þing- menn en það starf er unnið hljóðlega og kemur ekki alltaf fram í fjölmiðl- um. Þó að Vestmannaeyingar og Sunn- lendingar veiti Þorsteini Pálssyni brautargengi í fyrsta sætið listans, þá geta kjósendur samt sem áður tryggt þeim fulltrúa, sem þeir vilja koma að góða kosningu. Enginn þátttakandi í prófkjörinu, nema Þor- steinn Pálsson, hefur lýst því yfir í yfir, að hann sækist eftir fyrsta sæti listans. Þorsteinn er traustur og heið- arlegur stjórnmálamaður og enginn er svikinn af störfum hans. Við skorum því á alla Vestmanna- eyinga, sem taka þátt í þessu próf- kjöri, að tryggja Þorsteini fyrsta sæti. Með því sjá menn hagsmunum þessa byggðalags og Suðurlands best borgið. Sigurður Einarsson Guðjón Hjörleifsson Bragi I. Ólafsson lagi finnst mér það mjög æskilegt að maður sem starfar við sjávarútveg og býr í öflugasta sjávarplássi landsins hafi áhrif á stefnu stærsta stjórnmála- flokks þjóðarinnar. Þá tel ég að átta ára seta mín í bæjarstjórn. ásamt afskiptum mínum af félagsmálum innanbæjar á undanförnum árum. geri mig hæfari en ella í að takast á við hin margslungnu verkefni sem fylgja stjórnmálum á landsvísu. Síð- ast en ekki síst vil ég benda á að störf mín í forystu fiskvinnslumanna um land allt undanfarin þrjú ár. og margvísleg samskipti við stjórnvöld, hafa aflað mér dýrmætrar reynslu og þekkingar. Sú reynsla kemur okkur öllum, sem lifum og störfum við sjávarsíðuna, til góða ef ég fæ stuðn- in í eitt af áhrifasætum á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi próf- kjöri. Hardnandí samkeppni aukín samskipti Það er verkefni næsta áratugar að færa ísland frá stöðnun til hag- vaxtar. Sá boð- skapur hlýtur að vera kærkominn í kraftmesta útgerð- ar- og fiskvinnslubæ landsins, Vest- mannaeyjum. Afkoma {slendinga hefur löngum verið undir þeim komin fyrst og fremst sem sótt hafa verðmætin í gullkistuna umhverfis landið og þeim sem unnið hafa þau verðmæti og komið þeim á markaði erlendis. Þó að miklu skipti að auka fjölbreytni í íslensku atvinnulífi, verður sjávarút- vegurinn enn um hríð sá sterki stofn sem hagsæld og velfgerð íslenskra heimila byggir á. En því aðeins náum við þeim markmiðum sem að er stefnt í þessum efnum að við tryggjum sem best athafnafrelsi þeirra sem verðmætin skapa og eðlilegar og réttlátar leik- reglur. Samgöngur. Það er margt fleira sem úrslit- um ræður um framþróunina. Við sjálfstæðismenn liöfum löngum lagt á það áherslu að vöxtur og viðgangur atvinnulífsins á landsbyggðinni væri meðal annars kominn undir góðum samgöngum. Séu þær ekki fyrir hendi er hætt við að stöðnun blasi við á öðrum sviðum. Fáir þekkja það betur en Vestmannaeyingar. Það er því fagnaðarefni þegar bundið slitlag hefur verið lagt á flugvöllinn. Hitt skiptir ekki síður máli þegar menn loks sjá fyrir endann á langri baráttu fyrir byggingu nýs Herjólfs. Heimild til þess verks var fyrst að finna á lánsfjárlögum fyrir árið 1987 en ýmislegt hefur orðið til þess að tefja fyrir framgangi málsins, meðal annars skilningsskortur á mikilvægi samgangna fyrir þróun byggða og atvinnulífs. En þeim steinum hefur smám saman verið rutt úr vegi. Sjávarútvegur og þjódarsátt. En samhliða sértækum verkefn- um eins og þessu er mótun almennrar efnahags- og atvinnustefnu lykilatr- iði í baráttunni fyrir því að færa ísland frá stöðnun til hagvaxtar. um að miðstýring á höfuðborgar- svæðinu ráði allt of'miklu um fram- gang mála. Þá telja flestir sem starfa við sjávarútveg. jafnt sjómenn. út- vegsmenn. fiskvinnslufólk og stjórn- endur fyrirtækjanna, að gengið hafi verið á hlut sjávarútvegsins á undan- förnum árum. Á næstu misserum verður ekki komist hjá miklum breytingum í sjávarútvegi og land- búnaði hérlendis. Á næstu árum er fyrirsjáanleg harðnandi samkeppni á mörkuðum okkar og aukin sam- skipti við þjóðir Evrópubandalags- ins. Því skiptir miklu máli að Islend- ingar nái fram niðurfellingu tolla á sjávafurðum við Evrópubandalagið, án veiðiheimilda þeirra í íslenskri fiskveiðilögsögu. Framboð eftírspurn Ég hef einn fárra frambjóðenda ekki sett stefnuna á ákveðið sæti. Það er kjósenda að velja á listann en ég hlýt að vona að fólk meti störf mín á undanförnum árum þegar það rað- ar niður í fyrstu fimm sætin. Framboð mitt er fyrir hendi. Eftir- spurnin og stuðningurinn ræðst í prófkjörinu á laugardag. Framar öllu vonast ég til þess að prófkjörið efli samstöðu sjálfstæðis- manna í Suðurlandskjördæmi og að Eyjamenn verði ánægðir með sinn hlut. Sjávarútvegsráðuneytið hefur brugðist í því að móta heildstæða stefnu í sjávarútvegsmálum. Gölluð löggjöf um kvótaskipti hefur varpað ljósi á stefnuleysi í þessum efnum. Þá stefnu þarf að móta í góðu sam- ráði við alla þá sem í sjávarútvegi starfa. Við þurfum einnig að kappkosta að framfylgja þeirri þjóðarsátt sem forystumenn launþega og vinnuveit- enda náðu í byrjun þessa árs þegar þeir tóku í raun og veru völdin af ríkisstjórninni í efnahagsmálum. Það tókst að brjóta efnahagsstefnu hennar á bak aftur eins og hún hafði verið birt í þjóðhagsáætlun fyrir þetta ár. Þess vegna búum við nú við lægri verðbólgu. Þjóðarsáttin á ekki að vera tímabundin. hún á að vera viðvarandi. Koma þarff í veg fyrir frekari skattahœkkanir Núverandi ríkisstjórn hefur þanið út ríkisskerfið svo sem gleggst má sjá í hækkun skatta um þrettán milljarða króna og fjölgun ráðuneyta og opinberra starfsmanna. Ef fram heldur sem horfir í þessu efni mun hver fjögurra manna fljölsklda þurfa að borga 400 þúsund krónum meira í skatta um næstu aldamót en hún gerir í dag. Þetta verður að stöðva því ella drögum við of mikinn mátt frá atvinnulífinu og heimilunum sjálfum. Við verðum einnig að þora að ganga óhikað til samstarfs í efna- hags- og atvinnumálum á grundvelli þeirrar nýskipunar á þessu sviði sem nú er að festa rætur í alþjóðlegu samstarfi Evrópuþjóðanna. íslensk- ur sjávarútvegur á mikið undir því að okkur takist hvort tveggja í senn að verja fullan óskoraðan yfirráða- rétt okkar yfir fiskveiðilögsögunni og tryggja íslenskum sjávarafurðum hindrunarlausan aðgang að mikil- vægustu mörkuðum. Við þurfum oft að lyfta okkur upp yfir dægurþras og ríg og horfa til lengri framtíðar við stefnumótun sem leiða íslensk heimili til aukinnar hagsældar. Hér eftir sem hingað til mun þó allt velta á atorku og dugnaði einstaklinganna. í því efni munu Vestmannaeyingar halda vel á hlut sínum. í fyrsta skipti í u.þ.b. eina og hálfa öld hafa Vestmannaeyjar verið þingmanns- lausar um stund- arsakir á þann hátt að enginn Vestmannaeyingur eða beinn fulltrúi Eyjamanna hefur átt fast sæti á alþingi. Því kjörtímabili er nú að lúka. Það sorglega er að þetta skeði fyrir það sem margir Eyjamenn kalla pólitísk mistök. En það er búið og gert. Á hinn bóginn hef ég lagt allan minn kraft í það að gera gott úr þessari stöðu og í ljósi þess hef ég gengið til verka, lagt hönd á plóginn með mörgum góðum mönnum og fylgt málum eftir bæði beint og óbeint. Þetta hefur verið erfitt keppnistímabil þessi 4 ár eins og maður gæti orðað það í knattspyrn- unni, en því er ekki að neita að það hefur verið lærdómsríkt og oft skemmtilegt. Nú er komið að úrslitaleiknum á þessu pólitíska keppnistímabili utan þings, möguleikarokkarEyjamanna til þess að endurheimta öruggt sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suður- landskjördæmi og ég sæki fast eftir öðru sæti sem ég var færður úr í 3. sæti 1987 án prófkjörs. Allan þennan tíma hafa Éyjamenn hvatt mig til dáða á hinum pólitíska vettvangi og aldrei hefur liðið ein vika án þess að einhverjir sem maður hittir á förnum vegi, á mannamótum, á götu, eða niðri við höfn, hafi ekki haft orð á því að hann hlakkaði til næstu kosn- inga. Þetta hefur gefið manni styrk og baráttugleði og víst höfum við Eyjamenn náð ýmsum málum fram með harðfylgi þrátt fyrir allt. Nú skiptir öllu máli að mæta til leiks, það skiptir máli að listinn raðist upp með tilliti til margra þátta í kjördæminu og ég vil skora á Eyjamenn að taka þátt í prófkjörinu, Ragnheiður Borgþórsdóttir: Árno aftur áþing Vestmanna- eyingar. Samein- umst um að fá okk- ar mann á þing. Við stuðlum að því með því að setja Arna Johnsen i 2. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins, sem fram fer n.k. laugardag. Árni er maður sem getur áorkað miklu. Hann getur komið okkar málum áleiðis, það hefur hann sýnt og sannað í verki. Hann þorir að láta skoðun sína í ljós. Árni er áræðinn og fylginn sér. Hann er maður fólksins, jafnt ungra sem aldinna. Þannig þingmann þurfum við. Þau eru ófá málin sem Árni hefur komið í verk, samgöngumál, um- hverfisverndarmál, öryggismál, at- vinnumál, íþróttamál og þannig mætti lengi telja. Árni hefur það fram yfir marga aðra að vera óþreytandi við að að- stoða aðra og eru það margir sem hafa notið greiðvikni hans. Eyjamenn, látum það slys ekki henda okkur aftur, að hafa ekki Vestmannaeying á þingi. Þess vegna segi ég: Árna í 2. sætið. sem er jafnt fyrir flokksbundna sem óflokksbundna sem þurfa eingöngu að skrá sig á kjörstað scm þátttak- endur og stuðningsmenn í prófkjör- inu. Upp með húmorinn Eyjamenn. stöndum saman og við eigum góða möguleika. Ceir Jón Þórisson: Tryggjum kosningu Árna Johnsen óþing Það þarf ekki að lýsa fyrir Vest- mannaeyingum eða tíunda allt það sem Árni Jo- hnsen hefur gert fyrir Eyjarnar í gegnum árin. Hann hefur verið ósérhlífinn og elju- samur og hefur engu skipf hver eða hverjir hafa átt hlut að máli. Það hefur oft reynst erfitt fyrir einstak- linga á landsbyggðinni að glíma við kerfið í Reykjavík og höfum við í Eyjum ekki farið varhluta af því. Hafa því viðkomandi átt Hauk í Horni þar sem Árni er, því hann þekkir manna best öngstræti kerfis- ins. Þingmann höfum við ekki átt frá Eyjum í í hart nær fjögur ár og það má alls ekki gerast aftur. Það fór illa fyrir fjórum árum þegar við misstum annað þingsætið á lista Sjálfstæðis- flokksins. Þrátt fyrir það sýndu Vest- mannaeyingar, með miklum stuðn- ingi við Sjálfstæðisflokkin, í síðustu kosningum að þeir vildu allt til gera til að koma Árna á þing en hann skipaði þriðja sæti listans en þau málalok vita allir. Þrátt fyrir þau málalok gafst Árni ekki upp. Hann efldist við þessa raun og sýndi að þrátt fyrir að hafa misst þingsætið að þá hefur hann unnið sem þingmaður fyrir okkur Eyjamenn. Hann hefur verið sívinnandi og vakandi yfir öllu sem betur mætti fara hér í Eyjum og þarf ekki að lýsa því neitt nánar svo augljóst er það öllum. Nú er á brattann að sækja. Það er algjört lífsspursmál fyrir okkur að eiga þingmann á Alþingi fslendinga og það Árna Johnsen. Við þurfum á starfskröftum hans að halda því það eru engin þreytumerki á honum að sjá og því þurfum við öll að standa saman um kjör hans í 2. sælið á lista Sjálfstæðisflokksins. Ég vil hvetja Vestmannaeyingn til að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins nk. laugardag, 27. október °g tryggja okkur Árna Johnsen sem þingmann á lista Sjáifstæðisflokks- ins. Nú má ekkert andvaraleysi i tvi- sýnni baráttu því samtakamáttur okkar getur tryggt okkur Árn;i sem þingmann okkar næstu fjögur árin og um það verðum við að stnnda saman um. Til sigurs fyrir Eyjarnar. Árna á þing. Við landsbyggðarfólk tölum oft Þorsteinn Pálsson: Atorka og framfarir

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.