Skessuhorn


Skessuhorn - 16.01.2008, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 16.01.2008, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 16 . JANÚAR Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Sími: 433 5500 Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 1450 krónur með vsk á mánuði. Elli­ og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 1250. Verð í lausasölu er 400 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. ­ 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is Framkv.stj. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Ritstjóri: Sigrún Ósk Kristjánsdóttir 862 1310 sigrun@skessuhorn.is Blaðamenn: Birna G Konráðsdóttir birna@skessuhorn.is Magnús Magnússon magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson th@skessuhorn.is Augl. og dreifing: Hekla Gunnarsdóttir 821 5669 hekla@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson augl@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Leiðarinn Umræðan um eiturlyfjaneyslu íslenskra ungmenna, áfengisdrykkju þeirra og reykingar, hraðakstur, slagsmál og þess háttar verður gjarnan háværari en önnur þegar rætt er um æsku landsins. Það er í raun frekar dapurlegt þar sem ungmenni eru upp til hópa kraftmiklir, skemmtilegir og siðprúðir einstaklingar sem eru til fyrirmyndar í einu og öllu. Því er þó ekki að neita að fíkniefnavandinn virðist vaxa frekar en hitt hér á landi og það er mikið áhyggjuefni. Í síðasta tölublaði Skessuhorns birtist frétt þess efnis að ungmenni á Akranesi hefðu fengið nýja og framúrskarandi aðstöðu til félags- og tómstundastarfs. Starfsemi Hvíta hússins og félagsmiðstöðvarinnar Arnardals var flutt í húsnæðið þar sem Tónlistarskóli Akraness var áður til húsa. Hið nýja húsnæði er mun stærra að flatarmáli en bæði hin gömlu hús samanlagt og býður upp á endalausa möguleika. Ungmennin sjálf voru fengin til þess að koma með hugmyndir að mögulegri nýtingu og ekki stóð á þeim. Nú eru þar í undirbúningi útvarpsútsendingar, standsetning föndurherbergis og ýmislegt fleira. Húsnæði Arnardals var ekki ætlað að hýsa starfsemi félagsmiðstöðvar til langs tíma þegar starfsemin hóf þar göngu sína fyrir tæpum 30 árum síðan. Áður hafði þetta sama húsnæði verið notað til „bráðabirgða“ undir elliheimili í 40 ár. Líkast til hafa bæði ungmenni og heldri borgarar Akraness ílengst í húsinu meðal annars vegna þess að þar er afar góður andi. Því miður er það ekki nóg og fyrir mörgum árum síðan var orðið ljóst að húsnæðið væri orðið allt of lítið fyrir starfsemi félagsmiðstöðvar. Auk þess er aðgengi þar fyrir þá sem búa við fötlun verulega ábótavant. Vert er að geta þess sem vel er gert og Akraneskaupstaður á hrós skilið fyrir að búa ungmennum sínum þessa glæsilegu aðstöðu til tómstundastarfs. Reyndar er umgjörð æskulýðs- og tómstundamála í öðrum sveitarfélögum á Vesturlandi almennt mjög góð og því greinilegt að bæjar- eða sveitarstjórnir í landshlutanum öllum telja það skipta máli að slík starfsemi fái aðstöðu við hæfi. Þessu ber að fagna enda hafa fjölmargar rannsóknir um heim allan sýnt það og sannað að öflugt og skipulagt félags- og tómstundastarf í umsjá ábyrgra aðila dragi úr líkum á að ungmenni leiðist út í notkun vímuefna. Rannsóknamiðstöðin Rannsóknir og greining hefur sérhæft sig í rannsóknum á ungu fólki. Á heimasíðu miðstöðvarinnar er greint frá því að verulegur árangur hafi náðst í forvörnum sveitarfélaga undanfarið enda byggi sveitarfélög stefnumótun sína í auknum mæli á niðurstöðum þeirra rannsókna sem fyrir liggi árlega. Árangursríkar forvarnir verða ekki metnar til fjár og það er því seint hægt að leggja „of mikla“ áherslu á málefni ungs fólks. Ég hvet því sveitarstjórnir á Vesturlandi, á Akranesi sem og annars staðar, til að halda áfram á góðri braut. Börnin, unglingar og við hin eigum það skilið. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir Góð fjárfesting til framtíðar Mað ur inn braut sér leið út úr hús inu um glugga á hús inu. Ljósm. bgk. Fé lags fund ur Veiði fé lags Þver- ár í Borg ar firði sam þykkti síð asta sunnu dag að fram lengja samn ing við Sporð ehf þannig að fyr ir tæk ið hafi Þverá til leigu til og með árs ins 2012. Gild andi samn ing ur er til og með ár inu 2010. Sporð ur ehf hef ur haft ána á leigu í ára tugi. At kvæða- greiðsl an um fram leng ingu samn- ings ins fór þannig að 16 greiddu henni at kvæði sitt, 15 voru á móti en einn seð ill var auð ur. Við Þverá eru 32 at kvæði veiði- rétt ar eig enda og voru hand haf- ar þeirra allra mætt ir á fund inn. Til um ræðu var til boð frá Sporði ehf um tölu verða hækk un leigu gjalds og þá jafn framt fram leng in á samn ingn um um tvö ár. Ef því til boði yrði hafn- að myndi eldra til boð um minni hækk un á eft ir lif andi samn ings tíma gilda. Eins og áður seg ir var til boð- inu tek ið. Hið nýja sam komu lag fel- ur með al ann ars í sér að 15. febr ú ar n.k. greið ir Sporð ur ein greiðslu að fjár hæð kr. 40 millj ón ir. Sama dag af sal ar fyr ir tæk ið Vf. Þver ár kostn- aði vegna fram kvæmda við veiði hús- ið við Víg hól að upp hæð rúm ar 31 millj ón kr. Árs leig an fyr ir yf ir stand- andi ár hækk ar um 10 millj ón ir og verði því á næsta ári rúm ar 73 millj- ón ir að við bættri greiðslu fyr ir upp- töku á net um í Hvítá sem Sporð- ur greið ir fyr ir. Upp hæð samn ings- ins verð ur end ur skoð uð ár lega sam- kvæmt breyt ing um á vísi tölu eins og ver ið hef ur. Að sögn Krist jáns F. Ax els son ar for manns Vf. Þver ár hef ur fé lag ið ver ið að fram kvæma tölu vert síð ast- lið in ár í báð um veiði hús un um við ána. Sú skuld sem ver ið er að greiða upp kem ur til vegna fram kvæmda við veiði hús ið Víg hól sem er inni á Kjar ar dal. „Auk þess hafa ver ið mikl ar fram kvæmd ir við veiði hús ið sem stend ur við Helga vatn. Kostn- að ur vegna þess er ekki inni í þess um töl um. Á fé lags fundi í haust felldu veiði rétt ar eig end ur við Þverá samn- ing þann sem þá var í boði á jöfnu. Á fund in um á sunnu dag kom einnig frá vís un ar til laga sem var felld. Að öllu ó breyttu verð ur Sporð ur ehf. því með Þverá á leigu til og með árs- ins 2012 en end ur skoð un ar á kvæði eru að sjálf sögðu í samn ingn um svo hægt sé að hífa upp verð ið ef menn telja sig vera orðna á eft ir öðr um ám í verð lag inu,“ sagði Krist ján. bgk Stjórn SSV hef ur sent frá sér á lykt un varð andi sam göngu mál og af nám not enda gjalda í Hval fjarð ar- göng. Þar er m.a. á rétt að mik il vægi þess að ráð ist verði í Sunda braut og hvet ur til þess að haf ist verði handa Kjal ar nesmeg in við fram kvæmd- ina til að nýta strax það fjár magn sem eyrna merkt er verk inu. Þá er því einnig mót mælt að á sama tíma og ráð gert er að Vaðla heið ar göng verði kost uð af skatt greið end um er enn tek ið gjald fyr ir þá sem aka Hval fjarð ar göng. Á lyk tun SSV er þannig í heild sinni: „Stjórn Sam taka sveit ar fé laga á Vest ur landi ít rek ar að góð ar sam- göng ur séu ein af for send um fram- fara í at vinnu lífi og vel ferð Vest ur- lands. Fyr ir einu ári voru tryggð- ir fjár mun ir til að hefj ast handa við und ir bún ing að tvö föld un veg ar ins um Kjal ar nes og tvö föld un Hval- fjarð ar ganga. Það er því tíma bært að hefj ast nú þeg ar handa við vega- bæt ur á Kjal ar nesi þar sem þjóð- veg ur 1 ann ar ekki leng ur um- ferð og hef ur reynst veg far end um hættu leg ur. Stjórn SSV á rétt ar mik il vægi Sunda braut ar fyr ir höf uð borg ar búa, Vest lend inga og lands menn alla og hvet ur til þess að fram kvæmd ir við Sunda braut hefj ist að norð an verðu frá Kjal ar nesi, svo unnt sé að byrja að nýta þá fjár muni sem þeg ar eru ætl að ir til verks ins. Hval fjarð ar göng, sem fagna 10 ára af mæli sínu í ár, hafa ver ið ó met an leg lyfti stöng fyr ir Vest ur- land og höf uð borg ar svæð ið. Göng- in hafa ver ið fjár mögn uð af not end- um og er eina um ferð ar mann virk- ið á Ís landi sem þannig hátt ar um. Nú eru teikn á lofti að sam bæri- leg göng á Norð ur landi um Vaðla- heiði verði fjár mögn uð af rík inu og skatt greið end um öll um. Verði sú raun in, bresta all ar for send ur fyr- ir not enda gjöld um í Hval fjarð ar- göng um.“ mm Lög regl an á Akra nesi komst á mánu dag á snoð ir um sér hann aða að stöðu til rækt un ar og fram leiðslu kanna bis efna í bæn um. Við hús- leit á tveim ur stöð um fund ust 18 kanna bis plönt ur á loka stigi fram- leiðsl unn ar og tæki og tól til fíkni- efna neyslu. Kanna bis plönt urn ar voru í sér út búnu her bergi og á öðr- um staðn um var búið að inn rétta þurrk geymslu fyr ir vænt an leg ar af- urð ir. Tveir menn voru hand tekn ir vegna máls ins. „Ljóst er að ef ekki hefði ver ið grip ið inn í fram leiðsl- una hefði það ein ung is ver ið tíma- spurs mál hvenær fíkni efn in færu í dreif ingu á göt um bæj ar ins,“ seg ir í til kynn ingu frá lög regl unni á Akra- nesi. Laust fyr ir mið nætti á mánu- dags kvöld lauk yf ir heyrsl um yfir sak born ing um og telst mál ið upp- lýst. þá Bjarg að ist úr brenn andi húsi Eld ur kom upp í ein lyftu par húsi að Sól túni 23a á Hvann eyri um fimm leyt ið sl. fimmtu dags morg- un. Mað ur sem býr í hús inu náði að kom ast út um glugga. Slökkvi- lið á Hvann eyri var búið að ráða nið ur lög um elds ins þeg ar Slökkvi- lið ið í Borg ar nesi kom á vett vang. Eld ur inn kom upp í svefn her bergi og hlaust tals vert tjón af brun an- um, að al lega vegna reyk skemmda. Tveir menn hafa ver ið yf ir heyrð- ir vegna brun ans. Að sögn lög regl- unn ar í Borg ar nesi vakn aði grun ur um í kveikju vegna þess að eng inn um merki sáust um að kvikn að hefði í út frá raf magni. Mál ið er því nú rann sak að eins og um í kveikju hafi ver ið að ræða. Síð ast lið inn mánu- dag lá ekki fyr ir játn ing í mál inu en þá var beð ið eft ir nið ur stöðu í rann sókn á gögn um af vett vangi. Lán í ó láni var að íbúi húss ins svaf í öðru her bergi en eld ur inn kom upp í og vakn aði hann við reyk- skynjara eða spreng ing ar frá eld in- um, að sögn Bjarna K. Þor steins- son ar skökkvi liðs stjóra í Borga nesi. Mað ur inn þurfti að brjóta rúðu í glugga til að kom ast út og skarst nokk uð, en ekki hættu lega. Vegna gruns um reyk eitr un var hann flutt- ur á Heilsu gæslu stöð ina í Borg ar- nesi til skoð un ar og að hlynn ing ar. þá Kanna bis ræk un á tveim ur stöð um á Skag an um Kanna bis plönt urn ar voru á loka stigi fram­ leiðsl unn ar. Vilja hefja fram kvæmd ir strax við Sunda braut Þver ár menn fram lengja samn ing við Sporð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.