Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 24.10.1990, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 24.10.1990, Blaðsíða 8
25. Október 1990 - FRÉTTIR TIPP ÞÁTT- URINN Nú hann Lárus kominn til hennar Amerku og verður þar næstu vikur. Vegna tippsins í næstu viku hefur hann gert ráðstafanir og verður hægt að hafa samband við hann í gegn- um FBI. En Jón Bragi er örugg- ur, segist farinn að svipast um eftir nýjum andstæðingi. m Lárus Jakobsson. Það voru >margir að furða sig á því að ég náði aðeins jafntefli gegn Rambó, en góðir lesendur, þetta er bara minn stíll. Fyrst jafntefli, síðan jarðarför. Jón Bragi, þakka þér fyrir keppnina, þú ert ekkert skárri en Eddi. 1 Arsenal-Sunderland 1 /* í'xl FT 2 AslonVilla-LeedsUnited M7I mm 3 Crystal Palace - Wimbledon D fyl m [T] 4 Liverpool - Chelsea BÍ7 ITI ITl 5 Luton Town - Everton B \j*. ÍTl 1T1 6 Notlh Forest - Tottenham______D1/3 5] [T] 7 Q.P R. - Norwich City D&'! E m 8 Sheff. United - Coventry City H fTI m Tf 9 Southampton-DerbyCounty 10 Barnsley - Swmdon Town IH yi m m 11 Miiiwall - Sheff. Wed BCDIZtri 12 Oldham - Notls County_________ D f/,i m m Jón Bragi Arnarsson. Hvernig á maður að átta sig á mönnum sem svíkja sitt eigið l.ið, treysta því ekki. Þetta gerði Lalli við Arsenal og því náði hann þeim frábæra árangri að ná jafntefli á móti mér. En ekki aftur Lárus. 1. Arsenal - Sunderland D-r? uu "i; 2. Aston Villa - Leeds Umted BQ m s 3 Crystal Palace - Wimbledon d:-s e m 4. Liverpool - Chelsea HW fTl m 5 Luton Town - Everton B3 m @ 6 Nottn. Forest - Tottenham B0 BŒ •7. Q.P.R. - Norwich City bs m m 8 Sheft. Umted - Coventry City bijd s m 9 Southampton - Derby County b^ m m 10. Barnsley - Swindon Town 11. Millwall - Sheff. Wed. DLD m ® 12. Oldham - Notts County Bffl e m • Unnur Sigmarsdóttir tók við viðurkenningu eiginmanns síns Hlyns Stefánssonar sem besti leikmaður meistaraflokks, Hlynur Stefánsson markakóngur, Sigurður Ingason, besti leikmaður 2. flokks og Huginn Helgason, sá efnilegasti, að dómi valnefndar. Slúttað med stœl Lokahóf knattspyrnuráðs ÍBV var haldið í Hallarlundi síðastliðið laug- ardagskvöld. Til veislustjórnar var fenginn kunnur íþróttafréttamaður Ríkisútvarpsins, Samúel Örn Erl- ingsson. Við slík tækifæri sem þetta er vaninn að margir stígi í pontu og flyti gestum tölu. Svo var einnig í þetta sinn. Efst var mönnunr í liuga góður árangur meistaraflokks. ÍBV, sem lenti eins og kunnugt er í þriðja sæti 1. deildar, öllum ræðumönnum á óvart, nema Sigurði Inga Ingólfssyni, sem sagðist hafa séð á undanförnum árum að meira byggi í liðinu en árangurinn hefði sýnt, nú hefði það hinsvegar birt sitt rétta andlit. Hann kvaðst jafnfranrt óhræddur unr fram- tíðina. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, kom færandi hendi, því hann afhenti fyrir hönd bæjarstjórnar, krónur 250 þúsund að gjöf, fyrir frábæran árang- ur knattspyrnuliðsins síðasta sumar. Hlaut þetta mikið klapp. En ekki voru allir jafnánægðir með þessa gjöf því í pontu steig þjálfari liðsins, Sigurlás Þorleifsson og sagði að „tvö hundruð og fimmtíu þúsund kall væri ekki neitt, þetta væri ekki það sem menn vildu. Lalli færi bara fyrir næsta horn til að ná í svona aura“. Að loknum formlegheitum, var slegið á léttari strengi. M.a. sýndi Eyjamaðurinn Njáll Torfason and- legan og líkamlegan styrk sinn. Hann reif m. a. stóru símaskrána sem Frétt- ir væru á meðan fyrirliði ÍBV, Jón Bragi Arnarsson reyndi við tóman Raleigh sígarettupakka án árangurs. Þá lét Njáll knattspyrnuráðsmanninn Edda Garðars brjóta steinsteyptar hellur á brjósti sér, liggjandi á glerbrotum. Bæjarstjórinn og tóm- stundafulltrúinn með fulltingi nokk- urra leikmanna knattspyrnuliðsins, var falið að setja upp leikritið Rauð- hettu og úlfinn á fimnt mínútum. Að því búnu var það sýnt við geysilegan fögnuð áhorfenda, enda útfærslan nýstárleg og frumleg. Þá var komið að lokapunktinum, viðurkenningunum. Upp voru kall- aðir fulltrúar þeirra fyrirtækja sem veitt höfðu knattspyrnuráðinu mest- an stuðning síðasta sumar, ásamt Einari Jónssyn lækni, sem reyndist aldeilis frábær í öllu viðhaldi liðsins. Fengu þeir allir fánastöng á grágrýt- isstalli, áletraðan með nafni viðkom- andi. Hápunkturinn var svo útnefn- ing þeirra leikmanna sem skara þóttu framúr. Markakóngur og besti leikmaður meistaraflokks var kjör- inn Hlynur Stefánsson, mestu fram- farir þótti Huginn Helgason hafa sýnt og Sigurður Ingason var valinn besti leikmaður 2. flokks. • Fulltrúar þeirra fyrirtækja sem fengu viðurkenningu fyrir mikið framlag til knattspyrnuráðs. F.v. Tómas Eyjólfsson f.h. íslandsbanka, Guðmundur Þ.B. Olafsson f.h. Herjólfs, Skæringur Georgsson f.h. Esso, Arnar Sigurm- undsson f.h. Sparisjóðsins, Jóhanna Andersen f.h. Þvottahússins, Halldór Einarsson f.h. Hensons, Einar Jónsson læknir, Guðjón Rögnvaldsson f.h. Kleifa og Guðjón Hjörleifsson f.h. Vestmannaeyjabæjar. 0 Guðjón bæjarstjóri aflienti f.h. 0 Njáll Torfason rís upp af glerbrotahrúgunni, eftir að Eddi Garðars hafði bæjarsjóðs, kr. 250 þúsund aö gjöf mölbrotið steinsteyptar hellur á brjósti hans. til knattspyrnuráðs. ---------------------------------- Hafið samband © 21814 & 21978 Til viðtals frá kl 16-22 fimmtudag og föstudag Kjördagur opið allan daginn Arndís Jónsdóttir STUÐNINGSMENN ORÐ SPOR Mikið hefur verið verið að gera hjá Björgunarfélaginu síðustu daga, því í þokunni hafa menn brugðið á það ráð að leita til þeirra með skutl upp í Þorlákshöfn. Til þessa hafa þeir notað björgun- arbát félagsins, Kristinn Sigurðsson. Fyrst var það Guðni í Bíóinu sem fékk þá til að ná í söngkonu og fleira dót. Næst var það athafnamaðurinn Bjarni Ólafur sem þurfti að komast fyrir flugvél til Amsterdam sem nýtti sér þjónustu þeirra og síðast bæjar- sjóður. Maggi á Kletti og Sjöfn kona hans eru að leggja í langferð um helgina þegar þau leggja í hann til Suður- Afríku. Þar munu þau kanna dýralíf og annað náttúrufar í hinni svörtu Afríku. Oddur Már Gunnarsson iðnráðgjafi Suðurlands var hér á ferð í vikunni og var einn tilgangur hans að funda með atvinnumálanefnd Vestmanna- eyjabæjar. Þegar til kom var ekki fundarfært því formaður nefndarinn- ar fannst ekki. Fulltrúar frá Knattspyrnufélaginu Tý og íþróttafélaginu Þór mættu á fund bæjarráðs á mánudag til að viðræðna um framkvæmd og fyrir- komulag Þjóðhátíðar. Aðilar voru sammála að leggja fram nánari tillög- ur um verkaskiptingu og fyrirkomu- lag. Lífeyrissjóður Vestmannaeyinga gaf bæjarsjóði tvær íbúðir í síðustu viku að Vestmannabraut 61 og Miðstræti 22. Um er að ræða íbúðir sem sjóðurinn eignaðist á uppboðum. Bæjarráð þakkaði Lífeyrissjóðnum gjöfina á fundi sínum á mánudag. Þakkir Starfsfólk Hraðfrystistöðvar Vest- mannaeyja færði deildinni Krabba- vörn í Vestmananeyjum krónur 50.000 til minningar um Sjöfn Ólafs- dóttur á 52. afmælisdegi hennar, þann 7. október sl. en hún starfaði um árabil hjá Hraðfrystistöð Vm. Vill deildin þakka gefendum þessa höfðinglegu gjöf. Krabbavörn Vm. Þokkir í tilefni af merkum áfanga í starfsemi fyrirtækisins Eyjaíss hf. ákvað stjórn þess að minnast þeirra sem minna mega sín í samfélaginu með því að afhenda þeim stofnunum sem annast má- Iefni fatlaðra, höfðinglegar pen- ingagjafir. Þær eitt hundrað þúsund krón- ur sem stjórn Eyjaíss hf. færði Vernduðum vinnustað, Kerta- verksmiðjunni Heimaey, komu sér ákaflega vel, því að enda þótt Heimaey hafi starfað í rúm 6 ár er enn langt því frá að vinnustað- urinn sé fullbúinn. Sérstaklega hvað varðar aðstöðu starfsfólks. Verndaður vinnustaður væri sennilega ekki risinn hér enn, ef ekki hefði notið sérstakrar vel- vildar og áhuga fyrirtækja og almenningi í bænum. Það er því ánægjulegt að vita að sá áhugi og velvild er enn til staðar. Stjórn og starfsfólk Heimaeyj- ar færir eigendum og starfsmönn- um Eyjaíss hf. alúðarþakkir fyrir þessa rausnarlegu gjöf. Stjórn og starfsfólk Heimaeyjar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.