Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 24.04.1992, Page 1

Fréttir - Eyjafréttir - 24.04.1992, Page 1
19. árgangur Vestmannaeyjum 24. apríl 1992 -----------------——~i------------------- 17. tölublað Rltstjórn og auglýslngar S 98-11210 Fax:S 98-11293 Lögreglan: Annasamir bœnadagar Lögreglan haföi í mörg horn að líta um bænadagana. Tilkynní var um líkamsárásir, þjófnaði úr bíl, skemmdir á öörum, landfestar Her- jólfs leystar svo eitthvað sé nefnt. Á skírdagsmorgun var tilkynnt um þjófnað á talstöð úr bíl og útvarp hafði verið rifið úr en ekki tekiö. Síðar um morguninn var ökumað- ur staðinn að meintum ölvunar- akstri. Á föstudagsmorguninn um klukk- an 4:00 var tilkynnt að landfestar Herjólfs hefðu verið leystar. Hafnar- vörðum tókst að festa skipið og hlaust ekki tjón af. Stuttu síðar var tilkynnt um eld í Skaftfellingi, sem staðið hefur í slippnum t' nokkra áratugi. Olíu hafði verið hellt yfir bátinn og eldur borinn að. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, en erfitt er að tala um tjón á gjörónýtum bátnum. Ekki var annríkinu þar með lokið því sama morguninn var tilkynnt um tvær líkamsárásir. Á föstudaginn langa var tilkynnt um skemmdir á bifreið á bílastæði við Áshamarsblokkirnar. Að sögn lögreglu er um verulegar skemmdir að ræða. Bíllinn mikið rispaður og leikur grunur á að þarna hafi börn verið að verki. Drangavik VB, nýtt sklp Slgurdar Inga Ingólfssonar og fjölskyldu, kom tll helmahafnar i Byjum i fyrsta slnn laugardaglnn fyrlr páska. Fjöldl manns fagnaði sklplnu sem er allt hlð glaesllegasta. A myndlnnl að ofan er fjölskylda Slgurðar Inga. Fra vlnstrl, Tryggvl, Andrea, Jóna, sigurður Ingl og Cuðnl stelnar. A myndlnnl tll hllðar er Orangavik vlð bryggju i Byjum. Skólanefnd grunnskóla: Vill breyta skólahverfum Storf smannqfélagið um topp tíu hjó baejqrsjódi: Senda boltann til baejarlns Viðbrögð bæjarráðs við beiðni FRÉTTA að fá uppgeFin laun núver- andi og fyrrverandi bæjarstjóra og tíu launahæstu starfsmanna bæjar- ins, voru að vísa málinu til samninga- nefndar. Samninganefnd tók ekki afstöðu til bæjarstjóralaunanna en visaði seinni beiðninni til Starfs- mannafélags Vestmannaeyjabæjar. Starfsmannafélagið hefur nú svar- að þessari umleitan og hefur sent boltann aftur til bæjarins. í bréfi frá félaginu er tekið fram að það sé stéttarfélag, sem fer með forsvar félagsmanna við gerð kjarasamninga ogfl. „Efalítið eru skiptar skoðanir meðal félagsmanna um framangreint erindi Vestmannaeyjabæjar. Af þeim sökum telur félagið ekki rétt að það taki afstöðu til erindisins enda er það í raun ákvörðunarefni bæjaryfir- valda eða samkomulagsatriði við einstaka starfsmenn, hvort og þá að hve miklu leyti ráðningarkjör skuli gerð opinber," segir í niðurlagi bréfsins. örir árekstrar sama daginn: Ökumaður i Þrír árekstrar urðu á miðvikudaginn í síðustu viku og varð slys í einum þeirra og talsvert eignatjón. Rétt eftir klukkan fjögur, síðdegis þennan dag varð árekstur á Faxastíg. Ökumaður annars bílsins var fluttur á sjúkrahús og þurfti kranabíl til að flytja bíl hans af vettvangi. i sjúkrahús Seinna var ekið á kyrrstæða bifreið á Strandvegi. Tjónvaldur ók í burtu en lögregla hafði upp á kauða og er hann grunaðan um meintan ölvun- arárekstur. Þriðji áreksturinn varð minnihátt- ar en samanlagt er eignatjón verulegt í þessum þremur árekstrum. Skólanefnd grunnskóla mælti með á fundi sínum í síðustu viku að kannaðir verði möguleikar á að breyta skólahverfum þannig að lína verði dregin í austur fyrir neðan Hásteinsblokkina og upp með húsi nr. 56 við Hásteinsveg og síðan upp Hólagötu að Höfðavegi. í dag skiptir Illugagatan bænum í skólahverfi, en ef farið verður að hugmyndum skólanefndar sækja börn, sem búa við Brimhólabraut og Hólagötu, Hamarsskóla í framtíð- inni. Guðrún Jóhannsdóttir formaður skólanefndar, sagði í við Fréttir að i dag væru nemendur Barnaskólans u.þ.b. 100 fleiri og með þessum hugmyndum sé verið að reyna að jafna nemendafjölda milli skólanna. Hún sagði að nefndin hefði farið ofan í þessi mál og miðað við að árgangurinn 1989, 35 - 40 krakkar, færðust á milli hvarfa, frá Barnaskóla í Hamarsskóla. „En ég vil leggja áherslu á að þetta eru fyrst og fremst hugmyndir. Næsta skref er að halda fund með foreldrum þeirra nemenda sem málið skiptir og verður ákvörðun tekin í framhaldi af því,“ sagði Guðrún. I siðustu vlku efndl baejarstjörn Vestmannaeyja tll borgarafundar um sjávarútvegsmál. Frummaelendur á fundlnum voru Þorstelnn Pálsson, sjavarútvegsraðherra, og talsmenn hags- munaaðlla i sjávarútvegl. Fálr Byjamenn sáu ástaeðu tll að maeta á fundlnn þvi fundargestlr voru á blllnu 60 - 70, þegar fiest var. m FJÖLSKYLDUTRYGGING FASTEIGNATRYGGING © TRYGGINGAMIÐST0Ð1N HF Umboð i Vestmannaeyium, Strandvegi 63 S 11862 Leitið ekki langt yfir skammt. Allar byggingavörur á einum stai HÚSEV BYGGINGAVÖRUVERSLUN VESTMANNAEYJA Garðavegi 155 - sími 1 1 151 HIISEY - Þjónustuaðili fyrir þig, þar sem fagmennskan og þjónustan er í fyrirrúmi

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.