Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 14.01.1993, Page 10

Fréttir - Eyjafréttir - 14.01.1993, Page 10
ORÐSPOK Fimmtudaginn 14. janúar 1993 • Aukið öryggi í heitupottunum. Fyrir skömmu var á boröum stjórnar Iþróttamiðstöðvar skýrsla Vinnueftirlits ríkisins vegna óhapps sem varð i nuddpotti íþróttamiðstöðvar sl. sumar en þá mátti litlu muna að illa færi þegar stúlka festist á hárinu í sogdælu í pottinum. I skýrslunni er lagt til að sett verði upp aðvörunarskilti og •>. neyðarstopp á loft- og vatnsdæl- ur pottanna. Forstöðumaður upplýsti að nú væri búið að upp- fylla óskir Vinnueftirlitsins. Hækkar ekki að sinni. Stjórn íþróttamiðstöðvar samþykkti á fundi fyrir skömmu að fara ekki út í gjaldskrárhækkun að sinni, þrátt fyrir að sundstaðir í Beykja- vík hafi hækkað gjaldskrá í okt- óber sl. og íþróttamiðstöðin í Vm. hafi ningað til látið gjaldskrá i sund fylgja gjaldskrá sundstaða i Reykjavík. Jafnframt var sam- þykkt að hefja sölu á 30 miða afsláttarkortum til einstaklinga og fyrirtækja. Kosta þau 2700 kr. eða 90 kr. á miða en venjulegt giald er 120 kr. Gísli Helga og Bylgjan minnast 20 ára gosafmælis. Bylgjan hef- ur ákveðið að minnast 20 ára gosafmælisins með beinum út- sendingum frá Eyjum um aðra helgi. Utsendingarnar hefjast á föstudag og standa fram á laug- ardaginn 23. janúar, gosdaginn, og þá verður Páll Magnússon með þátt og ræðir við Vestmann- aeyinga sem upplifðu örlagadag- inn 23. janúar 1973 þegar gosið hófst. Gísli Helgason verður með út- sendingar héðan á öllum út- varpsstöðvum föstudag og laug- ardag. Golfklúbburinn sendi bæjarráði erindi þar sem fram kemur að golfarar eru tilbúnir til að bera allan kostnað við uppgröft, og undirbyggingu með bögglabergi ef breytinqar verði á vegi frá Fjósakletti að Kaplagjótu. Kostnaður bæjarsjóðs yrði efsta burðarlag úr sandi, grassteinar og niðurlagning þeirra. Bæjar- ráð vísaði erindinu til tæknideild- ar, HUN-nefndar, byggingar- nefndar og umferðarnefndar til umsagnar. Hiigmynd Golfklúbbsins er að taka Torfmýrarveg undir völlinn og vegur frá Fjósakletti komi í staðinn. Unaöslegir morgnar. Starfs- menn bæjarins hafa síðustu daga rifið sig upp eldsnemma á morgnana til að ryðja götur bæjarins. Eru þeir búnir að ryðja allar götur áður en bjarbúar fara á fætur. Þessu fylgir þó að menn eru að vakna fyrir allar aldir við hávaðann í ruðningstækjunum. Þá er oftast of snemmt að fara í vinnu en ekki tekur því að fara að sofa og er því þrautalendingin hjá mörgum að nýta tímann til að blóta Ástarguðinn og segja þeir sem best fylgjast með að þess muni sjá merki á fæðingardeild Sjúkrahússins í byrjun október í haust. A-A FUNDIR A-A fundir eru haldnir sem hér segir í húsi félagsins að Heimagötu 24: Sunn- udaga kl. 11:00, mánudaga kl. 20:30, fimmtudaga kl. 20:30, föstudaga kl. 23:30 og laugardaga, fjölskyldufundir kl. 20:30. Athugið símatíma okkar sem eru hvern fundardag og hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma er \ 2 klst. í senn. KIRKJUR Aheit og gjafir til Landakirkju Frá 1. janúar til 31. desember 1992 bárust eftirfarandi gjafir og áheit til Landakirkju: SJ kr. 5000, Kjartan Fr. Adólfs- son kr. 1.000, GS kr. 1.500, MS kr. 500, Björg kr. 1.000, NN kr. 5.000, GK kr. 2.000, VEL kr. 5.000, Sísi Guðmundsdóttir kr. 300, MJ kr. 5.000, Björney Björnsdóttir, Hlíf 2, ísafirði kr. 8.000, GS kr. 1.000, MJ kr. 3.000, NN kr. 1.000, JG kr. 5.000, Margrét kr. 1.000, Aueun. hf. kr. 15.000, Sigríður Ólafsdóttir, Hringbraut 61, Reykjavík kr. 1.000, KE kr. 1.000, Magnús Jónasson kr. 3.000, NN kr. 1.000, NN kr. 1.000, ÍBV kr. 5.000, RH kr. 2.000, Klara Friðriksdóttir kr. 5.000, Knatt- spyrnufélagið Týr kr. 15.000, Krist- inn Pálsson kr. 10.000, NN kr. 500, Jóhanna Magnúsdóttir, Gerðisbraut 1, Vestmannaeyjum kr. 2.000, GS kr. 3.000, IH kr. 3.500, NN kr. 1.000, MN kr. 500, Elín Guðjóns- dcttir, Kópavogi kr. 5.000, Elínborg Sigurbjörnsdóttir kr. 2.000, Guðrún Ólafsdóttir frá Strönd, Dalbraut 27, Reykjavík kr. 3.000, GG kr. 4.000, GK kr. 2.000, Hulda Þorsteinsdóttir kr. 3.000, Jóhann Ólafsson, Faxa- stíg 49 kr. 3.000, NN kr. 1.000, ES kr. 3.000, Leiguflug Vals Andersen kr. 7.500, GS kr. 3.000, JS kr. 1.000, Þórunn Gísladóttir, Höfðavegi 43c kr. 10.000, GES kr. 5.000, GE kr. 5.000, Jón Karlsson, skipstjóri kr. 10.000 og loks var söfnunarkistill í Landa-kirkju tæmdur og reyndust vera í honum kr. 14.132. Samtals eru þetta kr. 176.432 á árinu 1992. 'Þá gaf Einara Sigurðardóttir vegg- teppi í minningu um foreldra sfna Margréti V. Gunnlaugsdóttur og Sigurð Þorleifsson frá Hruna. Versl- unin Drífandi og Kvenfélag Landa- kirkju gáfu borðtennisborð og til- heyrandi og Verslunin Oddurinn gaf í minningu Karls J. Birgissonar fót- boltaspil. Þessar síðustu gjafir hafa verið notaðar í barna- og æskulýðs- starfi kirkjunnar. Argentína steikhús og Við fél- agarnir verða með uppákomu um aðra helgi þar sem bæjarbúum gefst gullið tækifæri á að kitla bragðlauk- ana. Þeir félagarnir hafa fengið Jónas Þór, kjötverkanda, í lið með sér og verður hann með grillnámskeið á fimmtudagskvöldið 21. janúar nk. Jónas Þór kennir meðferð hráefnis og leiðir fólk síðan f allan sannleik- ann um hvernig á að fá það besta út úr því eftir að það er komið á grillið. Á föstudags- og laugardagskvöld Sóknarnefnd Landakirkju færir gefendum og velunnurum nær og fjær bestu þakkir fyrir hlýhug í garð kirkjunnar, og biður þeim Guðs blessunar, um leið og sendar eru bestu nýársóskir til landsmanna allra. Vestmannaeyjum, 4. janúar 1993. Ágúst Karlsson, féhirðir. mæta kokkar og þjónar af Argentínu með alvæpni, með þeirra eigin mat- seðil. Bjóða þeir upp á fjórréttaða máltíð sem kostar 3200 krónur. Þeir sem vilja fara á ball með Hálft í hvoru þurfa að borga 4200 fyrir bakkann. Benni Torfa segist vonast eftir góðum viðtökum bæjarbúa við þess- ari nýbreytni. Verði þátttaka góð munu þeir bjóða upp á fleiri slíkar uppákomur í vetur. Þeir sem hafa áhuga á grillnámskeiðinu eru hvattir til að skrá sig sem fyrst í síma 12577. urðu á fólki og bílar ekki mikið skemmdir. Síðdegis sama dag fuku fiskikör á bíl við Fiskiðjuna. Á föstudaginn var tilkynnt um innbrot í hús við Vesturveg þar sem stolið var nokkrum myndböndum. Á föstudaginn var alvarleg á- keyrsla á Hamarsvegi við Hástein. Segir lögreglan mestu mildi að ekki varð stórslys. Bíl var ekið austur Hamarsveg og missti ökumaður stjórn á honum í hálku við Hástein með þeim afleiðingum að bíllinn fór út af veginum og hafnaði á ljósa- staur. Bíllinn er ónýtur að sögn lögreglu og það eina sem farþegi og ökumaður kvörtuðu yfir voru eymsli í hálsi og hné. Á laugardaginn var tilkynnt um innbrot í Suðurey VE. Ekki er vitað hvenær brotist var inn en rótað var í lyfjakistu en ekki að sjá að nokkuð vantaði. Að öðru leyti var helgin róleg en lögreglan situr ekki auðum höndum og einbeitir sér að krökkum sem leika þann stórhættulega leik að hanga aftan í bílum. Þetta er einn af fylgifiskum snjósins og er alltaf jafn- vinsæll hjá krökkum. Lögreglan hef- ur staðið krakka, allt niður í tíu ára gamla, að því að hanga aftan í. Farið er með þau upp á lögreglustöð þar sem þeim er lesinn pistillinn og síðan er hringt í foreldrana og þeir látnir sækja krakkana eða þeim er keyrt heim. Virðist þetta hafa borið árang- ur því þessir krakkar sjást ekki aftur hanga aftan í bílum. Vill lögreglan hvetja foreldra til að brýna fyrir börnum sínum að hætta þessu. LANDAKIRKJA Sunnudagur 17.1 kl. 11:00 Barna- og fjölskylduguðsþjónusta. kl. 14:00 Almenn Guðsþjónusta - akstur frá Hraunbúðum. kl. 20:30 KFUM & K - unglingar. Miðvikudagur 20.1 kl. 10:00 Mömmumorgunn kl. 12:10 Kyrrðarstund. - Orgeltónlist í Kirkjunni kl. 12:00 - 12:10. Súpa og brauð og kaffisopi á eftir.. og svo beint í vinnuna! kl. 17:30 TTT - Fundur Tíu til Tólf ára barna. Rafmagns- álag um jólin Skömmu fyrir jól velti Garri upp þeirri spurningu í pistli sínum hversu mikið álag væri á rafkerfi Bæjar- veitna vegna jólaskreytinga. Sam- kvæmt okkar útreikningum er álag vegna jólaskreytinga ca. 300 kW. Orkunotkun okkar Eyjamanna vegna þessa gæti því numið allt að 120.000 kWst. Einnig er mjög fróðlegt að skoða álagið yfir hátíðadagana. Á rafveit- una verður álagsaukningin mest á aðfangadag og gamlársdag. Þarveld- ur mestu að þá eru 1.550 jóla- og áramótasteikur með tilheyrandi eldamennsku í gangi milli kl. 15:00 og 18:00. Nú í ár fór álag rafveitu í 7.000 kW á þessu tímabili, það lætur nærri að vera 30% aukning á með- alálagi þessara daga. Til þess að elda góðgætið notuðum við orku sem nam 9.000 kWst. Sama má segja hvað varðar hit- aveituna, þar eru þessir dagar álags- mestu dagar ársins. Mesta álag hit- aveitu fór í tæp 16.000 kW, sem er 33% aukning á meðalálagi þessara daga. Þar veldur mestu um að vel á fimmta þúsund Eyjabúar fara í jóla- og áramótabaðið á milli kl. 15.00 og 18:00. Til þess að taka þátt í jólahá- tíðinni með hreint ytra byrði notuð- um við þvf 24.000 kWst. af varma- orku. Sé þetta allt samantekið og því bætt við „herkostnað" vegna jól- ahaldsins kemur í ljós að við höfum notað orku fyrir allt að 1,0 milljón kr. vegna þessara hátíðarhalda. Að endingu viljum við þakka Garra fyrirspurnina og óska honum og öðrum bæjarbúum gleðilegs árs, með þökk fyrir ánægjulegt samstarf á liðnu ári. Eiríkur Bogason, veitustjóri. Úr dagbók lögreglunnar: Tíðindalaust í óveðri helgarinnar Vestmannaeyingar sluppu tiltölu- lega létt frá óveðrinu sem gekk yfir landið um helgina. Hvasst var á sunnudaginn og aðfararnótt mánu- dagsins en ekki var lögreglu kunnugt um skemmdir af völdum óveðursins. Talsverð ófærð var í bænum en starfsmenn bæjarins, undir stjórn Ragga Bald, stóðu sig eins og hetjur í að halda götum hreinum. Á fimmtudaginn var lögreglu til- kynnt um árekstur á mótum Kirkju- vegar og Heiðarvegar. Engin slys Argentina steikhús Með strandhögg í vestmannaeyjum 9 Bfllinn er gjörónýtur og mikil mildi var að fólkið slapp án mikilla meiðsla eftir ákeyrsluna. Bahá’f samfélagið Opið hús að Kirkjuvegi 72B, fyrsta fimmtudag hvers mánaðar kl. 20:30. Almennt umræðuefni. allir vel- komnir. Heitt á könnunni. Al - Anon Byrjendafundir kl. 20:00. Almennir fundir kl. 20:30. Að Heimagötu 24. Útgefandi: Eyjaprent hf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamaður: Þórhallur Einisson. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson og Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent hf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjómar: Strandvegi 47, II. hæð. Símar: 98-13310 & 11210. Faxnúmer: 98-11293. FRÉTTIR koma út síðdegis alla fimmtudaga. Blaðinu er dreift í allar verslanir Vestmannaeyja, auk þess fæst blaðið á afgreiðslum Flugleiða, og Islandsflugs í Reykjavík og versluninni Svalbarða við Framnesveg í Reykjavík. FRÉTTIR er aðili að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. FRÉ l'l lR eru prentaðar í 2200 eintökum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.