Fréttir - Eyjafréttir - 24.04.1992, Blaðsíða 8
Stöndum EYJAMENN ! saman.
Verslum við fyrirtæki skrásett í Eyjum!
ximines
VETRARAÆTLUN HERJOLFS
Frá Vestm. Frá Þorlákshöfn Æl
Mánudaga-Föstudaga ...... 07:30 12:30 tMT
Laugardaga ............... 10:00 14:00 ”
Sunnudaga................ 14:00 18:00 sími 12800 • Fax 12991
Landhelgisbrot
Á miðvikudaginn í siðustu viku
var trillubáturinn Byr VE staðinn að
ólöglegum veiðum.
Byr var við handfæraveiðar við
Hvítbjarnarboða þegar þyrla Land-
helgisgæslunar byrtist skyndilega.
Byr hclt þegar til hafnar og viður-
kenndi skipstjórinn, sem var einn
um borð, brotið. Virðist hann ekki
hafa áttað sig á páskastoppinu.
Hljómsveitir á Þjóðhátið:
Sálin og
Todmobile
A myndlnnl sést hvernlg bjarglð hefur henst niður hlíðlna ag í
gegnum varnargarðlnn.
Stórt bjarg úr Klifinu
Það er engin smósmíði bjargið
sem hrundi úr Klifinu síðdegis á
sunnudaginn.
Lögreglu var tilkynnt um bjargið
um kl. 19:00 á sunnudagskvöldið.
Það hefur fallið úr klettabeltinu, efst
í Klifinu og má sjá förin eftir það í
hlíðinni. Það setti stórt skarð í
varnarvegginn ofan við veginn og
hafnaði við hús Fiskmarkaðarins.
Er mikil mildi að ekki varð af slys
því vægt áætlað er bjargið minnst tvö
til þrjú tonn.
Nú er ákveðið að stórhljómsveit-
irnar Sálin hans Jóns míns og Tod-
mobile verði á stóra pallinum á
Þjóðhátíðinni í sumar.
Að sögn Sigmars Georgssonar
framkvæmdastjóra þjóðhátíðar-
ncfndar Þórs á aðeins eftir að skrifa
undir samninga. Ekki er enn ákveðið
hverjir spila á litla pallinum, en
trúlega mun það skýrast um helgina.
Sigmar segir að þeir sem ætla að
senda inn þjóðhátíðarlög verði að
skila þeim inn fyrir 20. maí n.k.
Þjóðhátíðin verður dagana 31.
júlí til 3. ágúst ogerSigmarbjartsýnn
á góða aðsókn. Kemur þar margt til,
m.a. nýr Heriólfur, nýr flugfloti hjá
Flugleiðum, Islandsflug og leiguflug
Vals Andersen. Jafnvel kemur til
greina að gamli Herjólfur verði líka
í flutningum milli lands og Eyja um
Þjóðhátíðina.
Studnlngsmenn Ibv fagna markl slnna manna i lelknum á
mlðvlkudaglnn. Þelr studdu iBV dyggllega i lelknum en nú þurfa
Ey/amenn að gera enn betur i kvðld með þvi að troðfylla Hölllna
og þen]a raddbúndln tll hlns ýtrasta. Afram ÍBV.
Vantaði herslumuninn
Með smá heppni hefði sigurinn
orðið okkar á móti FH-ingum í Hafn-
arfirði i fyrrakvöld. Lokatölur leiks-
ins urðu 26 - 24 og í hálfleik var
staðan 13 -13.
ÍBV sýndi frábæra baráttu í leikn-
um og ekki skemmdi stuðningur um
300 áhangenda liðsins sem stóðu
með sínum mönnum fram á síðustu
sekúndu.
Liðið sýndi og sannaði í leiknum,
að það er eitt af fjórum bestu liðum
landsins og í kvöld fá strákarnir
tækifæri til að sýna hvort þeir eru
annað besta liðið. Með sigri í kvöld
ná þeir að knýja fram þriðja leikinn
sem yrði í Hafnarfirði á sunnudaginn
og eiga möguleika á að komast í
úrslitin um íslandsmeistarartitilinn.
Ef Sigurður Gunnarsson og hans
menn ná að spila í kvöld eins og í
leiknum á Akureyri um daginn þarf
ekki að spyrja að leikslokum. Þeir_
stóla á góðan stuðning áhorfenda og
lofa skemmtilegum og spennandi
leik. Styðjum strákana til sigurs í
kvöld, þeir hafa sýnt að þeir eiga
góðan stuðning skilinn.
Pampersbleyjur kr. 1.089,- pk.
Gerið verðsamanburð
rrrm 111 m 1111111 n 111111 n
Heitur matur
í hádeg*
föstudag
Lærissnetða
Bernatse
MUNIÐ
ÓDÝRU
GRILLKOLIN
fjs
S'ma HOSO
Gleðilegt sumar
LiiLiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiirm
|tai MCI m m|
d 105 b
OPIÐ