Gaflari - 04.09.2014, Blaðsíða 4

Gaflari - 04.09.2014, Blaðsíða 4
4 - gafl ari.is Strætó er ein af mikilvægustu grunn- þjónustum sem sveitarfélögin hér á höfuðborgarsvæðinu veita íbú- um sínum. Þetta sannaðist m.a. nú á Menningarnótt þegar fjölmargir Hafn- firðingar fóru ókeypis í strætó inn í miðborg Reykjavíkur og heim aftur að dagskrá lokinni. Það hafa orðið stakkaskipti á Stætó á undanförnum árum, bæði hvað varðar rekstur og þjónustu. Ráðist hefur verið í umfangsmikla endurnýjun á strætis- vögnum auk þess sem tíðni ferða var aukin og vögnum fjölgað. Í hugum margra er hlutverk Strætó að keyra strætisvagna um höfuðborgarsvæðið, en sú áhersla hefur breyst meira í þá veru að gera fólki kleift að komast ferða sinna, án þess að notast við einkabíl eða að þurfa að eiga einn. Fyrirtækið mun því jafnvel þróast í að vera nokkurs konar þjónustugátt samgöngukosta þar sem sveitarfélögin og einkaframtakið leggja sitt af mörkum. Mögulegt er að þjónusta Stætó verði ekki eingöngu bundin við strætisvagna í framtíðinni, líkt og gerst hefur í nágrannalöndum okkar. Flestir eru sammála um að efling almenningssamgangna sé þjóðhags- lega hagkvæm, þar sem hún leiðir til minnkaðs álags á umferðarmannvirki, en einnig út frá umhverfissjónarmið- um. Markmið Samtaka Sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu (SSH) er að fjölga ferðum með almenningssamgöngum úr 4% í 8% til ársins 2022. Meirihluti ferða verður eftir sem áður á einkabílum. Sveitarfélögin geta stutt við þessa þró- un með því að bæta göngu- og hjólastíga í tengslum við almenningssamgöng- ur. Núverandi meirihluti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur sett þetta verkefni á dagskrá á kjörtímabilinu. Jafnframt geta bæjarfélögin lagfært aðstöðu við stoppistöðvar og bætt gatnakerfi t.a.m. í kringum hraðahindranir og hringtorg. Strætó getur haft áhrif á þessa þró- un með að auðvelda aðgengi og auka ánægju þeirra sem taka strætó. Í því samhengi er hafin uppbygging á þráð- lausum internet aðgangi um borð í vögn- unum. Fyrir áramót verður einnig ný útgáfa af síma-appinu (smáforrit í snjall- síma) aðgengileg. Meðal helstu nýjunga þar er að fólk getur greitt strætómiðann með símanum sínum, sem verður að telj- ast bylting fyrir alla sem taka strætó. Reynslan hefur sýnt að með bættri þjónustu almenningssamgangna og bættum innviðum munu íbúar nýta sér aðra kosti en einkabílinn í auknum mæli. Þessa dagana fer af stað seinni hluti auglýsingaherferðar #mitthverfi á Facebook-síðu Stætó. Fólki gefst þá kostur á að senda inn setningar sem því finnst best lýsandi fyrir mismunandi hverfi og munu sigurvegarar fá sínar setningar ásamt mynd af sér límdar á strætisvagna. Ég hvet alla áhugasama að taka þátt. Einar Birkir Einarsson Höfundur situr í stjórn Stætó bs. fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar. #mitthverfi Meiri samvinnu, takk Í viðtali við Guðlaugu Kristjáns- dóttur, sem birtist í Fréttablaðinu þann 3. júní síðastliðinn kom fram að Björt framtíð hefði þá göf- ugu hugsjón að allir í sveitastjórn Hafnarfjarðar myndu vinna saman. Ekki voru þó allir flokkarnir tilbúnir í slíka nýjung. Mín spurning er hvort það sé boðlegt fyrir okkur kjósend- ur að fulltrúar sem við höfum kjörið í sveitastjórn okkar geti ekki unnið saman? Hversu líklegt er að fyrir- tæki, þar sem stjórnarmenn skiptist í fylkingar, nái árangri? En hvað getum við gert? Svona er pólitíkin, flokkarnir hafa í aldanna rás skipst í stjórn og stjórnarand- stöðu, þannig hefur þetta alltaf verið. En er það eðlilegt að þátttaka kjósenda í kosningum hafi lítið sem ekkert breyst í heila öld? Nú á dög- um þegar flestir framboðslistarnir keppast við að lofa meira íbúalýð- ræði þá verður það að teljast undar- legt að við kjósendur fáum eingöngu að setja einn bókstaf á kjörseðilinn. Að vísu getum við strikað út fram- bjóðendur en ég þekki ekki dæmi þess að slíkt hafi skilað árangri. Það er hins vegar mögulegt að breyta kosningalöggjöfinni svo kjósendur fái meiri völd og fjarlægja í leiðinni það úrelta fyrirkomulag sem gerir kjörnum fulltrúum kleift að mynda meirihluta innan kjörinnar stjórnar! Í fyrsta lagi mætti bæta ákvæði við 54. grein sveitastjórnarlaga um að ekki megi ráða kjörinn fulltrúa sem framkvæmdastjóra (bæjar- eða borgarstjóra). Æskilegt væri að ekki mætti ráða aðila sem hefði verið kjörinn fulltrúi í bæjar- eða borg- arstjórn síðastliðin fjögur ár. Gott væri einnig að tilgreina að samþykki 2/3 sveitarstjórnarfulltrúa þurfi til að staðfesta ráðningu. Einnig væri hægt að setja inn í löggjöfina ákvæði um lágmarkskröfur umsækjenda - en geymum þá umræðu til betri tíma. Jafnframt ætti að bæta við greinina ákvæði um að auglýsa þurfi starfið og að sama skapi mætti líka skilyrða frekari upplýsingagjöf til almennings. Hún gæti t.d. falið í sér að upplýsa yrði um alla umsækjendur og mat á hæfni þeirra. Þegar rafrænar kosn- ingar verða orðnar algengar væri svo vel hægt að hugsa sér að kjósendur þyrftu að staðfesta ráðninguna. Einnig þyrfti að breyta 13. grein sveitarstjórnarlaganna. Þar er fjall- að um kjör oddvita og varaoddvita sveitastjórnar og hér kæmu tvær leiðir til greina: A) Efsti maður á lista stærsta flokksins í kosningum yrði oddviti og efsti maður á lista næst stærsta flokksins yrði varaoddviti. B) Kjörseðlinum yrði breytt og kosið um oddvita (kallar líka á breytingu á 45. grein). Kjósandi þyrfti þá bæði að kjósa einn fram- boðslista og einn oddvita. Eingöngu væri þá hægt að velja á milli efstu manna hvers framboðs við kjör oddvita. Sá sem fengi flest atkvæði yrði oddviti og sá sem fengi næst flest atkvæði yrði varaoddviti. Í tengslum við þessa útfærslu þyrfti svo að smíða lög um hvernig skuli brugðist við ef framboðslisti kjör- ins oddvita næði ekki manni inn í sveitarstjórn. Sem dæmi má nefna að sam- kvæmt skoðanakönnunum fyrir síð- ustu sveitastjórnarkosningar hefði Dagur B. Eggertsson fengið fleiri at- kvæði sem oddviti en Samfylkingin hefði fengið til sveitastjórnar. Gleymum því ekki að sveitarfé- lög landsins eru ekki bara samfélög, heldur líka stór fyrirtæki og í mörg- um tilfellum einnig stærsti atvinnu- rekandi viðkomandi sveitarfélags. Með þeim breytingum á sveitar- stjórnarlögunum sem hér hafa verið reifaðar er hægt að tryggja að flokk- ar með lítið fylgi kjósenda komist ekki í valdastöður – eins og nú er raunin í hinni pólitísku refskák. Guðjón Karl Arnarson, vörustjóri RB. Lesa má greinina í fullri lengd á gaflari.is

x

Gaflari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gaflari
https://timarit.is/publication/1097

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.